Dagur


Dagur - 03.03.1994, Qupperneq 10

Dagur - 03.03.1994, Qupperneq 10
10 - DAGUR - Fimmtudagur 3. mars 1994 DAGDVELJA Stjörnuspá eftlr Athenu Lee Fimmtudagur S. mars Vatnsberi ^ (£0. jan.-18. feb.) J Ekki ganga út frá því sem vísu a& spurning sem sett er fram, sé lögð fram í sakleysi. Annað og mikilvægara gæti legið að baki. Q d Piskar ' (19. feb.-20. mars) Upp kemur árekstur á milli þín og fjölskyldunnar og þú ert í miklum vafa um hvað eigi að hafa for- gang. Þú verður að velja því málamiðlun dugir ekki. (*? Hrútur (21. mars-19. apríl) nT) Fólk í kringum þig er óeðlilega viðkvæmt og ábyrgðin hvílir því á þér; þú verður að þræða gullna meðalveginn eins og hrútum ein- um er lagið. (W Naut (20. apríl-20. maí) Það er mikilvægt að vita hvar mörkin liggja í ákvebnu sam bandi. Þú vilt gjarnan þóknast fólki en ættir samt ekki a& þurfa að skuldbinda þig. Tvíburar (21. maí-20. júní) 3 Það léttir yfir þér vib óvænta vel- gengni í ákveðnu máli. Vandinn hefur legið í því ab þú ferð of lítib út og ættir að bæta úr því hib snarasta. Krabbi (21. júní-22. júlí) 3 Þetta lítur út fyrir að verba ágætur dagur; sérstaklega hvað var&ar fjölskylduna og nágrannana. Hugsanlega leysist gamalt vanda- mál. (^MÉpIoón \fv>Tv (23. júli-22. ágúst) J Láttu orð ráða og bíddu með allar aðgerðir í dag. Hreinskilnar um- ræður eru oft árangursríkar og leiða oftar en ekki til samkomu- lags. (£_ Meyja (23. ágúst-22. sept. 0 Þú færð endurgoldinn greiba í dag og einhver gefur þér góð ráb sem sparar þér bæði tíma og pen- inga. Fjölskyldulífið er gott þessa dagana. -Ur (23. sept.-22. okt.) J jákvæbir straumar umlykja fjöl- skylduna og heimilib þessa dag- ana og hafa góð áhrif á öll sam- skipti. Nýttu tækifærið og ræddu vibkvæm mál. (M Sporðdreki (23. okt.-21. nóv. V Ef þú ert að vinna að einhverju með öðrum mun það ganga vel nema þú notfærir þér abstöðu þína í eigin þágu. Þú átt skemmti- legt ferbalag framundan. CArtv Bogmaður 'N X (22. nóv.-21. des.) J Fjármálin setja sterkan svip á dag- inn og sennilega þarftu að taka ákvörðun sem hefur áhrif til lang- frama. Láttu þarfir annarra hafa forgang í dag. Steingeit (22. des-19. jan.) y Þú ert ef til vill óþarflega lokaður og átt það til að vera alltaf upp á kant við fólk sem er þér nákomið. Reyndu að opna þig og vera sam- starfsþýbur. :0 13 40 Fyrirgefðu hvað ég kem seint en Hildur tilkynnti rétt áður en við lögðum af stað að hún færi í afmæli í dag eftir skóla. Við þurftum að koma við á bensínstöð til að kaupa gjöf. Það eina sem þeir áttu til að pakka henni inn var brúnn bréfpoki svo við þurftum að kaupa liti til að mála á hann. A léttu nótunum Þetta þarftu a& vita! Bló&gjafar Frúrnar í saumaklúbbnum voru sammála um ab eitthvað yrði að gera til að Blóbbankinn fengi nóg blób, en ein þeirra hafbi lesið í blöbunum að alltaf vantabi blóð. Þær urðu allar sammála um að gefa blóð - úr eiginmönnum sínum. Afmælisbam dagsins Or&takib Mestu kaffiframlei&endur Brasilía framleibir 2/3 af því kaffi sem drukkið er. Kaffi sem hvorki Grikkir né Rómverjar þekktu kom upphaflega frá Eþíópíu. Kaffib kom til Evrópu á 16. öld. Nýtt ár mun væntanlega ekki boða miklar breytingar. Notaðu tækifærið og gerðu áætlanir fyrir næstu næstu mánuði því um mitt árib verður nokkuð mikið að gera í vinnunni. Mestu líkur á árangri verða í lok ársins. Vera mikill á (í) orði en lítill á borði Orðtakið merkir „tala borgin- mannlega en reynast lítilfjörleg- ur". Orðtak þetta er kunnugt frá 19. öld. Frummerking orbanna „lítill á borði" er „lélegur ræðari". Lík- ingin er aubskilin. Spakmælifr Gullhamrar Bestu gullhamrarnir sem unnt er að slá skynsamri konu eru þeir ab tala vib hana eins og hún sé þab. (Bovee) STOflT • Enn um Ólym- píuleika Samkvæmt venju fékk það íslenska íþróttafólk sem keppti fyrir okkar hönd sinn skammt frá neikvæðum röddum hér heima á Fróni sem finna þátttöku okkar allt til for- áttu. Svo vir&ist sem deilur hafi staðið um þessa hluti allt frá því að íslendingar tóku í fyrsta skipti þátt í Vetrarólympíuleik- um í St. Moritz í Sviss 1948. Síðan þá hafa íslendingar alltaf verið með nema árið 1972 þegar leikarnir fóru fram í Sapporo í Japan. Sjálfsagt mál er og eðlilegt að við höldum áfram að senda keppendur á Vetrarólympíuleika þó Ijóst sé a& skíðaforystan verður a& standa betur a& þeim málum en veríð hefur. • Frumherjarnir Frumherjarnir í St. Moritz mættu ýmsum hindrunum og er sú þrautaganga rifjuð upp í Ólympíublað- inu sem kom út á dögunum. Fyrsta vanda- málið var að útvega gjaldeyri til fararínnar sem ekki lá á lausu á þessum árum og það olli nokkurri úlfúð að ákveðið var að taka þátt í stökki, bruni og svigi, en ekki skíðagöngu. Hermann Stefánsson, íþrótta- kennari á Akureyri, sá um æf- ingar fyrir leikana og þótti sýna ódrepandi bjartsýni og dugnað við stjórn þeirra við vægast sagt frumstæ&ar að- stæ&ur. Skíðalyftur þekktust ekki hérlendis, hvað þá upp- lýstar brautir. Hermanni er framar ö&rum þakkað fyrir að þátttaka okkar í fyrstu Vetrar- ólympíuleikunum varb að veru- leika. • Þurftu flugvélar Hafli&i Jó- steinsson á Húsavík er af- burðaræbu- maður og vanur að tala tæpitungu- laust. Hann er þeirrar skoðunar að launþegum sé ekki bjó&andi að búa við nú- verandi aðstæbur og sí&ustu misserin hefur hann lagt á það áherslu kvölds og morgna og um mi&jan dag a& skipta þurfi um ríkisstjórn í landinu. Á fundi svæ&isútvarpsins á Akur- eyri sl. miðvikudag flutti Haf- liði ræðu sem vakið hefur mikia athygli um land allt, en útvarpab var frá fundinum. Hafliði sagði ríkisstjórnina rá&alausa, duglausa og getu- lausa, og kvað fast að. Svo bætti hann vib að ráðherrar hefðu litið upp úr leggjastríð- inu fyrir sunnan og flogið nor&ur, líklega hefbu þeir þurft að nota flugvélar en ekki getað flogið á kjúklingavængj- um. Umsjón: Halldór Arinbjarnason.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.