Dagur - 31.03.1994, Side 7

Dagur - 31.03.1994, Side 7
SKOLALIF Fimmtudagur 31. mars 1994 - DAGUR - 7 Hluti hópsins ásamt Icikstjóra. Leikfélag MA sýnir Stræti! Sverrir, Palli og Tinna á æfingu. Leikfélag Menntaskólans á Ak- ureyri hefur hafið æfingar á leikritinu Stræti eftir Jim Cartwright, en hann er einmitt höfundur verksins Bar Par, sem Leikfélag Akureyrar er að sýna við miklar vinsældir í Þorpinu um þessar niundir. Stræti er Islcndingum ekki aó öllu ókunnugt því aó Þjóólcikhús- ið setti vcrkið upp á síðasta leikári viö góðar undirtcktir. Hinn 32 ára gamli Jim Cart- wright er fædur og uppalinn í Farnsworth, senr er lítill iönaóar- bær á Noróur-Englandi. Jim segist fyrst hafa fengió áhuga á leikhúsi 13 ára gamall, en þá hafói hann móðurmálskcnnara sem lét nem- endur sína lesa verk eftir Shake- spearc og skemmst er frá því aó segja aó Jim varð gjörsamlega heillaóur. Hann hætti í skóla 16 ára og fór aó vinna sent lagermað- ur. Síðar, eftir aö hafa verið at- vinulaus unt tíma fór hann í leik- listarskóla og naut til þess stuön- ings fööur síns. Jim og félagar hans stofnuóu lítinn lcikklúbb og gat fólk pantað þá í heimahús, rétt eins og menn panta sér pizzu. Jim sendi Royal Court leikhús- inu í London nokkur leikatriöi sern hann hafði skrifað undir áhrifum frá uppvaxtarárum sínunt, hann var fenginn til að skrifa leik- rit og fékk fyrirframgreiöslu cn var búinn aö eyða henni áöur en lcikritiö var fullskirfað. Lyktir ntála uröu þær aó Royal Court scndi fulltrúa sinn til Jinis og neyddi hann til að Ijúka verkinu, Stræti varö til. Stræti var frumfiutt árió 1986 af Royal Court leikhúsinu. Það ár- iö hlaut vcrkið öll helstu leik- skáldavcrölaun Englands. Jim gcrði einnig Ieikgeró af Stræti fyr- Palli í ham og Sverrir á grúfu. ir Breska ríkissjónvarpið og vann sjónvarpsmyndin til verólauna á Sjónvarpskvikmyndahátíðinni í Monte Carlo. Jim Cartwright á aó baki fjögur sviósverk í vióbót, þar meó talið Bar Par, og ýmis smærri verkefni. I stræti er skyggnst inn í líf íbúa dæmigerös vcrkamanna- hverlls í Bretlandi. Sögumaöur fylgir áhorfendum í gegnum súrt og sætt og verkið lætur engan ósnortinn. Leikritiö hefst á því þcgar íbúar hverfisins eru aö búa sig undir kvöld á hverfiskránni og því lýkur þegar þeir tínast heim, ýmist einir eóa í fylgd meó öör- um. Margar persónur koma viö sögu t.d. lífsglaðar unglingsstúlk- ur, snyrtipinnar, karlrembusvín, áhugaprófcssor, drykkjusvolar og margar fleiri. Arni Ibsen þýddi leikritið og leikstjóri er Rósa Guóný Þórsdótt- ir. Um það bil þrjátíu leikarar taka þátt í sýningunni auk aðstoðar- manna. Leikritið veröur sýnt í Sam- komuhúsinu á Akureyri og er frumsýning áætluö þann 18. apríl næstkomandi. Árný Leifsdóttir LMA. Rósa Guðný Þórsdóttir, lcikstjóri. AKUREYRARB/ÍR Einsetinn skóli og/eða „heilsdagsvistun" í grunnskólum OPINN FRÆÐSLU- OG UMRÆÐU- FUNDURLAUGARDAGINN 9. APRÍL 1994. Fundurinn verður í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju og hefst kl. 13.30. Fundarstjóri verður Jón Björnsson, félagsmálastjóri. Dagskrá: 13.30: Setning og kynning. Sigríður Stefánsdóttir, formaður skólanefndar. Tilraunastarf með einsetningu í Fossvogsskóla og úttekt á „heilsdagsvistun" í grunnskólunum í Reykjavík. Kári Arnórsson fv. skólastjóri Fossvogsskóla. Viðhorf og reynsla Kennarasambands íslands af tilraunum með aukin þjónustutilboð og áætlanir um einsetningu í grunnskólum. Guðrún Ebba Olafsdóttir, Kennarasambandi íslands. Upplýsingar um önnur svæði á S.V.-landi, sem bjóða upp á einsetinn skóla og/eða „heilsdags- vistunartilboð“. Ingólfur Ármannsson, skólafulltrúi. Skóla- og vistunarmál í Noregi. Erla Hrönn Jónsdóttir, félagsráðgjafi, starfar við rann- sóknarstofnun Háskólans á Akureyri. Kaffihlé. Einsetinn skóli - allra hagur. Guðmundur Sigvaldason, formaður foreldra- og kennarafélags Síðuskóla. Heilsdagsskóli -vistun. Tómas Lárus Vilbergsson, kennari viö Glerárskóla. Vistunartilboð fyrir grunnskólanema á Akureyri. Hugrún Sigmundsdóttir, forstöcumaður skóladag- heimilisins í Brekkukoti, Akureyri. Námskeiðatilboð til grunnskólanema á Akureyri. Bergljót Jónasdóttir, fulltrúi hjá íþrótta- og tómstunda- ráði. Umræður og fyrirspurnir. 17.00 -18.00: Fundarlok. Fundurinn er öllum opinn, meðan húsrúm leyfir. Undirbúningsnefnd. -----------—--s AKUREYRARB/íR ÚTBOÐ Lóðaframkvæmdir við Sundlaug Akur- eyrar, útboð 1 Byggingadeild Akureyrarbæjar óskar eftir tilboð- um í lóðarframkvæmdir við Sundlaug Akureyrar. Lóðin er u.þ.b. 1200 m2 og framkvæmdir felast m.a. í því að byggja eimbað, setja upp vatnsrennibrautir meó tilheyrandi lengingarlaugum, gera barnalaug, steypa stoð- og skjólveggi, reisa geymsluskúr og endurnýja núverandi heita potta, helluleggja og leggja lagnir og snjóbræðslukerfi í stéttar og gróður- setja tré og runna. Gögn verða seld hjá Byggingadeild Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 600 Akureyri, 5. - 8. apríl n.k. Veró á útboðsgögnum er kr. 12.450.-. Tilboð verða opnuö hjá Byggingadeild Akureyrar föstudaginn 15. apríl kl. 11.00. Byggingadeild Akureyrarbæjar.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.