Dagur - 06.04.1994, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Miðvikudagur 6. apríl 1994
Forseta-
heimsóknin
Þjóðkirkjan og sveitarfélögin
að Melum,
Hörgárdal
Leikstjóri: Aðalsteinn Bergdal.
Lokasýning
fimmtudagskvöldið
7. apríl kl. 20.30.
Mibapantanir í síma 11688
og 22891
Þeir hljóta að vera illa haldnir, sem ekki
skemmta sér.
(Dagur 8. mars H. Ág.)
Leikdeild Ungmennafélags
Skribuhrepps.
Já... en ég nota nú
yfirleitt beltið!
Ekki er fjarri lagi aó séu samferða
aó aldri í Islandssögunni þær stofn-
anir tvær sem fastast er sótt að til
breytinga ellegar niðurrifs nú sam-
tímis í þjóðfélaginu, homsteinar
eða grundvöllur þjóðlífs á margan
hátt um aldir. Þjóókirkjan og
skipulag hreppa og sveitarfélaga
landsins. „Helsta myndum hreppa
frá þjóðveldisöld var framfærslu-
mál og fjallskil“ segir hér um í al-
fræðiorðabókinni. Einnig segir þar
um: „Þjóðkirkjan, samband ríkis
og kirkju þeirrar, sem telur flesta
íbúa landsins. Ríkið skuldbindur
sig til að vemda og styrkja þjóð-
kirkjuna,“ segir þar einnig um.
Nú þarf ekki um að efast og
varla að valda deilum að hvort
tveggja umræðuefnið hefur gerst
hræðilega brotlegt í umgengni
sinni og meðferð á sínu fólki um
aldaraðir. Vill nú enginn þurfa að
vita um séra Pál í Selárdal þó
mælti máski tíu tungumál eða þá
félaga hans Kortsson og raunar
marga fleiri sem settu varanlegan
blett á íslenskt mannlíf og 'sögu í
máski ekki ijúfri samfylgd drep-
sótta og hallæra, þegar orö urðu til
eins og Líkatjöm hjá Staóarstað.
Manni verður þungt í huga. Hvers
konar guódómur var það sem sat
uppi með slíka þjóð og þvílíka
kirkju að skila fram og kunna ekki
orðió sem svo mjög bjargar í dag,
fortíðarvandi?
Um 500 ár með eftirlíkingu
Skarphéðins og fótskriðuna á
Markarfljóti til að vega mann sem
batt skóþveng sinn. Ellegar óþrifa-
legasta vorverk Njálu er þaó lang-
tilsótt þrátt fyrir kjamyrði í frásögn
þá heyrist enn sem ómur orða
Höskuldar: „Guð hjálpi mér en fyr-
irgefi yður“ og hin mannlega nió-
urlæging nægir ekki enn. Löngu
Eíningarfélagar
athugið
Utleiga orlofshúsa félagsins
sumariö 1994
Sækja þarf skriflega um á þar til gerðum eyóublöðum,
sem eru fáanleg hjá trúnaóarmönnum félagsins og
einnig á skrifstofum þess
á Akureyri, Skipagötu 14, s(mi 23503,
á Dalvík, Ráðhúsinu, sími 61340,
í Ólafsfirði, Múlavegi 1, sími 62318,
í Hrísey, hjá Matthildi Sigurjónsdóttur, Hólabraut 21,
sími 61757,
á Grenivík, hjá Ólöfu Guðmundsdóttur, Hvammi,
sími 33204.
Umsóknarfrestur er til kl. 16.00. 20. apríl 1994 og
ber að skila umsókn til skrifstofa félagsins.
Þau orlofshús sem í boði eru, eru á eftirtöldum stöðum:
lllugastöðum, Fnjóskadal 3. júní til 16. sept.
Ölfusborgum við Hveragerði 3. júní til 16. sept.
Vatnsfirði, Barðaströnd 10. júní til 16. sept.
Einarsstöðum á Héraði 3. júní til 2. sept.
2 íbúðir í Reykjavík 1. júní til 28. sept.
íbúðarhús að Dölum II, Hjaltastaðaþinghá 10. júní til
26. ágúst.
Flúðum, Hrunamannahreppi 1. júlí til 12. ágúst.
Bifröst, Borgarfirói 17. júní til 26. ágúst.
Hjólhýsi, Ærlæk Öxarfirói 17. júní til 26. ágúst.
Tjarnargerði, Eyjafirði önnur hvor vika frá 17. júní til
16. sept.
Hrísey, 16. júlí til 13 ágúst.
Vík í Mýrdal, 15. júlí til 26. ágúst.
íbúö á Egilsstöðum 3. júní til 2. sept.
Eitt orlofshúsið á lllugastöðum er ætlað fyrir fatlaða.
Vikuleiga í orlofshúsi er kr. 8000, kr. 9000 í íbúðunum í
Reykjavík og Egilsstöðum og kr. 7000 í hjólhýsinu.
Gleðilegt sumar
Orlofsnefnd Einingar.
síðar kveður Kolbeinn Tumason í
eymd og smán Sturlungaaldar:
„Kom mjúk til mín miskunnin þín“
fullur iðrunar í ofboði Sturlunga.
Enn var ekki nóg að gert þar sem
greindi á „Guðslög og landslög"
og Guðslög skyldu ráóa; Jóni Ara-
syni og sonum hans misþyrmt og
þeir vegnir og siðbót hét sú trúar-
lega aðferð og heitir máski enn þá
þó aflátssalan væri tæplega aflögð
með öllu þrátt fyrir allt.
Yið eigum ennþá
ríka kennd
Þrátt fyrir allt, við eigum enn þá
bjargálna hreppa hvað við köllum
heilbrigóan metnað og stolt. Við
eigum enn þá ríka kennd hvar
„Sveit er sáómanns kirkja, sáning
bænagjörð" eins og Bjami Ás-
geirsson kvað og við syngjum enn.
Mest er um vert, við eigum ungt
fólk „meö mjög sterka réttlætis-
kennd,“ sem Tryggvi Gíslason
skólameistari sagði okkur um síð-
astliðinn nóvember „að ekki bregð-
ist“. Það er þetta fólk sem greiðir
atkvæðin um verkin okkar gamalla
og hvaö umbæta þarf og endur-
gera. Jafnvel um skipan hreppa og
skipan prestakalla svo ambögulega
sem biskupavöldum hefir tekist þar
í verki að mér finnst.
Kannski erum við báðir í vanda
staddir, ég með tímann og lífið
sem enginn getir skilgreint hvar
byrjaði, hvort það endar, ellegar
hann forlaga og lögmáls, Guð
minn, hvenær menn uppfundu
hann með blómin, dýrin og stein-
ana og fuglana, sem færa Herdísi
Þorvaldsdóttur leikkonu ný fræ
sem hún sáir í fleiðrin eftir búskap-
arsöguna mína. Og leikknöttur
himnanna hefir þegar oltið um
sjálfan sig í 60 milljónir ára.
Hvað er Þjóðkirkja?
Islenska þjóðkirkjan, hvaó skyldi
það nú vera? Bamaleg spuming frá
uppgjafa meðhjálpara með kölkun
víðar en þar sem lióagigtin opnar
leið fyrir kraftaverkamenn sjúkra,
þar sem næst er komist í verki af
hönd og huga hinni fáorðu Fjall-
ræðu. Einustu sem ferðaskrifstofu-
fólk getur ekki endurbætt í yfirferð
sinni. Enda fæst af því komist á
toppinn þar sem Herðubreið gefur
rýmst sjónarsvið, og samanburöur
verður hégómi, flest form verða
smá, jafnvel Möðrudalur í austur
en Klukkufjallió í vestri, þar sem
Steinþór Sigurðsson hinn fágæti
var að kortleggja landið 1930 en
hvarf á Mýri út úr tjaldi lautinants
Jensens í danska herforingjaráðinu
en endaði líf sitt vió geró hinnar
frægu Heklumyndar.
Er þjóðkirkjan máski hiö prúð-
búna hús með pípuorgel á lofti en
prestana niðri viö altarið með
þrenns konar orófæri sitt þegar þeir
strá fósturjarðar moldbrúnum
komum á kistur dáins fólks? Er
hún máski sú milda móðir sem
heldur saman vexti og viðgangi
líkama og sál? „Ef eitthvað verður
okkur að falli verður það agaleys-
ið,“ sagði Tryggvi Gíslason í áður-
nefndu viðtali, „og aó efast ekki
um réttlæti orða sinna.“ Hver efast
ekki um réttlæti sinna orða? spyr
ég-
Það er viss þáttur í eðli manns-
ins, óttinn við þaó óþekkta. Viss
tegund ótta varð spilltum mönnum
eóa sjúkum að galdrabrennum
þeirrar tíðar sem var. Var hún
máski Þjóðkirkja Islendinga allar
götur gengnar í snertingu vió þó
verstu óhöpp sögunnar?
Lífsvígður guðsótti
Óttinn um kirkju sína hvað þá sé
hún raunveruleg þjóðkirkja á yfir-
standandi tíma er dyggð og trú-
mennska og fastheldni með lífs-
vígðan arf sinn. Jafnvel þó trú vor
Jón Jónsson.
sé með nokkrum hætti „blettaskin“
eins og bændur orða þaö á þurrk-
degi þegar sífellt dregur fyrir sól.
Það var slíkur lífsvígður Guös-
ótti og sagnfræðilegt vitsmunamat
sem var að verki þegar hjónin í
Fremstafelli, Rósa Guðlaugsdóttir
og Kristján Jónsson, bjargálna hjón
á búsældarjörð sinni um langa ævi
starfandi fyrir sóknarkirkju sína,
þó lengi hafi nú hvílt í kistum sín-
um í Ljósavatnskirkjugarði. Fyrir
nokkrum áratugum stofnuðu þau
dálítinn sjóð í því skyni að byggja
á Ljósavatni nýja kirkju sem helg-
uð skyldi minningu kristnitökunnar
og Þorgeirs Ljósvetningagoða, sem
svo farsællega leysti deilur manna
á Alþingi og innleiddi hinn nýja
sió. Ætlunin var að hin nýja kirkja
skyldi standa albúin á 1000 ára af-
mæli kristnitökunnar árið 2000 og
sú ætlan stendur enn.
Reisum Þorgeirskirkju
á Ljósavatni
„Árið 2000 munu Islendingar
fagna því aö liðin eru 1000 ár frá
því að kristni var lögtekin á Al-
þingi. Kristnitakan var einn hinn
merkasti viðburöur í sögu íslensku
þjóðarinnar. Þá tók hún við fagn-
aðarerindi Jesú Krists ásamt þeirri
menningu sem fylgir kristinni trú. I
heiðnum sið voru Islendingar bók-
lausir menn en með hinum nýja sið
barst hingað bókmenning sem smá
saman bar ríkulegan ávöxt í sög-
um, ljóðum og margs konar fræð-
um.
Trúarskipti gerast oft meó mikl-
um harmkvælum og eru mörg
dæmi þpss frá nágrannalöndum
okkar. Á Alþingi uróu í fyrstu
harðar deilur milli heióinna manna
og kristinna, svo sem Ari fróöi lýs-
ir í íslendingabók. Þá var lögsögu-
maður Þorgeir goði Þorkelsson á
Ljósavatni og flutti hann frá Lög-
bergi áhrifamestu ræðu sem
nokkru sinni hefur verið haldin á
Islandi. Sagði hann að honum þótti
þá komið hag manna í ónýtt efni ef
menn skyldu eigi hafa allir lög cin
á landi hér. En hann lauk svo máli
sínu að hvor tveggju játtu því að
allir skyldu ein lög hafa. Þorgeir
Lögsögumaður hefir vafalaust reist
kirkju á bæ sínum Ljósavatni og
síðan hefir þar verið kirkjustaður
alla tíð.“
Hér hefur verið vitnað til orða
doktors Jónasar Kristjánssonar,
forstöðumanns Ámagarðs, þar sem
hann mælir fyrir kirkjubyggingu á
Ljósavatni. Og enn heldur Jónas
áfram: „Nú stendur þar litil sveita-
kirkja sem bóndinn á Ljósavatni,
hagleiksmaóurinn Bjöm Jóhanns-
son, byggði fyrir meira en hundrað
árum og þarf endurbyggingar vió.
Bygging Þorgeirskirkju hefur verið
undirbúin á ýmsan hátt. Hrafnkell
Thorlacíus arkitekt hefur gert
teikningu af, sem er nálega fullbú-
in, hún er hófsamleg að stærð, gert
ráö fyrir 120 manns í sætum og að
auki safnaðarheimili. Kirkjunni
hefur verið valinn staður með
fögru útsýni til þriggja sveita:
„Inni við Ljósavatnsskarð, fram í
Bárðardal og út til Köldukinnar.
Þama mun kirkjan blasa vió sjón-
um ferðamanna á hraunkambinum
skammt sunnan við hina fjölfömu
þjóðleið til Goðafoss og Mývatns-
sveitar.“
Þannig greinargerð og rök-
stuðning lét Jónas Kristjánsson
þessu þjóðarmálefni í té og þó
miklu nánar varðandi framkvæmd-
aratriói, en að lokaoróum þar:
„Viö undirrituð leyfum okkur
hér með að beina þeim tilmælum
til háttvirtrar Kristnihátíóamefndar
að hún leggi til að reist verði Þor-
geirskirkja að Ljósavatni meó
þeim hætti er að ofan greinir til
minningar um Þorgeir Ljósvetn-
ingagoða og 1000 ára afmæli
kristnitökunnar á íslandi."
Undir þennan og svona merki-
legan málsflutning hafa ritað fjöl-
margir þjóðkunnir menn: Biskup-
ar, alþingismenn, háskólaborgarar,
bankastjórar að svo ekki gleymd-
um okkur hinum sem einnig getum
verió merkilegt fólk, sem ber
þunga framkvæmdanna í huga og
verki eins og; sóknamefnd Ljósa-
vatnssóknar, Kirkjuþing, sem hefur
oftar og mikiö fjallað um þetta
mál; Kirkjuráð, Orkustofnun og þá
saman að verki Þingeyjarsýslu- og
Eyjafjarðarprófastdæmi.
Kostnaðar-
og verkáætlun
Og enn segir Jónas: „Gerð hefur
verið lausleg kostnaðar- og verk-
áætlun um kirkjubygginguna og
nemur hún tæpum 60 milljónum
króna. Æskilegt er að dreifa fram-
kvæmdum viö bygginguna yfir þau
ár sem til stefnu eru fram undir
aldamótin. I Þorgeirskirkjusjóöi
eru 1.500 þúsund krónur og álíka
upphæó hefur verið veitt.til bygg-
ingarinnar úr Jöfnunarsjóði kirkna,
þannig að nú em í byggingarreikn-
ingi rúmar 3 milljónir króna. Gert
er ráð fyrir að söfnuðurinn ásamt
Þorgeirskirkjusjóði geti lagt fram
alls tíu milljónir króna og að Jöfn-
unarsjóður kirkna leggi fram 12
milljónir króna. Þá vantar hér um
bil 35 milljónir, sem veita þarf til
viðbótar af opinberu fé. Heppilegt
viröist að dreifa þessum fjárveit-
ingum á árin 1993-1999. Þannig að
vcittar verði 5 milljónir króna á ári
hverju“.
Reyndar hittist svo á að kirkju-
garöurinn gamli rúmar aðeins kist-
ur nokkurra sem deyja munu. Til
áhersluauka má benda á hvað fag-
urlega má hér sameina að verki
þetta þjóðarátak, sem ég lít vera,
þeirri náttúrulegu undrasköpun
sem Ljósavatnsskaróið er þama í
gegnum fjallgarðinn þar sem
hringvegurinn einsog rennur í
gegn, allt frá Þvottá í Álftarfirði
hvar Síðu-Hallur bjó, málvinur
Þorgeirs goða, á leið til endur-
reistra Hóla í Hjaltadal, biskupsstól
Norðlcndinga, sem Sigurður Guð-
mundsson frá Grenjaðastað vann
svo ötullega að. Nærri miðsvæðis
þessarar leiðar, snertispöl frá
Ljósavatnskirkju, rís úðinn frá
Goðafossi óaflátanlega til himins
og sameinast orónu og óorónu,
sem fellur í nýju regni til jarðar.
Ekki á að skyggja á þetta mál
þótt maður, kunnur, hafi fundiö
kvöð hjá sér aó semja og setja á
svið „spottlega" kvikmynd um
hugsaða kritnitökuna, handa sjón-
varpi Islendinga aö sýna hvar síst
vantar þó niðurlægjandi minjar og
minningaádrepur handa vorri tíð.
Eg vænti góðs í verki frá kirkju-
málaráðherra Þorsteini Pálssyni,
sem svo ljóst hefur sýnt hug sinn í
verki til hinnar íslensku þjóðkirkju
frá ráðherrastóli sínum.
Jón Jónsson.
Höfundurer bóndi í Fremstafelli í Kinn.