Dagur - 20.05.1994, Blaðsíða 6

Dagur - 20.05.1994, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Föstudagur 20. maí 1994 'í Skólaslit T Framhaldsskólans að Laugum Skólaslit verða laugardaginn 21. maí kl. 14.00 í íþróttahúsi skólans. Kaffiveitingar aö athöfn lokinni. Allir velunnarar skólans velkomnir. Skólameistari. Frá Menntaskólanum á Akureyri MENNTASKÓLINN Á AKUREYRI Auglýst er eftir kennurum í eftirtalin störf skólaárið 1994/1995: dönsku (1/2), eðlis- fræði (1/1), íslenska (1/2), stærðfræði (2/1) og þýsku (1/1). Upplýsingar gefur undirritaður í síma 96- 11433 milli 11 og 12 virka daga. Umsóknarfrestur er til 27. maí 1994. Akureyri 18. maí 1994. Tryggvi Gíslason, Skólameistari MA. HVAÐ E R AÐ CERAST? Sólvcig Illugadóttir. Sólveig sýnir í Vín Sólveig Illugadóttir, hjúkrunarfræóingur og myndlistarkona, opnar málverkasýn- ingu í Blómaskálnum Vín í Eyjafjaróar- sveit, á morgun, laugardag, kl. I4. Hún sýnir blóma- og landslagsmyndir víðs- vegar aó af landinu. Sýningin veróur op- in alla daga til I0. júní. Þetta er fjórða einkasýning Sólvcigar, verkin eru til sölu. Fjöruferð Ferðafélagsins Ferðafélag Akureyrar stendur fyrir fjöru- ferð á morgun, laugardag. Lagt veröur upp frá skrifstofu félagsins, Strandgötu 23 kl. II. Skrifstofan verður opin til skráningar þátttakcnda í dag, föstudag, kl. 17.30-19. Lciðsögumaður í fjöruferð- inni verður Sigrún Birna Sigtryggsdóttir. Listadagar í Grófargili Listadagar Gilfélagsins í Grófargili á Akureyri hófust í gærkvöld, fimmtudag, meó opnun samsýningar níu myndlistar- kvenna. Einnig var boðið upp á dagskrá í Deiglunni mcð heitinu „Kvöldvaka Norðanpilta". I kvöld, föstudaginn 20. maí kl. 22.30-00.30, verður efnt til djassleiks í Deiglunni á vegum Gilfélagsins og Café Karólínu. Þar leikur djasstríó skipað píanóleikaranum Gunnari Gunnarssyni, Jóni Rafnssyni, bassaleikara, og Arna Katli Friðrikssyni, trommuleikara. Morgundagurinn, laugardagurinn 2I. maí, nefnist „gildagurinn" í dagskránni og þá mun Gilfélagið kynna listagilið í sinni fjölbreyttustu mynd og veita fólki sem best tækifæri til að njóta þess sem þar er í boði. Gilinu verður lokað fyrir bílaumferð frá kl. I4 til I9. Almenningi gefst kostur á að skreyla gangstéttarhell- ur með litkrít undir handleiðslu mynd- listarfólks kl. I4-16. Bautinn sér um úti- grill og boðið veróur upp á I5 mínútna lista- og skemmtidagskrá í Deiglunni á klukkutíma fresti er hefjast á heilum tíma kl. I4, I5 o.s.frv. Meðal atriða verður: - Leikur fiðlunemenda allt frá fjög- urra ára aldri sem lært hafa cftir Suzuki- aðferð í Tónlistarskólanum á Akureyri. - Sunna Borg leikkona les úr Ijóðum Kristjáns frá Djúpalæk. - Gítarleikur þeirra Lýðs Olafssonar, Elmu Drafnar Jónasdóttur, Tryggva Más Gunnarssonar, Sölva Antonssonar, ásamt Sigríði Rut Franzdóttur á flautu, Rut Ing- ólfsdóttur á fiðlu og söng Elmu Atladótt- ur. Mörg verkstæði og vinnustofur lista- fólks í gilinu verða til sýnis. Auk þess gefst fólki þar tækifæri að sjá sýningar í Deiglunni, Listasafninu á Akureyri, Galleríi AllraHanda að ógleymdum veit- ingum á Café Karólínu. Aðgangur verö- ur ókeypis aó öllum atriðum og dag- skrám listadaganna í Grófargili. Fyrirlestur um Alzheimer-sjúkdómmn I dag, föstudag, kl. 17.30 flytur Jón Snæ- dal, sérfræðingur í öldrunarsjúkdómum, erindi um Alzheimer-sjúkdóminn í Dval- arheimilinu Hlíð á Akureyri. Jón hcfur um árabil starfað við öldrunardeild Landspítalans við Hátún í Reykjavík. Jón mun svara spumingum aó loknu er- indi sínu. Allir eru velkomnir. Málverkasýning í félags- miðstöðinni við Víðilund Þeir eldri borgarar sem hafa sótt nám- skeió í listmálun hjá Gunnari Dúa á veg- um Félagsstarfs aldraðra, halda sýningu á verkum sínum í Félagsmiðstöðinni við Víðilund á morgun, laugardag, sunnudag og mánudag. Opnunartími vcrður kl. 14- 18 alla dagana. Fermingarafmæli á hvítasunnu Lengi hefur verið siður í Akureyrarsókn að kalla til eldri fermingarbama á hvíta- sunnunni og hvetja þau til að minnast fermingar sinnar með kirkjugöngu. Margir hafa tekið þcim tilmælum vel og fjölmennt þann dag til hátíðarguósþjón- ustu í Akureyrarkirkju á hvítasunnudag. Þau sem ciga 40 og 60 ára fermingaraf- mæli á þessu vori ætla að koma saman og eiga helga stund í kirkjunni sunnu- daginn 29. maí nk. En á hvítasunnudag er þeirra sérstaklega vænst, sem eiga 10, 20, 30 og 50 ára fermingarafmæli í Ak- ureyrarkirkju en það em árgangarnir fæddir 1930, 1950, I960og 1970. Hátíð- arguðsþjónustan í Akureyrarkirkju hefst kl. 11. Geirmundur á KEA Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar lcikur fyrir dansi á Hótel KEA á Akur- eyri í kvöld, föstudagskvöld. Athygli skal vakin á því að dansleikur hclgarinn- ar er í kvöld en ekki annað kvöld eins og venja er á Hótel KEA. Alvaran og Sniglabandið í Sjallanum I kvöld vleikur hljómsveitin Alvaran fyrir dansi í Sjallanum á Akureyri til kl. 03.00. Sýnt verður frá krýningu fcgurð- ardrottningar íslands I994 á breiðtjaldi, Pizza 67 kynnir pizzur og Viking-Brugg veróur með óvæntan glaðning. Annað kvöld verða tónleikar með Sniglaband- inu, tískusýning og vömkynningar. Borgarbíó Borgarbíó sýnir í kvöld, annað kvöld og annan í hvítasunnu kl. 21 og 23 stór- myndina The Three Muskctccrs. Littlc Buddha verður sýnd kl. 2I í kvöld, ann- að kvöld og annan í hvítasunnu og sömu daga kl. 23 verður sýnd hin athyglis- verða mynd My Life með Michael Kca- ton og Nicolc Kidman í aðalhlutverkum. A barnasýningum á annan hvítasunnu- dag verður sýndar myndirnar Kmmm- arnir og Tommi og Jenni mála rauðan. Leíkfélag Akureyrar Leikfélag Akureyrar sýnir annað kvöld kl. 20.30 í næstsíðasta skipti Opcru- drauginn eftir Ken Hill. Barpar verður sýnt í Þorpinu í kvöld og að kvöldi ann- ars hvítasunnudags kl. 20.30 Kaffi nikkara Félag harmonikuunnenda vió Eyjafjöró verður með kaffi ásamt harmonikuleik í Lóni vió Hrísalund annan hvítasunnudag kl. 15. Þeim félögum F.H.U.E. sem veróa 67 ára á árinu cða cldri cru boðnar fríar veitingar ásamt mökum sínum. Allir cru velkomnir. Hljómsveitin Alvaran. Bílasala • Bílaskipti Bílasala • Bílaskipti 1 Biiasatfliw Möldur hf. BÍLASALA Vantar bíla á skrá við Hvannaveili Símar 241 19 og 24170 09 á staðínn Daihatsu Charade TX sóll. árg. 87. Ekinn 90.000. Verð 330.000. Honda CRX sóll. árg. Ekinn 83.000. Verð 850.000. Daihatsu Rocky langur, bensin árg. 87. Ekinn 92.000. Verð 890.000. Honda Prelude EX sóll. árg. 88. Ekinn 100.000. Verð 900.000. MMC Lancer 4x4 st. árg. 88. Ekinn 70.000. Verð 770.000. ______,___Wagon 4x4 árg. 91. Ekinn 57.000. Verð 1.400.000 Lancer 4x4 st. árg. 91. Ekinn 57.000. Verð 1.150.000. MMC Galant GTi I6v. árg. 89. Ekinn 102.000. Verð 1.150.000.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.