Dagur - 21.04.1994, Page 15
IÞROTTIR
Fimmtudagur 21. apríl 1994 - DAGUR - 15
HALLDÓR ARINBJARNARSON
íslandsmótið í júdó í fyrsta skipti haldið utan Reykjavíkur:
Þeir bestu berjast í KA-húsinu
- keppni hefst á laugardaginn kl. 13.00 - stefnir í eitt besta mót til margra ára
Nk. laugardag hefst íslandsmót-
ið í júdó í KA-húsinu á Akur-
eyri. A mótið eru skráðir milli
60 og 70 keppendur og er þetta í
fyrsta skipti sem mótið er haldið
utan Reykjavíkur. Jón Óðinn
Óðinsson, júdóþjálfari hjá KA,
sagði allt stefna í afar gott mót,
að öllum líkindum það besta til
margra ára. Því er full ástæða
fyrir fólk að leggja leið sína í
KA-húsið og fylgjast með
spennandi keppni. Mótið hefst
kl. 13.00 og búast má við að því
Ijúki um kl. 17.00. Að sögn Jóns
Öðins er ekki síðra að fylgjast
með undankeppninni þar sem
oft má sjá meiri tilþrif en í úr-
slitaglímum.
Keppt verður í 7 þyngdarflokk-
um auk opna flokksins og í þcim
öllum má búast við afar spennandi
keppni, ekki síst í opna flokknum
þar sem breiddin hei'ur aldrei ver-
ið meiri. Segja má að nær allir
sterkustu júdómenn landsins verði
meðal þátttakenda. Þó vantar að
sjáfsögðu Bjarna Friðriksson sem
hætt hefur keppni og Freyr Gauti
Sigmundsson er að ná sér eftir erf-
iða aðgerð á öxl.
KA hefur öflugu liði á að
Oldungamót blakara á Húsavík:
skipa. Þar má nefna Þorvald Blön-
dal í -86 kg flokki, Gísla Jón
Magnússon í þungavigt, Rúnar
Snæland í -67 og Sævar Sigur-
steinsson í -65. Ekki má heldur
gleyma verðlaunahöfunum frá
Noróurlandamótinu, Vemharð
Þorleifssyni og Friðriki Blöndal.
Af öðrum sterkum keppendum
má búast við miklu af Armenn-
ingunum Halldóri Hafsteinssyni í
-86 og Eiríki Kristinssyni í -71,
sem mun berjast við Daníel Reyn-
isson frá Hvolsvelli. Frá Grinda-
vík kemur hinn sterki Sigurður
Bergmann sem keppir í þungavigt
og margir bíða spenntir eftir opna
flokknum þar sem búast rná við
einvígi hans og Vemharðs Þor-
leifssonar. Þess má geta að ísfiró-
ingar senda nú keppendur á mótið.
Keppendur koma frá 7 félögum en
auk KA eru það Armann, Júdófé-
lag Reykjavíkur, Selfoss, Baldur á
Hvolsvelli, Grindavík og ísafjörð-
ur.
„Stemmningin er serstok"
- segir Bárður Guðmundsson, öldungur mótsins
Öldungamót Blaksambands ís-
lands er haldið á Húsavík 20.-
23. apríl. Mótið hefur verið
haldið einu sinni á ári frá 1975
og er þetta því 19. mótið. Stöð-
ugt fleiri keppendur taka þátt í
mótinu. Að þessu sinni keppa 51
lið í 167 leikjum og Qöldi þátt-
takenda er um 420.
Mótið hefst kl. 20 á miðviku-
dagskvöld. A fimmtudag og föstu-
dag er leikið frá kl. 8 á morgnana
til miðnættis og á laugardag til kl.
17. Lokahóf er á laugardagskvöld,
en þar spilar Geirmundur með
sinni sveifíu fyrir 360-370 manns.
Öldungur mótsins er valinn
hvcrju sinni og næsta mót haldiö í
hans heimabæ. Bárður Guð-
. mundsson var öldungur mótsins í
fyrra: „Eitthvað varð að nclna
hópinn, fyrst var bara talað um
öldunga, það voru 30 ára og eldri.
Þegar fjölgaði á mótinu var farið
að kalla þá öðlinga sem eru cldri
en 40 ára og nú stendur til að búa
til þriðja flokkinn, ljúflinga, sem
eru eldri en 50 ára. Svona heldur
þetta áfram, nema að hópnum
verði skipt upp á fleiri mót, en til-
laga um slíka tilhögun liggur
frammi.
Stemmning er einkennandi fyr-
ir þcssi mót. Flestir sem mæta ár
eftir ár eru orðnir góðir kunningj-
ar. Það hefur skapast mjög góð
vinátta milli fólksins og stemmn-
ingin er sérstök. Leikgleðin er
mikil, mikið er sungið og sérstak-
lega á lokahófinu.
Skylda öldungs mótsins er aó
sjá til þess að mótiö sé haldið á
réttum tínia að ári. Hann hefur
urnsjón meó framkvæmd mótsins.
Strax að móti loknu í fyrra hófst
undirbúningur. Þá var höllin pönt-
Körfubolti, 9. flokkur Þórs:
Úr leik í bikarnum en
áfram á íslandsmótinu
Um síðustu helgi stóð 9. flokkur
Þórs í körfubolta í ströngu og
keppti bæði í bikarkeppninni og
á íslandsmótinu. Liðið tapaði
fyrir IBK í fjögra liða úrslitum
bikarsins en komst í undanúrslit
á Islandsmótinu.
Lcikur Þórs og ÍBK í bikarnum
var jafn og í leikhléi var staðan
33:33. í síðari hálfleik sigu Kefl-
víkingar fram úr og sigruðu 64:56.
Sigurður Sigurðsson var stiga-
hæstur Þórsara með 23 stig, Elvar
Valsson skoraði 16, Bjarni Magn-
ússon 8; Óöinn Ásgeirsson 4,
Sævar Áskelsson 3 og Trausti
Björgvinsson 2.
Þórsarar kepptu í A-riðli á síð-
asta fjöllióamóti vetrarins. Lióið
Islandsmótið í vélsleðaakstri:
Mývatnssveitar-
keppninni aflýst
Annarri umferó Islandsmótsins í
vélsleðaakstri, sem vera átti í Mý-
vatnssveit um helgina, hefur verið
aflýst og verður ekki keppt í Mý-
vatnssveit að þessu sinni. Næsta
umferð íslandsmótsins verður í
Hlíðarfjalli um næstu helgi, 29,-
30. apríl og þangað mæta allir
hclstu vélsleðakappar landsins.
Nánar verður sagt frá mótinu í
næstu viku.
vann Grindavík 54:48, ÍBK 43:36
og hefndi þar meó ófaranna úr
bikarnum. Þór tapaði síðan fyrir
Val 61:70, Haukum 35:76 og KR
43:55. Sigurður Sigurðsson var
sigahæstur Þórsara með 89 stig,
Elvar Valsson skoraði 61, Bjarni
Magnússon 31, Sævar Áskelsson
20, Óðinn Ásgeirsson 19, Jóhann-
es K. Sigursteinsson 8 og Trausti
Björgvinsson 4. Liðið endaði í 4.
sæti og komst í fjögra liða úrslit
ásamt Haukurn, KR og Val. Þjálf-
ari liðsins er Jónas L. Sigursteins-
son.
ódýrir morguntímar
verð 270,- krónur.
Pallar, magi, rass og
læri, lokaðir kvenna-
tímar.
Líkamsræktln Hamri
sími 12080.
uð, gistirými, hljómsveitin og síð-
an hefur aðalstarfið verið eftir ára-
mótin og gengið mjög vel. Fjórar
duglegar konur starfa með mér í
undirbúningsnefndinni,“ sagði
Bárður, aðspurður um fram-
kvæmd og undirbúning mótsins.
IM
KA-mcnnirnir Vernharð Þorleifsson og Sævar Sigursteinsson verða í eldlín-
unni um hclgina.
Aðalfundur
Aðalfundur Kaupfélags Eyfirðinga verður haldinn
í Alþýðuhúsinu á Akureyri laugardaginn 23. apríl nk.
og hefst kl. 10.00
Dagskrá:
1. Rannsókn kjörbréfa og kosning starfsmanna
fundarins.
2. Skýrsla stjórnar.
3. Skýrsla kaupfélagsstjóra.
Reikningar félagsins.
Umsögn endurskoöenda.
Tillögur félagsstjórnar um ráöstöfun eftirstööva
o.fl.
4. Afgreiðsla reikninga og tillagna félagsstjórnar.
5. Skýrsla stjórnar Menningarsjóðs KEA.
6. Erindi deilda.
7. Þóknun stjórnar og endurskoðenda.
8. Kosningar.
9. Önnur mál, sem heyra undir aðalfund skv.
félagssamþykktum.
Stjórn Kaupfélags Eyfirðinga