Dagur - 05.03.1994, Page 19

Dagur - 05.03.1994, Page 19
Laugardagur 5. mars 1994 - DAGUR - 19 Kirkjuvika í Akureyrar- kirkju hefst á morgun Kirkjuvika er orðin fastur liður í starfsemi Akureyrarkirkju og til hennar er efnt annað hvert ár, þau ár sem ekki er kirkjulistavika. Eins og sjá má á dagskrá kirkjuvikunnar er boðið upp á margt athyglisvert að þessu sinni, bæði á hinu andlega og menningarlega sviði. Hér á eftir er ætlunin að gera nokkrum dagskrár- lióum frckari skil. Inga Sólveig sýnir kirkjugarðamyndir A morgun verður opnuó í Safnaðar- heimilinu ljósmyndasýning Ingu Sólveigar Friðjónsdóttur. Þessi sýn- ing er allrar athygli vcrð, cnda er hún afar sérstæð. Allar myndimar á sýningunni, sem eru um 30 talsins og bæöi í lit- og svart/hvítu, cru teknar [ kirkjugörðum, bróðurpart- urinn á Ítalíu en auk þess eru nokkr- ar myndir úr Suðurgötugarðinum í Reykjavík. „Mcr finnst þema sýningarinnar ekkert sérstaklega þungbúið,“ sagói Inga Sólveig þegar Dagur spurði hana um sýninguna. „Aö vísu eru myndirnar teknar á frekar dapurleg- um stöðum. Flestar þeirra cru teknar í kirkjugörðum á Italíu, en þar var ég á ferð á síðasta ári, en cinnig eru nokkrar myndir teknar í kirkjugarð- inum við Suðurgötu. Kirkjugarðar á Italíu cru afar myndrænir. Þar cr lagt meira upp úr gröfum en hér, styttur og fleira. Mér hefur fundist mjög garnan að taka ntyndir í kirkjugöróum. Eg byrjaói á því árið 1988 en þá bjó ég nánast við hliðina á kirkjugarðinum við Suðurgötu. Eg brá mér oft í gönguferðir um garðinn og með tímanum lör ég að mynda þar í gríð og erg. Síðan hef ég leitað uppi kirkjur og kirkjugarða á lerðalög- um.“ Inga Sólveig sagðist ekki hafa sýnt þessar myndir hér á landi áður, hins vegar hafi hún haldið sýningu í London undir lok síðasta árs. Inga Sólveig sagðist hlakka til að sýna í Safnaðarheimilinu, cnda væri hún fædd á Akureyri og þar hafi hún slitið bamsskónum. Hún sótti fjögurra ára listnám við San Fransisco Art Institute og nam þar rn.a. grafík, ljósmyndun og kvikmyndun. Sýningar hefur hún haldið á Islandi og víða erlendis, t.d. í Bretlandi, Bandaríkiunum, Finn- landi og Rússlandi. Fögur kirkjutónlist Kór Akureyrarkirkju undir stjórn Björns Stcinars Sólbergssonar held- ur tónleika í Akureyrarkirkju nk. þriðjudagskvöld. Þar verður llutt fjölbreytt kirkjutónlist eftir íslenska og crlcnda höfunda. Dóróthea Dag- ný Tómasdóttir leikur á orgel meó kórnum og Ingibjörg Guðjónsdóttir syngur cinsöng og með kórnum. Efnisskrá tónlcikanna gefur gott þversnió af kirkjutónlist eins og hún gerist fegurst. Flutt verða verk eftir íslcnsku tónskáldin Róbert Abra- Ingibjörg Guðjónsdóttir, sópran, syngur einsöng nieð Kór Akureyr- arkirkju á tónlcikum nk. þriðju- dagskvöld. Á morgun verður opnuð Ijósmynda- sýning Ingu Sólveigar Friðjónsdótt- ur í Safnaðarheimili Akureyrar- kirkju. Allar myndir á sýningunni eru teknar í kirkjugörðum. ham Ottósson, Jakob Tryggvason, Sigvalda S. Kaldalóns og Björgvin Guðmundsson. Ur akri erlendrar kirkjutónlistar veróa flutt verk eftir Edward Elgar, Lajos Bárdos, Giac- omo Puccini, Gioacchino Rossini og Felix Mendelssohn. Ungverjinn Lajos Bárdos er þessara tónskálda minnst þekktur, en hann lést árið 1986. Kór Akur- eyrarkirkju flytur tvö verk eftir hann, verk sem afar sjaldan hafa hcyrst hér á landi. Ingibjörg Guðjónsdóttir, sópran, lauk burtfararprófi frá Tónlistar- Ein myndanna á sýningu Ingu Sól- veigar Friðjónsdóttur sem vcrður opnuð í Safnaðarheimilinu á morg- Jóhanna Sigurðardóttir, félags- málaráðhcrra, flytur rieðu á kirkju- kvöldi í Akureyrarkirkju þriðju- dagskvöldið 15. mars nk. Ólafsfirðingar koma í heimsókn í fóstumessu nk. miðvikudagskvöld. Séra Svavar Alfreð Jónsson, prédik- ar, og Kór Ólafsfjarðarkirkju syng- ur. skólanum í Garðabæ árió 1986. Hún fór síðan til framhaldsnáms í Bandaríkjunum og lauk BA-prófi frá Indiana University. Ingibjörg sigraói aðeins 19 ára görnul í söngvakeppni Sjónvarpsins og vann sér rétt til að taka þátt í alþjóðlegri keppni ungra söngvara í Cardiff í Wales 1985. Hún ^söng hlutverk Mirniar í uppfærslu Operusmiðjunn- ar á La Boheme í Borgarlcikhúsinu árið 1992. í september á sl. ári var Ingibjörg fulltrúi Islands á Tónlist- arhátíó ungra norrænna einleikara í Stokkhólmi. I síðasta mánuði komst hún síðan í 6 manna úrslit í Leslie and Dorothy Blond Award, alþjóð- legri söngkeppni í Bretlandi. Margt athyglisvert í boði Rétt er að vekja á því athygli að nk. miðvikudagskvöld prcdikar sóknar- prestur Ólafsfirðinga, sr. Svavar Al- freð Jónsson, í föstuguðsþjónustu. Kór Ólafsfjarðarkirkju undir stjórn Jokobs Kolosowsky syngur. Einnig er vert að vekja athygli á því að nemendur í Verkmenntaskól- anum flytja sönglcikinn Jósep í Ak- ureyrarkirkju nk. fimmtudagskvöld. Söngleikurinn hefur vcrið fluttur að undanfömu í Gryfjunni í VMA við fádæma góðar undirtcktir. Björn Steinar Sólbergsson, org- anisti, verður með hádegistónleika í kirkjunni nk. laugardag og síðar þann dag verður athyglisvert rnál- þing í Safnaðarheimilinu þar sern rætt verður um heimili og kirkju. Fram kemur í dagskránni hér til hægri hverjir taka þátt í málþinginu. Það skal tekið frani að málþingið er öllunt opið. Kirkjuvikunni lýkur með kirkju- kvöldi í Akureyrarkirkju þriðju- dagskvöldið 15. mars. Þar flytur Jó- hanna Sigurðardóttir, félagsmála- ráóherra, ræðu. Flutt veröur fjöl- breytt tónlist auk almenns söngs. óþh un. Kór Akureyrarkirkju flytur Ijölbreytta íslenska og erlenda kirkjutónlist á tónlcikum nk. þriðjudagskvöld. Dagskrá kirkjuvikuimar Sunnudagur 6. mars. Fjölskylduguðsþjónusta Astrid Hafsteinsdóttir, kennari, prédikar. Bamakór Akureyrar- kirkju undir stjórn Hólmfríðar Benediktsdóttur syngur. Veit- ingar á vegum Kvenfélags Ak- ureyrarkirkju í Safnaöarheimil- inu að guðsþjönustu lokinni. Opnun sýninga í Safnaöar- heimilinu Aó guðsþjónustu lokinni, kl. 15.30, verður opnuð ljósmynda- sýning Ingu Sólveigar Friðjóns- dóttur og sýning á fræðsluefni Skálholtsútgáfunnar í tilefni af ári fjölskyldunnar. Guðsþjónusta á Illíð Klukkan 16 verður guösþjónusta á dvalarheimilinu Hlið. Bama- kór Akureyrarkirkju syngur. Fundur í Æskulýðsfélaginu Klukkan 17 vcrður fundur í Kapellu í Æskulýðsfélagi kirkj- unnar. Mánudagur 7. niars Kirkjuferð nemenda 7. bekkj- ar Sóknarprestar taka á móti böm- um úr Lundarskóla í kirkjuna og Safnaóarhcimilið kl. 9.30 og 10.30. Bibliulestur í Safnaðarheintil- inu Björgvin Jörgensson heldur áfram lcstri og skýringunt á Postulasögunni í Safnaóarheint- ilinu kl. 20.30. Þriðjudagur 8. mars Kirkjuferð nentenda 7. bekkj- ar Sóknarprestar taka á móti böm- um úr Lundarskóla i kirkjuna og Safnaðarheimilið kl. 9.30. Tónleikar Kórs Akureyrar- kirkju Kór Akureyrarkirkju undir stjórn Bjöms Steinars Sólbergs- sonar heldur tónleika í Akureyr- arkirkju kl. 20.30. Ingibjörg Guðjónsdóttir, sópran, syngur cinsöng með kómum. Dóróthea Dagný Tómasdóttir leikur á org- el. A efnisskránni er fjölbreytt kirkjutónlist, innlend og erlend. Aðgangseyrir kr. 800. Miðvikudagur 9. mars Mömniuniorgunn Að vanda vcróur mömntumorg- unn í Safnaóarhcimilinu kl. 10- 12. Edda Möller, framkvæmda- stjóri Kirkjuhússins og Skál- holtsútgáfunnar, flytur erindi þar sent hún fjallar um trúaruppeldi hcintilanna. Opið hús fyrir fólk í atvinnu- leit Opið hús fyrir fólk í atvinnuleit verður í Safnaðarheimilinu kl. 15-18. Lene Zacharíassen, Dæli í Skíóadal, tjallar unt handvcrks- og heimilisiðnaó. Þráinn Karls- son, leikari, ávarpar vióstadda. Föstuguðsþjónusta Föstuguðsþjónustur eru á mið- vikudagskvöldum kl. 20.30 til páska. Aö þcssu sinni prédikar sr. Svavar Alfreó Jónsson, sókn- arprcstur Ólafstlróinga. Kór Ól- afsfjarðarkirkju syngur. Organ- isti og stjórnandi er Jokob Kol- osowsky og Bjöm Dúason cr mcðhjálpari. Fimmtudagur 10. mars Heimsókn í VMA Sr. Þorvaldur Karl Helgason, forstöðumaður Fjölskylduþjón- ustu kirkjunnar, ásamt sóknar- presti. Fjallaö veróur um fjöl- skylduna og mikilvægi hennar. Opið hús fyrir aldraða Klukkan 15-17 vcrður opió hús í'yrir aldraða í Safnaðarhciinil- inu. Ávarp llytur Edda Möller, framkvæmdastjóri Kirkjuhússins og Skálholtsútgáfunnar. Hún mun fjalla um útgáfuntál kirkj- unnar og kynningu á Öldrunar- ráði þjóðkirkjunnar. Þá flytur Karolína Stefánsdóttir, fjöl- skylduráógjafi við Heilsugæslu- stöðina á Akureyri, erindi um heilbrigt fjölskyldulíf. Kór Lundarskóla syngur undir stjóm Elínborgar Loftsdóttur. Almenn- ur söngur Fyrirbænaguðsþjónusta Fyrirbænaguðsþjónustan verður á sínum stað kl. 17.15. Hug- vekju Ilytur Ingileif Jóhannes- dóttir. Söngieikurinn Jósep í Akur- eyrarkirkju Ncmcndur úr Verkmenntaskól- anum á Akureyri flytja hinn geysivinsæla söngleik Jósep í Akureyrarkirkju kl. 20.30. Verk- ið er eftir Andrew Lloyd Wcb- bcr og Tim Rice. Þórarinn Hjart- arson þýddi. Leikstjóri er Sigur- þór Albert Heimisson og um tónlistarstjóm sér Michael Jón Clarke. Föstudagur 11. mars Heimsókn í GA og MA Sr. Þorvaidur Karl Helgason, forstöóumaóur Fjölskylduþjón- ustu kirkjunnar, ásamt sóknar- prcsti. Fjallað verður unt fjöl- skylduna og mikilvægi hennar. Kirkjuferð nemenda 7. bekkj- ar Sóknarprestar taka á móti börn- um úr Oddcyrarskóla í kirkjuna og Safnaðarheimilið kl. 9.30 og úr Barnaskóla Akureyrar kl. 10.30. Laugardagur 12. inars Hádegistónleikar í Akureyrar- kirkju Björn Steinar Sólbergsson, org- anisti Akureyrarkirkju, verður mcð hádcgistónlcika í kirkjunni kl. 12. Flutt verða verk cftir Buxtehude og Widor. Boðið verður upp á léttan hádegisveró í Safnaðarheimilinu eftir tónleik- ana. Málþing í Safnaðarheimilinu Klukkan 14 vcrður cfnt til rnál- þings í Safnaóarheimilinu um heimili og kirkju. Magnús Skúlason, geðlæknir, flytur framsöguerindi um fjölskylduna og samfélagið. Síðan verða pall- borðsumræöur þar sem þátttak- endur vcrða Björg Bjamadóttir, fulltrúi sálfræóideildar skóla á Norðurlandi vestra, dr. Björn Björnsson, forstöðuntaður fræósludcildar þjóókirkjunnar, Guðrún Eiríksdóttir, hússtjómar- kennari, Karolína Stefánsdóttir, fjölskylduráðgjafi við Heilsu- gæslustöðina á Akureyri, Kristín Aðalsteinsdóttir, formaður Norðurlandsdcildar Barnaheilla, og Magnús Skúlason, geólæknir. Umræðustjóri veróur Valgerður Hrólfsdóttir, kennari. Sunnudagur 13. mars Hátíðarmessa Kiukkan 14 veróur hátíðarmessa í Akureyrarkirkju. Dr. Bjöm Björnsson, forstöðumaður fræðsludcildar þjóðkirkjunnar, prédikar Kór Ákureyrarkirkju syngur. Marta Halldórsdóttir syngur einsöng. Þriðjudagur 15. mars Kirkjukvöld í Akureyrar- kirkju Kirkjuvikunni lýkur með kirkju- kvöldi í Akurcyrarkirkju kl. 20.30. Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráóherra, fiytur ávarp. Fjölbreytt tónlist, þar á meóal málmblásarakvintett úr Tónlist- arskólanum á Akureyri og ein- I söngur Michaels Jóns Clarke.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.