Dagur - 06.04.1994, Blaðsíða 11

Dagur - 06.04.1994, Blaðsíða 11
HER OC ÞAR Miðvikudagur 6. apríl 1994 - DAGUR -11 Wiliam Hurt: Nýorðinn pabbi en deilir gleðinni með annarri konu en barnsmóð- nrínni Á ýmsu gengur hjá kvikmynda- fólkinu í Ameríku eins og fyrri daginn. Hollywoodstjaman William Hurt er nýlega orðinn faðir. En á sama tíma er hann einnig ástfanginn af annarri konu en bamsmóður sinni. Barnsmóð- ir hans, Sandrine Bonnaire, eign- aðist fyrir skömmu eðlilegt og vel skapað barn þótt það fæddist nokkru fyrir tímann. Fæðingin gekk að óskum og William hefur síðan orðið að annast ýmsa hluti er fylgja því að eiga ungbarn - meðal annars að kaupa pela og bleiur. En hann virðist einnig hafa tíma til fleiri hluta. Hann hefur gefið sér góðan tíma til að flytja og sækja stórstjörnuna Glenn Close til og frá sýningum á „Sunset Boulevard“, þar sem hún hefur unnið einn af stærstu leiksigrum í lífi sínu í Shubert William Hurt með nýfætt barn sitt. Á neðri innfelidu myndinni er barnsmóðir hans, Sandrine Bonnaire, en á efri myndinni má sjá nýjustu ástkonuna, stórstjörn- una Glenn Close. Teatret í LA. Þau hafa sést leið- ast hönd í hönd og Hurt hefur borið „beuatyboxið“ fyrir hana. Þau hafa einnig sést á veitinga- húsum þar sem þau hafa meóal annars snætt saman miðdegis- verð við rómantískar aðstæður. Það er mikið ánægjuefni fyrir Sandrine Bonnaire að hafa nú tekist að uppfylla áragamlan draum um að eignast bam. En hún gæti engu að síður hugsaö sér að bamsfaðirinn tæki meiri þátt í þessari gleði hennar. Verður belgísk greifa- dóttir drottning Dana? Vel fór á með krónprinsinum og greifadótturinni á Brussel. Verður belgísk greifadóttir drottn- ing Dana? Það er spurning sem Danir velta fyrir sér þessa dagana því samband Friðriks krónprins og hinnar belgískættuðu Astrid Ul- lens de Schooten bendir meira og meira til þess að þar sé verðandi krónprinsessa á ferð. Fyrir skömmu hélt Astrid vinum sínum herlegt boð á Brussel, en hún býr í París um þessar mundir, og af myndum sem teknar voru í boðinu má dæma að parinu, Frióriki krón- prins og greifadóttirinni Astrid Ullens de Schooten, hafi ekki lík- að illa að gefa viðstöddum til kynna að meira en venjuleg vin- átta væri á milli þeirra. Astrid hefur allt það til að bera sem þarf til að verða krónprins- essa. Hún er með blátt blóð í æð- um, 22 ára gömul og ólofuð. Móðir hennar heitir Madeleine Bemadotte, dóttir sænska prinsins Carl Bernadotte, sem þýðir að hún er í ætt við Noregskonung. Faðir Friðrik krónprins vék tæpast frá Astrid Ullcns de Schootcn á meðan fjölskyldan dvaldi í leyfi í Noregi. hennar er belgískur greifi aó nafni Ullens de Schooten. Astrid er heldur ekki lengur neitt barn. Hún er fullvaxin kona sem leitar sér að mannsefni. Og nú hefur hún ef til vill fundið þann rétta. En þrátt fyrir augsýnilega nána vináttu á milli hennar og Frióriks krónprins vill hún ekki tala opinskátt um samband þeirra. Spurningunni um hvort þau séu par svarar hún einfaldlega ekki. Haft er eftir Per Thornit, kammerherra og ritara greifadótt- urinnar, að samband hennar og danska krónprinsins sé ekkert sem staðfesta verði opinberlega. Því er ekkert hægt að segja til um á þessu stigi málsins hvort þama sé verðandi drottning Dana á ferð- inni eða aðeins ein af tímabundn- um vinkonum krónprinsins. Astrid Ullens de Schooten er ekki ókunnug kóngafólki eða um- gengni við það. Á síðastliðnu sumri var hún í silfurbrúðkaupi Haraldar Noregskonungs og Sonju drottningar. I fjallaferð í Noregi reyndi Friðrik krónprins ekki að leyna áhuga sínum á því að kynn- ast greifadótturinni betur. Astrid ólst upp í Belgíu og hefur ferðast vítt og breitt um heiminn. Eins og fyrr segir býr hún nú í París og nemur listasögu við ameríska há- skólann þar. Hún hefur einnig starfað sem blaðamaður í eitt ár í Lundúnum. I París hefur hún mik- ið að gera og lifir lífinu lifandi eins og sagt er. I viðtali við franska blaðið Point de Vue lét hún hafa cftir sér að hún vildi búa í borg rithöfunda og listamanna og hún ætti ekki eitt einasta rólegt augnablik. Hún kvaðst stúdera gríska myndhöggvara í Louvre safninu, fara í langa göngutúra í listigörðum Parísar, vera við veð- hlaupabrautina á laugardögum og fara nokkrum sinnum á diskótek. BSA M. Sölu- og þjónustuumboð fyrir: ®Bílaverkstæbi Bílaréttingar Mercedes-Benz Bílasprautun llia^Da Bílavarahlutir Laufásgötu 9 • Akureyri Símar 96-26300 & 96-23809 Utvegsmannafélag Noröurlands Útvegsmannafélag Norðurlands boðar til fundar föstudaginn 8. apríl nk. að Hótel KEA kl. 13.30. “ Félagar fjölmennið. Stjórnin. AKUREYRARB/íR ÚTBOÐ Lóðaframkvæmdir við Sundlaug Akur- eyrar, útboð 1 Byggingadeild Akureyrarbæjar óskar eftir tilboö- um í lóðarframkvæmdir viö Sundlaug Akureyrar. Lóðin er u.þ.b. 1200 rri2 og framkvæmdir felast m.a. í því að byggja eimbað, setja upp vatnsrennibrautir meö tilheyrandi lengingarlaugum, gera barnalaug, steypa stoð- og skjólveggi, reisa geymsluskúr og endurnýja núverandi heita potta, helluleggja og leggja lagnir og snjóbræðslukerfi í stéttar og gróður- setja tré og runna. Gögn veróa seld hjá Byggingadeild Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 600 Akureyri, 5. - 8. apríl n.k. Verð á útboðsgögnum er kr. 12.450.-. Tilboð verða opnuð hjá Byggingadeild Akureyrar föstudaginn 15. apríl kl. 11.00. Byggingadeild Akureyrarbæjar. Kjötiðnaðarmaður eða maður vanur kjötskurði óskast sem fyrst. Umsóknir berist á afgreiðslu Dags merkt: „Kjötiðnað- armaður“. FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI Sjúkraþjálfarar Við sjúkraþjálfun Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri eru lausar til umsóknar 2 stöður deildarsjúkraþjálfara, við bráðadeildir FSA og endurhæfingadeildina, Krist- nesi. Æskilegt starfshlutfall er 75-100%. Umsóknarfrestur ertil 15. apríl 1994. Umsóknir sendist yfirsjúkraþjálfara, Lucienne ten Hoe- ve, sem jafnframt veitir nánari upplýsingar í sima 96- 30844 og í heimasíma 96-31113. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.