Dagur - 29.03.1994, Blaðsíða 10

Dagur - 29.03.1994, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Þriðjudagur 29. mars 1994 ENSKA KNATTSPYRNAN ÞORLEIFUR ANANÍASSON Þrennan var aðeins draumur: Aston Villa sigraði Man. Utd. öruggiega Paul Ince, Icikmaður Man. Utd., sækir að Mark Bonich, markverði Aston Villa og þeir Earl Barrett, Kevin Richard- son og Paul McGrath eru við öllu búnir ef á þarf að halda. Draumur Man. Utd. liósins um sigur í öllum þrem stórmótunum á Englandi varð að engu á Wembley á sunnudaginn er Aston Villa vann öruggan 3-1 sigur í úrslita- leik Deildabikarsins. En ekki er öll nótt úti enn fyrir liðið því enn getur það sigrað í FA-bikarnum og Urvalsdeildinni. Það er hins vegar spurning hver áhrif þessi tapleikur hefur á leikmenn liðsins sem höfðu boltann langtímum saman í leiknum, en geröu lítið sem ekkert við hann af viti. Aston Villa hafði ekki fengið eitt einasta marktækifæri í leikn- unt fyrr en Andy Townsend og Dean Saunders lögóu upp rnark fyrir Dalian Atkinson á 25. mín. leiksins. Atkinson sem hafði átt mikinn þátt í aö koma Villa á Wembley meó frammistöðu sinni gegn Tranmere í undanúrslitunum náði að koma boltanum framhjá varamarkverói Man. Utd., Les Se- aley, sem lék í stað Peter Schmei- chel sem er í leikbanni og boltinn rétt hafði þaó af að komast yfir marklínuna. Er 15 mín. voru til leiksloka fékk Villa aukaspyrnu sem Kevin Richardson sendi inn að marki Man. Utd. og Saunders náði að pota boltanum í netió. Man. Utd. átti þrátt fyrir þetta ekki minna í leiknum, en það vantaöi allan sóknarþunga í liðið og það svo aó Alex Fcrguson skipti Ryan Giggs útaf eftir Vegna úrslitaleiksins í Deildabik- arnum sem leikinn var á sunnudag áttu leikntenn Man. Utd. frí frá Urvalsdeildinni um helgina. Brestir virðast hafa verið aó myndast í meistaralióinu að und- anfömu og leikmenn eins og Eric Cantona viröast ekki þola álagið sem hvílir á liöinu. Cantona var rekinn útaf tvo leiki í röð og á nú yfir höfði sér fimm leikja bann sem gæti sett verulegt strik í reikning liósins. Blackburn hefur fylgt Man. Utd. eins og skugginn og nú nýtir liðið sér vel öll mistök meistaranna og hið mikla forskot sem Man. Utd. hafði komið sér upp hefur nú verió að hverfa. En lítum þá á leiki laugardagsins. ■ Aóalleikur dagsins var aó sjálf- sögðu leikur Blackburn á heima- velli gegn botnliði Swindon sem gerói jafntefli við Man. Utd. um síðustu helgi. Og leikmenn Swindon mættu ákveðnir til leiks og ætluðu greinilega að selja sig dýrt. Jan Age Fjortoft náði óvænt forystu fyrir Swindon strax á 4. mín. er hann vippaði boltanum yf- ir Tim Flowers í marki Blackburn og áhorfendur setti hljóóa. En strax 3 mín. síðar hafói Alan She- arer jafnað fyrir heimamenn og Tim Sherwood náði síðan foryst- unni fyrir Blackbum á 24. mín. Sigur Blackburn var þó ekki tryggður fyrr en 6 mín. fyrir leiks- lok er liðið fékk vafasama víta- spyrnu er var dæmd á Shaun Tayl- or fyrir aö fella Jason Wilcox og Shearer gulltryggði sigur Black- burn með því að skora úr spym- unni. Þrátt fyrir að eiga mun mcira í leiknum fóru leikmenn Black- klukkutíma leik og setti Lee Sharpe inná í hans stað. Sharpe fékk síðan ágætis færi skömmu síðan, en Richardson bjargaói málunum fyrir Villa með góðri vörn. Mark Hughes náði loks aó koma boltanum í markið hjá Villa eftir undirbúning Roy Keane, en burn illa með færin og Fraser Dig- by markvörður Swindon var í miklu stuói. Framherjar Swindon voru ávallt hættulegir í skyndi- upphlaupum og því voru stuðn- ingsmenn Blackburn ekki í rónni fyrr en vítaspyrnan hafði verið afgreidd. ■ Tottenham vann heldur óvæntan, en mikilvægan sigur á útivelli gegn Everton með eina marki leiksins á 70. mín. Eftir sendingu David Kerslake fyrir markið hjá Everton náði Steve Sedgley aö skalla í netió. Ekki var sigurinn þó sanngjam og leik- menn Everton settu tvívegis bolt- ann í tréverkið, fyrst Andy Hinchcliffe úr aukaspyrnu í fyrri hálfleik og síðan John Ebbrell með skalla í þeim síðari. I lokin munaði síðan minnstu að Anders Limpar jafnaói fyrir Everton með mjög góóu skoti sem Ian Walker í marki Tottenham varði naumlega. Limpar lék sinn fyrsta leik með Everton frá því hann var keyptur frá Arsenal fyrr í vikunni. ■ Mjög slökum fallbaráttuleik Sheff. Utd. og Southampton lauk með markalausu jafntefli og verða þau úrslit að teljast sérlega slæm fyrir Sheff. Utd. sem lék á heima- velli. Dane Whitehouse og Carl Bradshaw fengu báóir dauðafæri fyrir Sheff. Utd., en létu Dave Beasant markvörð Southampton verja. Neil Maddison misnotaði eina færi Southampton í leiknum, en leikmenn liðsins virtust ánægð- ir með aö verjast og sáttir vió úr- slitin. ■ Annað markalaust fallbaráttu- jafnteflið varð í leik Oldhant á heimavelli gegn Man. City og þar þá voru aðeins 7 mín. til leiksloka og allar vonir Man. Utd. um að jafna urðu að engu er Villa skor- aði þriðja mark sitt. Andrei Kanc- helskis tók boltann meó höndurn og Saunders afgreiddi vítaspyrn- una í netið, en Kanchelskis var sendur í bað. Dapurlegur dagur var fátt um fína drætti eins og oft vill verða í slíkum leikjum þar sem úrslitin skipta öllu. Jafnteflið var þó sanngjarnt þar sem hvorugt liöið átti skilið að sigra í leiknum og má raunar segja að stigið sem hvort lið um sig fékk hafi verið ofrausn miðað viö frammistöóuna. ■ Arsenal heldur áfram sig- urgöngu sinni og lagði Liverpool með eina marki Ieiksins, en furóu- legt var hve leikmenn beggja liða fóru illa með fjölmörg tækifæri. Liverpool liðió fór illa meó mjög góð færi undir lokin, en þaö var þó ekkert miðaó við færin sem Arsenal hafði misnotað, sérstak- Iega í fyrri hálfleik þegar leik- menn Liverpool voru nánast áhorfendur. Sigurmark Arsenal skoraði Paul Merson á 2. mín. síð- ari hálfleiks eftir góða hjálp frá Ray Parlour og John Faxe Jensen. Sigur liósins var sanngjarn þrátt fyrir hörmulega vörn í lokin. ■ Sjónvarpsleikurinn milli Wim- bledon og Leeds Utd. var ekki merkilegur, en segja má að ekki hafi verið búist við miklu og það gekk eftir. Peter Fear skoraði sig- urmark Wimbledon strax á 3. mín. eftir undirbúning John Fashanu, sem var áberandi hjá Wimbledon í leiknum. Þrátt fyrir að leikmenn Leeds Utd. væru mun meira með boltann voru þó Wimbledon menn nær því að bæta við marki. Þaó er merkilegt hversu liói Leeds Utd. hefur hrakaó í vetur, varnarleikur- inn óöruggur og þaó sem meira er, sóknarmenn liðsins eru að mestu bitlausir og fara mjög illa með færin sem þeir fá. ■ Chelsea vann góðan sigur gegn nágrönnum sínum í West Ham, fyrir Man. Utd. sem hefur átt við mikið mótlæti að stríða að undan- förnu, en dagurinn að sama skapi ánægjulegur fyrir lið Aston Villa og þá ekki síst framkvæmdastjór- ann Ron Atkinson, sem rekinn var frá Man. Utd. á sínum tíma. þar sem Glenn Hoddle, fram- kvæmdastjóri Chelsea, skipti sjálfum sér inná sem varamanni og skoraði síóan síðara mark liós- ins 10 mín. síðar. Darren Barnard náói forystunni fyrir Chelsea á 40. mín. með góðu langskoti, en leik- menn West Ham voru daufir. Tre- vor Morley var næst því aó skora fyrir West Ham er hann skaut í stöng meó sinni fyrstu snertingu eftir að hafa komið inná sem vara- maóur. ■ Coventry hefur gengið illa að skora á heimavelli að undanförnu og því var Sean Flynn gefíð tæki- færi í framlínunni við hlið Mick Quinn í leik liðsins gegn Norwich. Þaó tókst vel og þeir skoruðu mörk liðsins í leiknum, Flynn fyrst á 30. mín. meó skoti í stöng og inn eftir að Coventry hafði átt leikinn framanaf. I upphafí síóari hálfleiks jafnaði Darrcn Eadie með skalla eftir sendingu Ian Crook af stuttu færi fyrir Nor- wich. Coventry liðið virtist missa frumkvæðiö eftir markið, en á 71. mín. skoraði þó Quinn sigurmark liðsins cftir mjög góðan undirbún- in Pcter Ndlovu. ■ Það virtist allt stefna í marka- laust jafntcfli í leik Ipswich gegn Q.P.R. fyrsta klukkutíma leiksins, en þá opnaðist vörn Ipswich fyrir Andy Impey sem slapp í gegn og náði forystu fyrir Q.P.R. Impcy bætti öðru marki við 4 mín. síðar eftir aukaspyrnu frá Ray Wilkins og Les Ferdinand skoraði síðan þriðja mark liðsins. Lee Durrant átti skot í stöng fyrir Ipswich áður en Bontcho Guentchev skoraði eina mark liðsins undir lokin, cn sigur Q.P.R. öruggur. Þ.L.A. Úrslit ívikunni Úrvalsdeild Norwich - Everton 3:0 Arsenal - Manchester Utd 2:2 Newcastle - Ipswich 2:0 1. deild Millwall - Peterborough Crystal Pal. - Middlesb. 1:0 0:1 FA-bikarinn endurtekinn jafn- teflisleikur úr fjórðungsúrslit- um Luton - West Ham 3:2 Um helgina Úrslitaleikur Deildabikarsins Aston Villa - Man. Utd 3:1 Úrvalsdeild Arsenal - Liverpool 1:0 Blackburn - Swindon 3:1 Chelsea - West Ham 2:0 Coventry - Norwich 2:1 Everton - Tottenham 0:1 Ipswich - QPR 1:3 Oldham - Manchester City 0:0 Sheffield Utd - Southampton 0:0 Wimbledon - Leeds Utd 1:0 1. deild Barnsley - Luton 1:0 Birmingh. - Middlesbrough 1:0 Bolton - Bristol City 2:2 Charlton - Wolves 0:1 Grimsby - Oxford 1:0 Notts County - Leicester 4:1 Pcterborough - Sunderland 1:3 Portsmouth - Nottingh. For 2:1 Stoke City - Crystal Palace 0:2 Tranmere - Southend 1:1 Watford - Millwall 2:0 WBA - Derby 1:2 Staðan Úrvalsdeild: Man.Utd 33 21 10 2 68:32 73 Blackburn 33 21 7 6 51:25 70 Arsenal 34 1613 5 46:19 61 Newcastle 33 18 6 9 65:33 60 Leeds 34 14 13 7 47:3355 Liverpool 34 15 8 11 53:4153 QPR 3214 8 10 52:4250 Aston Villa 33 13 10 10 39:33 49 Norwich 3411 14 9 57:48 47 Sheff.Wed 3311 12 10 55:47 45 Wimbledon 33 12 9 12 36:43 45 Coventry 34 10 11 13 34:40 41 Ipswich 34 9 13 1230:4340 Chelsea 3210 8 14 36:4138 WestHam 32 9 11 12 30:44 38 Tottenham 34 8 12 14 44:47 36 Everton 34 10 6 18 36:48 36 Southampt. 33 9 6 1833:4633 MamCity 34 6 14 14 26:40 32 Oidham 32 7 101528:5131 Sheff.Utd 34 4 1614 29:50 28 Swindon 35 4 1318 40:85 25 1. deiid: Crystal Pal 38 21 8 9 62:3971 Nott. For. 3618 9 9 58:39 63 Leicester 36 17 9 10 58:44 60 MiIIwall 351611 8 45:37 59 Derby 36 16 8 1255:5056 Charlton 35 16 7 12 44:35 55 N.County 3617 4 1553:5855 Middlesbro 36 14 11 1146:35 53 Tranmere 36 15 8 13 47:42 53 Stoke 37121013 43:4952 Grimsby 36 12 15 9 47:39 51 Sunderland 35 15 6 14 39:3951 Wolves 35 12 14 9 47:3550 Bristol City 36 13 11 12 37:40 50 Southend 3714 7 16 50:50 49 Bolton 3512 11 12 47:4547 Portsm. 371211 14 42:4947 BarnsJey 3512 7 1644:5043 Luton 3412 7 1544:4342 WBA 37 10 1017 49:56 40 Watford 37 10 7 20 51:71 37 Peterboro 37 8 11 1837:50 35 Oxford 36 9 8 1937:6235 Birmingh. 38 8 102035:59 34 Forskot Man. Utd. hverfur sem dögg fyrir sólu - Blackburn á sigurbraut - Óbreytt staða á botninum - Slakur sjónvarpsleikur

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.