Dagur - 11.06.1994, Blaðsíða 2

Dagur - 11.06.1994, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 11. júní 1994 FRÉTTIR Stöplafiskur í Reykjahverfi: Nýjar perur Setur gæludýrafóður á markað - möguleikar á sölu á þurrkaðri loðnu til Japan kannaðir Muniö ódýru morguntímana aóeins kr. 270.- Sólba&sstofan Hamri. Stöplafiskur í Reykjahverfí hef- ur hafíð framleiðslu á gæludýra- fóðri og er að koma því á mark- að um þessar mundir. Fyrirtæk- ið hefur til þessa eingöngu fram- leitt harðfísk en fleira er í bígerð og m.a. er verið að kanna mögu- leika á sölu á þurrkaðri loðnu til Japan. Tryggvi Óskarsson, bóndi á Þverá, tók rekstur Stöplafísks á leigu um síðustu áramót og hóf framleiðslu á harðfiski og bita- fiski. Hann segir markaðssetningu hafa gengið nokkuð vel, fiskur frá fyrirtækinu fáist nú í verslununt um land allt að Vestfjörðum und- anskildum og áætlar að fram- leiðslan í ár verði um 6 tonn. „Annars eru menn íhaldssantir í þessum efnum og sem dæmi ntá nefna að margir Akureyringar eru enn að bíóa eftir að framleiðsla á ÚA-fisknum hetjist aftur en ég veit ekki til að það standi til,“ seg- ir Tryggvi. Nýlega hóf Stöplafiskur fram- leiðslu á gæludýrafóðri og er m.a. notast við hráefni sem fellur til við harðfiskverkunina. Fóðrið fæst nú þegar í verslunum á Húsa- vík og þess mun ekki langt að bíða að það konti á markað á Ak- ureyri. Tryggvi segir það sína Maestro Maestro Maestro Maestra Það er snjall leikur að hafa kreditkort frá einu fyrirtæki - en debetkort frá öðru. Með því móti tryggið þið ykkur aðgang að fleiri en einu greiðsluneti um allan heim. Fáið ykkur Maestro debetkort í næsta banka eða sparisjóði. Maestro Maestro Maestro Maestro Maestro Maestro DEBETKORT MEISTARIÁ SÍNU SVIÐI! Visa-kreditkorthafar! Tvöfaldið möguleika ykkar - með því að velja Maestro debetkort! skoðun að íslendingar eigi að framleiða allt sitt gæludýrafóður sjálfír í staó þess að flytja það inn. „Við vitum ekkert hvað við erum aó flytja inn og því getur það ver- ið mjög varasamt meó tilliti til sjúkdómahættu.“ Tryggvi hefur fleiri járn í eldin- urn. Fyrirtækið hefur gert tilraunir með þurrkaða loðnu til manneldis með hugsanlega sölu til Japans í huga. „Þetta er enn á tilraunastigi en vió erum komnir í viðræður við aðila í Japan. Gangi þetta upp gæti orðið um veruleg viðskipti að ræða.“ Auk þessa er Tryggvi með all- umsvifamikinn fjárbúskap og tek- ur að sér að srníða sumarbústaði. „Jú, það er vissulega í mörgu að snúast en ég er með fólk í vinnu og þannig bjargast þetta,“ segir Tryggvi en hjá Stöpiafiski starfa allt að sex rnanns. JHB 17. júní hátíð - eitthvað fyrir alla Húsvíkingar ætla ekki að láta sitt eftir liggja varðandi 17. júní hátíðarhöldin í ár, og ættu allir aldurshópar að geta fundið eitt- hvað við sitt hæfi. Iþróttafélagió Völsungur hefur- haft veg og vanda að skipulagn- ingu dagskrárinnar og munu há- tíóarhöldin hefjast með messu, sem séra Sighvatur Karlsson flyt- ur sóknarbörnum sínum. Þá taka íþróttirnar við og verður aö þeim afstöðnum lagt af stað í skrúðgöngu frá íþróttavellinum kl. 15:30. Að henni lokinni verður tveggja og hálfstíma dagskrá fyrir yngstu bæjarbúana vió Borgar- hólsskóla. A sama tíma mun full- orðna fólkið hlýða á hátíðardag- skrána í íþróttahöllinni. Um kvöldið verða tónleikar þar sem „blúsararnir" Vinir Dóra og Chicago Beau koma fram, en einnig verður boðið upp á harm- onikudansleik, þar sem Harm- onikufélag Þingeyinga mun halda uppi fjörinu. Hljómsveitin Gloría ntun síðan leika fyrir útidansleik fyrir alla fjölskylduna, og mun sú gleði standa til miðnættis. A Hótel Húsavík veröur síóan áframhaldandi gleði fyrir full- orðna fram eftir nóttu. ÞÞ Sparisjóður Akureyrar og Arnarneshrepps: 11.9 milljónir í hagnað Aðalfundur Sparisjóðs Akureyr- ar og Arnarneshrepps var hald- inn í maí. Þar kom fram að hagnaður af rekstri sjóðsins á síðasta ári nam 11,9 milljónum króna. Eigið fé sjóðsins nemur alls 114.9 milljónum, sem er 28,3% af niðurstöðutölu efnhagsreiknings, eiginfjárhlutfall samkvæmt Bis- rcglum var í árslok 49,2% en sam- kvæmt lögurn má hlutfallið ekki vera lægra en 8%. Innlán jukust á síðasta ári um 11,4% og nárnu í árslok 285 millj- ónum króna. Útlán jukust um 11,4% og námu í árslok 328,7 milljónum króna. Heildartekjur námu alls 55,2 milljónum og heildargjöld 43,3 milljónum króna. Sparisjóðsstjóri Sparisjóós Ak- ureyrar og Arnarneshrepps er Helga Steindórsdóttir. óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.