Dagur - 11.06.1994, Blaðsíða 6

Dagur - 11.06.1994, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Laugardagur 11. júní 1994 Jakob Björnsson verður næsti bæjarsljóri Akureyrar, sá áttundi í röðinni. Fyrr á öldum hefði hann hugsanlega tekið sér sæmdarheitið Jakob VIII, en Jakob er hins vegar fyrstur að því leyti að bæjarstjóri Akureyrar hefur ekki áður verið kjörinn pólitískri kosningu, sem efsti maður á framboðslista. Framsóknarmenn lögðu áherslu á þessa nýjung, þeir tefldu Jakob fram sem bæjarsljóraefni og nú er ijóst að hann verður bæjarstjóri í meiri- hlutasamstarfi Framsóknarflokks og Alþýðuflokks næstu Ijögur árin. En hver er Jakob Björnsson? Hver er hann, þessi nánast nýgræðingur í bæjarpólitíkinni sem hefur öðlast svo skjótan frama? Við ætlum að kynnast verðandi bæjarstjóra og högum hans í þessu við- tali. Þetta er ekki pólitísk yfirheyrsla, en að íjálfsögðu verður rætt um meirihlutaþreifing- arnar og ýmis stefnumál bæjarstjórans þótt maðurinn ^jálfur verði í öndvegi. Blaðamaóur Dags hitti Jakob á kaffihúsi í vikunni en vegna fyrirsjáanlegs ónæðis færð- um við okkur fljótlega yfir í skrifstofu Fram- sóknarflokksins, þar sem hinn frækni kosn- ingasigur var skipulagður. Og þá er að sjá hvort andinn í húsinu hafi einhver áhrif á viðtalið. - Hvenær munt þú setjast í stól bæjar- stjóra, Jakob? „Það er nú ekki frágengið á þessari stundu. Eg get ekki stokkið úr núverandi starfi hjá Skinnaiðnaði hf. því ég var ekki svo bíræfmn að segja upp í byrjun mars til aó vera laus núna. Hins vegar er fullt sam- komulag um þaó að tími minn þar verði eins stuttur og hægt er, en líklegast verður það ekki fyrr en um miðjan júlí sem ég kem al- veg inn í bæjarstjórastarfið.“ - En þú verður náttúrlega kominn í bæjar- stjóm sem formaður bæjarráós. „Já, það verður frá þeim tíma sem ný bæj- arstjóm tekur við, í næstu viku, og auðvitað fer ég þá að huga að hinu nýja starfi.“ - Ertu búinn að máta bæjarstjórastólinn? Heldurðu að hann sé nógu traustur? „Reyndar er ég búinn að prófa stólinn og hann virkar traustvekjandi. Þannig vildi til að á bæjarráðsfundi á dögunum þurfti ég að hringja út úr bænum og húsvörðurinn vísaði mér inn á skrifstofu bæjarstjóra. Ég viður- kenni að ég settist í stólinn meðan ég talaói í símann. Bæjarlögmaður heyrði einhvern um- gang og rak inn nefió og þegar hann sá mig í stólnum spurði hann: „Gastu nú ekki beóið?" En stóllinn ætti aö halda, þótt ég sé sennilega eitthvað þyngri en Halldór. Annars höfum við ekki vigtaó okkur saman," sagói Jakob og hló við. Nýir siðir með nýjum herrum - Aður en við förum í æviferlinn, Jakob, þá langar mig að spyrja þig aðeins um sérstöðu þína sem bæjarstjóri úr röðum kjörinna bæj- arfulltrúa. Kemur þessi nýbreytni til að hafa áhrif á eðli starfsins, verðuróu e.t.v. frekar stjómmálaleiðtogi en embættismaður bæjar- ins? „Þaó veróa tvímælalaust breytingar þegar bæjarstjórinn er einn úr hópnum. Að mínu mati skapast betri tengsl milli þeirra er ákvarðanir taka og þeirra er framkvæma. En auðvitað fer ég ekki þarna inn sem bæjar- eru óþægilegar að einhverju marki. Viö munum alls ekki ganga fram af neinu of- forsi," sagði Jakob. Ætlaði að vera rúmt ár í Noregi Víkjum þá að manninum á bak við starfið. Jakob er fæddur í Vopnafirði 27. apríl 1950. Hann er elstur fjögurra systkina, á tvær syst- ur og einn bróður. Foreldramir heita Val- gerður Jakobsdóttir og Björn Víglundsson. Þau búa í Vopnafirði sem og tvö systkini hans, en önnur systirin býr í Gautaborg. ,Já, ég ólst upp í Vopnafirði en frá árinu 1966 hef ég aðeins komið þangað sem gest- ur. Það ár fór ég í Laugaskóla í Reykjadal og útskrifaóist þaðan með gagnfræðapróf og landspróf, eins og kerfið var þá, árið 1968. Þaóan fór ég í Samvinnuskólann á Bifröst og útskrifaðist 1970. Síðan fór ég í framhalds- nám á vegum Samvinnuskólans, en það fólst í námskeiði í viðskiptadeild Háskólans, vinnu úti í fyrirtækjum og kennslu á Bifröst. Um þetta leyti var ég líka næturvörður á Hótel Reynihlíð, sem var mjög gaman, en að þessu loknu vann ég sem gjaldkeri hjá Kaup- félaginu í Hornafiröi. í mars 1973 fór ég til Noregs í framhalds- nám vió Norska samvinnuskólann. Þetta var eins árs nám sem skiptist jafnt í vinnu hjá fyrirtækjum og bóklegt nám í skólanum. Þama ætlaði ég sumsé að vera í rúmt ár en kom ekki aftur til Islands fyrr en 1982." - Hvað var þaó sem hélt þér föstum í Noregi? „Það var náttúrlega fyrst og fremst konan, ég giftist þama úti 1974. Eiginkonan heitir Linda og er skrifuó Bjömsson á norska vísu. Ég taldi hana á að flytja til Akureyrar 1982 og vera hér í tvö ár til reynslu, en við erum hér enn og ekkert fararsnið á okkur næstu árin.“ ÁhrifamiWar breytmgar Jakob og Linda eiga einn son, Sverri, og fjölskyldan býr í blokkaríbúó uppi í Tjarnar- lundi. Það er oft mikið átak að flytja á milli landa og ég spurði Jakob nánar um viðhorf hans til Noregs og viðhorf eiginkonunnar til íslands. „Linda fékk hálfgert „menningarsjokk“ fyrst eftir að viö komum hingað en það hefur breyst. Hins vegar togar heimþráin alltaf í mann, sama hvar maóur er. Linda á aldraða „Já, já og þrátt fyrir allt sem á hefur geng- ið verður hann sennilega aldrei af mér skaf- inn eða þveginn, enda ekki víst að ég kæri mig um það.“ Blendnar tilfínningar - Og þú fórst svo beint í faöm samvinnu- hreyfingarinnar þegar þú fluttist til Islands. „Já, ég hóf störf hjá Iðnaðardeild Sam- bandsins í ársbyrjun 1982 og hef fylgt skinnaiðnaðinum síðan gegnum allar svipt- ingarnar. Ég var fjármálastjóri hjá Islenskum skinnaiönaði hf. þar til yfir lauk, síðan hjá rekstarfélaginu og loks hjá Skinnaiðnaði hf. þar sem ég vinn við bókhald.“ - En pólitíkin, skelltirðu þér beint í hana? „Ég fór fljótlega að fylgjast með bæjar- pólitíkinni og gekk í Framsóknarfélag Akur- eyrar þar sem ég kom inn í stjóm sem gjald- keri. Afskipti mín af pólitík voru þó Htil framan af, eða þangað til fyrir fjórum árum að mér bauðst að taka þriðja sætið á lista Framsóknarflokksins og náói kosningu í bæjarstjórn." Hlutskipti Jakobs á þessu fyrsta kjörtíma- bili hans í bæjarstjórn var að sitja í minni- hluta ásamt flokkssystkinum sínum og full- trúa Alþýðuflokks, en nú var hann í efsta sæti B-listans og verður næsti bæjarstjóri Akureyrar. Frami hans í pólitík hlýtur því að teljast skjótur, eða er ekki svo, Jakob? „Þaó má ef til vill orða það svo, en vandi fylgir vegsemd hverri og það má segja að ég hafi staðist inntökuprófið þokkalega en síðan er skólagangan eftir og spurning með út- skriftina. Hafi mönnum fundist kosningabar- áttan strembin þá er það fyrst núna sem ríður á að vinna vel og auðvitað gera blendnar til- finningar vart vió sig, eins og alltaf þegar miklar breytingar verða á högum manns.“ Aðeins stundað íþróttir tilneyddur - Segðu mér eitthvað um áhugamál þín og tómstundir. Hefurður áhuga á listum eða íþróttum eða ertu jafnvel dellukarl á einhverju sviöi? „A mínum yngri árum var ég í kórum og ég hef gaman af því að hlusta á slíka tónlist og yfirleitt alls kyns tónlist. Ég get ekki stært mig af því aó vera duglegur að sækja menn- ingarvióburði en ég hef ákaflega gaman af því að fara í leikhús, en smekkur minn á leiklist sem og myndlist flokkast sennilega undir það að vera hefóbundinn eöa gamal- dags. Iþróttir hef ég aldrei stundaó, nema til- neyddur í skóla. A hinn bóginn hcfur áhug- inn aukist mikið eftir að strákurinn fór að stunda boltaíþróttir og hann þykir efnilegur í handboltanum. Vió höfum reynt aö styðja hann í þessu, farið með honum í keppnis- ferðir og fylgst með leikjum hér. Þetta hefur sannfært mig um gildi þess að styðja við það starf sem íþróttafélögin vinna fyrir ungt fólk.“ fyrra og fór 4-5 sinnum í röð. Eins lét ég hafa mig í það eitt sinn að setjast upp í svif- flugvél en því miður hélst hún illa á lofti og ég kenndi leióinlegu veðri um! Reyndar gekk frekar illa að troða mér inn í þröngt sætið en það var virkilega skemmtileg til- finning aó svífa um loftið án þess aó heyra nokkurt vélarhljóð.“ Skoðanakannanir og meirihlutaviðræður - Jæja, stökkvum aðeins yfir í pólitíkina á ný. Er ekki eitthvað hæft í því aö Framsókn og kratar hafi í rauninni gengið frá væntan- legu meirihlutasamstarfi þegar skoðanakann- anir birtust um fylgi flokkanna? „Nei, þetta gerðist nú ekki þannig. Hins vegar er því ekki að Ieyna aó þessi mögu- leiki blasti við þegar skoðanakannanir lágu fyrir og markmið Framsóknarflokksins í kosningabaráttunni var að koma sem sterk- astur út, fella meirihlutann og komast til áhrifa sem leiðandi afl við stjórn bæjarins. Það er því ekki óeólilegt þótt við höfum horft til Alþýðuflokksins, en það var ekki frá neinu gengið fyrr en kosningaúrslit lágu fyrir og þá var ekki annað á borðinu en að við myndum hefja viðræður við Alþýðuflokkinn og ekki ræða við aðra á meðan.“ Þáttur Fiat-bifreiðar Gísla Braga Hjartar- son, bæjarfulltrúa A-listans, í meirihlutavið- ræóunum er alþekktur og verður ekki tíund- aður frekar hér, en það vakti athygli að Gísli Bragi og Jakob komu gjarnan saman í bíln- um á framboðsfundi og var skýringin sú að þeir búa báðir á Brekkunni og bíll Jakobs var á verkstæði. - En meirihutinn er orðinn að veruleika, þar sem Framsóknarflokkurinn er í forystu. Þió hvöttuó kjósendur til að krossa við B- listann ef þeir vildu breytingar. Hvaða breyt- ingar eru þetta sem þið hafió helst í huga? Bæjarstjóm Akureyrar hefur fengiö orð á sig fyrir samheldni og litlar pólitískar þrætur og kannski varla við miklum breytingum að bú- ast. „Vonandi vinnur bæjarstjórn áfram í sátt og samlyndi að góðum málum. Fjöldi mála er þannig aó sá hópur sem þarna hefur valist sest yfir þau og reynir aó leysa þau eftir bestu getu með hag bæjarbúa og bæjarfé- lagsins í huga. Hins vegar voru ýmsar áherslur sem við vildum breyta. Við vildum efla starf bæjarins aó öllu sem lýtur aó at- vinnumálum. Okkur fannst að það starf þyrfti að skipuleggja mun betur og ætlum okkur aö efla starfsemi Atvinnuskrifstofu bæjarins. Við viljum að bærinn hafi meira frumkvæði. Möguleikarnir liggja víða, svo sem í vinnslu sjávarafurða, ferðaþjónustu, uppbyggingu á skólaþjónustu og heilsugæslu og hvaðeina. Við viljum koma upp þeim vettvangi sem Atvinnuskrifstofan er til að vinna að þessum málum eins skipulega og „Nauðsynlegt að hlusta á skoðanir almennings“ stjóri framsóknarmanna eöa meirihlutans eingöngu, hcldur allra bæjarbúa. Þó koma aö einhverju marki nýir siðir með nýjum herr- um og ég hef hugsað mér að koma í veg fyrir að á bæjarstjórann hlaðist seta í alls kyns stjórnum, nefndum og ráóum. Ég tel það óheppilegt að því leyti, aó ég held að bæjar- stjórastarfið og þaó sem því fylgir krefjist óskiptra krafta og aó bæjarstjórinn eigi ekki aó bæta á sig trúnaðarstörfum sem hægt er að fá hæfa menn til að gegna. Þá hef ég litla löngun til að festast í daglegum skrifstofu- störfum heldur virka frekar sem verkstjóri hópsins, en þetta veróur auðvitað að spila eftir eyranu að hluta til. Mér skilst á forvera mínum að það sé endalaust hægt að eyóa tíma í starfið." Jakob ræddi líka um stjórnkerfi bæjarins og hugsanlegar áherslubreytingar. Hann vill gera kerfið skilvirkara og telur aó ný sjónar- hom og hugmyndir leiói til breytinga. „Það er ekki meiningin að rústa því sem fyrir er, þótt vissulega geti komið til ákvarðana sem foreldra í Noregi og vill að sjálfsögóu eyða tíma með þeim. Svo er alltaf öðruvísi aó vera fjarri heimalandinu, jafnvel þótt þjóðir séu líkar. Það skapar óhjákvæmilega tilfinninga- Ieg vandamál aó flytja sig um set. Við bjuggum í Bærum, rétt utan við Osló, og mér líkaöi ekki alls kostar við umhverfið í fyrstu. Þarna er allt þakið trjám og ég sakn- aði þess að geta ekki komist upp úr þykkn- inu og horft yfir landslagió. Það tekur langan tíma að aðlagast nýju umhverfi og þótt maó- ur læri tungumálið fljótt fannst mér ég ekki vera gjaldgengur fyrr en ég fór að skilja orðatiltæki og hugsanagang Norðmanna, sem tekur mun lengri tíma en að gera sig þokkalega skiljanlcgan.“ - Við hvað vannstu þarna úti í Noregi? „Ég vann hjá samvinnufyrirtækjum, bæði í Bærum og Osló, og síðustu árin vann ég hjá fyrirtæki sem flutti inn Ijósmyndavörur, skart- gripi, fatnað og fleira frá Austurlöndum." - Samvinnustimpillinn hefur þá löngum loðað við þig. - segir Jakob Björnsson, áttundi bæjar- stjóri Akureyrar Lionsklúbburinn Hængur hefur notið krafta Jakobs síðastliðinn áratug og hann segir félagsskapinn góðan og starliö áhuga- vert, en síðustu tvö árin hafi hann þó lítið sem ekkert getað sótt fundi. „Ég hef verið í erilssömu starli og frí- stundirnar hafa flestar farið í pólitíkina. Að öðru leyti er ég heimakær og enginn dcllu- karl. Þó hefur mér verið strítt á því hvað ég hef mikinn áhuga á því aó fljúga, sérstaklega í litlum flugvélum. Ég var eins og ákafur krakki þegar þeir voru með flugdag 17. júní í kostur er, en um útfærsluna er erfitt að segja til um í smáatriðum á þessari stundu.“ Hef áhuga á að gefa meira færi á mér „Ég er líka sannfærður um að þaó er hægt að breyta vióhorfinu töluvcrt og koma að ýms- um hlutum án þess aó til komi bein fjárút- lát,“ hélt Jakob áfram. „Þá komum við aftur aö stjórnkcrfinu, án þess aö ég sé á nokkurn hátt að áfellast þá menn scm þar sitja í emb- ættum. Ég tel aö það sé hægt að gcra kerfið á mjög mörgum sviðum aógengilegra og sveigjanlegra, cfla þjónustulund og gera menn opnari fyrir nýjungum og áherslu- breytingum. Það er ekki síst á þessu sviói sem mig langar til að sjá breytingar til að byrja meó. Síðan munum við koma að for- gangsröðun verkefna og möguleikum á að flýta stærri verkum mcð það fyrir augum að auka atvinnu. Þetta þarf allt aó skoða, en fjármunirnir til góðra mála eru ekki ótak-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.