Dagur - 06.04.1994, Blaðsíða 9

Dagur - 06.04.1994, Blaðsíða 9
IÞROTTIR Mióvikudagur 6. apríl 1994 - DAGUR - 9 HALLDÓR ARINBJARNARSON 56. SKÍÐAMÓT ÍSLANDS A SIGLUFIRÐI 31. MARS - 3. APRÍL 1994 Skíðaganga: Sigurgeir skákaði ÓL-fónmum - æsispennandi boðgöngukeppni þar sem ísfirðingar sigruðu Þrátt fyrir erfiðar aðstæður fór I kvæmt áætlun. Óvæntustu úr- keppni í skíðagöngu fram sam- | slit þessa Landsmóts urðu tví- Stökk - norræn tvíkeppni: Enn vinnur Ólafur - Björn Þór lét sig ekki vanta frekar en vanalega í norrænni tvíkeppni er reikn- aður saman árangur í stökki og 10 km göngu en einnig er keppt um íslandsmeistaratitil í stökki. Ólafsfirðingar voru að venju áberandi í þessum greinum en nú brá svo við að einn keppandi kom frá Akureyri. Var þar á ferð skíðagöngumaðurinn Haukur Eiríksson. Ekki reið hann feitum hesti frá stökkinu en stóð sig þeim mum betur í göngunni. Sigur Ólafs Bjömssonar í stökkinu kom ekki á óvart en var þó mjög tæpur. Hann háöi haröa keppni vió Magnús Þorgeirsson frá Ólafsfiröi en Ólafur náði að sigra og mun það hafa verið í 6. sinn. Magnús keppti ekki í nor- rænni tvíkeppni, þ.e. tók ekki þátt í göngukeppninni. Þar var fljótast- ur Haukur Eiríksson frá Akureyri og dugði sigurinn í göngunni hon- um til að ná 4. sæti tvíkeppninnar. Björn Þór Ólafsson, faðir Ólafs og Kristins sem varð þrefaldur ís- landsmeistari í alpagreinum, Iét sig ekki vanta á Landsmót og keppti í stökki og norrænni tví- keppni, kominn í sextugsaldur. Hann varó 3. í stökkinu og 4. í göngunni og náði því silfri í tví- keppninni. Stökkið og tvíkeppnin fór fram á páskadag, sama dág og svig og stórsvig karla og þeir feðgar unnu því á einum og sama deginum til 7 verðlauna, þar af 5 gullverðlauna. Björn Þór tók fyrst þátt í Skíða- móti íslands árið 1957 og á að baki á 3ja tug íslandsmeistaratitla í stökki og norrænni tvíkeppni. Hann sagði veðrið að sjálfsögðu hafa sett mark sitt á þetta Lands- mót. „Veðrið fyrstu dagana, með- an keppt var í göngunni, var af- leitt. Þetta gekk allt upp í lokin en ég man varla eftir að keppa hafi þurft í svo mörgum greinum sama daginn. En þetta var ágætis mót þegar á heildina er litið,“ sagði Björn Þór, sem svo sannarlega man tímana tvenna í þes'sum efn- um. Ólafur Björnsson varði titla sína í stökki og norrænni tvíkeppni. mælalaust í 15 km hefðbundinni skíðagöngu karla. Þar kom ÓI- afsfirðingurinn Sigurgeir Svav- arsson sterkur til leiks og skák- aði Ólympíuförunum Rögnvaldi Ingþórssyni og Daníel Jakobs- syni, sem talinn hefur verið okk- ar lang sterkasti skíðagöngu- maður um þessar mundir. Há- punktur göngukeppninnar var tvímælalaust boðgangan sem var jöfn og æsispennandi. Á fimmtudag var gengið með hefðbundinni aðferó og Sigurgeir Svavarsson sló hvergi af í 15 km gönguni. Eftir 10 km hafði hann 22 sek. forskot á Daníel og í lokin munaði 48 sek. Haukur Eiríksson tryggði sér 3. sætið og Rögnvald- ur varð 4. í llokki 17-19 ára börðust Gísli Einar Ámason frá Isafirði og Kristján Hauksson frá Ólafsftrði og hafði Gísli Einar betur að lok- um, en gengnir voru 10 km. Að- eins 3 konur mættu til leiks og þar sigraði Isfirðingurinn Auður Ebe- nesardóttir örugglega líkt og und- anfarin ár. Boðgangan var næst á dagskrá en hún fór fram á föstudaginn langa. Gengnir eru 3 sprettir, tveir þeir fyrri með hefðbundinni að- ferð en sá síðasti með frjálsri. Kristján Hauksson náði forystunni fyrir Ólafsfirðinga eftir fyrsta sprett og Akureyringar komu næstir. Eftir 2. sprett, sem Ólafur Björnsson gekk fyrir Ólafsfirð- inga, höfðu þeir enn naumt for- skot en Isfirðingar voru komnir í 2. sæti. Nú hófst barátta Sigur- geirs Svavarssonar, sem gekk síó- asta sprettinn fyrir Ólafsfjörð og Daníels Jakobssonar, sem gekk fyrir Isafjörð. Báðir gengu af Sigurgeir Svavarsson varð Islandsmeistari í 15 km hefðbundinni skíðagöngu og skákaði ólympíuförunum báðum. Mynd: Haiidór. miklum krafti og á lokasprettinum tryggði Daníel Isfirðingum sigur- inn. I 30 km göngu karla með frjálsri aðferð urðu úrslit hefð- bundin. Daníel sigraði, Rögnvald- urr varð 2. og Sigurgeir 3., en Árni Freyr Elíasson tryggði sér gullið í flokki 17-19 ára sem gengu 15 km. Þeir Gísli Einar Árnason og Daníel Jakobsson urðu báðir þrefaldir Islandsmeist- arar því þeir voru í boðgöngu- sveitinni, Daníel vann 30 km gönguna, Gísli 10 km gönguna og þeir urðu efstir, hvor í sínum flokki, í tvíkeppninni. Sigurgeir veltir fyrir sér að hætta Sigur Sigurgeirs Svavarssonar í 15 km göngunni var honum afar kærkominn. Hann barðist við að ná lágmörkum fyrir ÓL í Lille- hammer en missti naumlega af þeim. Nú skaut hann báðum ÓL- förunum aftur fyrir sig. „Með þessu tel ég mig hafa sýnt að ég átti fullt erindi til Lillehammer þó Ólympíunefndin væri á öðru máli. Mér tókst því allavega að stinga upp í hana,“ sagði Sigurgeir. Hann kvaðst aldrei hafa náð sér á strik í 30 km göngunni, verið þreyttur og stílur eftir að hafa gengið mjög vel í 15 km göngunni og boðgöngunni. „Eg hef í hyggju aó hætta eftir þennan vetur. Þaó eru tvö ár síðan ég ákvað þetta en er nú að velta því fyrir mér hvort ég á að standa við það. Maður er búinn aö vera lengi að og kannski kominn tími til að snúa sér að einhverju öðru. Ég ætla þó tvímælalaust að halda mér í formi og keppa hér innan- lands en ekki setja markið jafn hátt og áður,“ sagði hann einnig. Sigurgeir hefur verið að þjálfa yngri Ólafsfirðinga í skíóagöngu og bjóst fastlega við aö halda því áfram. Þýska knattspyrnan: Bayem að stínga af Handbolti, Akureyrarmðt: I kvöld fer farm síóari vióureign KA og Þórs í meistaraflokki í Akureyrarmótinu í handbolta. KA vann fyrri leikinn 25:21 og veróur Akureyrarmeistari, sigri liðió í kvöld. Lcikið veröur í KA-húsinu og hefst viðureignin kl. 20.30. Kl. 19.15 mætast Old- boys lið Þórs og KA og er sá leikur ekki síóur athyglisveróur. Þar mætast menn sem sumir hafa eldað grátt silfur saman á handboltavellinum í áratugi. Bikarmeistarar SKÍ í unglingaflokkum: Allir að norðan nema tveir Þegar aðeins 6 umferðir eru eft- ir af þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hefur Bayern Múnchen náð fjögurra stiga for- skoti á Frankfurt í efsta sæti Bayem-Köln 1:0 Freiburg-Schalke 2:3 Leverkusen-Karlsruhe 3:1 Dortmund-Werder 3:2 Leipzlg-Frankfurt 1:0 Duisburg-Gladbach 2:0 Wattenschcid-HSV 3:1 Dresden-Núrnberg 1:1 Stuttgart-Kaiserslautern 1:1 Frankfurt 2813 7 8 46:31 33 Leverkusen 28 12 8 8 51:39 32 Kaisersl. 28 12 7 9 45:34 31 Karlsruhe 2811 9 8 38:3131 HSV 28 13 5 10 44:41 31 Dortmund 28 12 7 9 41:41 31 Dulsburg 28 12 7 9 34:39 31 Stuttgart 28 10 10 8 43:37 30 KÖln 28 12 6 1038:37 30 Gladbach 2811 6 1153:50 28 Bremen 28 9 9 10 38:36 27 Schalke 28 10 7 1134:40 27 Dresden 28 7 13 8 29:39 27 Frciburg 28 7 8 13 44:5122 Núrnberg 28 7 7 14 33:45 21 Wattenscheid 28 4 1113 36:54 19 Leipzig 28 3 101526:57 16 deildarinnar. Á meðan Bayern lagði Köln töpuðu helstu keppi- nautar liðsins, HSV og Frank- furt, leikjum sínum og bilið breikkar því á toppnum. Barátt- an um Evrópusætin 4 hefur hins vegar aukist og segja má að 12 lið eigi þar möguleika. Fátt viróist nú geta komió í veg fyrir 13. meistaratitil Bayem eftir að lióið lagði Köln að velli 1:0. Þaö var þó enginn meistarabragur á leik Bæjara og gestimir fengu fjölmörg færi áður en Valencia skoraði eina mark leiksins á 67. mín. Frankfurt varö fyrir enn einu áfallinu er liðið tapaði fyrir Leipz- ig á útivelli. Þar með jókst bilið milli Frankfurt og Bayern en Frankfurtarar fá þó tækifæri á að minnka það um næstu helgi er þeir fara í heimsókn til Munchen. Stuttgart og Kaiserslautem skildu jöfn í miklum baráttuleik, 1:1. Knup náói forystunni fyrir heimamenn á 8. mín. eftir mistök Reitmaier í marki gestanna. Á 21. mín. jafnaði Kadlec leikinn fyrir KA-konur hittast KA-konur ætla framvegis að hitt- ast á hverjum laugardegi kl. 14.00 upp í KA-húsi. Engin formleg dagskrá er sett upp en þau mál sem efst eru á baugi hverju sinni verða rædd. Þess má geta að á þessum tíma er yfirleitt bein út- sending frá ensku knattspyrnunni. Lautem með stórglæsilegu marki beint úr aukaspymu. Eyjólfur Sverrisson, sem aó sögn Kicker hefur fengið tilboð um að leika áfram með Stuttgart á næsta tíma- bili, kom inn á fyrir Walter þegar u.þ.b. 20 mín. voru til leiksloka. Bernd Schuster var í aðalhlut- verki í skemmtilegasta leik um- ferðarinnar þegar lið hans, Bayer Leverkusen, lagói Karlsruhe að velli, 3:1. Sergio skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Leverkusen á 20. mín. Á 60. mín. jafnaði Schmitt leikinn en þá var komió að Schuster. Fyrst átti hann draumasendingu sem Wöms skor- aði úr og á 85. mín. innsiglaði hann sigurinn með einstaklega glæsilegu marki. Eyjólfur Sverrisson kom inná í sín- um fyrsta leik í nokkurn tíma um helgina. Að afloknu Unglingameistara- móti íslands á ísafírði á dögun- um voru bikarmeistarar SKÍ í unglingafiokkum krýndir. Þetta eru þeir sem staðið hafa sig best á þeim bikamótum sem haldin hafa verið í vetur. Af 7 bikar- meisturum eru 5 af Norðurlandi en 2 úr Reykjavík. Þrír efstu í hverri grein voru þessi: Alpagreinar: 13-14 ára stúlkur: 1. Amrún Sveinsdóttir, Húsavík. 2. Eva Pétursdóttir, Isafirói. 3. Dagný Kristjánsdótir, Akureyri. 13-14 ára drengir: 1. Jóhann Haraldsson, Reykjavík. 2. Sturla Bjamason, Dalvík. 3. Jóhann Hafstein, Reykjavík. 15-16 ára stúlkur: 1. Brynja H. Þorsteinsdóttir, Akureyri. 2. Sigríóur Þorláksdóttir, Isafirði. 3. Ása Bergsdóttir, Reykjavík. 15-16 ára drengir: 1. Egill Birgisson, Reykjavík. 2. Sveinn Bjamason, Húsavík. 3. Elmar Hauksson, Reykjavík. Ganga: 13-15 ára stúlkur: 1. Svava Jónsdóttir, Olafsfirði. 2. Lísebet Hauksdóttir, Ólafsfirói. 3. Sigríður Hafliðadóttir, Siglufirði. 13-14 ára drengir: 1. Garóar Guðmundsson, Ólafsfirói. 2. Jón G. Steingrímsson, Siglufirói. 3. Ingólfur Magnússon, Siglufirói. 15-16 ára drengir: 1. Þóroddur Ingvarsson, Akureyri. 2. Albert Arason, Ólafsftrói. 3. Gísli Harðarson, Akureyri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.