Dagur - 11.06.1994, Blaðsíða 11
Laugardagur 11. júní 1994 - DAGUR - 11
AF ÚOTUNNI
SOLEY RANNVEIC HALLGRIMSDÓTTIR
Suðræní vagninn
í göngugötunni
- spjallað við Einar Áskelsson ávaxtasala
Sólskins fagur sumardagur
sintúð hressir, vermir blóð,
léttir geð og lífgar gleði
lyftir huga og kveikir móð
er skýja drungi og skúra þungi
skugga slœr á sálu mín.
Vonin bjarta vor í hjarta
vekur, innra sólin skín.
(Grímur Thomsen)
Ég labbaði í bæinn, mér létt í
skapi var (alveg eins og í laginu)
og viti menn. Hann var kominn.
Þarna stóð hann í allri sinni suð-
rænu dýrð og litirnir, umm... ég
fékk vatn í munninn. Hvað var
þetta eiginlega? Jú, ávaxtavagn-
inn hans Einars. Eg gat platað
nokkur vínber út úr honum og
einnig smá spjall.
- Af hverju ávaxtasala í göngu-
götunni?
„Fyrst af öllu er ég að skapa
mér atvinnu. Svo er gaman að
vera í hjarta bæjarins, allt morandi
af lífi í kringum mig.“
- En ávextir frekar en ullar-
sokkar?
„Þeir eru svo ferskir. Kannski
er það þessi suðræna ævintýraþrá
scm ég sækist eftir hérna á noró-
urhjaranum.“
Fæ fiðring á vorin
- Er þetta sjálfstæóur rekstur?
„Já, ég vinn hjá sjálfum mér.
Fyrsta sumarið vorum vió tvö.
Þetta var skyndihugmynd, okkur
vantaði vinnu, vorum í skóla og
ákváðum að slá til. Núna er þetta
þannig að ég fæ fiðring á vorin.“
- Hvað ertu búinn aö vera lengi
hérna?
„Þetta er þriðja sumarið sem ég
fer á þessa vertíð. Svo um helgar
þá leita ég uppi alla markaði og
kcyri þangaö.“
- En sumarveðráttan hefur látið
bíða cftir sér, er ekki erfitt að
standa í kuldanum?
„Þetta er svo gaman þegar er
gott veóur, cn jafn hræóilegt í
frosti og éljum. Eg sagði í fyrra-
haust: Aldrei skal ég bjóöa rnér
þetta aftur. En maður á víst aldrei
að segja aldrei og ég er búinn aö
komast að því núna.“
Verðum að skapa miðbæjar-
stemmninguna sjálf
- Mér finnst vagninn setja
skemmtilegan svip á bæinn.
Hvernig líst þér á miðbæinn í
dag?
„Mér finnst hann á heildina lit-
ið allt of daufur, eins með fram-
kvæmdirnar við torgið sem ég veit
reyndar ekki hvort er lokið að
fullu. Þetta er allt eitthvað svo
grátt. Það vantar meiri hlýju fyrir
augað, eitthvað sem lífgar og lað-
ar meira að.“
- Ertu meó einhverjar tillögur?
„Skiljanlega spilar veðrið þarna
mikið inn í, en hugsanlega mættu
fleiri aðilar með hugmyndaílug og
kjark, þá meina ég fólk sem er í
lista- og menningargeiranum,
koma þarna og lífga upp á. En það
er eitt í þessu senr mig grunar, aó
Akureyrarbær vti ekki nóg undir
þetta. Það eru einhverjar skipu-
lagsreglur um göngugötuna og
torgið. Svo þurfa allir að fá leyfi
fyrir öllu og það getur verið ansi
fráhrindandi. Mér finnst að mið-
bærinn eigi að vera fyrir fólkið í
bænum og hugmyndir, hverjar
sem þær eru. Það gerir enginn
miðbæjarstemmninguna fyrir okk-
ur, við verðum að skapa hana
sjálf.“
Langar að ræða við
spámanninn í Keiduhverfi
- Hvaö gerirðu annað en að vera
„downtown“, er einhver tími fyrir
áhugamál?
„Ég sel bækur á kvöldin. Nú,
ég er gamall fótboltamaður og
fylgist vel með boltanum. Einnig
fínnst mér afar skemmtilegt að
vera innan um gott fólk (ég er bú-
inn að sjá ótrúlegustu týpur af
fólki í þessum bæ, ég vissi ekki að
það byggi svona skemmtilegt fólk
hérna fyrr en ég fór að sclja). Svo
hef ég gaman af því aö ferðast,
stefni á að gera mikið af því í
framtíðinni."
- A ávaxtasalinn eitthvert
mottó í lífinu?
„Að læra af reynslunni, til þess
aó geta haldið áfrarn aó þroska
sjálfan mig.“
- Eitthvað að lokum?
„Mig langar mikið að ræða við
þcnnan spámann í Kclduhvcrfmu,
sem hótar sama veðrinu og var í
fyrrasumar.“
- Takk fyrir, Einar Áskelsson.
I ........................................... I
Innilegar þakkir sendi ég öllum
þeim sem glöddu mig á 75 dra
afmæli mínu hinn 5. maí sl.
Siguröur Þórisson
Grænavatni. ;
Atak um skrásetningu á
sendibréfum eftir Kjarval
og Ásmund Sveinsson
Vegna átaks um varðveislu heimilda um íslenska
listasögu, fara Kjarvalsstaðir og Ásmundarsafn
þess vinsamlegast á leit vió eigendur sendibréfa
frá listamönnunum Jóhannesi S. Kjarval og Ás-
mundi Sveinssyni, að fá aðgang að þessum
sendibréfum til skrásetningar.
Góðfúslega hafið samband við Ásmund Helgason
að Kjarvalsstöðum í síma 91-26188.
immmmmmmmmmimmmmmmmmimmmmmmmmmmmmmmmimmmmmmiimmmmiig
Sumarhúsasýning
laugardag og sunnudag kl.13.00* 17.00.
Ný gerð -
nýtt útlit.
Verið velkomin.
,TRÉSMIÐJAN
,TRESMIÐJAN A4
MOGILSF.yn
SVALBARÐSSTRÓND 0 96-21570 I«0
Kaffihlaðborð
Vegna handverks 94 að Hrafnagili, bjóð-
um við upp á glæsilegt kaffihlaðborð
sunnudaginn 12. júní frá kl. 15.00-18.00.
Verið velkomin.
Hótel Vin Hrafiiagili
mmaamtm
Kjarnalundardagur!
Sunnudaginn 12. júní fró kl. 14.00-17.00 sýnum við
okkar glæsilega hús í Kjarnaskógi sem nú er starfrækt
sem hótel um tíma.
♦ Kaffisala
♦ Kaffi og kökur við Ijúfa harmónikkutónlist.
♦ Sumarblómasala.
♦ Kökubasar.
♦ Flóamarkaður.
Komið og sjóið með eigin augum þaó grettistak sem
hér hefur veriS lyft.
Náttúrulækningafélag Akureyrar.
Frá
menntamálaráðuneytinu
Laus er til umsóknar staða íþróttakennara við
skólabúðirnar í Reykjaskóla.
Umsóknarfrestur er til 24. júní.
9. júní 1994
Menntamálaráðuneytið.
tvmna ■ Atvinna ■ Atvmna
Hornbrekka Ólafsfirði
Óskum eftir að ráða
hjúkrunarfræðinga
í sumarafleysingar á heilsugæslustöð og sjúkra-
og ellideild Hornbrekku Ólafsfirði.
Upplýsingar gefa Halla hjúkrunarforstj. heilsugæslu-
stöövar, sími 62480 eða 62676. Sonja hjúkrunarforstj.
sjúkra- og ellideildar, sími 62480 eöa 62538.