Dagur - 04.06.1994, Síða 18

Dagur - 04.06.1994, Síða 18
18 - DAGUR - Laugardagur 4. júní 1994 POPP MAÚNÚ5 CEIR CUPMUNDSSON Upprísu og endurkomuæði - Þrjár ofursveitir bætast í hópinn Á þessu ári hefur haldið áfram sú gengdarlausa árátta „fráfall- inna“ frægðarsveita aó rísa upp frá dauðum, oftar en ekki í sínum upprunalegu myndum. Ástæóan er auóvitað fyrst og fremst sú aó tónlistarunnendur, bæði af eldri og yngri kynslóð- inni, hafa tekið þessum gömlu hetjum opnum örmum og flykkst á tónleika þeirra og keypt nýjar plötur frá þeim, ef því hefur verið að skipta. Hefur því hreint æði gripið um sig meðal gamalla garpa er þeir sjá fram á að geta endurheimt forna frægó sína og fúlgur. Dæmi nú þegar á þessu ári um endurkomu eða upprisu eru Pink Floyd, Plant og Page, reyndar á nýjum grunni (en sennilega líka sem Led Zep- pelin seinna í þessum mánuði) og Traffic, en Steve Winwood hefur endurvakió hana og hef- ur hún nú sent frá sér plötuna Far from home. Gamla ný- bylgju/pönksveitin Killing joke hefur líka verið stofnsett á ný í sinni upprunalegu mynd og er ný plata £ó koma frá henni. Síðan eru svo þrjár heimsfræg- ar rokksveitir aó bætast í þenn- an hóp endurkomuæðis, sem eru þó reyndar komnar mis- jafnlega langt á veg meó þaó. Eagles Ásamt Creedence clearwater revival er The Eagles líklega ein vinsælasta sveitarokksveit Bandaríkjanna í sögunni og þótt víóar væri leitaó. Með þá Don Henley og Glenn Frey í fararbroddi, naut hljómsveitin gríðarlegrar hylli á seinni hluta áttunda áratugarins og var þá í raun ein sú allra sigursælasta í heiminum. Lög eins og Hotel California, Best of my love og Take it Easy eru dæmi um vel- gengnina en þau voru öll topp- lög. Eagles hætti hins vegar á hátindi frægðar sinnar árið 1980 og hafa þeir Frey og Henley gert þaó gott á eigin vegum síóan. Henley sendi t.d. frá sér nýtt lag fyrir stuttu, sem kallast Sit down, you are rock- ing the boat. í vor bárust hins vegar fréttir af því aó hugsast gæti að Eagles kæmu saman á ný. Það varð að veruleika fyrir viku, en þá hóf sveitin tónleika- ferö um Bandaríkin. Herma fregnir aó hún hafi byrjaó með glæsibrag. Queen Eftir aó Freddy Mercury lést úr alnæmi 24. nóvember 1991, töldu menn næsta víst aó dag- ar Queen, einnar vinsælustu hljómsveitar seinni ára, væru taldir. Hljómsveitin væri ein- faldlega ekki söm án söngvar- ans Freddy og vart hægt aó hugsa sér hana án hans. Þeir þrír eftirlifandi meðlimir Queen, Brian May gítarleikari, Roger Taylor trommuleikari og John Deacon bassaleikari, virtust heldur ekki hafa hug á því að starfa áfram. Að vísu komu þeir fram sem Queen, ásamt fjölda frægra gesta á Wembley Eagles, sem nú hefur verið endurreist, hefur fengið góðar viðtökur á ný- byrjaðri tónleikaferð sinni. Brian May er nú ásamt hinum tveimur eftirlifandi meðlimum Que- en að vinna upptökur fyrir nýja plötu. 20. apríl 1992 á minningartón- leikum um Freddy, eins og frægt varó, en síðan ekki sög- una meir. Eóa þar til nú að heyrst hefur aó þeir þrír hafi verió saman í hljóðveri við upp- tökur. Þó mun ekki vera um glænýtt efni aó ræða, heldur efni sem Freddy hafði verió að vinna með þeim allt fram í and- látió. Þá verður aó teljast lík- legt aó endurkoma Queen ein- skorðist vió þessa vinnu við aó koma upptökunum á plötu, en það er annars allt á huldu. Sem kunnugt er hefur Brian May starfrækt eigin hljómsveit síóustu tvö árin og gert meó henni tvær plötur, en hinir aó mestu haft hljótt um sig. Roger Taylor var þó á dögunum aó senda frá sér lagið Nazis 1994, sem vakió hefur athygli. Meira um Queen þegar frekari fregnir berast. Whitesnake Þriðja hljómsveitin sem um ræðir er Whitesnake, sem hef- ur verió í dái í rúm fjögur ár. Nú hins vegar, í kjölfar þess að plata meó vinsælustu lögum hljómsveitarinnar veróur gefin út 4. júlí næstkomandi, á þjóó- hátíðardegi Bandaríkjamanna, er hún aó vakna til lífsins á ný og ætlar í mikla tónleikaferó í sumar. Þaö er sem fyrr David Coverdale söngvari sem leiöir Whitesnake, en annars er lió- skipanin nokkuð breytt enn eina ferðina. Þeir Rudy Sarzo bassaleikari og Adrian Vand- enberg gítarleikari eru þó enn meó frá því síðasta plata, Slip of the tongue, kom út árió 1989, En trommarinn Tommy Aldridge og gítargoóið Steve Vai eru horfnir á braut. í þeirra staó koma Danny Carmassi, sem áóur trommaói meó Heart og líklega gítarleikarinn Warren De Martini, sem var í Ratt sál- ugu. Safnplatan mun geyma 14 lög frá frægðarferli Whites- nake auk þess sem ekki er loku fyrir það skotið aó einhver ný lög fylgi með. Ef vel gengur mun ný plata væntanlega vera smíðuó á næsta ári. Á þessu má sjá aó lítið lát ætlar að verða á endurkomum eldri ofursveita. rósí - Hallur Ingólfsson aftur á ferð Hljómsveitin Þrettán á alla athygli skilið fyrir plötu sína Salt. Nýja platan með rokkgreif- unum „öidnu" I Rolling stones mun bera titilinn Voodoo lounge og kemur út 12. júlí. Verður þetta fyrsta hljóðversplata hljómsveitarinn- ar slóan Steel wheels kom út árið 1989. Til að fylgja útgáfu plötunnar eftir, ætla þeir Jag- ger og félagar að halda ( enn eina heimsreisuna, sem standa mun í heilt ár. Á ferðalaginu munu ekki ómerkari listamenn en Lenny Kravitz, Stone temple pilots og nýstirnin í Co- unting crows hita upp fyrir þá. rslabelgirnir margvinsælu f bresku hljómsveitinni Madness, hafa hug á að láta heyra I sér enn á ný í haust. Ætla þeir m.a. að halda tón- leika í Finsburygarðinum í London 6. ágúst. Ekki er hins vegar vitað hvort ný plata sé I bígerð. Kvennarokkssveitin L7 send- ir frá sér nýja plötu, Hungry for stink, 12. júlí. Sveitin sló hressilega I gegn með síóustu plötu sinni, Bricks are heavy, þannig að spennan fyrir þeirri nýju er töluverð, en hún er sú fjórða I röðinni frá stúlkunum. Spin doctors, sem aldeilis hafa gert það gott, nú slð- ast með útgáfu sinni á Cree- dence clearwater revivallaginu Have you ever seen the rain I kjölfar vinsælda á eigin lögum eins og Little miss can’t be wrong af plötunni Pocket full of cryptionary, hyggjast nú fylgja velgengninni frekar eftir með nýju lagi sem kallast Cleopatr- as cat. Ný plata er svo einnig I deiglunni. Arió 1992 komu út hér á landi tvær ansi merkilegar rokkplötur I kraft- meiri kantinum, meó hljómsveitun- um Exizt og Bleeding volcano. Auk þess að geyma góðar lagasmíóar vakti það ekki hvaó síst athygli vió þessar plötur hversu vel þær voru unnar, yfirbragó þeirra þótti bæði fagmannlegt og vandað. Reyndar höfðu gagnrýnendur sumir hverjir þá skoðun að hljómur Bleeding volcano væri ekki nógu góður, en sú fullyrðing var að mínu mati ekki alls kostar rétt né nógu vel rök- studd. Hins vegar urðu örlög þess- ara hljómsveita þau, þrátt fyrir góó sköpunarverk, að leysast upp, en þó með ólíkum hætti og ástæóum. Exizt mun hafa hætt aó manni skilst I kjölfar misheppnaðar utan- ferðar, en Bleeding volcano var lögð nióur vísvitandi meó annaó I huga. Umbreyting Það er þó e.t.v. réttara aó tala um aó Bleeding volcano hafi um- breyst, frekar en aó hljómsveitin hafi verið lögð niður. Prímusmótor hennar og skapari, Hallur Ingólfs- son trommuleikari, gítarleikari og nú einnig söngvari með meiru, ákvaó einfaldlega, m.a. vegna breyttra aðstæóna aó skipta um nafn á henni. Kallast hljómsveitin nú XIII, Þrettán og er tríó, en Ble- eding volcano var kvartett. Meó Halli eru I Þrettán þeir Eiríkur Sig- urðsson gítarleikari, sem einnig kom við sögu hjá Bleeding volcano og Jón Ingi Þorvaldsson bassa- leikari. Hefur nú þetta hljómeyki Halls, ef svo má að orði komast, sent frá sér sína fyrstu plötu, sem nefnist því margræða nafni Salt. Kom platan nánar tiltekió út 13. maí síðastliðinn og inniheldur 13 lög, sem væntanlega er I sam- ræmi við nafnið á sveitinni og skír- skotar auðvitaó til hjátrúarinnar kringum þá tölu. (sem ekkert er aó marka, ekki satt?) Þaó var þó á fyrri hluta siðasta árs sem upptök- urnar fóru fram, vió óvenjulegar aóstæóur I vöruhúsi I Hafnarfirði, meó einföldu en góóu upptöku- tæki. Var það þá ekki Ijóst hvort um útgáfu yrði aó ræða, en útkom- an varó svo góó aó Hallur varó aó eigin sögn aó koma henni frá sér. Niðurstaðan er sem sagt komin I líki Salt á vegum Spor útgáfunnar. Verk þúsundþjalasmiðs Eins og áóur sagói er Þrettán, eins og Bleeding volcano, fyrst og fremst hljómsveit eins manns, Halls Ingólfssonar. Hafi fjölhæfni einhvern tímann átt vel vió, þá gildir þaó svo sannarlega um Hall. Hann lætur sér ekki bara nægja aö syngja og spila á gítar, bassa, hljómborð og trommur á plötunni, sem út af fyrir sig væri kapp nóg fyrir flesta, heldur semur hann einnig öll lög og texta, hljóóblandar plötuna og síðast en ekki síst hannar hann ytra sem innra útlit hennar. (Myndin sem prýðir hana þykir einkar falleg). Því er vart annaó hægt að ætla en aö á ferð- inni sé sannkallaður þúsundþjala- smiður og það sem meira er, Halli ferst verkið á allan hátt mjög vel úr hendi. í framþróun Eftir aó hlustað hefur verió ítarlega á Salt, sem byggó er upp á kraft- góðu og seiómögnuðu rokki á köfl- um, (öðruvísi veróur hún ekki með góðu dæmd), fer þaó vart á milli mála aó Hallur er I framþróun sem tónlistarmaóur og er að gera hluti á alþjóðlegum mælikvarða. Það gilti reyndar líka um Bleeding volc- ano- plötuna Damcrack, en nú eru lagasmíðarnar þroskaðri, I heild beinskeyttari og hljómurinn jafnvel ennþá betri á Salt en á henni, sem þó eins og áður sagði var mjög góó. Virkar platan vel jöfn og þétt út I gegn, en sem fremst meóal jafningja má nefna lög eins og Thirteen, Ghost, Family affairs, Crime og Cat. Salt er því rós í hnappagat Halls og félaga sem og íslensks rokks.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.