Dagur - 31.03.1994, Blaðsíða 3

Dagur - 31.03.1994, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 31. mars 1994 - DAGUR - 3 Listasafnið á Akureyri: Landslag Guðmundar frá Miðdal og ljósmyndir Vigfúsar Sigurgeirssonar Laugardaginn 2. apríl nk. verða tvær sýningar opnaðar í Lista- safninu á Akureyri. í niiðsal verða til sýnis vatnslita- og olíu- myndir Guðmundar frá Miðdal. Það eru myndir frá ÖIpunum; Grænlandi og hálendi íslands. I austursal verða sýndar ljós- myndir Vigfúsar Sigurgeirsson- ar sem hann tók á Norðurlandi við ýmis tækifæri. Vigfús Sigurgeirsson (1900- 1984) nam ljósmyndun hjá Hall- grími Einarssyni, ljósmyndara á Akureyri, árið 1920 og rak eigin Ijósmyndastofu þar í bæ frá 1923- 1935. Vigfús fór til frckara náms í ljósmyndun og kvikmyndagerð í Þýskalandi og dvaldi þar veturna 1935 og 1936. Árið 1936 flutti liann til Reykjavíkur og opnaði ljósmyndastofu sína sem hann rak til æviloka. Vigl'ús lerðaðist alla tíð mikið um Island og tók fjölda ljósmynda sem sýna bæði atvinnulíf og stað- hætti. Hann hafði einkar gott auga l'yrir því að gæóa myndir sínar lífi, auk þess sem heimildargildi þcirra er rnikið. Ljósmyndirnar cru teknar á ár- unum 1925-1969. Gunnar G. Vig- fússon, ljósmyndari, sonur Vig- lúsar, hefur unnið myndirnar og sett sýninguna upp. Þverskurður af verkum Guðmundar Guðmundur Einarsson frá Miðdal (1895-1963) vildi strax í æsku gerast myndlistarmaður. Hann nam í teikniskóla og íör síðan til Kaupmannahafnar í frekara nám 1919-21 og þá stundaði hann myndhöggvaranám og nám í leir- brennslu í Munchen 1921-1926. Hann fluttist heim 1928 og fékkst við margar grcinar listgreina og listhönnun. Guómundur frá Miðdal var einnig ötull könnuóur og fjalla- og veiðimaður. Hann ferðaðist víða urn Alpana og aðrar óbyggðir, t.d. í Noregi, Finnlandi, Grænlandi, Litlu-Asíu og hér á landi. Fjöll, jöklar, eldvirkni, frumbyggjar, l'ornir búskaparhættir og villt dýr voru honum einkar hugleikin eins og sjá má í mörgum verka hans. Málverk Guðmundar skiptast nokkuð í tvö horn. Annars vegar olíumyndir af víðáttumiklum myndefnum náttúrunnar, málaóar kröftugum dráttum, meó mikilli tcikningu og ýmist dimmum eóa jarðkenndum litum. Flestar frá ár- unum 1922-1950. Hins vegar síó- ari tíma olíumyndir sem eru bjart- ari og stundum lauslega málaðar. Haraldur Ingi Haraldsson, forstödumaður Listasafnins á Akureyri, með þrjár landslagsmyndir eftir Guðmund frá Miðdal. Mynd: Robyr,. Upp úr 1952 hóf hann að mála meó vatnslitum er skipuðu æ stærri sess hjá honum. Sýningin í Listasafninu á Akur- cyri er brotakenndur þverskuröur af málverkum Guðmundar; eldri og nýrri olíumyndir, myndefni frá Grænlandi og Olpunum, þróun vatnslitaverkanna o.fl. Verkin eru forvitnileg og vekja eflaust spum- ingar um framlag Guömundar frá Miódal til listanna. SS Fræg mynd tckin upp eftir Brekkugötunni. Það eru margar forvitnilegar ljósmyndir á sýningunni í Listasafninu á Akurcyri. Ljósmynd: Vigfús Sigurgeirsson. Konungshcimsókn að Grund 1926. Ljósmynd: Vigfús Sigurgeirsson. Fylgst með keppni í sundi í Sundlaug Akureyrar. Barnaskólinn blasir við til hægri. Ljósmynd: Vigfús Sigurgeirsson. Úrvinnslan hf endurvinnur pappír og plastfilmu Móttaka er hjá Endurvinnslunni hf.# Réttar- hvammi 3, en þar er einnig móttaka spilliefna, ásamt öl- og gosbaukum og flöskum. Pappír - dagblöð, tímarit, bækur, eggjabakkar, pappakassar, mjólkurfernur, djúsfemur, þvegnar pakkavöruumbúðir og þ.h. Plastfilma - plastpokar, plastfilma. (ekki plastdósir og önnur plastílát) Um leið og við þökkum Akureyringum og nærsveitar- mönnum fyrir veittan stuðning í hráefnisöflun óskum við eftir að þaö sem er upptalið hér að framan sé sett í gáma merkta „Pappír og plastfilma“. Alls ekki mega fara með málmar og glervörur, það skapar hættu í vinnslu. &\ys$> úrvinnslan hf.# ÍW Réttarhvammi 3 603 Akureyri, ~ sími 96-22180.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.