Dagur - 26.05.1994, Page 13

Dagur - 26.05.1994, Page 13
Fimmtudagur 26. maí 1994 - DAGUR - 13 Að pissa í skóinn sinn I blaðinu Lífsmarki á dögunum birtist auglýsing frá Sjálfstæðis- flokknum, þar sem minn ágæti fé- lagi, Sigurður Lárusson, knatt- spyrnuþjálfari, lýsir nokkrum ástæðum þess að hann hyggst kjósa Sjálfstæðisflokkinn í kom- andi kosningum. I sjálfu sér hef ég ekkert vió þaö að athuga að Siggi ætli að kjósa íhaldið, þó svo að ég telji atkvæði hans sem og annarra bétur komió hjá Alþýðuilokknum. Hitt er annað mál að röksemda- færsla Sigga fyrir því að kjósa íhaldið er afar einkennileg ef um- mæli hans á undanförnum árum eru höfð til hliðsjónar. Sigurður Lárusson hefur allt frá því að hann fluttist aftur til Akur- eyrar og tók við þjálfun knatt- spyrnuliós Þórs gagnrýnt harka- lega þann aöbúnað sem knatt- spyrnumenn á Akureyri hafa búið við. Siggi hefur talið að hinar slæmu aóstæður sem knattspyrnu- menn hafa búið við á Akureyri, einkum vetur og vor, hafi valdið því aó árangur knattspyrnumanna hafi ekki orðið eins góður og ann- ars hefði mátt ætla. Nú er það svo að sjálfstæðis- menn hafa farið meó forystu í bæjarmálum undanfarin átta ár og það án þess að nokkuð hafi ræst úr málum knattspyrnumanna. Þrátt fyrir árvissa gagnrýni Sigurðar Lárussonar á slælega framgöngu bæjaryfirvalda (Sjálfstæðisflokks- ins) hvaó varðar aóbúnað aó knattspyrnumönnum, segist hann binda mestar vonir vió Sjálfstæó- isflokkinn í úrlausnarefnum íþróttamanna. Slíka röksemda- Nói Björnsson. „Sigurður Lárusson mun kjósa Sjálfstæð- isflokkinn sennilega vegna aðbúnaðar að knattspyrnumönnum, eða hvað? Hvorki hann né aðrir geta þó vænst þess að sjálf- stæðismenn frarn- kvæmi það á næstu fjórum árum sem þeir hafa ekki gert unaan- farin átta ár þrátt fyr- ir að halda um stiórn- artaumana í bæjar- málum.“ færslu kalla menn nú stundum „að pissa í skóinn sinn“. Þegar gengið var til kosninga fyrir fjórum árum var eitt helsta kosningamál sjálfstæðismanna að koma sundlaugarmálum í mann- sæmandi horf. Til þess var horft að mikilvægt væri að gera á brag- arbót fyrir hina fjölmörgu bæjar- búa sem sundlaugina nota og þá ekki síður með tilliti til ferða- manna. Þegar eftir kosningar var þetta brýna kosningamál sett á hilluna, en þess í staó settir veru- legir fjármunir í Listagil. Eg hef í sjálfu sér ekkert út á uppbyggingu Listagilsins að setja, en tel að Sjálfstæðisflokkurinn hall brugð- ist kjósendum sínum með því að fara algjörlega að vilja Alþýðu- bandalagsins og setja Listagilið sem forgangsmál. Ég tel aö þeim fjármunum hefði verið betur kom- ið til lagfæringa á sundlaug og til annarar íþróttastarfsemi. Sigurður Lárusson mun kjósa Sjálfstæðisflokkinn sennilega vegna aðbúnaðar að knattspyrnu- mönnum, eða hvaö? Hvorki hann né aðrir geta vænst þess að sjálf- stæðismenn framkvæmi það á næstu íjórum árum sern þeir hafa ekki gert undanfarin átta ár þrátt fyrir að halda um stjórnartauma í bæjarmálum. Gefum samkrulli sjálfstæðismanna og allaballa kær- komið frí. Kjósum fiokk framkvæmda og framfara, Alþýðullokkinn. X-A. Nói Björnsson. Höfundur skipar 6. sæti á lista Alþýðuflokksins fyrir bæjarstjómarkosningarnar á Akureyri. Gullið á pönnunni. Forstöðukonan og matráðs maðurinn í þykjustuleik Skemmtilegt atvik átti sér stað í eldhúsinu á Sólborg einn morgun ekki fyrir löngu. Eg var að setja smjörlíki á pönnuna því ég ætlaði að fara að steikja kjötbollur. Inn í eldhúsið kom forstöðukonan Sig- rún Sveinbjörnsdóttir. Hún var nú bara svona að ganga um og heilsa upp á starfsfólkið eins og hún ger- ir gjarnan. Sigrún er mikill húmoristi og mjög skemmtileg að ræóa við. Hún hlær mjög skemmtilcga og það er alltaf mikil gleði í kringum hana og hún kem- ur öórum í gott skap sem hún ræó- ir við. Þegar hún kemur að pönn- unni og sér á henni sjö smjörlíkis- stykki segist hún aldrei hafa séð svo mörg stykki á einni pönnu. „Þetta er svo fallegt," segir hún, „alveg eins og gull,“ og þá var nú stutt í eitthvað meira. „Já“, segir starfsstúlka sem þarna var viöstödd, „ef þetta væri gull sem þú ættir hvað mundir þú gera við það?“ „Ég mundi byggja leikskóla í Drekagili fyrir það,“ svaraði hún að bragði. „En hvað mundir þú gera ef þú ættir gullið?" spyr Sigrún mig. „Ég mundi stofna sjóð sem hefði það hlutverk að stuðla aó því að mæður gætu verið heima hjá börnum sínum til aó hygla þeim.“ „Þú talar eins og sjálfstæóis- maður af gamla skólanum," svar- aði Sigrún að bragói. Við ræddum þetta á léttum nótum aftur og bak og áfram og þrátt fyrir galskapinn var augljóst að henni var alvara með leikskólann. í matartímanum var grínast meó þetta svolítið og ég sagði Sigrúnu aó ég gæti átt það til að setja þessar samræóur okkar og grín á blað. Hún sagði aó ef ég gerði það væri eins víst aö pólitíkin blandaðist í þetta mál. Einhver viökvæm sál segði sem svo að hún hefði fengið mig til þess að skrifa þetta til athyglis- auka fyrir sig. Ég sagðist ekki láta pólitíkina segja mér hvað ég mætti skrifa. Ef ég héldi mig innan alls velsæmis gagnvart henni þá varö- aði mig ekkert um pólitíkina sem nú væri á svo viókvæmu stigi sagt á stofnanamáli. Þegar Sigrún kom til okkar á Sólborg sem forstöðukona hafði hún það hlutverk að vinna að því að leggja Sólborg niður sem vist- heimili samkvæmt áætlun sem hafði verið gerð um það. Ekki hef- ur hún goldið þess í samskiptum vió starfsfólkið nema síóur sé. Hún er að sjá og heyra í góðum metum hjá starfsfólkinu. Ég hefði ekki viljað missa af því að kynn- ast Sigrúnu og ég þykist vita aö svo er um fleiri starfsmenn á staónum. Sigrún er heil í sínum félagsmálahugsjónum, kvikar ekki í þeim efnunt þó umræður verði harðar. Ég vil hér með biðja pólitíska andstæðinga Sigrúnar, en ég er einn af þeim, afsökunar á þeim óleik sem ég kann aó gera þeim með þessum skrifum. Brynjólfur Brynjólfsson. Höfundur er mulreióslumaöur á Akureyri VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI SKÓLASUT verða í íþróttahöllinni á Akureyri lausardasinn 28. maí kl. 10 árdesis. Skólameistaru ^»»>.»»»»»^ S 'Lrj Gæöingakeppni S { ^ Léttis J sem jafnframt er úrtökukeppni fyrir landsmót verður haldið á Hlíðarholtsvelli 28.-29. maí A 1994. Dasskrá: Lausardasur 28. maí. 9.00 B flokkur sæðinga - undankeppni 11.30 Barnaflokkur - undankeppni A 13.00 Unglingaflokkur - undankeppni 14.00 A flokkur gæðinga - undankeppni 17.00 Úrslit B flokkur gæðinga Barnaflokkur Unglingaflokkur y A flokkur gæðinga Sunnudagur 29. maí. 13.30 kappreiðar: 150 m skeið, 250 m skeið, 300 m stökk, 300 m brokk. Nafnakall fer fram við dómpall 30 mínútum fyrir auglýstan tíma hverrar keppnisgreinar. Sumarnámskeið Golfskóia David's og Golfklúbbs Akureyrar f sumar munu Golfskóli David's og Golfklúbbur Akureyrar bjóða upp á golfnámskeið fyrir börn sem eru fædd 1981-1986 og verður hvert námskeið í einn mánuð í senn og byrjar það fyrsta 1. júní. Alls verða námskeiðin 3 f sumar og eru þau í 4 tfma á dag frá kl. 10 til 14 alla virka daga. Einnig framhaldsnámskeið fyrir þau sem voru í fyrra. Aðalmarkmið námskeiðanna verður að börn læri öll helstu grundvallaratriði golfsins svo sem golgripið, golfseifluna, golfstöðuna, púttin, golfreglurnar og umgengni um golfsettið og golfvöllinn. Aðalkennari verður David Barnwell sem er hámenntaður golfkennari frá Englandi (talar góða fslensku) og honum til aðstoðar eru tveir af okkar efnilegustu og bestu golfspilurum þeir Siggi Palli og Öddi. Þátttökugjald er kr. 6.500 á mánuði. Ath. Einnig verður boðið upp á hálfsmánaðar- námskeið og kosta þau kr. 3.500. Innifalið í verðinu eru öll golfáhöld til æfinga og golfboltar, boðið verður upp á léttan kaffitíma svo að börnin þurfi ekki að taka með sér nesti og f lok hvers námskeiðs verður haldin pylsu grillveisla og allir fá viðurkenningarskjal frá golfskólanum. Námskeiðin verða sem hér segir: 1. námskeiðið verður frá 1. júní til 30. júní. 2. námskeiðið verður frá 1. júlí til 30. júlí. 3. námskeiðið verður frá 3. ágúst til 31. ágúst. Innritun og allar nánari upplýsingar eru veittar hjá GA í síma 22974.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.