Dagur - 29.03.1994, Blaðsíða 16
„Blönduósfestival“:
Héraðshátíð í júlí
- með heimafengnum skemmtiatriðum
Á komandi sumri er fyrirhuguð
mikil héraðshátíð á Blönduósi
sem ýmis félög og félagasamtök
í Austur-Húnavatnssýslu standa
að. Hátíðarhöldin tengjast Ári
fjölskyldunnar en einnig hefur
verið rætt um það að tengja há-
tíðarhöldin 50 ára afmæli lýð-
veldisins en þeim hefur verið
valin dagsetning, fyrstu helgi í
júlí, og mundu hátíðarhöldin þá
tengjast afmælidegi Blönduóss-
bæjar, sem ber upp á 4. júlí.
Rætt hefur veriö um að gefa
hátíðinni ákveðið nafn, og að hún
verði árlegur vióburður í Húna-
þingi héöan í frá, nokkurs konar
„Blönduósfestival'1. Einnig er vilji
til þess að hátíðarhöldin verði ekki
borin uppi af aðkeyptum
skemmtikröftum heldur smærri
uppákomum í umsjón heima-
manna en með því væri kostnaðar-
hliðinni haldið niðri. Hátíðin teng-
ist einnig átaki samgör.guráðu-
neytisins „Island, sækjum það
heirn", en reynt hefur verið að
glöggva sig á því hvað þaö væri
sem hægt væri að bjóða upp á í
Húnavatnssýslum.
Stefnt er aó því að raóa á
ákveðnar helgar ýmiss konar
uppákomum víðs vegar um landið
þannig aó hægt væri að aka frá
Reykjavík hringinn í kringum
landið og njóta þess sem boðið
verður upp á án þess að tímasetn-
ing þess stangaðist á, eða sem
allra minnst. GG
/
Isinn hressir\ bœtir... og kœtir.
Mynd; Robyn.
Rannsóknarlögreglan:
Kæra vegna
Vörusöliumar
I framhaldi af kæru hefur
rannsóknarlögreglan á Ak-
ureyri til rannsóknar rýrnun
á vörum í versluninni Vöru-
sölunni á Akureyri.
Daníel Snorrason, rann-
sóknarlögreglumaður, sagóist á
þessu stigi ekki vilja tjá sig um
þetta mál aö öðru leyti. Um-
rædd rannsókn beinist að
„ýmsum óvissuþáttum í rekstri
fyrirtækisins," eins og Daníel
orðaði það. JÓH
50. fulltrúaráðsfundur Sambands íslenskra sveitarfélaga:
Yfirtöku á rekstrí gnmnskólauna frestað?
Samband íslenskra sveitarfélaga
hélt sinn 50. fulltrúaráðsfund
um liðna helgi. Óhætt er að taka
út þrjú mál sem voru mest áber-
andi á fundinum: Sameiningar-
málin, yfirtöku sveitarfélaganna
á rekstri grunnskólanna og at-
vinnumálin. Á fundinum komu
fram þau sjónarmið að skyn-
samlegt væri að fresta yfírtöku
á rekstri skólanna, a.m.k. um
- margt enn óljóst varðandi kjaramál kennara
eitt ár, þar eð mönnum þótti
sýnt að málið krefðist meiri
undirbúnings.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson,
formaður sambandsins, sagói í
setningarræðu að á ári fjölskyld-
unnar væri ástæða fyrir sveitar-
stjórnarmenn aó huga sérstaklega
að velferó fjölskyldunnar. For-
sendan fyrir því væri atvinna fyrir
alla og góð félagsþjónusta. Stuðla
Dalvík:
Útilistaverk rís við Ráðhúsið
- Qórir listamenn valdir til að gera frumdrög
Á komandi hausti mun rísa úti-
listaverk á græna svæðinu suð-
austan við Ráðhúsið á Dalvík og
verður það annað útilistaverkið
sem reist verður í bænum. Eina
útilistaverkið á Dalvík, enn sem
komið er, er minnisvarði í Dal-
víkurkirkjugarði um drukkn-
aða sjómenn eftir Akureyring-
inn Jónas S. Jakobsson. Verkið
var gefíð af Slysavarnafélaginu.
Auglýst var eftir gögnum frá
þeim listamönnum sem áhuga
hefðu á því að taka þátt í keppn-
inni og í framhaldi af því voru
valdir 4 listamenn til að gera
frumdrög að listaverkinu og
skulu þeir skila tillögum sínum
fyrir 25. maí nk.
Þeir eru Jóhanna Þórðardóttir,
VEÐRIÐ
Veðurstofa Islands boðar
heldur kólnandi veður á
landinu í dag þó áfram
verði milt veðurlag eins og
síðustu sólarhringa. A
Norðurlandi verða sunnan-
áttir ríkjandi og úrkoma um
vestanverðan landshlutann
en skýjað og hægviðri á
austanverðu Norðurlandi.
Reykjavík, Rúrí, Reykjavík, Sig-
urður Guðmundsson í Hollandi og
Sólveig Eggertsdóttir í Reykjavík.
Dómnefndina skipa Steinunn Þór-
arinsdóttir og Guðjón Ketilsson
frá Sambandi ísl. myndlistar-
manna (SÍM), Valdimar Bragason
og Dóroþea Reimarsdóttir frá Dal-
víkurbæ og Friðrik Friðriksson frá
Sparisjóði Svarfdæla. Nefndinni
til ráðgjafar verða þeir Karl Eric
Rocksen, arkitekt ráðhússins, og
Halldór Jóhannsson, landslags-
arkitekt, varðandi skipulag lóðar
Ráðhússins. Dómnefndin skal
ljúka störfum fyrir 25. júní nk. og
er hugmyndin að listaverkið verði
komið upp um miðjan september.
Listskreytingasjóður ríkisins verð-
ur meö framlag til verksins en
áætlað er að vcrkið kosti 4 millj-
ónir króna. Listskreytingasjóður
greiðir 50%, Dalvíkurbær 25% og
Sparisjóður Svarfdæla 25%. GG
yrði að aðgerðum í þeim tilgangi
aö skapa fjölskyldunni sameigin-
legan vettvang, aðstöðu og tilefni
til að vera saman í leik og starfi.
Eins og kunnugt er mun heilsu-
gæsla, málefni fatlaóra og öldrun-
arþjónusta færast frá ríki til sveit-
arfélaga á næstu árum og stefnt er
að því að sveitarfélögin taki aö
fullu yfir rekstur grunnskólanna
frá og með 1. ágúst 1995. Sýnist
að vísu sitt hverjum í því sam-
bandi og þau sjónarmió voru borin
upp af nokkrum fundarmönnum
að svo miklu væri ólokiö í undir-
búningi málsins að réttast væri að
fresta yfirtökunni a.m.k. um citt
ár. Þótti mönnum sem ekki væru
öll kurl til grafar komin varðandi
kostnaóinn og nýja tckjustofna og
ekki síður varðandi þau mál sem
snúi að kjaramálum kennara,
áunnin starfsréttindi, lífeyrismál
o.fl. Höfðu menn á orói að hér
væri um svo mikilvæg mál að
ræða að ekki mætti flana að neinu.
Atvinnuleysió í landinu var
nokkuó til umræðu á fundinum og
gerói Sigríður Stefánsdóttir, for-
maður bæjarráðs Akureyrar, grein
Samgönguráðherra samþykkir nýjar snjómokstursreglur:
Mokstursdögum á leiðiimi Akur-
eyri-Reykjavík íjölgar í fímm
- eftirleiðis mokað fimm sinni í viku milli Akureyrar og Húsavikur
Halldór Blöndal, samgönguráð-
herra, ákvað í síðustu viku að
setja nýjar reglur um snjóruðn-
ing á þjóðvegum. Á flestum leið-
um verður um að ræða tölu-
verða fjölgun mokstursdaga frá
þeim reglum sem gilt hafa til
þessa. Á það bæði við um
mokstur á landleiðum og innan
atvinnusvæða. Auk þess verður
bætt við nokkrum nýjum
mokstursleiðum.
Mikilsveröar breytingar taka
gildi hvað Norðurland snertir.
Sem dæmi um breytingar þá verð-
ur leiðin frá Reykjavík til Akur-
eyrar og til Húsavíkur mokuð
fimm sinnum í viku í stað þriggja
áður. Þá verður leióin frá Brú í
Hrútafirði til Hólmavíkur mokuð
fjórum sinnum í viku í staó þrisv-
ar áður. Loks verður vegurinn
milli Hofsóss og Siglufjarðar
mokaður fímm sinnum í viku í
stað þrisvar áöur.
Nýju snjómokstursrcglurnar
taka strax gildi en þær munu ekki
hafa áhrif á sérstakar víðtækari
reglur um snjómokstur scm í gildi
vcrða um páskana.
Vegagerð ríkisins mun sjá um
allan snjómokstur á vcgum og
greióir allan kostnað við mokstur
nokkurra mikilvægra samgöngu-
leiða. Vegagerðinni vcrður heimilt
að fækka mokstursdögum cða
lcggja niður mokstur um lengri
eða skemmri tíma ef kostnaður
við hann veróur óhóílegur. JOH
lyrir útkomu átaksverkelnis sveit-
arfélaganna og Atvinnuleysis-
tryggingasjóðs sem miðaði að því
að draga úr atvinnuleysi. Sigríður
sagói verkcfnið ekki hafa tekist
eins og vonir hcfóu staðið til.
Nánar verður fjallað um full-
trúaráðsfundinn í vikunni. SV
Z-brautir
Gluggakappar
Rúllugardínur
Komið með gömlu keflin
og fáið nýjan dúk settan á
Plast- og
álrimlagardínur
eftir máli
SKAUPLAND
Kaupangi v/Mýrarveg, sími 23565
Við
tökum vel á
móti ykkur
alla daga
til kl. 22.00
Byggðavegi 98