Dagur


Dagur - 03.03.1994, Qupperneq 2

Dagur - 03.03.1994, Qupperneq 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 3. mars 1994 FRÉTTIR Norðlenskir hestadagar í Reiðhöllinni: Glæsileg hross og hróðugir knapar - metnaðarfull sýning á sögu hestsins Það er orðinn árviss viðburður að norðlenskir hrossabændur fjölmenni suður yfir heiðar og haldi sýningu í Reiðhöllinni. Ein slík fór af stað sl. þriðjudag eft- ir að riðið hafði verið norðan úr Iandi með handrit að sýning- unni. Að þessu sinni er áhersla lögð á að sýna fólki sögu ís- lenska hestsins, allt frá því að hann var eina samgöngutækið og þarfasti þjónninn. Hátt í eitt hundrað manns kemur nálægt sýningunni og mikill fjöldi gull- fallegra hrossa. Næstu sýningar verða 4. og 5. mars og er fyllsta ástæða til þess að hvetja hesta- áhugamenn til þess að fjöl- menna. „Undirbúningurinn hófst í nóv- ember og hingað erum við komnir í þriðja sinn. Við höfðum sett stefnuna á aprílsýningu en fannst svo kjörið að slá þessu saman vió landbúnaðarsýningu Ingvars Helgasonar. Þetta er liður í því að nota dauða tímann og koma okk- ur, og því sem vió erum aó gera, á framfæri,“ sagði Baldvin Kr. Baldvinsson, formaður fram- kvæmdanefndar sýningarinnar. Hann sagói íþróttamann ársins, Sigurbjörn Bárðarson, taka þátt í sýningunni og hafa verió norðan- mönnum innan handar. Þaó vildi hann þakka. „Þaó er að vísu nokk- uð fátt hér í kvöld en ég veit að hér verður húsfyllir um helgina,“ sagði Baldvin. I tengslum við sýninguna og reióina aó noróan var efnt til söfn- unar fjár til kaupa á húsnæöi fyrir krabbameinssjúklinga af lands- byggðinni sem leita þurfa lækn- inga í Reykjavík. Hægt er að láta gott af sér leiða og styrkja þetta góða málefni í síma 91-674012 og 985-28174. Með dótturinni Aslaug Kristjánsdóttir, formaður íþróttadeildar Léttis á Akureyri, er meöal þátttakenda á sýningunni. Hún sagðist vera þarna með níu ára gamalli dóttur sinnni sem ver- ið hefur viðloóandi hestamensku frá 6 mánaða aldri. Aslaug á tvö hross á sýningunni. „Við Dagný Björg tökum báðar þátt í sýningunni og eyðum mikl- um tíma saman í hestamennsk- unni. Stelpan hefur líklega byrjaö 6 mánaða á hnakknefinu hjá mér. Ég á sjálf tíu hross og hesturinn hefur ætíó verið minn sterkasti fé- lagi. Ég fæ meira út úr félags- skapnum við hann en mannskepn- una, eyði enda 6-8 klukkustundum í tamningar og hirðingu hrossanna á degi hverjum. Sýningin er ákaf- lega vel heppnuö, mikill tími hef- ur farió í undirbúning og ég er sannfæró um aó fólk á eftir aó fjölmenna hingað og sjá þessi fal- legu og vel tömdu hross,“ sagói Aslaug Kristjánsdóttir, formaður íþróttadeildar Léttis. SV Áslaug Krisjánsdóttir og Maístjarna taka þátt í sýningu Norðlenskra hesta- daga. Mynd: SV Samstarfsverkefni um stofnun fræðsluskrifstofu Hver ferðamaður ígildi eins þorskstonns - auknar tekjur af sérstöðu náttúru landsins Sjö stofnanir hafa sett á fót samstarfsverkefni um að láta kanna hvernig auka mætti vís- indasamstarf, fjiilga heimsókn- um til landsins og auka tekjur landsmanna af sérstöðu íslands. Erlendir vísindamenn, nemar og erlendar vísindastofnanir Iíta oft á landið sem gullnámu og það hyggjast menn nýta sér í auknum mæli. Óljóst er um hversu mikinn fjölda menn eru að tala en hann gæti skipt þús- undum á ári. Þykjast menn sjá hag landsbyggðarinnar af verk- Veitingahúsið Greifinn óskar eftir fólki til útkeyrslustarfa Um er að ræða kvöld- og helgarvinnu. Þurfa að vera á eigin bíium og ekki yngri en 20 ára. Uppl. veittar á staðnum föstu-daginn 04.03.93 milli kl. lOog 11. F.h. Greifans, Sigmar Ólafsson. K.A. heimilið v/Dalsbraut, sími 23482. Nýtt - Nýtt - Nýtt Komdu og slakaðu á í nýja vatnsgufubaðinu okkar. Pottur + gufa aðeins kr. 200. Munið ódýru Ijósatímana á morgnana. Stórir og litlir salir fyrir veislur og árshátíðir. efni sem þessu. Þær stofnanir sem taka þátt í verkefninu eru: Endurmenntunar- stofnun Háskóla Islands, Tækni- þróun h.f., Náttúruverndarráð, Náttúrufræðistofnun Islands, Landgræósla ríkisins, Skógrækt ríkisins og Ráðstefnuskrifstofa Is- lands. „Lagt er til að komið verði á fót lítilli skrifstofu í tengslum við Háskóla Islands svo vinna megi aó tvíþættu átaki við að efla samskipti vió erlenda vísinda- menn, nema og vísindastofnanir,“ segir m.a. í greinargerð sem dreift var á blaðamannafundi í gær. Atakið felst í því að komið verói á fót víðtæku námskeiðahaldi fyrir áðurnefndan markhóp, námskeið sem hægt væri að tengja skoóun- arferóir af ýmsu tagi. I öðru lagi er svo lagt til að endurnýjuð verði eða stofnað til tengsla við erlenda háskóla um feróir einstakra náms- manna til landsins. Margir ótvíræðir kostir eru nefndir þessu samfara. Ljóst er að störfum náttúrufræðinga myndi fjölga talsvert, ferðamannatíma- bilið kynni að lengjast, þar sem áhersla yrði lögð á vor-, haust- og vetrarferðir, og síðast en ekki síst myndi þetta þýða aukna nýtingu bændagistingarinnar og um leið stuðla að eflingu landsbyggðar- innar. Lagt er til aó farið verði af stað með ýmsar athuganir og ráðinn verði einn starfsmaður í 6-8 mán- uði, hann skili áliti að þeim tíma liðnum og í framhaldinu verði tek- in ákvörðun um stofnun áður- nefndrar fræðsluskrifstofu. SV Embætti veiðistjóra: Eyþing fagnar flutningi Össur Skarphéðinsson, um- hverfisráðherra, hefur ákveðið að flytja Embætti veiðistjóra til Akureyrar og tengja það setri Náttúrufræðistofnunar á staðn- um. Stjórn Eyþings hefur álykt- að um málið. í ályktuninni segir: „Stjórn Ey- þings fagnar þessari ákvörðun og tekur undir nauösyn þess aö cfla það akademíska umhverll sem varð að veruleika meö stofnun Háskólans á Akureyri. Stjórnin leggur áherslu á að faglegt mat sé lagt til grundvallar flutningi og hafnar þeim rökum er byggja á andstöðu einstakra starfsmanna við að flytja búferlum. Með flutn- ingi Embættis veiðistjóra til Akur- eyrar er virt í verki sú stefna að flytja stofnanir út á land, sem vel eru til þess fallnar. Stjórn Eyþings skorar á um- hverfisráðherra að hraða fram- kvæmd verksins cins og kostur er,“ IM Norðurlandsmótið í bridds: Hefst á Siglu- flrði á morgun Norðurlandsmótið í sveita- keppni fer fram á Siglufirði dagana 4.-6. mars nk. Alls hafa 17 sveitir víðs vegar af Norður- landi skráð sig til keppni. Reiknað er með harðri baráttu þar sem á mcóal keppenda eru nú- vcrandi Isjandsmeistarar í svcita- keppni, Islandsmeistarar yngri spilara, bæði í sveitakeppni og tví- menningi og bridgehátíðarmeist- arar í tvímenningi. Kcppnin hefst á morgun, föstu- daginn 4. mars kl. 16.00 og gefur íslandsbanki á Sigluflrði verðlaun til mótsins. Akureyri: Bæjarmála- punktar ■ Við vinnslu Dags í gær féll niður bróðurpartur síðustu málsgreinar fréttar um umræð- ur í bæjarstjórn Akureyrar sl. þriðjudag í tilefni af greinar- geró um fjárframlög til KA og Þórs. Orórétt átti þessi klausa að vera þannig: „Sigurður J. Sigurðsson (D) sagði ástæðu- laust fyrir fulltrúa meirihlutans að taka bókun Kolbrúnar tii sín. Henni væri fyrst og fremst beint gegn fulltrúum minni- hlutans.“ ■ A fundi bæjarstjórnar Akur- eyrar sl. þriðjudag var sam- þykkt með 10 atkvæðum gegn 1 (Birna Sigurbjörnsdóttir (D) var á móti) aó vísa aftur til bæjarráós þeirri ákvöröun bæj- arráðs 24. febrúar sl. að ganga til samninga við Möl og sand hf. um kaup á steinefni til gatnageröar á árinu 1994. Jakob Björnsson (B) opnaði umræðu um þetta mál og taldi að bæjarráðsmenn hafi ekki haft nægilegar upplýsingar um þaö á fundinum 24. febrúar. Hann lagði því til að málinu yrói aftur vísað til bæjarráðs. Undir það tóku Úlfhildur Rögnvaídsdóttir (B), Heimir Ingimarsson (G) og Sigríður Stefánsdóttir (G). Sigríóur lagði til aó málinu yrði vísað til bæjarráðs með heimild til fullnaðarafgreióslu. Á það féil- ust 10 bæjarfulltrúar í at- kvæðagreióslu. ■ Bæjarstjóm Akureyrar til- nefndi sl. þriðjudag Björn Magnússon í fjögurra manna bygginganefnd vegna væntan- lcgrar legudeildarálmu við FSA. ■ Töluverðar umræóur uróu á bæjarstjórnarfundinum um þá samþykkt félagsmálaráðs 9. febrúar sl. að heimila leik- skólastjórum aö loka leikskól- um bæjarins einn dag annaó hvort ár vegna námskeiða- halds, enda tengist námskeiðs- dagurinn páskaleyfi. Sigfríður Þorsteinsdóttir (B) lét bóka aó féiagsmálaráðs leiti allra leiða til þcss að námskeiðsdagar leiói ekki til lokunar leikskól- anna. Undir það tóku ÚllTtildur Rögnvaldsdóttir (B) og Val- gerður Hrólfsdóttir (D). Sigríó- ur Stefánsdóttir (G) sagöist hins vegar ekki sjá að unnt væri aö efna til námskeiðsdaga fyrir allt starfslið leikskólanna án þcss aó loka þeim á meðan. Niðurstaða umræðanna var aó vísa málinu aftur til félags- málaráðs til frekari skoöunar. ■ Heimir Ingimarsson (G) fagnaði samþykkt húsnæðis- nefndar um áskorun til félags- málaráðherra að lækka vcxti í félagslega íbúóarkerfinu. Heimir sagói óviðunandi að vextir í félagslega kerfinu hafi ekki lækkað á síðustu misser- um eins og aórir vextir. Hall- dór Jónsson, bæjarstjóri, benti á að þrátt fyrir þetta væru vext- ir á almennum markaði u.þ.b. 100% hærri en vextir í félags- lega kerfinu.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.