Dagur - 11.06.1994, Blaðsíða 5

Dagur - 11.06.1994, Blaðsíða 5
Laugardagur 11. júní 1994 - DAGUR - 5 MANNLÍF 60 ára fermingar systkini hittast Þaö urðu heldur betur fagnaó- arfundir þegar 60 ára ferm- ingarsystkini á Akureyri komu saman í Safnaðarheim- ili Akureyrarkirkju sunnudag- inn 29. maí sl. Fólk kom víða aó af landinu og átti ánægju- legan dag. Um morguninn var gengið til kirkju þar sem sr. Sigurður Guómundsson, vígslubiskup, prédikaði. Síð- an var efnt til skoðunarferóar um Akureyri og loks hittist hópurinn í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju þar sem meðfylgjandi myndir voru teknar. óþh Kristján Stefánsson, Ólafur Sigurðsson, Anna Björnsdóttir, Sigurlín Ingimarsdóttir og Stefán Árnason. Myndir: Robyn. Guðbrandur Magnússon og Ingibjörg Karls- Undirbúningsncfndin: Sr. Sigurður Guðmundsson, vígslubiskup, dóttir. Hanna Stcfánsdóttir, Þórhalla Þorsteinsdóttir og Stefán Árnason. Snorri Sigfússon, Sólvcig Sigurðardóttir, Ottó Snæ- Jónas Þorsteinsson, Matteha Kristjánsdóttir og Sigur- björnsson, Jón A. Stcfánsson og Auður Kristjánsdóttir. lína Pálsdóttir. Eigendaskipti á Aðalstræti 14: Gamli spítalinn breytist í safh og félagsheimili Gerður hefur verið samstarfs- samningur um kaup, endurbygg- ingu og rekstur Aðalstrætis 14 - Gudmanns Minde eða Gamla spít- alans. Að samningnum standa Húsfriðunarsjóður Akureyrarbæj- ar, Læknafélag Akureyrar, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Norð-Austurlandsdeild), Minja- safnið á Akureyri og Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri. Húsfriðunarsjóður Akureyrar- bæjar fjármagnar kaupin á Áöal- stræti 14, en húsið er í eigu Eiðs Baldvinssonar og veröur gerður sérstakur kaupsamningur við hann. Húsfriðunarsjóður verður því eigandi Gamla spítala en rekstraraðilar hússins verða Læknafélag Akureyrar og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Norð- Austurlandsdeild). Húsið er byggt árið 1836 og það er l'riðað samkvæmt ákvæðum þjóðminjalaga. Endurbætur, rekst- ur og untgcngni um húsið verða að samræmast ákvæðum laganna. Gantli spítalinn verður rekinn í þrcmur ntegin einingum, þ.c. sem safn, félagsaðstaða fyrir félög rekstraraðila og húsvarðaríbúð. Safnið er minjasafn um sögu sjúkrahúss, lækninga og hjúkrunar á Akureyri og það veróur rekið í samráði við Minjasalnið á Akur- cyri, sem veitir faglega ráðgjöf og umsjón skv. sérstöku samkomu- lagi. I samstarfssamningnum eru einnig ákvæði um greiðslu rekstr- arkostnaðar, fjármögnun cndur- bóta, viðhald og fleiri atriði sem lúta að framtíðarhlutverki þcssa sögufræga húss. SS Frá undirritun samstarfssamningsins. Halldór Jónsson skrifaði undir fyrir hönd Húsfriðunarsjóðs Akurcyrarbæjar og Þóra Ákadóttir, Loftur Magn- ússon, Vignir Sveinsson og Guðný Gerður Gunnarsdóttir fyrir hönd ann- arra aðila að samningnum. Mynd: Robyn. Ungt fólk! - Vest Norden - Dagana 5.-11. júlí mun Vest Norden ferðamálanefndin standa fyrir vinnuferð færeyskra, grænlenskra og íslenskra ungmenna á söguslóðir í Skagafirði. Fimm sjálfboðaliðar koma frá hverju þessara landa og er hér með auglýst eftir áhugasömu fólki á aldrinum 17-21 árs til að taka þátt í þessu verkefni. Þeir sem geta gert sig skiljanlega á norð- urlandamáli ganga fyrir við val á þátttakendum. Ferðin verður þátttakendum algjörlega að kosmaðar- lausu. Áhugasamir sendi umsóknir til Ferðamálaráðs, Strandgötu 29, Akureyri eigi síðar en 16. júní nk. | Nánari upplýsingar eru veittar þar, í síma 12915. Vaglaskógur! Tjaldsvæðið í Vaglaskógi verður opnað miðvikudaginn 15. júní. Hjólhýsaeigendur hafa rétt á stæðum sínum til 20. júní. Skógarvörður. Til sölu Fiskveiðasjóður íslands auglýsir til sölu fasteign- ina Hamraenda 5, Stykkishólmi (fiskverkunar- hús), óður eign Hamraenda hf. Tilboð í eignina óskast send ó skrifstofu sjóösins fyrir kl. 15.00, mónudaginn 27. júní 1994, merkt „Hamraendar". Nónari upplýsingar um eignirnar og þann búnað, sem þeim fylgir, veitir Ragnar Guðjóns- son ó skrifstofu sjóðsins, Suðurlandsbraut 4, Reykjavík í síma 679100. Áskilinn réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Fiskveiðasjóður fslands. Félagsmálastofnun Akureyrar Hafnarstræti 104 Pósthólf 367,602 Akureyri. Sími 96-25880 Fax 96-12452. Ertu aÖ leita að skemmtilegu og gefandi verkefni? Hvernig væri að gerast liðveitandi? Liðveisla er fyrir fatlaða og er ætluð til að rjúfa félags- lega einangrun. Ennfremur afleysing fyrir a&standendur fatlaðra barna. Libveitanda vantar fyrir glaðlyndan og fjörugan 7 ára dreng. Drengurinn er mikið fatlaður. Hann vantar ein- hvern sem er tilbúinn að fara með honum út, koma heim til hans e&a taka hann heim til sín 16 tíma á mán- uSi. Æskilegt er aS viSkomandi eigi sjálfur barn á svip- u&um aldri. Einnig vantar libveitendur fyrir fólk á öllum aldri. Laun samkvæmt 64. launaflokki STAK. Upplýsingar veitir Anna Marit í sima 15880.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.