Dagur - 29.03.1994, Blaðsíða 15

Dagur - 29.03.1994, Blaðsíða 15
DAC OVE LJ A Þriðjudagur 29. mars 1994 - DAGUR -15 Stiörnuspá eftir Athenu Lee Þribjudagur 29. mars (Vatnsberi (20. jan.-18. feb.) J Þú þarft að taka mikilvæga ákvörðun í dag. Sennilega kemur upp skoðanaágreiningur og deilur um smáatriði. Hugaðu að grunn- atriðunum. (Fiskar > (19. feb.-20. mars) J Vertu ekki hræddur við að endur- skoða hug þinn við núverandi kringumstæður. Því betur sem þú hugsar þig um; því meiri líkur eru á ab þú komist að réttri niburstöbu. (Hrútur 'N (21. mars-19. apríl) J Dómgreind þín er ekki í lagi; þú ert í tilfinningalegu uppnámi svo hlustabu að minnsta kosti á skoð- anir fólks sem þú treystir vel. (V Naut 'N S" (20. apríl-20. maí) J Peningar og vinátta fara illa sam- an svo farðu varlega í alla eyöslu. Vibhorf fólks kemur þér á óvart og þab þarf mikib til ab ná sam- komulagi. (/Ivjk Tvíburar ^ VA A (21. maí-20. júní) J Þú ert óvenju viðkvæmur í dag hvort sem spjótin beinast að þér eba þínum nánustu. Gerðu eitt- hvab sem þér finnst skemmtilegt í kvöld. (M* Krabbi ^ \JWNc (21.júní-22.júlí) J Þú færð mest út úr því ab eyða frítíma þínum með fólki sem þú þekkir vel og þér þykir vænt um. Hvers konar samstarf gengur að óskum. (^ón ( Vj',l* (23. júlí-22. ágúst) J Þú munt á næstu vikum hafa meiri tíma til að gera eitthvað heimafyrir en áður. Þá eru líkur á að rómantíkin muni koma mikið við sögu. (jtf Meyja 'N V (23. ágúst-22. sept.) J Hafir þú gert áætlanir fyrir daginn skaltu gleyma þeim og eiga ró- lega stund því framundan eru annasamir tímar. -Uý (23. sept.-22. okt.) J Þú tekur ákvörðun í dag sem mun hafa mikil og góð áhrif á líf þitt næstu tvo mánubi eða svo. Þab mun ekki reynast erfitt að ná sam- komulagi í dag. (fmO Sporðdreki^i okt.-21. nóv.) J Þú ert undir álagi því margir gera kröfu á tíma þinn og þér finnst þú hafa of mikið ab gera. En þetta mun allt bera ávöxt síðar svo láttu ekk hugfallast. (Bogmaður ''V X (22. nóv.-21. des.) J Vertu viðbúinn því að taka ein- hverja áhættu í dag því framund- an er skemmtilegur tími. Á þér hvílir viss ábyrgb og fólk leitar ráða hjá þér. (-Sh Steingeit 'V VjWl (22. des-19.jan.) J Samband sem tengt er tilfinn- ingalegum böndum er undir álagi. Ef samkomulag á ab nást verða báðir aðilar ab vera hrein- skilnir og gefa eftir. Á léttu nótunum Þetta þarftu ab vita! Kominn og farinn Norðlendingur nokkur, þekktur fyrir dugnað í ferðalögum, kom aö bæ eftir háttatíma, guðaði á glugga og er hann hafbi sagt til sín spurbi hann: - Geturðu hýst mig og tvo menn aðra? Örlítið hlé varð á svari fyrir innan... - Mitt tilbob stendur ekki lengur, sagbi komumabur og var þegarfarinn. Afmælisbarn dagsins Orbtakib Fyrsta gufuvélin Flestir segja Skotann james Watt (1736-1819) hafa byggt fyrstu gufuvélina árib 1782. Svo var þó ekki. Enskur smiður Thomas Newcomen (1663-1729) sýndi árið 1712 vél sem var nothæf. Framundan er stöðugt tímabil í lífi þínu; þab verður nóg að gera og þótt þú verðir af einhverjum skemmtunum muntu ekki tapa á því. Beindu kröftum þínum í rétt- ar áttir. Síðari hluti ársins verður rólegri og þá færbu tíma til ab skemmta þér. Súpa kál(iö) Orðtakið merkir „fá ab kenna á einhverju". Orbtak þetta er kunnugt frá 17. öld. Það merkir í rauninni „sötra kálsúpuna" en hún hefur þótt þunnmeti. Spakmælib Hugsjónir Hugjón er ekki annað en sann- leikurinn sébur í fjaska. (Lamartine) &/ STORT • Undarleg veburspá Dagur spáði fimbuikulda á Norðurlandi um síðustu helgi og margir sem sáu þennan spádóm í laugardags- blaðinu gjörbreyttu áætiun- um sínum. Foreldrar hættu við að láta börn sín sofa úti, skíðafólk sat inni fyrir framan arininn, bíleigendur flýttu sér að dæla frostlegi og ísvara á farartæki sín og þelr fáu sem treystu sér út voru kapp- klæddir. En svo var bullandi blíða, hiti, hláka, rlgning; og svitinn rann í stríðum straum- um og sameinaðist vatnselgn- um á götunum. Skiljanlega urbu margir súrir yflr þessari kuldaspá Dags sem var gjör- samlega út í hött. Skýringin er hins vegar einföld. Hinlr veb- urglöggu spámenn blaðsins voru búnir að spá blíðu um helgina en þau mistök urbu í umbroti að köllub var upp eldgömul veðurspá í tölvu- bankanum og henni skellt inn í blabib. Veðurspáin var þann- ig hárnákvæm - á sínum tíma! • Gömul ræöa Þetta er víst ekkert eins- dæmi í blaba- heiminum, gömul verk eru köllub upp í tölvun- um. Skyldi þetta hafa hent á Akureyrarsíðu Morgun- blaðsins sl. föstudag? Eða hvers vegna var verib ab slá upp einhverri ræbu sem Sig- urbur J. Sigurbsson, efsti mab- ur á lista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, hélt á abalfundi Fuli- trúaráðs sjálfstæbisfélaganna nokkrum vikum ábur? Kannski eru sjallarnir komnir í kosn- Ingaham og nota öll tiltæk ráb til ab boba fagnabarer- indið, meira ab segja gamlar ræbur. • Víst varstu kommi! Meira um Morgunblab- ib. Allir muna eftir hjart- næmu vibtali vib Árna Sig- fússon, glæ- nýjan borgar- stjóra, með fallegum litmyndum af fjöl- skyldu hans. Mogginn hefur stutt þessa ímynd rækilega síðan, m.a. í forystugreinum. í síðasta sunnudagsblabi var síban vibtal vib borgarstjóra- efni R-listans, Ingibjörgu Sól- rúnu Gísladóttur. Þar var líka litmynd af fjölskyldunni en ósköp var hún illa unnin. Og spurningarnar sem undirritab- ur las ábur en hann gafst upp á viðtalinu snerust allar um þab hvort Ingibjörg Sólrún hefbi ekki verib vinstri villlng- ur á árum ábur. Blabamaður- inn hamrabi á þessu og neit- abi ab hvika frá fullyrbingunni sem hann lagbi upp meb: Víst varstu kommi, Inglbjörg! Umsjón: Stefán Þór Sæmundsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.