Dagur - 06.04.1994, Blaðsíða 16

Dagur - 06.04.1994, Blaðsíða 16
Akureyri, miðvikudagur 6. apríl 1994 Páskahelgin á Akureyri: Ekki höfðu allir Akureyring- ar guðsótta og góða siði að leiðarljósi um páskana því töluvert var um innbrot og skemmdarverk í bænum. Þau mál eru nú til rannsókn- ar hjá unnt Samkvæmt upplýsingum írá rannsóknarlögregiunni var brotist inn í Helga magra vídeó víó Glcrárgötu aðfaranótt skir- dags, fimmtudagsins 31. mars. Þáðan var stolið nokkurri pen- ingaupphæð, spólum og geisla- diskum. Aó morgni skírdags var síðan tilkynnt um ínnbrot í Baugsbrot víð Frostagötu. Þar hafði töluvert verið rótað til en engu stolið. Laugardaginn 2. apríl var lögreglunni tilkynnt um inn- brbt í sölutuminn Mcssann við Móasíðu. Þaðan var stolið síg- areuum og sælgæti. Sama dag var tilkynnt um rúðubrot í Hafnarstræti 102 og Gagn- fræðaskóla Akureyrar. SS Akureyrarflugvöllur: Páskatraffíkin á Akureyrar- flugvelli hófst fóstudaginn 25. mars og gekk flugumferð vel ailt fram að skírdegi, 31. mars. Þann dag var ekkert Flugleiðum né Flugfélagi Norðurlands. Að sögn Bergþórs Erlings- sonar, umdæmisstjóra Flug- leiða, vom 350 manns bókaöir meó Flugleiðum á skírdag. Flestir komust leiðar sinnar á laugardaginn en allnokkrir hættu við fyrirhugað flug. Annar i páskum, mánudag- urinn 4. aprfl, var erilssamur en þá fluttu Flugleiðir 570 manns og gekk flug nokkum veginn samkvæmt áætíun þrátt fyrir dimm él á köflum. Þá var einnig töluvert flogið hjá Flug- félagí Norðurlands. í gær gekk flug samkvæmt áætíun en FN hafði ekki komist til ísafjarðar. „Það hangir hins vegar yfir okkur og innanlandsfluginu öllu að 1100-1200 farþegar eru innlyksa á ísaftrði. Þegar opn- ast til ísafjarðar er ráðgert að Fokkeramir fari þangað og þaó gæti þýtt þotuflug hjá okkur í kvöld,“ sagði Bergþór í samtali við Dag í gær. SS VEÐRIÐ Hvöss norðvestan átt og slydda vestan til á Norður- landi. Annars staðar skap- legt veður. Þannig _ hljóðar veðurspá dagsins. Á morg- un verður norðaustan átt, él um norðanvert landið og vægt frost. Á föstudag og laugardag veróur ákveðin norðan átt, snjókoma á Norðurlandi og kólnandi veður. MSKÞ Húsavík: -»ítI •rrnrm j- ÉJfyíJtGljií m SKIHAGATA 16 • AKUREYRI • SÍMI 23520 Mjólkurpökkun hófst í gærmorgun - deiluaðilar sáttir Starfsmenn Mjólkursamlags Kaupfélags Þingeyinga á Húsavík, þeir Stefán Helgason t.v. og Ingólfur Pétursson, við mjólkurpökkun í mjólkursamlaginu í gærmorgun. Mynd:lM Mjólkurpökkun hófst í Mjólk- ursamlagi Kaupfélags Þingey- inga á Húsavík klukkan sex í gærmorgun. Mjólkurfræðingar boðuðu vinnustöðvun og ekki var unnið við pökkun mjólkur frá kl. 20 á miðvikudagskvöld, eða yfír páskahelgina. Sam- komuiag náðist sl. mánudag, annan páskadag. „Fyrirkomulag við mjólkur- pökkunina verður óbreytt og ég er mjög ánægður með niðurstöðuna. Deilan byggóist fyrst og fremst á Allra leiða leitað til að endurreisa fiskvinnslu á Grenivík: Vlssar hugmyndir í gangi sem menn eru að skoða - segir Guðný Sverrisdóttir, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps „í kjölfar gjaldþrotsins fórum við þess á leit við Iðnþróunarfé- lag Eyjafjarðar hf. að það ynni að þessum málum með okkur. Það eru vissar hugmyndir í gangi sem menn eru að skoða og við munum hitta Iðnþróunarfé- lagsmenn aftur í þessari viku og meta stöðuna,“ sagði Guðný Sverrisdóttir, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps. Gjaldþrot frystihúss Kaldbaks hf. fyrir páskana var gífurlegt áfall fyrir Grenivík, enda störfuóu þar 60-70 manns, því sem næst 40% af vinnufærum íbúum sveitarfé- lagsins. Kaldbakur, sem var í eigu Grýtubakkahrepps (40%) og 80 einstaklinga í Grýtubakkahreppi (60%) hefur gengið í gegnum miklar þrengingar á undanfömum misserum. Með samþykktum nauðasamningi á síöasta ári voru bundnar vonir við aö mestu erfið- Norðurland vestra: Alvarlegt umferðar- slys í Langadal - Qórir bílar út af um páskahelgina Laust fyrir kl. 19 síðastliðinn laugardag varð alvarlegt um- ferðarslys skammt frá Húnaveri í Langadal. Bíll ienti út af vegin- um og farþegi sem lá í aftursæti kastaðist út úr honum og hlaut mikla höfuðáverka. Að sögn lögreglunnar á Blönduósi voru áverkar mannsins alvarlegir en hann mun þó vera kominn úr lífshættu. Tvær bílveltur urðu í umdæmi lögreglunnar á Blönduósi sl. mánudag. Um hádegisbilið lenti jeppabifreið út af veginum í Langadal, rétt við Geitaskarð. Bíllinn er ónýtur en lítil sem engin meiðsl urðu á fólki. Klukkan 14.20 var síðan tilkynnt um bíl- veltu á Vatnsskarði. Econoline bifreið meó tvo vélsleða á kerru valt út af veginum og urðu miklar skemmdir á bíl og sleðum. Mikil umferð var um Húna- vatnssýslur á annan dag páska, veóur var leiðinlegt og færð sömuleiðis og lentu bílstjórar í erfióleikum. Lögreglunni var hins vegar ekki kunnugt um fleiri óhöpp. Helgin var fremur róleg hjá lögreglunni á Sauðárkróki. Á laugardaginn varð þó umferóar- slys rétt austan við Varmahlíð. Bíll lenti út af veginum við Hér- aðsvatnabrúna. Kona var flutt á sjúkrahús en meiðsl hennar reynd- ust ekki mikil. Þá var einn tekinn fyrir ölvun við akstur en annað bar vart til tíðinda hjá lögreglunni á Sauóárkróki. SS leikamir væru að baki, en þaó gekk ekki eftir. Guóný Sverris- dóttir segir aö eigendur fyrirtækis- ins hafi staóið frammi fyrir því að þurfa aö greiða kröfuhöfum sam- kvæmt nauðasamningnum. „Til þess gátum við fengið lán en við vorum komin framaf hengifluginu og töldum því ekki réttlætanlegt að skuldsetja okkur frekar,“ sagói Guðný. „Auðvitað vilja allir hér að þessi rekstur hefjist aftur sem allra fyrst. Hins vegar sjáum við aó þaó þýóir ekkert að fara af stað meó eitthvert vonlaust dæmi. Þá er betra heima setið. En við ætlum okkur að reyna að finna rekstrar- hæft dæmi og koma því á kopp- inn. Vandamálið er hins vegar það að í dag standa menn auðvitað fjárhagslega veikt. Kvóti útgcrð- anna hefur minnkað gríóarlega á undanfömum árum og sveitarfé- lagið hefur litla burði. En þrátt fyrir það verður öll áhersla lögð á að fá hjólin til að snúast sem fyrst á nýjan leik,“ sagði Guðný. óþh Þórsarar í úrvalsdeildina Þórsarar fögnuðu vel þegar þeir höfðu tryggt sér sæti í úrvalsdeildinni í körfubolta á næsta tímabili. Liðið iék til úrslita við ÍR um sigur í 1. deild, Þór vann íyrsta lcikinn, ÍR þann næsta en með sigri Þórs í 3. leiknum varð endaniega ljóst að Akureyringar höfðu eignast úrvalsdeildarlið að nýju. Fjaliað er um leikinn á íþróttasíðu bls. 7 og þar kemur fram að Hrannar Hólm mun þjálfa Þórsara áfram. Mynd: Halldór. misskilningi. Það er mjög gott að þetta skuli vera út úr heiminum," sagði Hlífar Karlsson, mjólkur- samlagsstjóri í samtali við Dag í gærmorgun. Það eru ófaglærðir starfsmenn sem pakka mjólkinni hjá MSKÞ, undir eftirliti mjólkurfræðings. Um óbreytt fyrirkomulag er að ræða frá því fyrir páska. „Við fengum viðurkenningu á okkar rétti, en hún var ekki fyrir hendi þegar deilumar hófust. Krafan var sú aó okkar réttur yrði viðurkenndur og þaó var gert af vinnuveitendum á mánudag. Þeir hafa sama skilning á þessum mál- um og við og því ekki ástæða til að halda aðgerðum áfram. Okkar krafa var sú að þeir við- urkenndu okkar rétt samkvæmt Félagsdómi, um hvað séu störf mjólkurfræðinga og varðandi stjórnun og stillingu á pökkunar- vélum. Það stóð í baksi með þctta ákvæði, en þegar þeir játuðu að þessi dómur Félagsdóms stæði, þá aflýstum við aðgerðum. Þetta var okkar vöm, því spurningin var hvað kæmi næst ef hægt væri að teygja þetta atriði núna. Við telj- um að við séum búnir að eyða öll- um misskilningi,“ sagði Þorkell Björnsson, mjólkurfræðingur og trúnaðarmaður í MSKÞ, eftir að sættir höfðu náðst í deilu stjórn- enda og mjólkurfræðinga hjá sam- laginu. IM Z-brautir Gluggakappar Rúllugardínur Komið með gömlu keflin og fáið nýjan dúk settan á Plast- og álrimlagardínur eftir máli \4 KAUPLAND Kaupangi v/Mýrarveg, sími 23565 Vlð tökum vel á móti ykkur alla daga til kl. 22.00 Byggðavegi 98 ■¥= *

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.