Dagur - 06.04.1994, Page 3

Dagur - 06.04.1994, Page 3
FRÉTTIR Akureyri ■ Á síöasta fundi bæjarráós fyrir páska var fjallað um drög að fjárhagsáætlun og dagskrá lýðveldishátíðar 17,-19. júní næstkomandi. Bæjarráð sam- þykkti að undirbúningsnefnd vinni áfiram að málinu sam- kvæmt fyrirliggjandi tillögum en aó kostnaður fari þó ekki yfir 4 milljónir króna. ■ Bæjarráði voru kynnt tilboð í byggingu leikskóla við Kióa- gi| en alls bárust 11 tilboð í framkvæmdina. Kostnaðar- áætlun hönnuóa var 62,8 millj- ónir króna og tilboðsupphæðir á bilinu 76,36% til 87,42% af kostnaðaráætlun. Bæjarráð fól bæjarstjóra að taka upp við- ræóur við lægstbjóóanda um framkvæmd verksins. ■ Bæjarráó leggur til að leik- fimihús við Oddcyrarskóla verói í umsjá skólanefndar bæjarins. Bæjarráð hefur falió tæknideild aó gera bæjarráói grein fyrir því hver áætlaóur kosmaður yrði af breytingum á íþróttaskemmunni í verkstæði og vélageymslu annars vegar og hins vegar áætlaður kostn- aður við nauðsynlegar endu- bætur á Skemmunni svo hún geti þjónaó áfram því hlutverki aó vera íþróttahús til næstu 5 til 10 ára. ■ í bæjarráði hefur verið fjallaó um erindi frá Félagi aldraðra á Akureyri þar sem þess er farið á leit vió bæjarráð að Akureyrarbær kaupi íbúð í fjölbýlishúsinu Lindasíðu 2 sem notuð verði sem húsvarð- aríbúð. Aó höfóu samráói vió félagsmálaráð tók félagsmála- stjóri saman greinargerð þar sem lagt er til aó Akureyrarbær standi við fyrri ákvöróun sína og sé aóeins hlutaeigandi í hús- varðaríbúðinni á móti öðrum eigendum fjölbýlishúsanna. Einnig að engin hinna 10 íbúóa scm Akurcyrarbæ hefur fest kaup á í Lindasíóu 4 verói ætl- uð fyrir húsvörð og að eignar- hlutur Akureyrarbæjar í íbúð húsvaróar skuli vera 40% og sé í því farió eftir áætlaóri fram- tíóarskiptingu rekstrarkostnað- ar við húsvörsluna en ekki fer- metrafjölda. Bæjarráð sam- þykkti þessar tillögur og fól fé- lagsmálastjóra að gera Félagi aldraðra grein fyrir afstöðu ráósins til þcssa máls ■ Ársfundur Landsvirkjunar hefur verið boðaóur 29. apríl næstkomandi og er þess farið á leit að Akureyrarbær tilnefni 4 fulltrúa til setu á fundinum. Bæjarráð vísaði til bæjarstjóm- ar kosningu fulltrúa á fundinn. Miðvikudagur 6. apríl 1994 - DAGUR - 3 Fulltrúaráðsfundur Sambands ísl. sveitarfélaga: Átaksverkefiiin sveitarfélögunum dýr - sagði Sigríður Stefánsdóttir, formaður bæjarráðs Akureyrar í liðnum febrúarmánuði voru átta þúsund manns atvinnulaus- ir á landinu öllu. Ástandið var einnig slæmt á síðasta ári og til þess að reyna að sporna við vá- gestinum var ákveðið að sveitar- félög legðu fram fjármagn til Atvinnuleysistryggingasjóðs og sæktu svo um styrki til sér- stakra átaksverkefna. Þótti þetta fyrirkomulag ekki takast Síldveiðar voru leyfðar á tíma- bilinu 1. september 1993 til 1. maí 1994. Síðan skömmu fyrir jól hefur engin síldarsöltun átt sér stað en ekki er talið útilokað að um einhverja síldarveiði og söltun verði að ræða að aflok- inni loðnuvertíð ef henni lýkur um næstu mánaðamót. Heildar- söltunin á vertíðinni nemur nú 93.923 tunnum af ýmsum teg- undum saltaðrar síldar. Á vertíóinni 1992-1993 voru saltaðar 61.185 tunnur og því er nú þegar um 53% aukningu að ræða milli vertíða. Á síðustu 15 árunt hefur verió stígandi í síldar- söltun, var mest 289.640 tunnur á vertíðinni 1987-1988 en fór lækkandi 1990- 1991 en þá var saltað í 122.114 tunnur en 102.988 tunnur 1991-1992. Af heildarmagninu voru framleiddar 29.370 tunnur af flökum á móti Forsætisráðu- neytið styrkir vöruþróun í handverki Reynsluverkefni sem hefur að markmiði að efla handverksiðn- að í landinu hefur nú verið hleypt af stokkunum. Forsætis- ráðuneytið hefur veitt ijármagni til verkefnisins sem ætlað er til rekstrar þess næstu þrjú árin. Starfsmaður hefur verið ráðinn og komið á neti tengiliða um allt land. Þegar rætt er um handverksiðn- að er átt við hefðbundinn heimilis- iðnað, handverks- og listmuna- gerð sem stunduð er af einstak- lingum og smáfyrirtækjum. Með verkefninu á aó stuóla að vöruþró- un í handverki og efla gæðavit- und. Verkefnið starfar undir heitinu „Handverk“. Verkefnisstjórn þess hefur komió upp tengiliðaneti um landið og er Bryndís Símonardótt- ir, forstöóumaður Þróunarseturs- ins á Laugalandi í Eyjafjarðar- sveit, tengiliður verkefnisins á Norðurlandi. Starfsmaóur „Handverks" er Guðrún Hannele Henttinen. Hún er lærð á sviði handmenntanna, var m.a. í framhaldsnámi við handmenntakennaradeild Háskól- ans í Helsinki árið 1991 þar sem hún tók smáfyrirtækjarekstur í handverki sem lokaverkefni. Guð- rún hefur unnið mikið hér á landi, m.a. við námsefnisgerð í hand- mennt fyrir Námsgagnastofnun. nóg vel en þó er Ijóst að hægt var að veita 2500 manns vinnu í lengri eða skemmri tíma á ár- inu. Á síðasta fulltrúaráðsfundi Sambands íslenskra sveitarfélaga var ákveðið að setja á stofn nefnd sem ætti að vinna að aðgerðum til aö draga úr atvinnuleysi. Sigríóur Stefánsdóttir, formaður bæjarráðs Akureyrar, er formaður nefndar- 20.575 tunnum á vertíðinni þar á undan. Síld var söltuö á 16 söltun- arstöðvum á 14 verstöðum; mest á Hornafiröi, 25.047 tunnur, en að- eins á einum stað á Norðurlandi, hjá Hraðfrystistöð Þórshafnar hf., þar sem saltað hefur verið í 770 tunnur. Utfiutningsverðmæti saltsíldar- innar er rúrnar 700 milljónir króna. Jakob Jakobsson, forstjóri Haf- rannsóknastofnunar, segir að liðn- ir séu a.m.k. þrír áratugir síðan síldveiðar hafi verió stundaðar í aprílmánuði og þá var hún veidd til bræóslu. Síldin sé mjög horuð á þessum árstíma og ekki góö til frálags. „Ef menn vilja reyna síldveiðar á þessum árstíma, þá stöndum við að sjálfsögðu ekki í vegi fyrir því og ef menn hafa einhvern markað fyrir þessa síld þá er það hið besta mál. Síldin er best til frálags á haustin en á öðrum árstíma er hún óttalega leiðinleg og á sumrin er hún t.d. að hrygna,“ segir Jakob Jakobsson. Gunnar Jóakimsson, fram- kvæmdastjóri Síldarútvegsnefnd- ar, segir að lítillega hafi verið veitt af síld í lok marsmánaðar á sl. ári og þrátt fyrir að síldin sé orðin verulega fiturýr á þessum árstíma innar. Hún sagði að það sam- komulag sveitarfélaga og ríkisins að þau fyrmefndu greiddu 500 milljónir til Atvinnuleysistrygg- ingasjóðs hafi í raun verið nauð- ungarsamningar því ljóst hafi ver- ið að ríkið myndi með einhverjunt hætti draga til sín fjárntuni. Reynsla átaksverkefnanna var kostnaóarsamari en búist hafði verið við. Búist hafði verið vió að þá geti hún hentað til ákveðinnar vinnslu, þar sem æskilegt er að fit- an sé ekki of mikil, þ.e. ediksverk- uð síld, sem seld er á nokkra markaói. Síldaraflinn tvo fyrstu mánuði ársins hefur fariö mjög minnkandi frá því á árinu 1992 en þaó ár var aflinn 32.962 tonn og verðmæti unt 218 milljónir króna. Á árinu 1993 fór aflinn niður í 15.453 tonn og verðmæti hans um 94 milljónir króna en á tveimur fyrstu mánuðum þessa árs er aflinn aö- eins 641 tonn og verðmæti 4 milljónir króna en 140 tonn fóru til vinnslu í Grindavík en 103 tonn á Homafirði. Einhverjir bátar eiga cnn eftir nokkuð af sínum síldar- kvóta og eflaust munu sumir þeirra leita aó síld að aflokinni loðnuvertíð. Þar kemur Húnaröst RE-550 helst til greina en síldin yrói þá unnin hjá Borgey hf. á Hornafirði. Eftir er að salta í um 15 þúsund tunnur upp í gerða samninga, einkun við Finna, Svía og Dani, og litlar líkur á aó staðió verði við þá samninga vegna ástands síldarinnar. Það er slæmt að svo mikió skuli vanta upp á aó staðið sé við gerða saltsíldarsamn- inga og kann að torvelda samn- ingsgerö við áðurnefndar þjóðir í framtíðinni. GG um áramót yrói búið aó greiða sveitarfélögunum 327 milljónir úr sjóónum en þær reyndust aðeins 166. „Það er staðreynd að fjöldi starfa skapaðist. Uppgjör sýnir þó aó fjárhagslega komu verkefnin í heild illa út fyrir sveitarfélögin. Vió sveitarstjómarmenn höfóum bent á að kostnaðurinn yrði mikill og sú varð raunin,“ sagði Sigríður Stefánsdóttir. Hún sagði að skiptar skoðanir hafi verið um þessi átaksverkefni og á fundinum stigu menn í pontu sem lýstu andstöðu sinni við þetta fyrirkomulag. Bent var á að ekki væri skynsamlegt að leggja fjármuni í verkefni sem engin framtíð eða uppbygging væri í. Oft á tíðum væri verið að búa til störf þar sem áður hafi þeg- ar verið hagrætt og sparaó. Með þessu væru sveitarfélögin að vinna gegn eigin spamaði. Forsenda áframhaldandi fram- lags sveitarfélaga byggöist á að úthlutunarreglum áðumefnds sjóðs yrði breytt. Sveitarfélögum hefur nú verið auðvelduð nýting fjár sem ætlað er til eflingar at- vinnulífs og munu þau leggja fram 600 milljónir til sjóðsins á þessu ári. Sjóðnum var veitt heimild til að leggja fram aðrar 600 milljónir til sérstakra verkefna. SV Húsavík: Páskahelgin óhappalaus Páskahelgin var óhappalaus í Þingeyjarsýslu. Eftir því sem lögreglunni á Húsavík er kunn- ugt gekk allt áfallalaust fyrir sig. Um miðnætti á páskadag hóf- ust danslcikir í félagsheimilunum á Húsavík og að Ydölum. Mjög slæmt veður var um nóttina, en það birti upp skömmu eftir að dansleikjunum lauk. Lögregla þurfti að aðstoða marga ökumenn sem höfðu fest bíla sína um nótt- ina, en henni var ekki kunnugt um nein óhöpp. IM Ferðafélagið afliendir gönguleiðakort Ferðafélag Akureyrar afhenti atvinnumálanefnd bæj- arins í gær um 2000 ný gönguleiðakort af Glerárdal sem félagið hefur látið gera. Félagið hefur staðið fyrir brúarsmíð á dalnum sem hefur að markmiði að gera göngufólki kleift að fara hring í dalnum og njóta fjölbreyttrar og fagurrar náttúru hans. Á myndinni afhenda kortin þeir Sigurður Jónsson og Ingvar Teitsson frá Ferðafélagi Akureyrar en við þeim tók Jón Gauti Jónsson, fyrir hönd nefndarinnar. JÓH Síldarsöltun vertíðina 1993-1994: Verðmæti saltsfldarinnar 700 milljónir króna - sfldin mjög fiturýr á þessum árstíma

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.