Dagur - 11.06.1994, Blaðsíða 12
12 - DAGUi-í - Laugardagur 11. júní 1994
FRAMHALDSSAGA
BJÖRN DÚASON TÓK SAMAN
Saga Natans og Skáld-Rósu
30 Wflfli- | pangaö voriö eftir. var þá bær- I Þaö bar eigi allsialdan viö,
39. kafli:
Frá Guðmundi,
bróður Natans
Þau Guömundur Ketilsson og
Helga bjuggu allmörg ár á
Sneis, og var efnahagur þeirra
meö miklum blóma, en þeim
varö ekki barna auöiö. Er mælt
aö Helgu hafi verið talin trú um,
aö slíkt væri Guömundi aö
kenna og hafi þaö leitt til þess,
aö hún lét hann eigi einhlítan. En
börn átti hún eigi heldur. Guö-
mundur lét fyrst, sem hann vissi
eigi, en þar kom, aö honum þótti
eigi viö vært og gekk hann frá
Helgu. Lét hann hana halda
fasteign þeirri, er hann haföi
fengiö meö henni og helming
lausafjár og þó ríflega. Komu
þau sér saman um lagaskilnaö.
Guömundur tók þá Neðri-Lækj-
ardal í Refasveit og setti þar
saman bú. Var þaö lítiö fyrst, en
blómgaöist brátt, því hann var
bæöi aflamaður á sjó og smiður
góöur, vann sér því allmikið inn,
og llka haföi honum heppnast
aö velja sér bústýru duglega og
ráödeildarsama. Hún hét Auö-
björg og var Jónsdóttir. Hún var
á unga aldri, fríö sýnum, góölát
og vel aö sér Felldu þau hugi
saman og ásetti Guðmundur sér
aö giftast henni, þá er skilnaöur-
inn viö Helgu væri fullgjör. En
áöur þaö yrði, ól Auöbjörg mey-
barn og kenndi Árna nokkrum.
En raunar var Guömundur faöir
hennar. Var þetta gjört til þess,
aö gifting þeirra Guömundar og
Auðbjargar yröi eigi óheimil aö
lögum. Enda giftust þau er tími
var til. Meyna ólu þau upp, sem
hjónabandsbarn þeirra væri.
Hún var nefnd Ögn, og mun
vera hin fyrsta meö því nafni hér
á landi. Þá haföi Guömundur bú-
iö 3 ár í Lækjardal, er Natan var
myrtur. Fékk Guömundur þá III-
ugastaði til ábúöar og flutti
þangaö voriö eftir. Vár þá
inn I rústum og húsaöi Guö-
mundur hann svo vel, aö hann
þótti bera af flestum bæjum. Ber
hann þess merki enn. Bæjarlæk-
inn leiddi Guömundur gegnum
eldhúsiö, en áöur varö aö taka
vatn úti. Jörðina bætti hann
stööugt meðan hann liföi. Hann
kom þar á góöu æöarvarpi, sem
aður var mjög lítiö. Raunar haföi
Natan byrjaö aö rækta þaö, en
honum entist ekki tími til þess,
svo að neinu munaöi. Guömund-
ur hlóö garö úr stórgrýti, hálf-
eyju, sem þar er, svo hún varö
friöuö fyrir fénaöi af landi, bjó
þar um fyrir æðarfugl og bar
þaö svo góöan árangur, aö á
efri árum Guðmundar var 40
punda varp á lllugastööum. Svo
þótti mikiö variö í jaröabætur
Guömundar, aö konungur, eöa
konunglega danska landbúnað-
arfélagiö, sæmdi hann verölaun-
um. Mun þaö hafa veriö aö til-
hlutan Bjarnar Ólsens umboðs-
manns. Verölaunin voru stór silf-
urbikar. Gaf Guömundur hann
sóknarkirkju sinni, Tjarnarkirkju,
og var hann hafður fyrir kaleik
þar. Guömundi þótti mikilsvert
um sæmd þessa, því áöur leit
hann svo á, aö eigi bæri hann
„óflekkaö mannorð'' síöan hann
var dómfelldur foröum. Guö-
mundur orti talsvert af lausavís-
um og smákvæðum og þótti oft
fyndinn, en sumum þótti eigi
laust viö, aö kerskni og áleitni
brygöi fyrir í kveöskap hans
framan af ævinni. En á efri árum
sínum lagöi hann allt slíkt niöur.
Til þess benda þessar vísur:
Þegar ég sit í sal
með sveinum fleirum
heyrist mér hanagal
að hugar-eyrum.
Ávarp mest það mig
með þessum orðum:
„Héðan af hægra' um þig
hafðu en forðum. “
eigi allsjaldan viö, aö
hann kvaö vísur upp úr svefni,
ýmist heima eða á öörum bæj-
um. Væri hann staddur hjá því
fólki, sem honum var lítið um, þá
gat viljaö til, aö hann kvæöi svo
um þaö ( áheyrn þess, aö slíkt
heföi honum ekki haldist uppi, ef
í vöku heföi verið. Héldu margir
aö þá væri svefn hans uppgerö,
til þess aö veröa ekki sakaöur
um kveöskapinn. En nú telja
menn víst, aö hann hafi raunar
haft þetta eðli - aö kveöa upp úr
svefni, og mun þaö hafa veriö
ættgengt, því víst var þaö aö
Ögn dóttir hans haföi það eölis-
far, sem síöar mun veröa sagt
frá. Þaö hafa kunnugir menn
sagt, aö þó kveöskapur Guö-
mundar þætti blandinn framan
af, þá hafi hann jafna fylgt þar
sannfæringu sinni - kveöiö lof
um þá, er honum þóttu lofsverð-
ir, en hnjóöaö aöra, er honum
þóttu hnjóös maklegir. Og svo
segir hann sjálfur:
„Heims mun þjóðin hafa vott,
heims þó móður banni:
Orti' ég Ijóð um illt og gott
eins og stóð á sanni."
Guömundur var draumamaö-
ur mikill og berdreyminn og var
þaö ættgengt, því öll ætt hans
var draumspök. Haföi hann
mikla draumatrú frameftir æv-
inni. En eitt sinn dreymdi hann,
aö honum þætti sér vera sagt:
„Þú átt aö deyja sama dag og
sýslumaður þinn." Taldi hann nú
víst, aö hann myndi deyja sama
daginn sem Blöndal sýslumaö-
ur. En svo dó Blöndal 23. júní
1846, en Guömundur liföi. Var
draumatrú hans veikari eftir
þetta. Arnór Arnórsson fékk sýsl-
una eftir Blöndal og hélt hana í
13 ár. Hann dó 24. júní 1859.
Þann sama dag dó Guðmundur.
Haföi mikið þótt til hans koma,
einkum á síöari árum hans.
UM VÍÐAN VÖLL
Spaug
„Mamma, ég hef magaverk,“
sagói Sigga litla 6 ára.
„Það er bara af því aó þú
vildir ekki borða matinn þinn.
Maginn er tórnur!"
Skömmu síðar kom pabb-
inn heim og kvartaði sáran yf-
ir því að hann hefói haft höf-
uóverk allan daginn. Þá gall í
Siggu litlu:
„Það er bara af því að höf-
uóió er tómt!“
Svenni litli hafói séö ný-
fædda kettlinga hjá nágrann-
anum, sem hann var mjög
hrifinn af. Hann eyddi öllum
frístundum sínum þar, en dag
nokkum kom hann hágrátandi
heim og sagói mömmu sinni
að nágranninn hefði drekkt
öllum kettlingunum nema
einum.
Mamman reyndi aó skýra
út fyrir syni sínum að ekki
vær hægt að láta öll afkvæm-
in lifa, þá yróu einfaldlega allt
of margir kettir.
Stráksi þurrkaði tárin, leit á
mömmu sína og sagði:
„Mikið var ég heppinn.
Hvaó vorum við eiginlega
mörg?“
Furður
Nú segir frá heimsins stærsta
árabáti. Ptolemeos IV (dó árió
181 f.Kr.) í Fom- Egyptalandi
var ákaflega hrifinn af stórum
skipum og sjálfur teiknaói
hann og lét smíóa mörg slík.
Það stærsta sem var sjósett
var 128 metra langt og 30
metra breitt. Þaó var knúió
4.000 árum og einn maður vió
hverja ár. - Róa, róa, samtaka
nú!
DAOSKRA FJOLMIÐLA
SJÓNVARPIÐ
LAUGARDAGUR
11. JÚNÍ
09.00 Morgunsjónvarp
bamanna
Kynnir er Rannveig Jó-
hannsdóttir. Norræn goða-
fræði. Hefndin. Þýðandi:
Kristín Mántylá. Leikraddir:
Þórarinn Eyfjörð og Elva
Ósk Ólafsdóttir. (Nordvision
- Finnska sjónvarpið) Hvar
er Valli? Valli heldur á vit
ævintýranna með hundin-
um Voffa. Þýðandi: Ingólfur
B. Kristjánsson. Leikraddir:
Pálmi Gestsson. Galdrakarl-
inn i Oz. Tekst dvergunum
að leggja Smaragðsborg
undir sig? Þýðandi: Ýrr
Bertelsdóttir. Leikraddir:
Aldís Baldvinsdóttir og
Magnús Jónsson. Dagbókin
hans Dodda . Doddi reynir
að tolla í tískunni. Þýðandi:
Anna Hinriksdóttir. Leik-
raddir: Eggert A. Kaaber og
Jóna Guðrún Jónsdóttir.
10.20 Hlé
15.00 Staður og stund
Fuglar landsins: Flórgoði
Endursýndur þáttur frá
mánudegi.
15.15 Eldhúsið
Endursýndur þáttur frá
miðvikudegi.
15.30 íþróttahomið
Endursýndur þáttur frá
fimmtudegi.
16.00 Hverjir em bestir?
1 þættinum spá íslenskir
knattspyrnuáhugamenn í
spilin fyrir heimsmeistara-
keppnina sem hefst í
Bandaríkjunum 17. júní. Þá
verða sýndar svipmyndir af
mörgum þeirra liða, sem
taka þátt í mótinu, og litið á
þá leikmenn sem mesta at-
hygli vekja. Annar þáttur
um sama efni verður á dag-
skrá 16. júní. Umsjón:
Samúel Örn Erlingsson.
17.00 iþróttaþátturinn
17.50 Táknmóisfréttir
18.00 Völundur
(Widget) Bandarískur
teiknimyndaflokkur um
hetju sem getur breytt sér í
allra kvikinda líki. Garpur- j
inn leggur sitt af mörkum til
að leysa úr hvers kyns
vandamálum og reynir að
skemmta sér um leið. Þýð-
andi: Ingólfur Kristjánsson.
Leikraddir: Hilmir Snær
Guðnason og Þórhallur
Gunnarsson.
18.25 Flauel
Tónlistarþáttur í umsjón
Steingríms Dúa Mássonar.
18.55 Fréttaskeyti
19.00 Strandveiðir
(Baywatch III) Bandarískur
myndaflokkur um ævintýra-
legt lif strandvarða í Kali-
forníu. Aðalhlutverk: David
Hasselhof, Nicole Eggert og
Pamela Anderson. Þýðandi:
Ólafur B. Guðnason.
20.00 Fréttir
20.30 Veður
20.35 Lottó
20.40 Simpson-fjölskyldan
(The Simpsons) Bandarísk-
ur teiknimyndaflokkur um
Hómer, Marge, Bart, Lísu
og Möggu Simpson og æv-
intýri þeirra. Þýðandi: Ólaf-
ur B. Guðnason.
21.10 Laugardagur,
sunnudagur, mánudagur
(Sabato, domenica, lunedi)
ítölsk sjónvarpsmynd í létt-
um dúr um viðburðaríka
helgi í lifi roskinna hjóna í
Napólí. Leikstjóri er Lina
Wertmuller og aðalhlutverk
leika Sophia Loren, Luca de
Filippo og Luciano de
Crescenzo. Þýðandi: Þuríður
Magnúsdóttir.
22.55 Hin dularfullu enda-
lok Edwins Droods
(The Mystery of Edwin
Drood) Bresk sakamála-
mynd byggð á síðustu sögu
Charles Dickens sem hann
náði ekki að ljúka fyrir
dauða sinn. Kórstjóri í bæn-
um Cloisterham fyllist af-
brýði út i frænda sinn og
grípur til sinna ráða. Leik-
stjóri: Timothy Forder. Að-
alhlutverk: Robert Powell,
Rupert Rainsford, Michelle
Evans, Jonathan Philips og
Finty Williams. Þýðandi:
Veturliði Guðnason.
00.40 Útvarpsfréttir i dag-
skrárlok
SJÓNVARPIÐ
SUNNUDAGUR
12. JÚNÍ
09.00 Morgunsjónvarp
bamanna
Kynnir er Rannveig Jó-
hannsdóttir. Perrine. Óvænt
atvik gerir Perrine lífið leitt.
Þýðandi: Jóhanna Þráins-
dóttir. Leikraddir: Sigrún
Waage og Halldór Björns-
son. Leikhús Mariu. Leik-
þáttur eftir Herdísi Egils-
dóttur. Leikendur: Svanlaug
Jóhannsdóttir, Edda Heið-
rún Backman og Hallur
Helgason. Leikstjóri: Árni
Ibsen. (Frá 1989) Gosi. Nú
fær Gosi að vita hvar brúðu-
smiðinn er að finna. Þýð-
andi: Jóhanna Þráinsdóttir.
Leikraddir: Örn Árnason.
Maja býfluga. Hrekkjótt
flugukríli hrella vinina á
enginu. Þýðandi: Ingi Karl
Jóhannesson. Leikraddir:
Gunnar Gunnsteinsson og
Sigrún Edda Björnsdóttir.
10.25 HM í knattspyrnu
Endursýndur verður 13.
þáttur sem sýndur var á
mánudagskvöld.
11.20 Hlé
17.30 Ljósbrot
Úrval úr Dagsljóssþáttum
vikunnar.
18.20 Táknmáisfréttir
18.30 Hanna Lovisa
(Ada badar) Norskur barna-
þáttur. Þýðandi: Jóhanna
Jóhannsdóttir. Sögumaður:
Ólöf Sverrisdóttir. (Nordvisi-
on)
18.40 Jónatan
(Jonathan) Kanadísk mynd
um ungan íshokkíleikara.
Þýðandi: Ólöf Pétursdóttir.
Leiklestur: Þorsteinn Úlfar
Björnsson. (Evróvision)
18.55 Fréttaskeyti
19.00 Úr riki náttúrunnar
Að sjá hið ósýnilega (Survi-
val: Seeing the invisible)
Bresk heimildarmynd um
sjón og litaskyn skordýra.
Þýðandi: Ingi Karl Jóhann-
esson. Þulur: Þorsteinn Úlf-
ar Björnsson.
19.30 Vistaskipti
(A Different World) Banda-
rískur gamanmyndaflokkur
um uppátæki nemendanna í
Hillman-skólanum. Þýðandi:
Ólöf Pétursdóttir.
20.00 Fréttir og iþróttir
20.35 Veður
20.40 Svikráð
(Sell Out) Spennumynd sem
gerist á írlandi 1998. Ung
kvikmyndagerðarkona
memst á snoðir um
spillingu með ráðamanna
og framagosi í viðskipta-
lífinu, en þeir sem völdin
hafa reyna að hindra að
sannleikurinn komi fram.
Þetta er saga um hneyksli,
pólitískt leynimakk og
misbeitingu fjölmiðla.
21.30 Ásgerður Búadóttir
myndlistarmaður
Vinnustofuspjall. Hrafnhild-
ur Schram listfræðingur
ræðir við Ásgerði Búadóttur
vefjarlistarkonu. Fylgst er
með Ásgerði að störfum og
brugðið upp myndum af
verkum hennar. Stjórn upp-
töku: Tage Ammendrup.
22.00 Undir farðanum
(Abgeschminkt!) Þýsk sjón-
varpsmynd um unga konu
sem teiknar myndasögur í
blöð en á í erfiðleikum með
að finna efni sem ritstjórinn
sættir sig við. Leikstjóri er
Katja von Garnier og aðal-
hlutverk leika Katja Rier-
mann, Nina Kronjáger og
Gedeon Burkhard. Þýðandi:
Jóhanna Þráinsdóttir.
22.55 Útvarpsfréttir í dag-
skrárlok
SJÓNVARPIÐ
MÁNUDAGUR
13. JÚNÍ
18.15 Táknmálsfréttir
18.25 Töfraglugginn
Endursýndur þáttur frá
miðvikudegi. Umsjón: Anna
Hinriksdóttir.
18.55 Fréttaskeyti
19.00 Staður og stund
Fuglar landsins: Rita Um-
sjón: Magnús Magnússon.
Áður á dagskrá 1989.
19.15 Dagsljós
20.00 Fréttir og íþróttir
20.30 Veður
20.40 Gangur lífsins
(Life Goes On n) Bandarísk-
urmyndaflokkur um dag-
legt amstur Thatcher-fjöl-
skyldunnar. Þýðandi: Ýrr
Bertelsdóttir.
21.30 Sækjast sér um likir
(Birds of a Feather) Breskur
gamanmyndaflokkur um
systurnar Sharon og Tracy.
Aðalhlutverk: Pauline Qu-
irke, Linda Robson og
Lesley Joseph. Þýðandi:
Ólöf Pétursdóttir.
22.00 tslandsmót í sam-
kvæmisdönsum
íslandsmeistaramótið í
samkvæmisdönsum var
haldið í Laugardalshöll 7.
og 8. maí. í þættinum eru
sýndar svipmyndir frá mót-
inu og rætt við dómara og
keppendur. Þulur er Gerður
Harpa Kjartansdóttir og
Ragnheiður Thorsteinsson
stjórnaði upptöku.
22.30 Þriggja ára einsemd
í þau þrjú ár, sem liðin eru
frá hruni Sovétríkjanna, hef-
ur einangrun Kúbu verið
svo til algjör. Efnahagskerfi
landsins hefur verið að
hrynja síðan vöruviðskipti
við austurblokkina lögðust
af. í þessum þætti er gerð
grein fyrir erfiðum kjörum
almennings í þessu síðasta
vígi sósíalismans. Umsjón:
Sólveig Ólafsdóttir.
23.00 Ellefufréttir og dag-
skrárlok
STÖÐ2
LAUGARDAGUR
11. JÚNÍ
09:00 Morgunstund
10:00 Sögur úr Andabæ
10:30 Skot og mark
10:55 Jarðarvinir
11:15 Simmi og Sammi
11:35 Furðudýrið snýr aft-
ur
(Return of Psammead)
12:00 NBA tilþrif
12:25 NBA
Endursýndur verður annar
úrslitaleikur New York
Knicks og Houston Rockets
um meistaratitillinn í körfu-
bolta.
14:55 Svikráð
(Framed) Jeff Goldblum
leikur málara sem verður
fyrir því aö vinkona hans
kemur á hann rangri sök.
Málið snýst um fölsun lista-
verka og þegar vinur vor
verður var við það sem er
að gerast, ákveður hann að
snúa vörn í sókn og gjalda
vinkonunni greiðann í sömu
mynt.
16:30 Davy Crockett
(Davy Crockett and the Ri-
ver Pirates) Ævintýramynd
frá Walt Disney um hetjuna
Davy Crockett sem varð
þjóðsagnapersóna í Villta
vestrinu en féll í baráttunni
um Alamo árið 1836.
17:55 Evrópski vinsælda-
listinn
18:45 Sjónvarpsmarkaður-
inn
19:19 19:19
20:00 Falin myndavél
20:25 Mæðgur
20:55 Grínistinn
(This is My Life) Einstæð
móðir með tvær dætur á
framfæri sinu lætur sig
dreyma um að verða
skemmtikraftur og reyta af
sér brandarana á sviði. Og
hið ótrúlega gerist: Hún
slær í gegn á svipstundu en
þar með eru dætur hennar
svolítið afskiptar. Þær eru
hreint ekki sáttar við hlut-
skipti sitt og reyna að fá
mömmu til að rækja móður-
hlutverkið betur og gefa
frægðina upp á bátinn.
Bráðsmellin gamanmynd.
22:40 Skjaldbökuströnd
(Turtle Beach) Spennumynd
með Gretu Scacchi um
blaðakonu sem upplifir
hörmungar vígaldar í Mal-
asíu og verður vitni að
hræðilegu blóðbaði. Tíu ár-
um síðar snýr hún aftur á
sömu slóðir með það í huga
að upplýsa umheiminn um
örlög bátafólks frá Víetnam
og fletta ofan af spillingu á
þessu svæði. Margt verður
þó til að gera henni erfitt
fyrir og ýmsir reyna að
koma í veg fyrir að hún segi
sannleikann. Strangleg
bönnuð bömum.
00:05 Rauðu skómir
(The Red Shoe Diaries) Er-
ótískur stuttmyndaflokkur.
Bannaður bömum.
00:35 Sitrónusystur
(Lemon Sisters) Ljúf gam-
anmynd um þrjár æskuvin-
konur sem syngja saman
einu sinni í viku í litlum
klúbbi í Atlantic City. Þær
finna óþyrmilega fyrir því
þegar stóru spilavítin halda
innreið sína í borgina og þar
kemur að eftirlætisklúbbn-
um þeirra er lokað. Þær
ákveða þá að opna sinn eig-
in klúbb en gallinn er bara
sá að slikt kostar fúlgu fjár.
Með aðalhlutverk fara Di-
ane Keaton, Carol Kane,
Kathryn Grody og Elliot
Gould.
02:05 Martröð á 13. hæð
(Nightmare on the 13th Flo-
or) Hrollvekjandi spennu-
mynd um Elaine Kalisher
sem finnur áður óþekkta
hæð á hóteli nokkru. Við
henni blasir gamaldags
gangur með olíulýsingu og
þar er verið að myrða mann.
Strangleg bönnuð böm-
um.
03:25 Dagskrárlok
STÖÐ 2
SUNNUDAGUR
12. JÚNÍ
09:00 Bangsar og bananar
09:05 Glaðværa gengið
09:15 Tannmýslumar
09:20 í vinaskógi
09:45 Þúsund og ein nótt
10:10 Sesam opnist þú
10:40 Ómar
11:00 Aftur til framtíðar