Dagur


Dagur - 05.03.1994, Qupperneq 3

Dagur - 05.03.1994, Qupperneq 3
FRETTIR Laugardagur 5. mars 1994 - DAGUR - 3 Lögreglan á Sauðárkróki: Mun fleiri hestaslys en umferðarslys síðasta ár í ársskýrslu Iögreglunnar á Sauðárkróki er getið um 36 um- ferðaróhöpp í Skagafjarðar- sýslu á árinu 1993 á móti 44 árið áður og 51 árið 1991. Eftir breytingu á umferðarlögunum fyrir nokkrum árum er lögreglu reyndar sjaldnast tilkynnt um ákeyrslur og útafakstur þar sem einungis er um eignatjón að ræða, en á síðasta ári urðu 16 umferðarslys. Samkvæmt skráningu lögreglu og Umferðarráðs slösuðust sam- tals 25 í þessum 16 slysunt og þar af lést einn, stúlka er var farþcgi í aftursæti bifreiðar. Karlmenn voru 20 og konur 5. Okumenn bifreiða voru 11, einn ökumaður bifhjóls, 4 farþegar í framsæti bifreiða, 5 farþegar í aftursæti, 2 farþegar á bifhjólum, einn gangandi vegfar- andi og einn ökumaöur reiðhjóls. Upplýsingar frá Sjúkrahúsi Skagíirðinga á Sauóárkróki herma hins vegar að komur á slysadeild vegna umferðarslysa á síðasta ári hafi verið 50 á móti 61 árið áður. Astæðan fyrir þessu ósamræmi vió skýrslur lögreglu er að hluta til vegna meiðsla sem koma fram síðar, auk þess sem forsendur skráningar sjúkrahúsanna cru aör- ar. Þá vekur athygli að 84 leituðu til slysadeildar cftir svonefnd hestaslys, eða 34 fleiri en eftir umferðarslys. Menn hljóta því að velta þeirri spurningu upp hvor farskjótinn sé hættulegri, hestur- inn cða bíllinn. SS Strax í gærmorgun hélt af stað fyrsti hópur stuðningsmanna KA til Reykjavíkur þar sem fram fer í dag úrslitaleik- urinn í bikarkcppni HSÍ. Stóra stundin cr því að rcnna upp fyrir stuðningsmcnn KA og þeir ætia að standa vel við bakið á sínum mönnum, því frcgnir hcrma að á annað þúsund manns fari til Rcykjavjkur til þcss m.a. að fara á leik- inn. Þeir scm hcima sitja geta fylgst mcð í Ríkissjónvarpinu og hcfst leikurinn kl. 17. Afram KA-mcnn. Mynd: Robyn Sérfræðingar á Rannsóknastofnim byggingariðnaðarins vinna að rannsóknum á sprunguviðgerðum: Fiinm milljarðar á ári í sprunguviðgerðir og málun Landsmenn verja ótrúlegum upphæðum á ári hverju í múr- og sprunguviðgerðir og gera sérfræðingar ráð fyrir að á síð- asta ári hafi veltan í sprungu- viðgerðum og málun numið hvorki meira né minna en 5 milljörðum króna. Það þarf því ekki að hafa mörg orð um mik- ilvægi þess að flnna leiðir til þess að lækka þcnnan viðgerða- kostnað. Sérfræðingar á Rannsókna- stofnun byggingariðnaðarins hafa um nokkurt skeið beint sjónum að múr- og sprunguviðgeróum og fyrstu niðurstöður þeirra rann- sókna lofa góðu. Þær gefa til kynna að unnt sé að lækka kostn- að við sprunguviðgerðir og auka endingu þeirra. Rannsóknum verði lokið í árslok 1996 Rögnvaldur Gíslason, á Rann- sóknastofnun byggingariðnaðar- ins, segir aö árið 1989 hafi verið byrjað á markvissan hátt að rann- saka sprungur og sprunguhreyf- ingar. „Síðan komu upp hug- myndir um það að þróa aðferðir í því skyni að þrýsta efni inn í sprungurnar án þess aö saga þær upp. Til þessarar rannsóknar feng- um við styrk úr Rannsóknarráói. Rannsókninni er ekki lokið, en það sem við höfum séð fram að þessu lofar mjög góðu. Við reikn- um nteð að verkefninu ljúki á miðju ári 1995. Samhliða þessu erum við að reyna að fjármagna stórt verkefni þar sem við tökum bæði á sprungu- og yfirborðsviðgerðum. Það verkefni mun bæði fara fram við raunverulegar aóstæður og á rannsóknarstofu. Takist okkur að fjármagna þetta verkefni munum við fá gífurlega mikið af ómetan- legum upplýsingum. Við stefnum að því að hefja verkefnið í sumar og þaö standi yfir í tvö suntur og Verðkönnunin NAN: Sápan seld langt undir heildsöluverði Eins og neytendur gátu séð í verðkönnun Neytendafélags Ak- ureyrar sem birtist í Degi sl. fímmtudag var þar ein vöruteg- und sem kom fram með tæplega 900% verðmun á svæðinu. Á þeim degi sem könnunin var gerð buðu þeir aðilar sem harð- ast berjast á markaðnum á Ak- ureyri þessa vörutegund á 70- 80% lægra verði en í könnun í desember og voru að selja hana langt undir heildsöluverði. Hér er um að ræða lopasápu, sem reyndar er norðlensk vara, framleidd í Sjöfn. Lægsta verð var að iinna í Bónus, 25 kr., en hæsta í Kjörbúðinni Kaupangi 246 kr. Annað lægsta verðið var Nettó með, eða 45 kr., en þriðja lægsta verðið var KEA á Grenivík með, eða 194 kr. Verslanirnar skiptast því greinilega í tvo flokka hvaó varðar verðlagningu á vörunni. Samkvæmt upplýsingum sem blaðið atlaði sér í Sjöfn í gær er heildsöluverð á þessari vöruteg- und 181 kr. þcgar viröisaukaskatt- ur hefur verið reiknaöur með. Glögglega má því sjá á þessu dæmi að verð KEA Nettó og Bón- uss á vörunni er langt undir upp- gefnu heildsöluverði Sjafnar þannig að barátta þessara aðila er enn hörð. JÓH tvo vetur. Eins og staðan er í dag ættum vió að geta lokið þessu fyr- ir árslok 1996 og þá vonandi verð- um við komnir meó haldgóðar upplýsingar um sprungu- og yfir- borðsviðgerðir,“ sagði Rögnvald- ur. Eitt aðalmarkmiðið er að lengja endingartímann Rögnvaldur sagði að farið væri í þessar rannsóknir aö frumkvæði Rannsóknastofnunar byggingar- iðnaðarins - markaóurinn hafi ekki kallað eftir upplýsingum um hvernig best væri að standa að málum. „Það sem hefur ýtt undir að farió væri í gang með þessar rannsóknir er sú staðreynd að í mörgum tilfellum er árangurinn af sprunguviðgerðum slakur. Sprunguviðgerðir virðast alltof oft endast illa og eitt af aðalmarkmið- um með rannsóknunum er að lengja endingartímann. Vió sjáum líka möguleikann á því að lækka beinan kostnað við sprunguvið- gerðir með því að komast hjá því að saga upp sprungurnar. Eg á þó von á því aó mesti sparnaðurinn verði fólginn í betri viógerðum og þar með lengri endingu. Við höf- urn verió að þreifa okkur áfrarn nteð efni í sprunguviðgerðir og okkur virðist gúmmíkennd efni gel’a góða raun,“ sagói Rögnvald- ur. Rögnvaldur sagði ekki vafa leika á því aó sprunguviðgerðir væru stærra vandamál á íslandi en í mörgum nálægum löndum. Hann sagóist aóspurður ekki vilja segja að til þessa hafi menn í stórum stíl verið að gera við sprungur án þess að hafa til þess nægilega þekk- ingu. „í allflestum tilvikum hygg ég að n .enn hafi verió að vinna að þessum hlutum af bestu sannfær- ingu. Hins vegar hefur skort markvissar rannsóknir og þess vegna hafa menn kannski ekki alltaf valið bestu leiðina við við- gerðirnar,“ sagði Rögnvaldur. óþh Merkar rannsóknir á uppeldi æðarunga á Melrakkasléttu: Æðarungauppeldi talið raunhæft Á árunum 1980-1993 hefur Árni G. Pétursson, fyrrverandi ráðu- nautur hjá Búnaðarfélagi Is- lands, unnið að inerkum rann- sóknum á uppeldi æðarunga á Vatnsenda og Oddsstöðum á Melrakkasléttu. Árni gerði grein fyrir þessum rannsóknum á fræðslufundi Hins íslenska náttúrufræðifélags á dögunum. Árni, sem á ættir að rekja til Oddsstaða, fylgdist náið með ýmsum þáttum í uppeldi og lífs- baráttu æðarunganna. Hann fékk meðal annars góða mynd af van- höldum, sjúkdómum og endur- heimtum unganna. Einnig gáfu rannsóknir Árna góðar upplýsing- ar um atferli unganna og nauðsyn- lega umönnun þeirra. Uppeldi unganna var hagað á þann veg að hægt væri aó bera saman búskap- arlegt uppeldi og hefðbundið æð- arvarp. Árni sagðist í samtali við Dag hafa orðið margs vísari varðandi uppeldi og hegðun æðarunga. Fengist hafi góðar upplýsingar um hvernig fóður hentaði ungunum best. Eitt árið hafi ungarnir til dæmis drepist í stórum stíl og í ljós hafi komið að það hafi mátt rekja til þess að skortur var á B- vítamíni í fóðrinu. Árni sagöi aó þessar rannsóknir geti tvímælalaust komið að góö- um notum fyrir þá sem kynnu að hafa áhuga á að l'ara í uppeldi æð- arunga. „Nú er vitað að hægt er að ala upp æóarunga og sömuleióis er vitað hvaða fóður hentar þeim best. Eg hef prófað nrargar fóður- tegundir og í ljós hefur kornið að fiskafóður er það besta. Það er allt í lagi aó það komi frarn að fóðrið frá Laxá hf. á Akureyri er alveg Eftir 21. apríl næstkomandi verða reykingar ekki heimilar í húsnæði Pósts og síma. Þar með verða 160 vinnustaðir víðs vegar um land reyklausir og jafnframt nær bannið til bifreiða fyrirtæk- isins. Alls starfa 2500 manns hjá Pósti og síma. „Þetta er stærsti vinnustaðurinn sem stöðvar rcykingar með þess- urn hætti. Flugleióir höfðu áður stigió þetta skref og þar náði reyk- ingabannið til 1000 starfsmanna,“ sagði Halldóra Bjarnadóttir, for- maður Tóbaksvarnanefndar í sam- tali við blaðið í gær. Hún sagði að þegar þetta reyk- ingabann hjá Pósti og síma verói gengið í gildi þá verði reyklausir vinnustaðir á landinu orðnir á ní- unda hundrað talsins. „Eg er mjög stolt af forsvarsmönnum þessara fyrirtækja að taka svona ákvarð- anir því að þegar þær eru teknar með góðum undirbúningi þá framúrskarandi gott,“ sagði Árni. Árni tók fram að æðarungaupp- eldi ætti auðvitað ekki við hvar sem er. Forsendan væri að þaó færi fram við náttúruleg skilyrói við sjó. óþh ganga breytingarnar ljúflega fyrir sig og starfsfólkið er almennt sátt. Og reyklaus vinnustaður er oft fyrsta skrefíð fyrir fólk aó hætta reykingum alveg,“ sagði Halldóra. ________________________JÓH Vopnaijörður: Hágangur I og II til heimahafnar um helgina Togarar Úthafs hf. á Vopna- fírði, sem eru sameign Vopn- fírðinga og Þórshafnarbúa, og keyptir voru nýverið í Kanada, koma til heimahafnar á sunnu- dag. Togararnir hafa fengið nöfnin Hágangur I og II, eftir fjöllum norðaustur af Vopna- firði. Skipin l'ara fljótlega á veiöar utan íslensku landhelginnar, en þau eru 18 og 20 ára gömul, 430 tonn að stæró, 53 metra löng og 11 metra breið. GG Póstur og sími: Stofnunin reyk- laus frá 21. aprfl

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.