Dagur

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 1994næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272812345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Dagur - 29.03.1994, Blaðsíða 4

Dagur - 29.03.1994, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 29. mars 1994 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1400 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON (íþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, (ax 96-42285), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDI'S FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Þjóðarnauðsyn að hefja hvalveiðar að nýju „Við verðum að fara að veiða hvalinn. Gífurleg fjölgun á ýmsum hvalategundum við landið er farin að hafa veruleg áhrif á vistkerfið og líf- keðjuna og ég hef af því sterkan beyg að þetta komi meðal annars niður á þorskstofninum. Það er lífsspursmál fyrir þjóðina að hefja hval- veiðar strax, einfaldlega þjóðarnauðsyn. “ Þannig fórust Sverri Leóssyni, formanni Út- vegsmannafélags Norðurlands, orð í Degi sl. fimmtudag þegar ljóst var að Hafrannsókna- stofnun telur ekkert tilefni til að auka þorsk- veiðar á næstunni. Tilvitnuð orð formanns Útvegsmannafélags Norðurlands eru allrar athygli verð. Ljóst er að hann er langt í frá einn um þá skoðun að ís- lendingar eigi að hefja hvalveiðar á nýjan leik. Reyndar hefur ítrekað komið fram í skoðana- könnunum að meirihluti þjóðarinnar er þeirrar skoðunar að við eigum ekki að láta hvalfriðun- arsinna segja okkur fyrir verkum í þessum efn- um. Við höfum til þessa látið stjórnast af þving- unum stórþjóðanna og óttanum við að hval- veiðar gætu skaðað viðskiptahagsmuni okkar á erlendum mörkuðum. Reynsla Norðmanna sýn- ir að þessi ótti er ástæðulaus. Þeir tóku á liðnu ári þá djörfu ákvörðun að hefja hvalveiðar að nýju, þvert gegn vilja Alþjóða hvalveiðiráðsins. Þeim var hótað viðskiptaþvingunum úr öllum áttum og svartsýnustu Norðmenn óttuðust að hvalveiðistefna þeirra myndi hafa uggvænleg áhrif á markaðsstöðu Noregs á alþjóðavett- vangi. Reynslan sýnir að sá ótti var ástæðu- laus. Norðmenn hafa alls ekki skaðast á hval- veiðum sínum. Þeir hafa rekið harðan áróður fyrir því að þeir stundi veiðarnar á vísindaleg- um grunni og vísa þar í niðurstöður vísinda- nefndar Alþjóða hvalveiðiráðsins. Sú ágæta nefnd taldi hrefnustofninn í Norður-Atlantshafi vel þola takmarkaðar veiðar. Ársfundur Alþjóða hvalveiðiráðsins hafnaði hins vegar niðurstöð- um nefndarinnar og bannaði allar veiðar úr stofninum. Þá tóku Norðmenn til sinna ráða. Við íslendingar eigum tvímælalaust að gera slíkt hið sama. Við eigum að hefja hvalveiðar á vísindalegum grunni að nýju. Við eigum að leggja áherslu á þann sjálfsagða rétt okkar að mega nýta auðlindir hafsins í kringum landið með sem skynsamlegustum hætti. Við eigum ekki að láta öfgamenn segja okkur fyrir verk- um. Við megum það heldur ekki. Þjóðarbúið þarf nauðsynlega á öllum nytjastofnum sjávar- ins í kringum landið að halda. Þess vegna getur Dagur tekið heilshugar undir orð formanns Út- vegsmannafélags Norðurlands þegar hann seg- ir: „Það er lífsspursmál fyrir þjóðina að hefja hvalveiðar strax, einfaldlega þjóðarnauðsyn. “ BB. Bæjarstjóraarklúbburinn Samkvæmt lögum ber aó kjósa til sveitarstjórna á Islandi síðasta laug- ardag í maí, fjórða hvert ár. Þá upp- hefst það sem Jón G. Sólnes heitinn, fyrrverandi bæjarstjómarmaður og alþingismaður, kallaði „lögboðinn hanaslag á fjögurra ára fresti.“ Lík- lega hefur Jón Sólnes haft klúbb- formið í bæjarstjórn Akureyrar í huga þegar hann lét þessi fleygu orð sér um munn fara. Af hverju klúbbur? En af hverju bœjarsljórnarklúbbur? Sannleikurinn er sá að í bæjarstjóm Akureyrar myndast ekkert alvöru „apparat" sem kalla mætti meiri- hluta. Tökum sem dæmi síðustu bæjar- stjórnarkosningar. Þá upphófst hinn „lögboðni hanaslagur“ með „eðli- legum hætti“ og lauk með kosninga- úrslitum aðfaranótt sunnudags eftir kosningu á laugardegi. I það sinn unnu framsóknarmenn allmikinn kosningasigur, bættu við sig tveim- ur bæjarfulltrúum og fengu fjóra í stað tveggja áóur. Líklega hafa þeir ákveðið aö skála fyrir unnum sigri því aó þegar þeir áttuðu sig loks á stöðu mála daginn eftir eða daginn þar á eftir, þá höfðu sjálfstæóismenn og alþýðubandalagsmenn niyndað meirihluta til þess að stjórna bænum næstu fjögur árin og skildu fram- sóknarmenn eftir með sárt ennið. Ekki talað við sigurvegarana Það var ekki einu sinni talað við þann flokkinn sem telja mátti sigur- vegara kosninganna og segja má að kurteisi hefði verið aó tala við áður en gengið yrði til samstarfs annarra aðila. I þjóðfélögum þar sem leik- reglur alvöru lýðræðis eru virtar þykir rétt og skylt að leita til sigur- vegara í kosningum þegar menn hefja vióræóur um samstarf.. En þetta þarf líklega ekki þegar akur- eyrska klúbbformið gildir. Meirihlutamyndun tilviljun háð? Þá þarf nú ekki mikió til að mynda svokallaóan meirihluta. Menn hitt- ast á ganginum eftir kosningaúrslit- Pétur Jósefsson. in og virðist þá tilviljun háð hver hittirhvem. Síðast mættust alþýðubandalags- menn og sjálfstæóismenn og virðast í snatri hafa komið sér saman um tvennt: I fyrsta lagi að ráða fokdýr- an skrifstofumann fyrir bæjarstjóra og í öðru lagi að skipta á milli sín hverjir mega vera forsetar bæjar- stjórnar næstu fjögur árin. Eitthvað verður aó hafa sem kall- ast megi stefnuskrá og þá fæðist einhver heldur loðinn pappír sem kallast samstarfssamningur eða citt- hvaö í þá veru. Þar gæta menn sín á að hafa ekki hátt um erfið úrlausnar- efni. „Stefnt skal að“ og „munum beita okkur fyrir“ er þægilegt orða- lag á slíkum málefnum. En „gæluverkefni“ eru miklu vinsælli meðal bæjarfulltrúa - ekki held ég aó þau séu yfirleitt eins vin- sæl meðal bæjarbúa. Meira um það síóar. Lýðræðið fær ekki að njóta sín Lýðræðisfyrirkomulagið fær ekki að njóta sín í bæjarstjómarklúbbnum. Minnihlutinn tekur nefnilega hlut- verk sitt ekki alvarlega heldur. Menn keppast við að vera sem allra mest sammála og halda að það sé dyggð. Tökum sem dæmi afgreiðslu bæjarstjómar á íbúðunum fimm í Drekagili 28, sem húsnæðisnefndin síðan keypti. Oskapnaðurinn, sem bygginganefnd Akureyrar sam- þykkti sem góðar og gildar fjögurra herbergja íbúðir, var samþykktur samhljóða í bæjarstjóm Akureyrar. Klúbburinn sá ekki ástæðu til þess að hafa uppi neina gagnrýni - ekki minnihlutinn heldur. Nei, minni- hlutinn rétti upp hendina og sam- þykkti. Að bregðast skyldum sínum Til hvers halda menn að minnihluti eða stjórnarandstaða sé? Hún er til þess aó veita stjórnendum aðhald, gagnrýna gerðir þeirra og leiða í ljós aðra möguleika en þá sem meiri- hlutinn býður upp á. Gegnir minni- hlutinn í bæjarstjórn Akureyrar þessu hlutverki sínu? Hvað finnst ykkur, lesendur góðir? Síðan voru kaup húsnæðisnefnd- ar Akureyrar á téðum fjögurra her- bergja íbúðum í Drekagili 28 afgreidd i bæjarstjóm. Og hvemig? Kaupin voru samþykkt nieð fjórum atkvæðum gegn einu en sex bæjar- fulltrúar sátu hjá. Tveir fulltrúar framsóknarflokksins í minnihlutan- um, þeir Þórarinn Sveinsson og Jak- ob Bjömsson, bæjarstjóraefni fram- sóknarflokksins, samþykktu ósköp- in ásamt formanni byggingarnefnd- ar, Heimi Ingimarssyni, úr meiri- hlutanum, og Jóni Kr. Sólnes, einnig úr mcirihlutanum, en hann mun vera lögmaður A. Finnssonar hf. Þá var einn úr meirihluta bæjar- stjórnar á móti, Björn J. Arnviðar- son, en hinir sex bæjarstjómarfull- trúamir, þrír úr meirihlutanum og þrír úr minnihlutanum samþykktu kaupin með því að sitja hjá. Hvcmig í ósköpunum á ein bæj- arstjórn aó geta starfað með sæmi- Iegum hætti ef minnihlutinn bregst þeim skyldum sínum að gagnrýna gerðir nicirihlutans og veita stjórn- cndum aðhald á jafn hrapallegan hátt og í þessu máli Hvaö finnst þér, lesandi góður? Þá er rétt að fjalla dálítið um aó- ferðir við val frambjóðenda en það bíður næstu greinar. Pétur Jósefsson. Hðfundur er sölustjóri Fasteigna- og skipasölu Noróurlands. Búnaðarsamtökin: Tvö felög undir einni stjóm Fyrir rúmum 8 árum tók ég að mér fyrir stjórn Búnaóarfélags ís- lands aó gera grein fyrir því hvernig skipa mætti félagsmálum bænda. Niðurstaöa mín var sú, að ráðlegt væri að sameina Búnaðar- félagið og Stéttarsamband bænda. Var það raunar annað en ég hafói álitið fyrirfram. Um þetta má lesa í greinargeró í Búnaóarriti 1987. Síðan hef ég ekki fylgst með ntál- inu fyrr en nú, aó Ijóst varð á ný- liðnu Búnaðarþingi, aó skrióur var kominn á þaó. Eg vænti þess aó fleirum en mér þyki forvitnilegt aö bera málið, eins og það er nú lagt fyrir, saman vió nokkrar hug- myndir, sem komu fram í greinar- gerðinni. Búnaðarþing ályktaói um dag- inn um aó efna til skoðanakönn- unar meðal bænda um það hvort Búnaðarþing Islands og Stéttar- samband bænda skuli „samcinast undir eina yfirstjórn". Slík tilhög- un, aó félögin tvö starfi undir cinni yfirstjórn, hugkvæmdist mér ekki, cn vissulega sýnist það geta auóveldað framkvæmdina, meóan verið er aó laga sig aó nýjuni að- stæóum, aö sama stjórn, kosin af Björn S. Stcfánsson. sömu aðalfundarfulltrúum, sé fyrir báðunt félögunum. I drögum að samþykktum vegna sameiningarinnar, scm Búnaóarþing fékk í hendur og fjallaöi um, er gert ráð fyrir 36 fulltrúum á aóalfundi, 25 kosnurn af búnaðarsamböndum héraóanna og 11 af búgreinalelögum. í grein- argerð ntinni taldi ég mikilvægt að skipa málum bændasamtakanna á grundvclli alþingiskjördæma og flétta þar saman fulltrúastarf á vcgum búgreina og almcnnra bún- aöarfélaga. I tengslum við það cr spurningin um fyrirkontulag á kosningu aöalfundarfulltrúa og stjórnar. Um það mætti margt segja. Landsráðunautar bænda starfa hjá Búnaóarfélagi Islands. I áöur- nefndum drögum aó samþykktum er lögð áhersla á að starfsemi þeirra sé ljárhagslega aðskilin annarri starfsemi sameinaóra bændasamtaka. Ætla má, að því markmiði verói auðvcldar náð meó tveimur íelögum, þótt stjórn- in sé cin. Mér þótti álitlcgast, og tengdi ég það spurningunni um fé- lagsskipulag bænda, að starfscmi landsráðunauta yrði í nánum tengslum við búvísindadcild á Hvanncyri og garöyrkjuskólann á Reykjunt, en starfsemi annarra ráðunauta á hendi búnaðarsam- bandanna, eins og vcriö hefur. Björn S. Stefánsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað: 61. tölublað (29.03.1994)
https://timarit.is/issue/209392

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

61. tölublað (29.03.1994)

Aðgerðir: