Dagur - 06.04.1994, Blaðsíða 1

Dagur - 06.04.1994, Blaðsíða 1
Skandia ATA Lifandi samkeppni W - lœgri iðgjöld Geislagötu 12 • Sími 12222 Starfsfólki Sólborgar á Akureyri sagt upp: Fækkun starfsfólks með tilkomu sambýla á Húsavík og Blönduósi Öllu starfsfólki vistheimilisins Sólborgar á Akureyri hefur ver- ið sagt upp störfum. Uppsagn- irnar taka gildi frá og með 1. september í haust en þær eru til komnar vegna þess að hluti vist- manna Sólborgar mun þá Jóhann Ólafur Halldórsson og Óskar Þór Halldórsson, blaða- menn við Dag, hafa verið ráðnir Akureyri: Tæplega 550 atvinnulausir - samtals 75 í átaksverkefnum Atvinnuástandið á Akureyri virðist heldur hafa skánað. í Iok febrúar voru 583 á atvinnuleys- isskrá en 31. mars voru 546 á skrá, 313 karlar og 233 konur. Að sögn Sigrúnar Björnsdóttur hjá Vinnumiðlunarskrifstofu Ak- ureyrarbæjar gæti það skekkt myndina aóeins að síöasti dagur marsmánaðar kom inn í páska- helgina og hugsanlegt að fleiri ættu eftir að skrá sig í vikunni. Fyrir utan þessa 546 sem voru á atvinnuleysisskrá voru samtals 75 manns í átaksverknum á veg- um Akureyrarbæjar, fyrirtækja og einstaklinga. Sem fyrr eru Einingarfélagar fjölmennastir á atvinnuleysisskrá, eða um 230 manns. Félagar í Fé- lagi verslunar- og skrifstofufólks eru 113, iðnverkamenn tæplega 100 og 60-70 iðnaðarmenn, sem telst mjög mikið og þar hefur ástandið ekkert batnað. SS flytjast á sambýli sem þá verða tekin í notkun á Húsavík og Blönduósi. Stöðugildum á Sól- borg mun fækka um nálega helming við þetta. ritstjórar blaðsins frá og með 1. apríl að telja. Eins og fram kom í Degi fyrir páska var öllu starfsfólki Dags- prents hf. sagt upp störfum frá og með 1. apríl sl. og verður rekstur fyrirtækisins endurskipulagður. Stjóm Dagsprents hf. hefur endur- ráðið Höró Blöndal framkvæmda- stjóra og segir hann að strax á næstu dögum verði gengið í það aó ráða fólk til starfa hjá fyrirtæk- inu, en ljóst sé að starfsfólki muni fækka frá því sem verið hefur. Bragi V. Bergmann, fráfarandi ritstjóri Dags, lýsti því yfir fyrir páska að hann óski ekki endur- ráóningar. I framhaldi af því sam- þykkti stjórn Dagsprents hf. aó ráöa tvo blaðamenn Dags, þá Jó- hann Olaf Halldórsson og Oskar Þór Halldórsson, ritstjóra og var Vegagerð ríkisins hafði í mörg horn að líta um páskana en hjá vegacftirlitinu á Akureyri var ekki annað að frétta en allt hefði gengið vel. I gær var búið að opna alla helstu vegi á Norðurlandi eystra, en margar leiðir tepptust í páska- tilkynnt um þessar breytingar nú um mánaðamótin og segir Bjarni Kristjánsson, framkvæmdastjóri Svæðisstjórnar um málefni fatl- aðra á Norðurlandi eystra, aó ákveðió hafi verið að segja starfs- fólki upp með löngum fyrirvara gengið frá ráðningu þeirra um páskana. Jafnframt ritstjórn verða þeir eftir sem áður starfandi blaða- menn við blaðið. Jóhann Olafur hefur starfað sem blaðamaður við Dag frá árinu 1987 en Óskar Þór frá árinu 1988. Konráð Alfreðsson, formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar, segir að ef ekki verði búið að finna lausn á deilumáli sjó- manna og útvegsmanna um þátttöku sjómanna í kvótakaup- um fyrir 15. júní nk., sé ljóst að sjómenn muni á ný grípa til að- hretinu. Fært var yfir Öxnadals- heiði og til Siglufjarðar og fært í Eyjafirði en nokkur hálka á veg- um. Þá var fært með ströndinni austur til Vopnafjarðar og einnig yfir Möðrudalsöræfin. Aðeins var jeppafært yfir Vopnafjarðarheiði og Fljótsheiðin ófær. SS þannig að þeir sem ekki fá starf að nýju hafi rúman tíma til að leita eftir öðrum störfum. Bjami segir að um sé aö ræða 56 starfsmenn sem fengið hafi til- kynningu en þessir starfsmenn skipta með sér 37 stöðugildum. Búast megi við að 25-30 manns missi vinnu við þessar breytingar, þ.e. að stöóugildum á Sólborg verði fækkað um 18. Bjami segir að með tilkomu sambýlis á Akur- eyri í desember næstkomandi verði til nokkur ný stöðugildi sem þeir sem missa vinnu á Sólborg munu væntanlega sækja um þann- ig að þegar upp verður staðið hverfa átta stöðugildi af svæðinu við þessar breytingar. Þær 18 stöður sem eftir veröa á Sólborg hafa þegar verið auglýstar og er umsóknarfrestur til 15. apríl. I haust verða svo stöðurnar við nýja sambýlið á Akureyri auglýst- ar á sama hátt. JÓH SigluQörður: Almannavarnir í viðbragðsstöðu Almannavarnanefnd Siglufjarð- ar kom saman á mánudags- kvöld til að meta hvort snjó- flóðahætta væri fyrir hendi. Fyrirhugað var að grípa til að- gerða og rýma hús ef veður versn- aði aðfaranótt þriðjudags en veðr- ió hélst gott. I gær voru menn þó á varðbergi, enda slegnir óhug eftir fréttirnar frá Isafirði. Páskahelgin gekk vel að sögn lögreglu. Einn dansleikur var haldinn og fór hann ágætlega fram. Margir voru í bænum vegna skíðalandsmótsins en veður var leiðinlegt og fólk ekki mikið á ferli. Menn komust seint og illa leiðar sinnar vegna ófærðar en allt bjargaðist að lokum. SS gerða. Sjómannaverkfallið upp úr liðnum áramótum byggðist fyrst og fremst á kröfu sjómanna um að útvegsmönnum væri óheimilt að láta sjómenn taka þátt í kvóta- kaupum. Ekki náðist um þetta samkomulag á sínum tíma og verkfallið var stöðvað með bráða- birgðalögum. í lögunum var gert ráð fyrir að fundin yrði lausn á þessu deilumáli á gildistíma lag- anna, sem er til 15. júní nk., en Konráð Alfreðsson segir að ekkert bóli ennþá á lausn. Aó vísu hafi þrír ráðuneytisstjórar sett fram hugmynd um svokallað kvóta- þing, en sú hugmynd njóti hvorki stuónings sjómanna né stjórn- málamanna. „Við höfum lýst því yfir,“ segir Konráð, „að við styðjum ekki kvótafrumvarpið í núverandi Kristinn Björnsson varð þrefaldur Islandsmeistari á páskadag. Mynd: Halldór. Skíðamót íslands á Siglufirði: Veðurguðimir í aðalhlutverki - íjórir urðu þrefaldir íslandsmeistarar Ólafsfirðingar og Isfirðingar unnu öll gullverðlaun sem í boði voru á 56. Skíðamóti íslands, en það var haldið á Siglufirði um páskahelgina. Með sanni má segja að veðurguðirnir hafi ver- ið í aðalhlutverki því margfresta varð keppni í alpagreinum og keppt var í göngu við erfiðar að- stæður. En öll él birtir upp um síðir og á páskadag tókst að Ijúka mótinu þó fella yrði niður samhliðasvig. I alpagreinum voru Kristinn Bjömsson frá Ólafsfirði og Asta Halldórsdóttir frá ísafirði tvímæla- laust menn mótsins, unnu bæði þrefalt og Kristinn allt sama dag- inn. í göngu urðu ísfirðingamir Gísli Einar Amason og Daníel Jak- obsson þrefaldir Islandsmeistarar og þá vakti sigur Sigurgeirs Svav- arssonar, Ólafsfirði, í 15 km göngu mikla athygli. Ólafur Bjömsson sigraði í stökki og nonænni tví- keppni og faðir þeirra Ólafs og Kristins, Bjöm Þór, náði silfri í tví- keppninni. Hann hefur keppt á Landsmóti síðan 1957. HA Sjá nánar á íþróttasíðum bls. 7-10. mynd nema tekið verði á framsali á kvóta.“ Konráð segir að sjómannasam- tökin hafi ýtt á að fundin verði lausn á kvótamálunum. „Eftir því sem maður heyrir mun ekkert ger- ast í þessum málum og við það sættum við okkur auðvitað ekki. Þingmenn settu lög sem bönnuðu sjómannaverkfallið og í þeim fólst einnig ákvöróun um lagasetningu til að komið yrði í veg fyrir kvóta- kaup.“ Konráó segir aó ef ekkert hafi gerst í málinu fyrir 15. júní nk. muni heyrast frá sjómönnum. „Þetta mál verður ekki þagað í hel. Ríkisvaldið getur að mínu mati ekki leyst þetta. Ef einhverjir geta leyst málið, þá eru það út- vegsmenn og sjómenn,“ sagði Konráð. óþh Starfsfólki Sólborgar var Fjörulallar áferð. Mynd: Robyn Dagblaðið Dagur: Nýir rilstjórar tóku við í gær Norðurland eystra: Allir helstu vegir færir Ekkert bólar á lausn á kvótakaupamálinu: Þetta verður ekki þagað í hel - segir Konráð Alfreðsson, formaður Sjomannafélags EyjaQarðar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.