Dagur


Dagur - 21.04.1994, Qupperneq 9

Dagur - 21.04.1994, Qupperneq 9
Fimmtudagur 21. apríl 1994 - DAGUR - 9 Kvikmyndaklúbbur Akureyrar efnir til kvikmyndadagskrár á Akureyri: Sýnir fimm kvikmyndir frá jafhmörgum löndum Kvikmyndavorið á Akureyri 1994 er dagskrá sem Kvik- myndaklúbbur Akureyrar er að fara af stað með. Klúbburinn tekur til sýninga fimm kvik- myndir frá jafnmörgum þjóð- löndum. Sýnt verður í Borgar- bíói í dag, sumardaginn fyrsta, 24., 25. aprfl og 1. og 2. maí. Umræddar fjórar myndir eru Germinal, Vanrækt vor, Flótti sakleysingjans, Arizona Dream og Sagan af Qiuju. Gcrminal cr stærsta og dýrasta mynd sem hefur verið gerð í Evr- ópu. Myndin er byggð á samnefndri sögu Emii Zoia. Germinal Germinal er frönsk mynd og jafn- framt sú dýrasta og stærsta sem hefur verið framleidd í Evrópu. Með eitt aöalhlutverkið fer stór- leikarinn Gerard Depardieu. Myndin er gerð eftir sögu Emil Zola og er metnaðarfull verka- lýðssaga um fyrstu spor kola- námuverkamanna í verkalýðsbar- áttu fyrir síðustu aldamót. Þarna er lýst ömurlcgum vinnuskilyrð- unt verkamannanna sem er síðan stillt upp gegn fallegum og matar- miklum heimi. Germinal verður sýnd í dag kl. 17 og 1. maí kl. 17. Hér ræða áhyggjufullir skólafclagar í dönsku myndinni Vanrækt vor um cinkunnabókina sem þarf að sýna þegar hcim kemur. Vanrækt vor Vanrækt vor er dönsk mynd scm fjallar um stúdenta sem hittast og rifja upp „gömlu góðu dagana“. Þeir sjá þennan tíma í dýrðarljóma og minnast allra prakkarastrik- anna. Þegar sýnd eru leiftur úr for- tíðinni reynist raunveruleikinn svolítið öðruvísi. Margir máttu þola niðurlægingu sem kom fram í allt of ströngum aga, einelti og ofurkappi foreldranna um að þeir stæóu sig. Vanrækt vor verður sýnd í Borgarbíói í dag og nk. sunnudag kl. 17 báða dagana. í Flótti saklcysingjans cr greint frá því að ungur drengur verður fyrir því að fjölskylda hans cr drcpin á hroðalcgan hátt einn fagran sunnu- dagsmorgun. Flótti sakleysingjans Flótti sakleysingjans er ítölsk. Þetta er spennumynd sem fjallar urn ungan dreng, Vito, sem verður fyrir því einn fagran sunnudags- morgun að fjölskyldu hans er hreinlega slátrað. Hann einn sleppur og leggur á flótta en morðingjarnir fylgja fast á eftir. A flóttanum kemst Vito aö því að fjölskylda hans hafði stundað mannrán og haft í haldi son auó- kýfings nokkurs. Mennirnir sem drápu fjölskyldu hans yoru kcppi- nautar í bransanum. A flóttanum kemur fleira og fleira í ljós og óhugnanlegir atburðir gerast. Myndin er stranglega bönnuð börnum innan 16 ára. Flótti sakleysingjans verður sýnd í Borgarbíói mánudaginn 25. apríl kl. 19 og 2. maí kl. 19. Sagan af Qiuju er athyglisverð lýs- ing á baráttu ungrar konu við al- ræði kommúnista í Kína. Sagan af Qiuju Sagan af Qiuju er kínversk verð- launamynd sem sigraði á kvik- myndahátíðinni í Feneyjum árið 1993. Lcikstjóri er Zhang Yimou sem gerði nt.a. Rauða lampann og Judou. Myndin lýsir baráttu ungr- ar konu við alræði kommúnista í Kína. Qiuju á von á sínu fyrsta barni þegar eiginmaður hcnnar lendir upp á kant við þorpshöfö- ingjann. Þeir lenda í átökum þar sem eiginmaóurinn stórslasast. Hann er ekki mikill bógur og Qiuju tekur af skariö og freistar þess að ná réttlætinu fram og heimtar að höfðinginn biðjist af- sökunar. Hann er of stoltur til. þess, býður einungis fcbætur og kerfió snýst á sveif með honum. Qiuju gefst ekki upp og reynir að þvælast í gegnurn miðstýrt kerfió í Kína körlunum til skapraunar. Sagan af Qiuju verður sýnd nk. mánudag, 25. apríl, kl. 19 og 2. maí kl. 19. Arizona Dream er frönsk/lranda- rísk. Myndin hefur fengið frábæra dóma og góða aðsókn. Arizona Dream Arizona Dream cr bandarísk með Johnny Depp, Faye Dunaway og Jerry Lewis í aðalhlutverkum. Sagan segir af ungurn manni sern fer til Arizona til að vera svara- maður hjá frænda sínunt. Frænd- inn vill að hann verði sölumaður á bílasölu sinni. Ungi maöurinn kynnist þarna tveimur snarrugluð- um mæðgurn og verður ástfanginn af mömmunni og þykir mun álit- legra að leggjast meó kerlu í llug- vélasmíðar en höndla kádiljákana hans frænda. Arizona Drcam vcröur sýnd í Borgarbíói nk. sunnudag, 24. apríl, kl. 17 og 1. maí kl. 17. óþh LOKAÐ verður föstudaginn 22. apríl vegna jaróarfarar Sveins Kristjánssonar. NOTAÐ INNBÚ, HÓLABRAUT 11. llll Almennur fundur FUFAN verður sunnudaginn 24. apríl kl. 20.30. Dagskrá: 1. Bæjarstjórnarkosningar. 2. Málefni SUF. 3. Önnur mál. Allir velkomnir. Félagar, fjölmennið og takið þátt í kosningabaráttunni. ATH. Stjórnarmenn mæti kl. 20.00. Stjórnin. Hjúkrunar- fræðingar ís Siglufjarðar óskar að ráða hjúkrunarfræð- umarafleysinga og í fastar stööur frá og með 94. gar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 96-71166. Sjúkrahi inga til s 1. júní 1S Upplýsin

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.