Dagur - 29.03.1994, Blaðsíða 3

Dagur - 29.03.1994, Blaðsíða 3
FRETTIR Þriójudagur 29. mars 1994 - DAGUR - 3 500 tonnum af nautakjöti kippt inn í frystigeymslur: Sairniingar að nást um sölu á Ameríkumarkað - að sögn Ara Teitssonar, ráðunautar Verið er að skoða nautakjöts- markaðinn í heild og gert hefur verið samkomulag um að koma umframmagni úr umferð og eru góðar horfur á útflutningi til Bandaríkjanna, að sögn Ara Teitssonar, ráðunautar í Suður- Þingeyjarsýslu. Vegna offrarn- boðs og undirboða á nautakjöts- markaðnum undanfarin ár hafa bændur selt kjötið allt niður í 200 kr. kg, þrátt fyrir að skráð verð á nautakjötsmarkaðnum sé 326 kr., að sögn Ara. Hann segir að bændur séu farnir að slátra ungkálfum, þar sem enginn grundvöllur sé fyrir því að ala þá í hálft annað ár, án þess að fá nokkur vinnulaun fyrir. „Þctta cr langt fyrir neðan framleiðslukostnaðarvcrð, þannig að bóndinn hefur ekkcrt í laun, ekkert fyrir hús og varla fyrir fóðri. Bændur eru því kauplausir við nautakjötsframleiðsluna. Nú hefur náóst samkomulag um aö taka inn á frost það kjöt sem er umfram, um 500 tonn, og lækka skráð verð úr 326 í 245 kr. en jafnframt að selja ekki kjöt á öðru vcrði. Tilgangurinn er að reyna að lifa af, ná jafnvægi og skapa lífsaf- komu fyrir þá sem framleiða nautakjöt. Það þýðir ekkert fyrir menn að framleiða kjöt til að tapa á því,“ sagói Ari. Væntanlega eru aö nást samn- ingar um að selja hluta kjötsins til Ameríku. Fyrir nokkrum vikum voru sendir út tveir nautakjöts- skrokkar til prufu, frá Sláturhúsi Kaupfélags Þingeyinga á Húsavík. „Kjötió líkaði mjög vel. Sérstak- lega vakti athygli hvað vöóvarnir voru Irnir í þessu íslenska kjöti og kjötið bragðgott. Auk þess liggur fyrir að það cr minna af aukaefn- um, lyfjum og hormónum í þessu kjöti, þannig að það er í bctri verðflokki í Amcríku. Mcnn von- ast eftir að slá tvær flugur í einu höggi. Ná nióur umframfram- leiðslunni sem hefur skapað óvið- unandi ástand á markaðnum og ná upp verði sem hugsanlcgt cr að lifa af, og jafnframt aó sclja kjötið til Ameríku, en það skapar vinnu við vinnsluna. Sú vinna verður til að byrja með fyrst og frcmst á Húsavík, vegna þess að sláturhús- ið er meó viðurkennda kjötvinnslu og sláturlcyfi á Ameríkumarkað. Sláturhús KÞ er talið best fallið til aó vinna kjötió á Ameríkumarkað, auk þcss sem nautakjötsfram- leiðslan hér í héraói hefur fengið viðurkcnningu hér innanlands sem góð vara,“ sagöi Ari. Hann sagði að stefnt væri á að byrja vinnslu fyrir Ameríkumarkaó í l'yrri hluta aprílmánaðar, en samningar væru ekki alveg fullfrágengnir enn. IM Menningardagar um páskana á Siglufirði: Tónleikar og málverkasýning í minningu siglfirskra brautryðjenda Að frumkvæði bæjarráðs Siglu- fjarðar verða haldnir menning- ardagar á Siglufirði um páskana og verða þeir helgaðir minningu tveggja brautryðj- enda í uppbyggingu og þróun byggðar á Siglufirði; þeirra Snorra Pálssonar verslunar- stjóra og sr. Bjarna Þorsteins- sonar. A dagskrá menningar- daganna verður málverkasýn- ing og tónleikar. Siglfiróingurinn Aðalheiður Sigríður Eystcinsdóttir, sem lauk námi frá Myndlistaskólanum á Akureyri vorið 1993, heldur sína fyrstu cinkasýningu í sýningar- salnum í Ráðhúsinu en hel'ur áður tckið þátt í skólasýningum á Ak- urcyri og samsýningu á SigluIIrði 1992. Sýningin verður opnuð kl. 17.00 þann 30. mars en á sýn- ingunni verða olíumálverk, sem hún hefur unnió út frá æskuminn- ingum sínum frá Siglufirði. Wilma Young, llðluleikari, og Elías Davíðsson, píanó- og harm- onikulcikari, lcika og syngja þjóó- lög úr ýmsum áttum, m.a. úr safni sr. Bjarna Þorstcinssonar. Bland- aður kór, sem nýlcga var stofnaö- ur, kemur l'ram í l'yrsta skipti und- ir stjórn Elíasar Þorvaldssonar og Sigurður Hlöðversson og Daníel Pétur Daníclsson lcika Sólscturs- Ijóðs sr. Bjarna Þorstcinssonar á trompct við undirlcik Elíasar Þor- valdssonar. Tónleikarnir vcrða í Tónlistarskólanum á annan páska- dag kl. 16.00. Snorri Pálsson var vcrslunar- stjóri á Siglufirði 1864 til 1883 og cr af mörgum talinn frumkvöðull llestra umbóta og framfara á Siglufirói á síðari hluta nítjándu aldar. Hann sat á Alþingi; vann að umbótum í verslun, útgerð og matvælavinnslu, fékk áorkað að læknir yrði búscttur í bænum; að hestavegur væri ruddur yllr Siglu- fjarðarskarð og aó landpóstar kæmu til Siglufjarðar. Sr. Bjarni Þorstcinsson var sóknarprestur Hvanneyrarsóknar í 42 ár, lcngi hrcppstjóri, og þjóð- kunnur fyrir þjóðlagasöfnun og vinsælt tónskáld. Sr. Bjarni skipu- lagði t.d. „Eyrina“ í núverandi mynd; var sæmdur hciðurspró- fessorsnafnbót af Kristjáni X. og riddarakrossi fálkaoröunnar 1930. Hann gegndi margsháttar forystu- störfum á Siglufirði og var kjörinn heiðursborgari árið 1930. GG Fra Sigluflrði. Mynd: GG KAFFIBRENNSLA AKUREYRAR HF KJALLARINN HrísaLuncÍí KyNNÍNq Á RevIoN SNyRTÍVÖRUM MÍðvikudAqÍNN 50. mars kt; 15-19 10% kyNNÍNqARAÍslÁnUR HrísaLuncIí Þar sem qÆÖi oq UqT verö Fara saman J V SUDtJRHUD Opið ttm páskana Þríðjudagur 29. mars ..kl. 15-01 Míðvíkudagur 30. mars .kl. 15-03 Lífandí tónlíst Fímmtudagur 31. mars.kl. 20-23.30 Lífandí tónííst Föstudagur 1. apríl......Lokað Laugardagur 2. apríl.kl. 15-23.30 Lifandi tónlist Sunnudagur 3. apríl ....Lokað Mánudagur 4. apríl...kl. 00.30-03 og kl. 15-01 Sjáumst hress á PoIIínum

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.