Dagur - 21.04.1994, Síða 4

Dagur - 21.04.1994, Síða 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 21. apríl 1994 — LEIPARI------------------------------ Betrí tíð með blóm í haga ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1400 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON AÐRIR BLAÐAMENN: HALLDÓR ARINBJARNARSON (íþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285), GEIR A. GUÐSTEINSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: ROBYN REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Um daga ljósa og langa er ljúft sinn veg að ganga með sól og vor um vanga og veðrín björt og hlý. Þá rís af gömlum grunni hvert gras í túni og runni. Hún, sem þér eitt sinn unni, elskar þig kannske á ný. Svo yrkir Steinn Steinarr í ljóði sínu Gömul vísa um vorið. Óður til hækkandi sólar og betri tíðar með blóm í haga. Ljóð Steins á vel við í dag, sum- ardaginn fyrsta. Langur vetur er að baki og sumar- ið framundan. Liðinn vetur hefur um margt verið íslendingum erfiður. Atvinnuleysisdraugurinn hefur verið í ess- inu sínu víða um land, ekki síst á Akureyri, með til- heyrandi félagslegum vandamálum. Stjórnvöld standa því miður nánast ráðþrota gagnvart þess- um vágesti og svo er að sjá sem ekki sé stórra breytinga að vaanta á næstunni. Jákvæðustu efnahagstíðindi vetrarins voru fyrstu skref stjórnvalda til vaxtalækkana, nokkuð sem hefði átt að vera búið að ráðast í fyrir lifandi löngu. Vextirnir hafa fengið að leika lausum hala allt of lengi, allt í nafni frjálsræðisins, og afleiðing- arnar hafa verið þær að fjölmörg fyrirtæki hafa siglt í þrot og fólk misst atvinnuna. Á liðnum vetri varð stjórnvöldum það loksins ljóst að þessi hringavit- leysa gat ekki gengið öllu lengur. Vextirnir fóru niður á við og ýmislegt þykir benda til þess að vænta megi frekari vaxtalækkana. Ýmsar blikur eru á lofti í byrjun sumars. Þegar rúmir fjórir mánuðir eru eftir af fiskveiðiárinu er fjöldi skipa að klára kvótann. Horfurnar fyrir sum- arvinnu í fiskvinnslunni eru því ekki mjög bjartar. Þetta er verulegt áhyggjuefni, ekki síst vegna þess að fjöldi skólafólks hefur treyst á að afla sér tekna yfir sumarmánuðina í fiskvinnslunni. En sem betur fer er útlitið ekki dökkt í öllum at- vinnugreinum. í ferðaþjónustúnrii éru nokkuð góð- ar horfur. Búist er við óvenju mörgum erlendum ferðamönnum og þess er vænst að íslendingar taki þeirri áskorum að ferðast um sitt eigið land í sum- ar. Það myndi styrkja atvinnustigið á landsbyggð- inni, ekki veitir af. Dagur þakkar lesendum sínum samfylgdina í vetur og óskar þeim og landsmönnum öllum gleði- legs og gjöfuls sumars. Blásum nýju lífi í miðbæinn - X-D Ég hygg aó flcstir ef ckki allir Ak- ureyringar geti veriö mér sammála um þaö, aó göngugatan í Hafnar- stræti og Ráðhústorg þuri'i aö breyta unt svip. Þarna átti að skapa hlýlegt umhverfi, þar sem manneskjan væri í öndvegi. Ut- kontan finnst mér vera skeliileg; grár, kaldur og fráhrindandi mið- bær. Margvíslegar ástæöur liggja þarna aó baki. Til dæmis eru nokkrar þýöingarmiklar lóöir óbyggöar, sem leióir til þess, aó svæðiö verður opnara fyrir næð- ingi en ella. Þetta hefði mátt bæta með gróðri og skjólveggjum við hönnun. Það var ekki gert. Ég verð aó segja fyrir mig, að mér fannst gamla Torgið okkar mcira aðlaðandi; það hafði þó græna flöt, þar sem fólk flatmagaði á góðviðrisdögum, og sérkennilegt tré, sem var fallcgt í sumarskrúða. Nú er þarna ekki annað en grár steinninn og grjótharðir bekkir, sem enginn sest á ótilneyddur. En þetta er búið og gert. Nú verðunt við að finna lciðir til að hressa upp á ntiðbæinn og torgið. Hvað er til ráða? Þegar miðbæjarskipulagið var samþykkt á sínum tíma var þaö auglýst með eðlilegum hætti, teikningar og uppdrættir voru öll- um til sýnis, þannig að bæjarbúar ættu þess kost að gera athuga- sentdir og tillögur til úrbóta. Sömu sögu var aó segja um dcili- skipulagið að göngugötunni og Torginu. En aóeins örfáar athuga- semdir kornu fram. Síðan sam- þykktu fulltrúar allra flokka þessa tilhögun. Vió Akureyringar getum því ekki viö aðra en sjálfa okkur sakast. En hvað er til ráóa? Viö sjálfstæðismenn viljum endurskoóa skipulag miðbæjarins hvað varðar göngugötuna og Ráó- hústorg. Það sem vakir fyrst og fremst fyrir okkur er að auka nota- gildi svæðisins um leið og það yrði gert aólaðandi. Vió höfum velt f'yrir okkur ýmsunt leiðum aó þessu markmiði, en ég nefni hér þrjá möguleika: 1. Að byggja yfir göngugötuna hvolfþak úr gleri eða plasti. 2. Að heimila húseigendunt að stækka jarðhæóir húsa sinna út í götuna, til dæmis nteð glerskálum. 3. Aó nióta akstursleió unt göngugötu og Ráóhústorg, sem yrói opin ákveóinn tíma sólar- hringsins. Samhlióa yrði komið upp gróðri og skjólgiröingum til „Við sjálfstæðismenn viljum endurskoða skipulag miðbæjar- ins hvað varðar göngugötuna og Ráðhústorg. Það sem vakir fyrst og fremst fyrir okkur er að auka notagildi svæðisins um leið og það yrði gert aðlað- andi.“ að losna við norðangarrann. Ég hallast að síðast nefnda kostinum, því ég hygg að flestir geti fallist á takmarkaða untferð um þetta svæöi, líkt og hefur verið gert í Austurstræti. Það mætti til dæmis hugsa sér að opna gamla „rúntinn", sem ég og mínir jafn- aldrar hringsóluóum um löngunt stundum. Eg veit ekki til þess að það hafi oróið okkur til skaóa. Ég held að bærinn okkar verði bara ntanneskjulegri meö því að skapa Þórarinn B. Jónsson. þar huggulega aðstöðu fyrir „rúnt" eins og var í gantla daga. Þcssi rúntur gæti vcrió opinn utan versl- unartíma. Það skemmir ekki að hann verði svolítió rómantískur. Grænt í staðinn fyrir grátt! En fyrst og fremst þarf að cfla verslun og þjónustu í miðbænum. I miðbænum eru þær þjónustu- stöóvar, scm bæjarbúar þurfa oft- ast að leita til; heilsugæsla, bank- ar, sýslumaður, verkalýðsfélög, bæjarskifstofa, ferðaskrifstofur, pósthús auk vcrslana svo dæmi séu tckin. Þessi þáttur hefur verið að styrkjast í ntiðbænum á undan- förnum árum og vió cigum að halda áfram á sömu braut, í stað þcss að dreifa þjónustustofnunum út um allan bæ. Nú er til dæmis vcrið að leita að hentugu húsnæði l'yrir Félagsmálastofnun, sent að núnu mati er best konún við göngugötuna. Þannig mætti líka styrkja verslunina í núðbænum, scm hefur átt í vök að vcrjast. Unt lció kemur llcira fólk í ntiðbæinn og það er fólkió sem gefur bænunt líf. En til þess að mannlífið blónistri þarf grænar greinar, blórn og gras, á kostnaö grámyglunnar sent nú ríkir í hjarta bæjarins. Akureyringar, ég hcf sagt ykk- ur það áður og segi það cnn; ég vil lcggja nútt aó mörkum til að gera Akureyri að betri bæ. Það vcrður bcst tryggt nteð því að setja kross- inn vió D-listann 28. maí. Þórarinn B. Jónsson. Höfundur skipar þriója sætió á framboóslista Sjálfstæöisflokksins vió bæjarstjómarkosning- arnar á Akureyri í vor. EES samningurinn og afleiðingar hans EES samningurinn er umfangsmesti viðskiptasamnigur sem Island hefur átt aðild að. Samningurinn byggir á fjórum grunnreglum EB, frjálsum Éutningum á vörum, þjónustu, fjár- magni og vinnukrafti. Með aðild Is- lands að EES samningnum verðum við aðilar að innri markaði EB að miklu leyti. Innri markaður EB hef- ur í för með sér að allt innra eftirlit bandalagsins með vcrslun milli landa er fellt niður. Afleiðingar EES samningsins EES samningurinn takmarkar möguleika Islands í sjálfstæðri stefnumótun í viðskiptum við aðila innan EES svæóisins á mörgum mikilvægum sviðum. Það er úrskýrt nánar í eftiríar- andi samantekt: * Vió getum ekki lengur hindrað cinhliða influtning vara sem við álítum að séu hættulegar fyrir hcilsu okkar, öryggi eða umhverfi. * Stjómvöld hafa ekki lengur möguleika á að meta hvort lyf séu nauðsynleg áður en opnað er fyrir innílutning þeirra til landsins. * Eftirlit heilbrigðisyfirvalda með innflutningi matvæla dregst saman. * Möguleikar ÁTVR til aó stjóma áfcngisneyslu mun minnka. * Við tökum þá áhættu að fá „fé- lagsleg undirboð“ á þann hátt að ódýr vinnukraftur frá fátækustu löndum EB vinni tímabundið á Is- landi. * Við tökum áhættu af aó geta ekki alfarið mótað okkar eigin byggða- stefnu. * Við höfum skuldbundið okkur til að láta útflutning fjármagns óátalið Gunnlaugur Júlíusson. „Við tökum áhættu af að geta ekki alfarið mótað okkar eigin byggðastefnu.“ og stjórnum þar meö ckki lengur fjárstrcymi úr landi. * Stjómvöld á Islandi hafa ekki lcngur möguleika á að stjóma fjár- magnsyfirfærslum þar scm EES samningamir opna íslcnskan mark- að fyrir bönkum frá EB og öörum EFTA löndum. * Island framsclur mögulcika til fiskveiða innan íslcnskrar fiskveiði- lögsögu gcgn því að tollur lækkar af unnum fiskafuröum sem Iluttar cru til EB. Með þátttöku í EES samningum afsalar íslcnska ríkisstjómin sér að vcrulegu lcyti áhrifum og yfirsýn til að hafa áhrif á sókn markaðarins til að stjóma afkomu almennings og vclfcrð hans. Með því að hafa áhrif á fyrrgreinda þætti gat ríkisvaldið haft áhrif á tekjuskiptingu í þjóðfé- laginu og stöðu markaðsaflanna. Markmið innri markaðar EB er aö auka ncyslu almennings, sérstak- Iega hvað varöar ýmsa vöru og þjónustu. Sókn markaðarins á þcss- um sviðum er forgangsatriði urn- fram umhvcrfismál, varðveislu auð- linda jarðarinnar, áherslu á velfcrð og hcilsu almennings, réttláta skipt- ingu innan velferðarsamfélagsins og kröfuna um atvinnu fyrir alla. Gunnlaugur Júlíusson. Höl'undur er hagfræðingur og formaður Sam- slöðu um óháð ísland. „Stjórnvöld á íslandi hafa ckki lengur möguleika á að stjórna fjármagns- yfirfærslum þar sem EES-samningarnir opna íslenskan markað fyrir bönk- um frá EBE og öðrum EFTA-löndum,“ segir Gunnlaugur m.a. í greininni.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.