Dagur - 04.06.1994, Side 2

Dagur - 04.06.1994, Side 2
2 - DAGUR - Laugardagur 4. júní 1994 FRÉTTIR Hvammstangi: Framsókn og „Pakkhús- listi“ mynda meirihluta - Valur Gunnarsson verður oddviti og auglýst eftir sveitarstjóra B-listi Framsóknarflokks og P- listi fólks til eflingar atvinnu og öryggi (svonefndur Pakkhús- listi) náðu sl. fimmtudagskvöld Nýbygging MA: Viðræður við SS-Byggi Samningaviðræður eru hafnar við SS-Byggi á Akureyri um ný- byggingu Menntaskólans á Ak- ureyri. Eins og Dagur grcindi frá sl. mióvikudag átti Fjölnir hf. lægsta tilboðió í bygginguna þegar til- boóin voru opnuð sl. þriðjudag, en við yfirferð tilboðanna kom í ljós rcikniskekkja í tilboði Fjölnis upp á tæplega 30 milljónir króna. Þar með átti SS- Byggir lægsta tilboö- ió. Búið er að fara yfir öll tilboðin í verkið og komu ekki fram reikniskekkjur í öðrum tilboðum. I ljósi þess hefur byggingar- nefnd þegar hafið vióræður við forráðamenn SS-Byegis og verður þeim haldið áfram cftir hclgina. - óþh samkomulagi um myndun meirihluta í hreppsnefnd Hvammstangahrepps. Listarnir hafa orðiö ásáttir um að Valur Gunnarsson af B-lista verói oddviti og Arni Svanur Guð- björnsson, oddviti P-lista, veröi varaoddviti. Akvcóið er að aug- lýsa stöóu sveitarstjóra lausa til umsóknar, en henni hefur Bjarni Þór Einarsson gegnt á liðnu kjör- tímabili. Urslit kosninganna á Hvamms- tanga uróu á þann veg að B-listi fékk 119 atkvæði og tvo menn kjörna, L-listi frjálslyndra borgara 98 atkvæði og einn mann kjörinn, G-listi Alþýðubandalags og ann- ars félagshyggjufólks 112 atkvæói og einn mann kjörinn og P-listi 71 atkvæði og einn mann kjörinn. P-listinn lenti í lykilaðstöóu vió myndun meirihluta og átti hann annars vegar viðræður vió B-lista og hins vegar G-lista og L-lista. Arni Svanur Guðbjörnsson, cfsti maóur á P-lista, sagði í sam- tali viö Dag að hann væri ánægður með þessa nióurstöðu. „Eg get ekki annað en verið ánægður með þetta og ég er bjartsýnn á framtíð- ina,“ sagði Arni. óþh Þátttakendur á námskciöinu hiýða á mál frummælanda. Mynd ÞI. Tæplega 500 atvinnulausir á Akureyri: Mikil hreyfing áfólki 1. júní voru 465 skráðir atvinnu- lausir hjá Vinnumiðlunarskrif- stofunni á Akureyri, 246 konur og 219 karlar. I lok apríl voru 540 skráóir at- vinnulausir þannig að ástandið hefur heldur lagast. Hins vegar er mikil hreyfing á fólki, töluvert margir fengu vinnu í síðustu viku en eftir helgina fór aftur aó fjölga á skrá. I gær voru t.d. 497 skráðir atvinnulausir. Nokkuð er af skólafólki á at- vinnuleysisskrá og einnig er eitt- hvað um skólafólk sem hefur hvorki atvinnu né á rétt á bótum. JHB Iðntæknistofnun: Námskeiði fýrir stjórnendur fyrirtækja á Akureyri lokið Björgunarþyrlumálið loks í höfn: Super-Puma þyrla með afísingarbúnaði kostar 694 millj. króna Ríkisstjórnin hefur samþykkt að kaupa Super-Puma björgunar- þyrlu fyrir Landhelgisgæsluna. Nokkuð hefur dregist að gengið yrði frá þessum kaupum þar sem inn í umræðuna hafa bland- ast kaup á gömlum þyrlum frá bandaríska hernum auk fleiri at- riða. Með aukinni sókn íslenskra togara á tjarlæg mið eykst þörf á þyrlu sem hefur meira langdrægi en sú scm fyrir er en þessi nýja þyrla hefur flugþol allt út á 350 mílur frá landi. Nýlega varó slys á miðunum á Reykjaneshrygg þar sem þyrlan varó að bíða í rúma 6 tíma frá því aö slysiö átti sér stað og þar til togarinn var korninn það nálægt landi að hægt væri að senda þyrluna á loft. I sarnningnum er gert ráð fyrir aó björgunarþyrlan verði afhent innan 12 mánaða en hún kostar 694 milljónir króna sem er heldur lægra verð en upphaflega var gert ráð fyrir en inni í verðinu er gert ráð fyrir afísingarbúnaði svo þyrl- an er eins fullkomin og frekast er kostur á. Hafsteinn Hafsteinsson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir starfsmenn Gæslunnar hæst- ánægða með tegundaval stjórn- valda og nú verði snúið sér að þjálfun flug- og tæknimanna. GG Nýlega lauk námskeiði fyrir stjórnendur fyrirtækja sem Iðn- tæknistofnun stóð fyrir á Akur- eyri í samvinnu við Iðnþróunarfé- lag Eyjafjarðar. Nántskeiðið hófst um miðjan febrúar og var sérstak- lega sniðið fyrir stjórnendur minni og meðalstórra fyrirtækja. Mark- mið þess var að treysta rekstrar- grundvöll fyrirtækjanna með auk- inni þekkingu á nútíma stjórnun- araðferðum og gera þátttakendur meðvitaðri um hlutverk sitt sem stjórnendur. Námskeiðinu var slitið með fundi á Hótel KEA síð- astliðinn miðvikudag þar sem Hallgrímur Jónasson, fram- kvæmdastjóri Iðntæknistofnunar, og Sveinn Hannesson, fram- kvæmdastjóri Samtaka iðnaðar- ins, ræddu við þátttakendur. I erindi sínu sagði Sveinn Hann- esson meðal annars aö öll uniræða snúist unt sjávarútveg og á hvern hátt auka megi hagræði einstakra út- geróarfyrirtækja og fiskvinnslunnar. Um aðrar greinar atvinnulífs sé furðu lítið fjallað þótt þær standi undir allt að 85% af landsfram- leiðslunni. Því virðist þjóðin nokk- uð sammála um að hún lifi á fiski og ætli sér að lifa á fiski í framtíð- inni. Sveinn ræddi gengismál einnig nokkuð og sagði að ef starfsskilyrói íslenskra fyrirtækja eigi að miðast við þarfir sjávarútvegsins, þá sé einnig verið að halda því fram að aðrar atvinnugreinar verði að búa við það raungengi sem sjávarútveg- urinn þarfnist eða þoli á hverjum tíma. Svcinn benti á að hlutur fisk- iónaðar í landsframleiðslu hafi hraðminnkað á umliðnutn árum og ársverkum fækkað úr 10.200 niður í 6.400. Sveinn dró upp dökka fram- tíðarsýn ef fiskveiðar yrðu fyrst og fremst stundaðar af frystiskipum í framtíðinni og varpaði frarn hvað gerðist ef Norðmenn gætu á kom- andi árurn greitt hærra verð fyrir fisk en íslenskar vinnslustöðvar í krafti aóildar að Evrópusamband- inu. Við slíkar aðstæður myndi sjávarútvegurinn færast á mjög fáar hendur og fiskvinnslan að mestu leyti úr landi. Hallgrímur Jónasson fjallaði meðal annars um útibú Iðntækni- stofnunar á Akureyri og sagði til- ganginn með stofnun þcss að veita fyrirtækjum á Akureyri og um norð- anvert landió betri þjónustu. Nánast öll fyrirtæki á Islandi flokkuóust sem lítil fyrirtæki ef miðað væri vió Evrópustaðla en rneð þátttökunni í Evrópska efnahagssvæðinu værum við komin í beina samkeppni við fyrirtæki á meginlandinu. Hallgrím- ur sagði að mikill misskilningur væri að meirihluti evrópskra fyrir- tækja væri stórfyrirtæki, heldur teld- ust urn 60% þeirra til smáfyrirtækja. Hallgrímur sagði einnig að léleg markaðsfærsla, skortur á fjármagni og vandi við stjórnum væru helstu vandaniál margra lítilla fyrirtækja. Hlutverk Iðntæknistofnunar væri meðal annars að leiðbeina stjórn- endum fyrirtækja hvaó markaðslega og tæknilega þætti varðar. Fjölmargir leiðbeinendur önnuó- ust kennslu á námskeiðinu en hún var í formi fyrirlestra, verkefna og umræðna. Meðal annars var fjallað um vöruþróun og markaðsmál, fjár- mál, stjómun og starfsmannahald auk þess sem fjallaö var um gæða- stjórnun og almenna stefnumótun í rekstri fyrirtækja. Alls tóku 15 manns frá norðlenskum fyrirtækjum þátt í námskeiðinu. ÞI Ráðstefna um vannýtt sjávardýr og gróður: Þörungar steinefnaríkasta fæða sem völ er á - um 3,5 milljónir tonna nýtt í heiminum í dag Sumarbúðir í Hamri íþrótta- og leikja- námskeið fyrir börn 6-13 ára verða í Hamri í sumar. Upplýsingar í síma 12080. A síðasta áratug voru yfír 3,5 milljónir tonna af þörungum nýtt í heiminum. Stærstur hluti þess kemur frá Asíu eða ríflega tveir þriðju. Af þessari þör- ungauppskeru er um helmingur notaður til manneldis og nýta Asíubúar megnið af þeirri fram- leiðslu. í Asíu er allt að 95% hráefnisins aflað með ræktun og segir það mikið um þann þör- ungaiðnað sem þegar er stund- aður í þessum heimshluta. í Japan er ræktun þörunga um helmingur af öllu eldi sjávarlíf- vera en heildareldi japönsku þjóðarinnar er um ein milljón tonna á ári hverju. Sá hluti þör- ungauppskerunnar, sem ekki er nýttur til manneldis fer til fram- leiðslu á ýmiskonar efnum; eink- um gúmmí- og kvoðuefnum og fer stór hluti þeirrar efnavinnslu fram í Evrópu og Bandaríkjun- um en hráefnið er einkum sótt til sæþörunga er vaxa villtir í náttúrunni. Þessar upplýsingar komu meðal annars fram á ráð- stefnu um vannýttar tegundir sjávardýra og sægróðurs er haldin var á vegum Rannsókna- stofnunar Háskólans á Akureyri í gær. Hér við land eru um tuttugu tegundir þörunga er nýta má til matar. Þá má auðveldlega nota sem hvert annað grænmeti, þurrk- aða í skyndifæði og einnig í hverskyns súpur og sósur. Þörung- ar eru hitaeiningasnauðir en eru ríkir af ýmsum vitamínum - eink- um steinefnum. Þörungur getur í lifanda lífi safnaði í sig miklu magni steinefna eöa allt að fjögur þúsund sinnum meiri steinefnum en eru í hafinu umhverfis hann. I þörungum er einnig mikið joð, einkunt í brúnþörungum og hafa þeir verið notaðir á þeim svæðum í heiminum þar sent skortur er á joði. Kostur þörunga sern fæðu er einkum hversu ríkir þeir eru af steinefnum og ýsmum vitamínum cn mörg þeirra efna, sem þörung- arnir innihalda, eru oft fjarlægð úr vestrænni fæðu. Bent hefur verið á samband á milli langlífis Japana og mikils þörungaáts þeirra en þar í landi er algengt aó borða þör- unga rneð hverri máltíð. Aðalfyrirlesari á ráðstefnunni var Kínverjinn Chen Jia Xin en einnig fjölluðu íslenskir vísinda- menn um möguleika á aukinni nýtingu sjávargróðurs og sjávar- dýra og markaðsntál afuróa þeirra. Nánar verður sagt frá ráðstefnunni hér í blaðinu á næstunni. ÞI Chcn Jia Xin í ræðustóii á Hótcl KEA í gær. Mynd: I>I O HELGARVEÐRIÐ Norðanáttin mun halda áfram aó hrella Norólendinga fram á sunnudag, með skúrum og jafnvel slydduéljum fram eftir laugardeginum. Á sunnudag má búast við að létti til og vind- ur snúist yfir í hæga sunnan- eóa suðaustan átt. Hiti mun fara vaxandi og þeir sem héldu að um endurtekningu á fyrra sumri yrði að ræða geta tekið gleði sína á ný - í bili aó minnsta kosti.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.