Dagur - 03.03.1994, Page 16
Akureyri, fimmtudagur 3. mars 1994
rr.anflaaM aHar aajtðir sismi)lí líiswraiðA
• Tölvugataða
• Frostþolna
• Tölvuvogamiða
• Strikamerki
LIMMIÐAR NORÐURLANDS HF.
Strandgötu 31 • 600 Akureyri ■ Sími 96-24166
Útgerðarfélag Akureyringa hf.:
Athugað með kaup
á 2 þúsund tonna
Snorri Guðjónsson trillukarl á Akureyri og kollegar hans hafa fengið lítið sem ekkert að undanfornu.
Eyjaflörður „steindauður“ þrátt fyrir mikla
fiskgengd fyrir Norðurlandi:
Mokafli smábáta á Siglufírði,
Húsavík og Bakkafirði
Engin fiskur virðist „síga“ inn
Eyjafjörð þrátt fyrir mjög góða
veiði smábáta víða á Norður-
landi, enda hefur afli smábáta á
Akureyri verið sáralítill, jafnvel
svo lítill að talað er um að ekki
fískist fyrir köttinn. Einn bátur
vitjaði línu í gær sem lögð var út
undir Hjalteyri en aflinn var
sáratregur. Undanfarin ár hafa
aflabrögð í Eyjafirði verið mjög
treg í desember-, janúar- og
febrúarmánuðum en farið að
glæðast seinni hluta febrúar-
Kosning um sameiningu þriggja
sveitarfélaga norðan Akureyrar:
Kynningarfimdir
ádöfínni
í næstu viku er stefnt að því að
efna til kynningarfunda fyrir
íbúa Skriðuhrepps, Öxnadals-
hrepps og Glæsibæjarhrepps
vegna kosningar um sameiningu
þessara þriggja sveitarfélaga
laugardaginn 19. mars nk.
Að undanförnu hefur nefnd
skipuð fulltrúum allra sveitarfc-
laganna farið ofan í saumana á
ýmsum hiutum varóandi samein-
ingu þeirra og álitsgeró hennar
verður rædd í sveitarstjórnunum
og síðan kynnt á almennum kynn-
ingarfundum, sem líklega verða í
næstu viku. Ætlunin er að hafa
fund fyrir íbúa Glæsibæjarhrepps í
Hlíðarbæ og annan fyrir íbúa
Skriðuhrepps og Oxnadalshrepps
VEÐRÍÐ
Veður fer kólnandi á landinu
en ekki er útlit fyrir verulega
umhleypinga. Spáin fyrir
Norðurland vestra hljóðar
upp á allhvassa sunnanátt
þegar líður á daginn í dag
og verða él á köflum. A
Norðurland eystra verður
suðvestan kaldi og stinn-
ingskaldi er líður á daginn
og léttir til síðdegis.
á Melum í Hörgárdal.
Verði þessi þrjú sveitarfélög
sameinuð í eitt vcrður til sveitarfé-
lag með nálægt 400 íbúum. Sam-
eining allra sveitarfélaga við Eyja-
fjörð í eitt 20. nóvember sl. var
kolfelld í öllum þessum þrem
sveitarfélögum. óþh
en enn eru engin
mánaðar
merki þess að neinna breytinga
sé að vænta.
Á Siglufirði hefur aflinn verió
mjög góður að undanförnu. Besti
aflinn er 7,5 tonn á 30 bala eða
um 250 kíló á bala sem er mjög
gott. 17 bátar róa frá Siglufirði en
afli þeirra sem sótt hafa vestur á
Skagagrunn hefur verið langmest-
ur en siglingin þangað tekur um
fjóra tíma. Siglfirsku bátarnir eru
þar einir um hituna því víðast er
mjög góð veiði og því sækja bát-
arnir sem styst frá sinni heima-
höfn. Mestur hluti þorsksins er 55
til 60 cm stór, þ.e. dæmigerður
„Norðlendingur", en innan um er
auövitað undirmálsfiskur. Undir-
málsfiskurinn, eóa „kóðin“, er sú
stærð sem að öllu jöfnu nýtur
mestra vinsælda hjá neytendum.
Á Bakkafirói eru tveir bátar á
netum en 5 á línu og hefur afli
þeirra verið ágætur. Aflinn er að
mestu lagður upp hjá Gunnólfi hf.
GG
frystitogara í Kanada
Útgerðarfélag Akureyringa hf.
hefur á undanförnum mánuðum
verið að kanna möguleika á tog-
arakaupum erlendis sem og inn-
anlands og þessa dagana eru
þrír menn, þeir Gunnar Larsen,
Stefán Finnbogason og Kristján
Halldórsson, skipstjóri, staddir í
Kanada að skoða fjögurra ára
gamlan frystitogara, mjög öfl-
ugt og gott skip. Skipið er um
2.000 brúttólestir að stærð, 14
metra breitt og 63 metra langt
og yrði stærsti frystitogari Is-
lendinga, skráður hérlendis. Ef
af kaupum verður þarf að úr-
elda tvö skip á móti, og hugsan-
lega verða það tveir af ísfisktog-
urum félagsins.
Að undanförnu hafa norskir
togarar fyrst og fremst verið til at-
hugunar hjá ÚA, og m.a. voru
kannaðir möguleikar á togara sem
Bæjarútgerð Reykjavíkur keypti
og heitir Þerney RE-101. Á sama
tíma var verið að kanna mögu-
leika á kaupum á togara hérlendis
sem þótti mjög álitlegt, og með
því skipi hefði fylgt kvóti og þaó
tafði málið. Sá togari er ekki enn
seldur.
Ef það yrði raunin, þarf að
skoða málið í víðara samhengi því
tryggja þarf landvinnslunni nægj-
anlegt hráefni þrátt fyrir fækkun
ísfisktogaranna. Útgeröarfélagið á
fimm ísfisktogara, og þeirra elstur
er önnur „Stellan", Svalbakur,
sem er byggóur árið 1969. Kald-
bakur og Harðbakur er byggðir ár-
ið 1974 og Hrímbakur árið 1977
en Árbakur árið 1980. Frystitogar-
arnir Sléttbakur (hin „Stellan“) og
Sólbakur eru smíðaóir árin 1968
og 1972. Ljóst er því að togara-
floti Útgerðarfélagsins er korninn
til ára sinna og endurnýjun því
orðin nokkuð aókallandi.
Með kaupum á kanadíska tog-
aranum skapast mögulcikar á því
að hafa rækjuvinnslulínu um boró
og hægt væri að skipta á milli
rækju- og bolfiskvinnslu með nán-
ast engum fyrirvara. GG
Hafrannsóknastofnun:
„Togararall“ hefst í dag
- fimm togarar munu raða sér á landgrunnið
Árlegt „togararaIl“ Hafrann-
sóknastofnunar hefst í dag, en
þetta er í 10. skipti sem það fer
fram. í rallinu taka þátt togar-
arnir Bjartur NK frá Neskaup-
stað, Brettingur NK frá Vopna-
firði, Rauðinúpur ÞH frá Rauf-
arhöfn, Múlaberg ÓF frá Ólafs-
firði og Vestmannaey VE frá
Vestmannaeyjum. Skipin munu
raða sér á landgrunnið kringum
Iandið.
Á hverju skipi verða fimm
menn frá Hafrannsóknastofnun en
tekin eru um 600 tog á svipuðum
slóðum frá ári til árs á öllurn
helstu togaraslóðum kringum
landið. Togað veróur á 30 stöðum
á grunnslóð víðs vegar kringum
landið. Rallió stendur í tvær til
þrjár vikur, cn það fer eltir l'ram-
vindu mála á hverju svæði. Niður-
stöður eru væntanlegar í byrjun
næsta mánaðar, eða fljótlega eftir
páska. Verkefnisstjóri er Ólal'ur
Karvel Pálsson, fískifræðingur, en
hann verður á Múlaberginu.
Múlaberg ÓF verður á svæöinu
frá Snæfellsnesi að Kögri, þ.e.
fyrir Vestfjöröum og er alltaf tog-
að á sömu slóðum í rallinu til þess
að fá sem bestan samanburó milli
ára. Þorbjörn Sigurðsson, skip-
stjóri á Múlabergi, segir að eftir
því sem rannsóknaleióangrarnir
verði fleiri því betri samanburður
fáist og niðurstöðurnar séu m.a.
notaðar sem hjálpargögn við aó
ákveða stofnstærð.
Rauðinúpur ÞH verður fyrir
vestanverðu Norðurlandi, á svæð-
inu frá Siglunesi vestur að Kögri.
GG
ákvörðun aðalfundar og stjórnar
hverju sinni,“ sagði Einar Njáls-
son, formaður Eyþings, aðspurður
um starfsemi sambandsins. IM
Eyþing:
Hjalti ráðiirn starfsmaður
Hjalti Jóhannesson, Iandfræð-
ingur, hefur verið ráðinn starfs-
maður Eyþings. Alls sóttu 27
manns um stöðuna, en um er að
ræða hálfa stöðu.
Hjalti mun hefja störf fljótlega
og vera með skrifstofu í húsnæði
Byggðastofnunar að Strandgötu
29 á Akurcyri.
„Starfsmaðurinn mun sinna
málefnum Eyþings og þeim mál-
efnum aðildarsvcitarfélaga Ey-
þings sem Eyþing ákveður að l'ela
honum. Starfsemi Eyþings hefur
þróast ákaflega hægt og skynsam-
lega. Menn hugsa sér ekki að þetta
veröi neitt bákn. En verði meiri
verkcfnaflutningur frá ríkinu til
sveitarfélaganna, hljóta að koma
upp ýmis mál sem sveitarfélögin
vilja láta vinna sameiginlega að.
Þá mundi Eyþing vera kjörinn
vettvangur til slíks. Þetta fer eftir
4.-20.
mars
B
V
Trio
Eldavél, bökunarofn og uppþvottavél
kr. 99.845
0KAUPLAND
Kaupangi v/Mýrarveg, simi 23565
IBBBBBBBBBBBBBBBBBBBBBBBBBBBBBBB