Dagur - 05.03.1994, Síða 10

Dagur - 05.03.1994, Síða 10
10 - DAGUR - Laugardagur 5. mars 1994 MATARKRÓKUR Lambakjöt á lágmarksverði í glæstum búningi - Kristín Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur, í matarkrók Kristín Ólafsdóttir, skóla- hjúkrunarfrœðingur í Síðu- skóla á Akureyri, leggur til mataruppskriftirnar að þessu sinni. Hún kveðst hafa gam- an af matargerð einkum þeg- ar hún œtli að taka á móti gestum og eiga ánœgjulega stund með þeim. Þá gefist einnig tœkifœri til að prufa eitthvað nýtt - eitthvað sem ekki hefur verið reynt áður og maður leyfi sér síður þeg- ar hversdagsmáltíðir eigi í hlut. Kristín var alin upp við lambakjötið - sagði það œtíð hafa talist hátíðamatur á sínu heimili enda verði tœp- astfundið betra hráefni til matargerðar hér á landi. Því sé sér bœði Ijúft og skylt að bjóða lesendum Dags Ijúf- fenga lambakjötsmáltíð nú þegar fólk sé að fara með lambakjöt á lágmarksverði - kjötið í grœnu pokunum - heim úr verslunum. Marinerað lambakjöt á lágmarksverði Lambakjöt - til dœnús úrbein- að niðurskorið lœri. Sex til átta hvítlauksrif. Einn til einn og hálfur desilítri af sojasósu. Ein til tvœr matskeiðar af se- samolíu. Látiö kjötiö marinerast í Ieginunr í einn sólarhring. Síöan er mjög gott og ekki síöur skemmtilegt aó matreiða þaö sem „steinasteik“ en einnig má glóöa þaó eöa steikja á útigrilli. Fyrir þá sem ekki vita hvaö steinasteik er má geta þess aö steinar eru hitaðir upp - til dænris í bakarofni og kjötið síóan látið stcikjast á þeim eftir að það hefur verió borið á borð. Geta matargestir þá ráöió hvað þeir hafa þaö mikið steikt - ef til vill byrjaó á fyrstu bitunum blóðugum og lokið við máltíðina vel steikta ef þeir hafa áhuga fyrir því. Kristín mælir með því aó bera gratineraðar kartöflur, epla- salat og piparostasósu fram meó steikinni. Gratineraðar kartöflur Kartöflur - skornar í sneiðar. Sveppir - skornir í sneiðar. Salt og pipar. Tvö hvítlauksrif. Rjómabiand - um helmingur rjómi og helmingur mjólk. Rifmn ostur. Þá er kartöflunurrt og sveppununr raðað til skiptis í eldfast mót og kryddað eftir smekk hvers og eins. Rjómablandinu er hellt yfir en ekki látið fljóta yfir kartöflurn- ar. Síðan eru kartöflurnar og sveppirnir þakin með rifnum osti og bökuð í ofni í um það bil eina klukkustund við 200 gráðu hita. Eplasalat Þrjú til fjögur grœn epli - skor- in í litla bita. „Skvetta" afsojasósu Rjómabland - um 2/3 peli af rjóma og einn desilítri afvatni. Þá er kjötmáltíðinni lokið og komið að eftirréttinum. Aó smekk Kristínar er nauðsynlegt að hafa léttan eftirrétt að lokinni kjötmáltíðinni svo hún býður upp á ávaxtasalat. Ávaxtasalat í eftirrétt Kiwi. Bananar. Appelsínur. Jarðarber - mega vera niður- soðin. Avextirnir eru skornir smátt nið- ur. Nota má alla þá ávexti sem fólk vill. Þeir eru síðan bornir fram meó eftirfarandi sósu: Tvœr þeyttar eggjarauður. Fimmtíu grömm af makkarónu- kökum. Þrjár til fjórar matskeiðar af sherrý. Einn peli af þeyttum rjóma. Makkarónukökurnar eru muldar og bleyttar í sherrýinu. Þá er þeim blandaó saman við eggja- rauðurnar og síðan vió þeyttan rjómann. Og þá er ckkcrt annaó eftir en að reyna sig við matargerðina og njóta veitinganna - ef til vill með góðu rauðvíni, við kertaljós og létta klassíska tónlist eóa aórar kringumstæóur sem hæfa tilefn- inu. Að lokum skorar Kristín á Kristjönu Olafsdóttur í Ólafsfirði að leggja lesendum Dags til mat- aruppskriftir að tveimur vikum liðnum. Hún kvaðst hafa verið í mat hjá henni og enginn þurfi að verða svikinn af því sem hún hafi að bjóöa. ÞI PÓSTKORT FRA ÞÝ5KALANDI HLYNUR HALLSSON Holland er hola. Ekki mjög djúp að vísu en samt hola. Og landslagið er eins og himinninn, heiðskír. Landa- mærin eru í aðeins tveggja og hálfs- tíma fjarlægð sé farartækið lest. Hol- landsmegin við þessi landamæri er bær sem heitir Enschede og þar eru íslenskir hestar, myndlistarnemar og læknir. Alls átta að læra um myndir og sennilega ekki fleiri samankomnir á einum stað utan föóurlandsins. Það gengur því vel að aðlagast á stuttum tíma. Sennilega of stuttum. Og í En- schede eru risavaxnar byggingar text- ílverksmiðju sem lögðust af eftir að fyrstu vefnaðarvörurnar bárust frá Tævan og svo kviknaði í öllu sem eftir stóó. Sem er náttúrlega synd því svona hús er hægt að nota í margt gott. Jafnvel íshokkíhallir, sýningarsali eða aðrar verksmiðjur og líka margt annað. Eins og öllum ætti líka aó vera oróið Ijóst fyrir löngu er líka afar hent- ugt að hjóla í Niðurlöndum. Það er hægt að láta sig renna, hjóla smá og renna svo og hjóla og renna síðan aft- ur. Þar sem nú er frost er líka hægt aó renna sér á skautum á nærliggjandi tjörnum sem nóg er af enda við á fenjasvæði, rétt yfir sjávarmáli. Ef til vill hafa Ólympíuleikarnir einhver áhrif á áhuga fólks enda erfitt að láta þá framhjá sér fara. Rennum okkur nú á skautum, skíðum og hjólum, saman. Áhuginn á myndlist er hinsvegar enn meiri enda landsmenn með ríka menningarhefð og listasagan þeim jafn töm og okkur Gísla-saga Súrs- sonar. Það eru því sýningar á öðru hverju strái. Á heimleiðinni fellur snjór og vorinu er frestað um óákveðinn tíma. Kór ís- lendindingafélagsins æfir af kappi fyrir þorrablót Hamborgarbúa enda hver að verða síðastur að blóta þorra þeg- ar góa er komin með sælgæti í skón- um. Það bætast líka við íslendingar og samkvæmt okkar tímatali er ösku- dagur á miðvikudegi og heitir ekki rósamánudagur. Bolludegi, saltkjöti og baunum var samt skellt saman í þennan mánudag og viróulegt eldra fólk stökk út á götur klætt furðuleg- ustu búningum, blési í lúðra, hleypti hestum á skeið og dreifði nammi og bjór til hinna sem horfóu á. Örugglega allt saman eftir einhverri aldagamalli kaþólskri hefð. Mánudagurinn sjálfur dugði raunar ekki heldur var byrjað á föstudegi og öll helgin svo tekin í fagnaðinn. Þorrablót eru vissulega bara svipur hjá sjón mióað við svona skrautsýningar en samanlagðir bollu- dagur, sprengidagur og öskudagur jafna þetta næstum. Hver kippir sér svo upp við það þó ekki megi boróa kjöt þegar skuggaleg svín eru á boð- stólum? Af súrmeti í góu er annars það að frétta að eftir flugferð með millilend- ingu í Köben, fortölum í tollinum og hæfilegri geymslu, hlýtur þetta að vera orðið hættulegra en gerist og gengur uppi á Fróni. Þá hlýtur nam- mið og bjórinn að vera betri jafnvel úr saltsýrupækli. Opnaðu munninn og lokaðu augunum. Enn hefur maóur ekki freistast til að kaupa eina einustu bjórflösku útí þýskri kjörbúð þrátt fyrir hlægilegt verð, gylliboð og einstök gæði. En það hlýtur að koma aó því og þá látum vió vita. Annars er allt gott að frétta. Bless. LAN

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.