Dagur - 26.05.1994, Blaðsíða 18

Dagur - 26.05.1994, Blaðsíða 18
18 - DAGUR - Fimmtudagur 26. maí 1994 ÍÞRÓTTI R HALLÞOR ARINBJARNARSON Stórmót í kvennaknattspyrnu á Norðurlandi: Norðurlandamót U-16 ára haldið síðast í júní Undirbúningur fyrir Norður- landamót í kvennaknattspyrnu, U-16 ára, er nú í fulluin gangi. Mótið fer fram síðast í næsta mánuði, hefst þann 23. júní og þar taka þátt 5 þjóðir auk ís- lendinga. Mótið hefur áður ver- ið haldið hér á landi en verður nú í fyrsta skipti í umsjón Norð- lendinga en þeir héldu Norður- landamót í sama aldursflokki drengja fyrir nokkrum árum. Þátttökuþjóðir eru sex talsins og skiptast þær á um mótshaldið. Síðastlióið sumar fór þaö fram í Hollandi en Hollendingar keppa alltaf á mótinu ásamt Norður- landaþjóðunum Svíþjóð, Dan- mörku, Noregi, Finnlandi og ís- landi. Nefnd á vegum KSÍ sér um framkvæmd og formaður hennar er Stefán Gunnlaugsson á Akur- eyri. Aðrir í nefndinni eru Rafn Hjaltalín, Snorri Finnlaugsson, framkvæmdastóri KSÍ, Elías Her- geirsson og Elísabet Tómasdóttir, stjórnarmenn KSI. Starfsmaóur er Logi Olafsson, landsliðsþjálfari kvenna. Að sögn Stefáns var strax tekin ákvöróun um að dreifa leikjunum um Norðurland og veróur leikiö á 5 stöðum. Fyrsta umferóin er 24. júní og þá fara allir þrír leikimir fram á Olafsfirði, þann 25. á Sauðárkróki, 26. á Húsavík, á Dalvík 28. og síðasta umferðin verður á Akureyri 29. júní og þá lýkur mótinu. Keppendur veróa um 150 tals- ins. Helmingur þeirra mun gista á Hótel Vin við Hrafnagil og hinn helmingurinn á Edduhótelinu á heimavist MA. Leikjaniðurröðun er þessi: 24.júní, Olafsfjaðarvöllur: Ísland-Finnland kl. 13.00 Holland-Noregur kl. 15.00 Svíþjóð-Danmörk kl. 17.00 25. júní, Sauðárkróksvöllur: Ísland-Holland kl. 13.00 Finnland-Danmörk kl. 15.00 Noregur-Svíþjóð kl. 17.00 26. júní, Húsavíkurvöllur: Danmörk-Noregur kl. 13.00 Svíþjóð-Ísland kl. 15.00 Holland-Finnalnd kl. 17.00 28. júní, Dalvíkurvöllur: Holland-Svíþjóð kl. 13.00 Finnland-Noregur kl. 15.00 Ísland-Danmörk kl. 17.00 29. júní, Akureyrarvöllur: Danmörk-Holland kl. 13.00 Svíþjóð-Finnland kl. 15.00 Noregur-ísland kl. 17.00 ___ Æ‘ Hér má sjá merki Norðurlandamóts kvcnnalandsliða yngri en 16 ára, sem haldið verður á Norðurlandi í lok næsta mánaðar. Handbolti: Landsliðið hafði KA Eins og greint var frá í síðustu viku var íslenska landsliðið í Götukörfuboltamót Þórs og Greifans: Sumarbolti 94 Sumarbolti 94 er nafn á 5 götu- boltamótum, sem haldin vera á Akureyri sumarið 1994, eitt í hverjum mánuði frá maí til september. Keppt verður til verðlauna á hverju móti, en einnig verður keppt um bestan samanlagðan árangur á öllum mótunum og titilinn Sumar- boltameistari 94. Fyrsta mótið verður nk. laugardag, 27. maí, við Hamar, félagsheimili Þórs og hefst kl. 11.00. Reglur eru þær að hvert lið er skipað 4 leikmönnum en þrír leika í einu. Leikió er í 20 mín. eða þar til annað liðið hefur skorað 20 stig. í hverju liði í karlaflokki má Knattspyrna, 4. deild C-riöill: SM lagði Geislann í fyrrakvöld léku í 4. deild karla í knattspyrnu lið SM og Geisl- ans frá Hólmavík. Leikið var á heimavelli þeirra síðarnefndu, á nýlegum grasvelli. Geislamenn, sem eru nýliðar í deildinni, urðu að sætta sig við annað tap sumarsins í jafn mörgum leikj- um en SM krækti í fyrstu stigin. Lokatölur urðu 6:3. Hinir eyfirsku gestir í SM náóu forustunni í fyrri hálfleik og Ieiddu 3:1 í leikhléi. Þeir voru áfram skrefi á undan í síðari hálf- leik og í stöðunni 4:3 bættu þeir tveimur mörkum við og gerðu út um leikinn. Donald Þór Kelley, marka- kóngur C-rióils sl. sumar, skoraði 4 mörk fyrir SM og þeir Sigurður Skarphéðinsson og Kristján Krist- jánson sitt markið hvor. Ólafur Freyr Númason skoraði tvö af mörkum heimamanna og Halldór Ólafsson eitt. Jón Gunnar Traustason er þjálfari Hólmvíkinga en hann lék áður með Tindastóli og Þór. „Það var greinileg framför hjá mínum mönnum frá fyrsta leiknum en þeir þurfa tíma til aö átta sig á að- stæðum og ná betur saman,“ sagði Jón Gunnar. Leikur SM og Geisla var fyrsti leikur 2. umferðar. Hinir leikirnir 3 fóru fram í gærkvöld en úrslit lágu ekki fyrir þegar blaóðió fór í vinnslu. aðeins vera einn meistaraflokks- leikmaóur. Flokkarnir sem keppt er í eru eftirfarandi (þátttökugjöld á lið í sviga); Minnibolti 12 ára o.y., strákar og stelpur (1600 kr.) Strákaflokkur 13-15 ára (2000 kr.) Stelpuflokkur 13 árao.e. (2000 kr.) Karlaflokkur 16 ára o.e. (2400 kr.) Greifinn veitir pizzuveislur fyr- ir tvö efstu sætin í hverjum flokki. Þátttaka tilkynnist í Hamar s. 12080 og hjá Hrannari s. 11061. handknattleik í æfingabúðum á Blönduósi um síðustu helgi í boði heimamanna. Ferðinni lauk með æfingaleik við styrkt lið KA og eftir skemmtilega við- ureign hafði Iandsliðið betur, 32:25. Tveir leikmenn léku með báð- um liðum, Bjarki Sigurðsson lék fyrri hálfleikinn með KA og þann síðari með landslióinu og Valdi- mar Grímsson þann fyrri með landsliðinu og síðari með KA. Bjarki var markahæstur í leiknum með 4 mörk fyrir hvort lið. KA- liðið var einnig styrkt meó Jó- hanni Samúelssyni, sem var markahæstur KA og Bjarni Frostason stóð í KA-markinu og varði 17 skot. Liðiö tefldi m.a. fram tveimur 3. flokks leikmönn- um, Sverri Björnssyni og Halldóri Sigfússyni, sem báóir skoruðu gegn landslióinu. Lokatölur urðu sem fyrr segir 32:25 eftir að landsliðið hafði leitt í leikhléi, 13:12. KA hafði yfír- höndina framan af leiknum og landsliðið komst í l'yrsta skipti yfír í stöðunni 10:9. Árni Stefánsson, liðsstjóri KA, sagði ferðina hafa verió afar ánægjulega. Blönduós- ingar stóðu frábærlega aó öllum málum og aö sögn Árna hefur staðurinn upp á margt aó bjóóa fyrir lið sem hyggja á æfingabúð- ir. Mörk lundsliðsins: Jón Kristjánsson 6, Patrekur Jóhannesson 5, Bjarki Sigurós- son 4, Róbert Sighvatsson 3, Gústaf Bjamason 3, Ólafur Stefánsson 2, Valdi- mar Grímsson 2, Siguróur Sveinsson 1 og Gunnar Beinteinsson 1. Mörk KA: Jóhann Samúelsson 6, Bjarki Sigurósson 4. Atli Þór Samúelsson 3, Valur Amarson 3, Leó Öm Þorleifsson 2, Helgi Arason 2, Sverrir Bjömsson 2, Þorvaldur Þorvaldsson I, Halldór Sigfús- son I og Valdimar Grímsson I. Knattspyrna Þór: Guðmundur með gegn FH? Síðdegis í gær hafði ekki enn tckist aó ganga frá fclagaskipt- um Guómundar Benediktsson- ar úr Ekeren í Þór. Belgíska fé- lagið hefur enn ekki viljaó skrifa undir en þó stóðu vonir til að hreyfing kæmist á málið í gærkvöld og að Guðmundur geti því leikið með gcgn FH í kvöld. Norðurlandamót í torfæru: Einar bestur Fyrsta umferðin af fjórum í Norðurlandamótinu í torfæru fór fram í Svíþjóð, í nágrenni Stokkhólms, sl. sunnudag. Keppt var bæði í götubíla- og útbúnum flokki og keppir landslið Islendinga gegn sameig- inlegu liði hinna Norðurland- anna. Það var Akureyringurinn Einar Gunnlaugsson á Norðdekk Drek- anum sem náöi bestum árangri í útbúna flokknum. Islendingar röð- uóu sér reyndar í efstu sætin í báð- um flokkum. I götubílaflokki sigr- aöi Þorsteinn Einarsson, næstur kom Ragnar Skúlason og Sigurður Þ. Jónsson varð 3. íslandsmeistar- inn í útbúna flokknum, Gísli G. Jónsson á Kókómjólkinni kom næstur á eftir Einari. I 3. sæti varð Svíinn Peter Eklun. Næsta umferð Noróurlanda- mótsins verður nú um helgina en að henni lokinni koma torfæru- kapparnir heim og halda áfram þar sem frá var horfíð meö keppni á Islandsmótinu. Norðurlandamótið verður síðan klárað í haust þegar erlendu keppendurnir koma hing- að til lands. Sumarbúðir í Hamri íþrótta- og leikja- námskeið fyrir börn 6-13 ára verða í Hamri í sumar. Upplýsingar ísíma 12080. Sumarbúðir í Hamri: Fjölbreyttur íþrótta- og leikjaskóli í sumar, Iíkt og sl. sumar, verð- ur íþróttafélagið Þór með íþrótta- og leikjaskóla er nefnist sumarbúðir í Harnri. Þessar sumarbúðir eru fyrir börn fædd 1981-1988 og stendur hvert námskeið í tvær vikur. Dagskrá sumarbúðanna er samfelld frá kl. 9.00-16.00 alla daga en gæsla er frá kl. 8.00-17.00. í hádeginu fá börnin heitan mat frá Greif- anum. Einnig verður boðið upp á hálfs dags námskeið frá kl. 8.00-12.00 eða 13.00-17.00. Fyrsta námskeiðið hefst 6. júní nk. og alls eru þau sex talsins. Næsta hefst 20. júní, 4. júlí, 18. júlí, 2. ágúst og 15. ágúst. Iþróttaiðkun sumarbúðanna veróur fjölbreytt því lögó er áhersla á að börnin kynnist sem flestum íþróttum og leikjum. Markmiðió er að vekja áhuga á íþróttaiðkun, sama hvaóa nafni hún nefnist. Mest áhersla verður á fótbolta, handbolta og körfubolta en einnig verða kenndar frjálsar íþróttir, bandy, fímleikar o.fl. Þá verður farið í ratleiki, sund og fleira mætti telja. í Hamri er góð aóstaða fyrir börn, íþróttasvæóið stórt og að- gangur að íþróttahúsi Glerárskóla og sundlaugin við lóóarmörkin. Kappkostað verður að hafa sem hæfasta leiðbeinendur og íþrótta- kennararnir Páll Gíslason og Sig- urpáll Árni Aðalsteinsson munu leiða starfsemina. Þátttökugjald er 9.900 kr. fyrir hvert 10 daga námskeið og 8.900 fyrir 9 daga. Innifalið eru allar ferðir og heitur matur í hádeginu. Innritun fer fram í Hamri alla daga og þar fást nánari upplýsing- ar í s. 12080.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.