Dagur - 11.06.1994, Blaðsíða 14

Dagur - 11.06.1994, Blaðsíða 14
i4 - DAGUR - Laugardagur 11. júní 1994 SÆVAR HREIÐARSSON HM I BANDARI KJUNUM '94 ítalir líklegir til aíireka Nú er tæp vika í að knattspyrnuveislan í Bandaríkjunum byrji og komið að fimmta hluta kynningar á liðunum sem taka þátt í lokakeppni HM. Að þessu sinni eru það liðin í E riðli sem verða kynnt en það eru Ítalía, írland, Noregur og Mexíkó. Erfltt er að spá um úrslit í þessum riðli en þó verð- ur að telja líklegt að Italir nái efsta sætinu. Þeir hafa mjög góðan mannskap sem gerir fá mistök en tekur að sama skapi fáar áhættur. írar eru einu fulltrúar breska boltans og baráttan gæti komið þeim langt, rétt eins og í lokakeppninni 1990. Norðmenn slóu í gegn í undankeppninni og eru hátt skrifaðir þessa dagana en leikmenn liðsins eru óreyndir í stórmótum og gætu átt erfitt uppdráttar í sumar. Mexíkó spilar mjög skemmtilegan sóknarbolta en vörn liðsins er ekki sterk. Það er þó vonandi að þeim gangi vel og setji skemmtilegan svip á keppnina. Ítalía Þjálfari ítala cr Arrigo Sacchi sem kom kenningum sínum á framfæri með AC Milan og tók síóan við lantlsliðinu 1990. Hann hefur úr mörgum snjöllum leik- mönnurn aó velja sem eru knatt- spyrnuunnendum að góóu kunnir. Gianluca Pagliuca frá Sampdoria stendur í markinu en á í harðri samkeppni við Luca Marchegi- ani frá Lazio. Gamli jaxlinn Franco Baresi stjórnar vörninni scm herforingi en er á síóasta snúningi og hættir með landslið- inu eftir lokakeppnina. Vinstri bakvörður er Paolo Maldini frá AC Milan sem er án efa einn besti varnarmaður heims og hefur alla burói til aó vcra cin af stjörnum lokakeppninnar. Miðja liósins er sennilega slakasti hlekkur liósins þar scm Sacchi hefur hina ungu Demitrio Albertini frá AC Milan og Dino Baggio frá Juventus. Nicola Berti frá Inter er kominn í liðið aö nýju eftir að hafa verið meiddur í allan vetur og setur skcmmtilegan svip á liöiö. A vinstri kantinum veróur sennilega markahrókurinn Giuseppe Sign- ori sem er vanur að leika í fremstu víglínu hjá Lazio en er notaður scm kantmaður í landslió- inu viö lítinn fögnuð aðdácnda Lazio. Hann er mjög snöggur og markheppinn og með ólíkindum að hann skuli ekki fá fleiri tæki- færi í fremstu víglínu. Helsta stjarna liðsins, Roberto Baggio, hel’ur nokkuó frjálsar hendur í sóknarleiknum og lcikur vanalega á svæóinu rétt fyrir aftan fremsta manninn. Hann var valinn knatt- spyrnumaóur ársins hjá hinu virta tímariti World Soccer á síðasta ári og má segja að ítalska liðið standi og falli með frammistöðu hans í keppninni. I fremstu víglínu verð- ur sennilega kraftakallinn Pierlu- igi Casiraghi sem hefur átt erfitt meó að tryggja sér fast sæti í liói Lazio í vetur en stendur ávallt fyr- ir sínu með landslióinu. Líklegt byrjunarlið (4-4-2): Pagliuca - Benarrivo, Maldini, Baresi, Costacurta - Berti, Albcrt- ini, D. Baggio, Signori - R. Baggio, Casiraghi. Noregur Norska landsliðið kom mjög á óvart í undankeppninni og lagói bæói Englendinga og Hollendinga aó velli. Þeir urðu efstir í sínum riðli og frammistaða þeirra tryggði þeim annað sæti á styrkleikalista FIFA. Þjálfari liðsins, Egil „Drillo“ Olsen, er maóurinn á bak viö glæsilegan árangur liósins á undanförnum áruni en hann er mjög skipulagóur í öljum aögeró- um sínum og safnar saman upplýs- ingum um alla andstæðinga liðsins inn á tölvu. I markinu stendur gló- kollurinn stóri Erik Thorstvedt frá Tottenham en hann þykir vera besti markvörður Norómanna frá upphafi. Rune Bratseth frá Wer- der Bremen stjórnar vöminni sem aftasti maður og er hann í heints- klassa. Hægra nicgin á miðjunni leikur Lars Bohinen sem Notting- ham Forest kcypti í vetur l'rá Lille- strom. Hann er óhræddur vió aó sækja að marki andstæöinganna og skapar niikinn usla mcó lcik sín- um. Vinstri kantmaður er Jahn Iv- ar „Mini“ Jakobsen frá Liersc í Belgíu sem cr lítill og leikinn meó boltann og mjög vinsæll í Noregi. A niiöri miðjunni Ieikur Erik Mykland, smávaxinn og skemmti- legur leikmaður meö Start í Nor- egi, sem getur gcrt ótrúlcga hluti meó boltann og sendingar hans cru hárnákvæmar. í fremstu víglínu eru svo tvcir stórir og stæöilegir sem lcika á Englandi. Jan Age Fjörtoft scm hefur slcgiö í gcgn meó Swindon seinni hluta vetrar og Jostein FIo, risinn í framlínu Sheffield United. Líklegt byrjunarlið (4-4-2): Thorsvetdt - Hallc, Berg, Bratseth, Björnbye - Mykdal, Rekdal, Bo- hinen, Jakobsen - FIo, Fjörtoft. írland Þetta cr í annaó sinn scm Irar taka þátt í lokakcppni HM en þeir komust í fjórðungsúrslit á Italíu 1990. Þjálfari liðsins cr Englend- ingurinn sérvitri Jack Charlton sem varð hcimsmcistari meö cnska Iiðinu 1966. Hann heldur fast við hinn hefóbundna breska Roy Keanc cr aðcins 22 ára og á mikla framtíð í boltanum. Rune Bratscth stjórnar vörn norska liðsins al'inikilli röggscnú. HM-punktar Hugo Sanchez lék fyrst meó landsliði Mexíkó á ólympíuleikununi í Montreal 1976 og systir hans, Ilcrlinda, var í fim- leikaliði landsins. Rune Ilratseth, fyrirliói norska lands- liösins, hættir með Werder Brerncn cftir keppnina og snýr hcim til aó taka við stjórn Rosenborg frá Þrándhcimi. Rune Bratseth er mjög trúaóur og hcld- ur námskeið fyrir samhcrja sína í kristin- fræðum. Paul McGrath leikur sennilega ekki nteð írska lióinu í suntar en hann á við drykkjuvandamál að strióa og „hvarf' í nokkrar vikur í vetur. Italinn Roberto Baggio cr búddatrúar og scgir að það hjálpi honum aó halda vits- munum sínum í brjálæói ítalska boltans. írski iandsliðsmaðurinn Ray Houghton cr eini Skotinn scm tekur þátt í kcppn- inni. Hann cr fæddur t Glasgow og dreymdi um að lcika mcó skoska lands- liðinu. Irar voru þó fyrri til að velja hann í landslið sitt þar sem faðír hans er írskur. Noregur hefur aðeins leikið einn leik í úrslitakeppni HM og tapaði. Það var í Frakklandi 1938 þegar þeir töpuðu 1-2 fyrir ítölum eftir framlengdan leik. Miguel Mcjia Baron, þjálfari Mexíkó, og Hugo Sanchez, framherji liðs hans, eru báðir menntaðir tannlæknar eins og Francisco Maturana, þjálfarí Kóiunt- bíu. Francisco Xavier Azkargorta, þjálfari Bólivíu, er læknir aö mcnnt og sérhæúr hann sig í íþróttamciðslunt. Meðal þcirra scnt leitaó hafa til hans er Diego Armando Maradona. Alketas Panagoulias, þjálfari Grikklands, cr mcnntaóur stjómmálfræðingur frá há- skóla í Bandarikjununt. Búningar ítalska landsliðsins cru hannað- ir af tískukónginum Valentino. Waltcr Zcnga, fyrrunt markvörður ítalska liðsins, náði að haida marki sínu hreinu í 518 mínútur í lokakeppninni fyr- ir fjórum árum og er það met. Það var Argentínumaóurinn Claudio Caniggia sent var fyrstur til að koma boltanum í netið hjá honum á 67, mínútu í undanúr- slitum keppninnar. Leikir i E rioli 18. júní Ítalía - írland New York 20.00 RÚV 19. júní Noregur - Mexíkó Washington 20.00 RÚV 23. júní Italía - Noregur New York 20.00 RÚV 24. júní Mexíkó - írland Orlando 16.30 RÚV 28. júní Irland - Noregur New York 16.30 RÚV 28. júní Italía - Mexíkó Washington 16.30 Robcrto Haggio er af mörgum tal- inn vcra besti knattspyrnumaður hcims í dag. Mcxíkaninn Jorge Campos er litrík- ur markvörður, scm hcfur einnig leikið í frcmstu víglínu. HM-punktar Tékkóslóvakía, Ungverjaland og Holland hafa öll leikið tvisvar til úrslita og tapað í bæói skiptin. Liði frá Evrópu hefur aldrei tekist að verða heimsmeistari þegar keppnin hefur verió haldin í Am- eríku. Brasilía er eina þjóóin frá Ameríku scm hefur sótt sigurlaun- in til Evrópu en það gerðu þeir í Svíþjóð 1958. Bandaríkin hafa þrisvar sinnum náó aó sigra í leik í lokakcppni. í Uruguay 1930 lögóu þeir Belga 3-0 og Paraguay 3-0. Þeir sigruðu svo Englendinga 1-0 í lokakeppn- inni í Brasilíu 1950. bolta þar sem mikið cr um lang- spyrnur og hlaup. Hann hefur náó góðum árangri með liðið og virð- ist ávallt ná því besta úr hverjum leikmanni. Nær allir leikmenn liðsins er þekktir úr enska boltan- um og lykilmenn frá Manchester United og Aston Villa veróa í að- alhlutverki. Bakvörðurinn Denis Irwin hcfur átt stóran þátt í vel- gengni Manchcster United síöustu tvö ár og vcrt er að fylgjast með honum ef írska lióið fær auka- spyrnur nálægt vítateig andstæð- inganna. Félagi hans hjá United, Roy Keane, er sá maður sem Irar binda mestar vonir við. Hann er lcikinn með boltann og hefur mikla yilrferð. Hann er á stans- lausri hreyfingu vítatciga á milli og gefst aldrei upp í baráttu um boltann. Með honum á miöjunni cr Andy Townsend frá Aston Villa sern er einnig mjög sterkur leikmaður. Hann gefur hárná- kvæmar sendingar og langskot hans eru erfiö viðureignar. I fram- línunni ber sennilega mest á gömlu kempunni John Aldridge sem leikur með Tranmere. Hann viróist geta skorað úr hvaða færi scm er þrátt fyrir að hæfileikar hans á öðrum sviðum knattspyrn- unnar séu ekki miklir. Tommy Coyne frá Motherwell hefur einnig staðió sig vel í framlínunni að undanförnu cn hann hefur tekió við hlutverki Niall Quinn frá Manchester City. Quinn meiddist í nóvember og hcfur ekkcrt getað leikiö síðan. Hann er nú búinn að ná sér en er ckki í leikæfingu og verður liann ekki með í sumar. Liðið: 4-4-2. Bonner - Irwin, Phelan, McGrath, Moran - Town- send, Keane, Houghton, Staunton - Aldridge, Coyne. Mexíkó Þjálfari Mexíkó er Miguel Mejia Baron, 40 ára tannlæknir, sem tók við af Luis Cesar Menotti í janúar 1993. Liö hans þykir leika skemmtilegan sóknarbolta og hef- ur tekið stórstígum framförum frá því aö hann tók við. Hann var að- stoðarmaður Bora Milutinovic þegar Mcxíkó hélt keppnina 1986. Litríkasti leikniáöur liðsiná er markvörðurinn Jorge Campos sem á örugglega eftir að setja skcmmtilegan svip á lokakcppn- ina. Hann cr ekki mikið fyrir aó halda kyrru fyrir í markinu og kemur jafnan langt út fyrir teig- inn. Þctta hcfur orðið til þess að hann hefur lcngið á sig klaufaleg mörk en einnig hefur þetta oft bjargaó liðinu. Hann cr einnig snjall framherji og hjá liði sínu, UNAM, skiptist hann á aó leika í marki og í fremstu víglínu. Arið 1989 varð hann markahæsti leik- maður liósins mcð 14 mörk. Hann hefur cinnig verió notaður sem framherji með landsliðinu og stað- iö sig vel. Bakvörðurinn Ramon Ramirez stóð sig vel í undan- keppninni þar sem fjölmargar ferðir hans upp vinstri kantinn sköpuðu færi fyrir sóknarmenn- ina. Alberto Garcia Aspe stjórnar spilinu á miðjunni hjá liðinu. Hann hefur mjög öfiugan vinstri fót sem á cfiaust eftir að skapa markvörðum vandræði. Gamla kempan Hugo Sanchez er kominn aftur í landslióið og l'arinn að skora mörk á nýjan leik. Hann leikur nú meó Rayo Vallecano á Spáni en sló í gegn á sínum tíma með Atletico og Real Madrid og var fimm sinnum markahæstur í spænsku deildinni. Með honum í framlínunni verða Luis Garcia og Luis Roberto Alves „Zague“. Luis Garcia lcikur með Atletico Madrid og þykir mcsta cfni Mexí- kó um þcssar mundir. Hann er cldfijótur og skorar mikið af mörkum. Zague er ættaður frá Brasilíu en fæddur í Mexíkó. Hann cr þó uppalinn í Brasilíu og bera hæfileikar hans merki um það. Hann sló í gegn þegar hann kom inn í liðið í undankeppninni og líklegt að hann verði í byrjun- arliðinu í sumar. Líklegt byrjunarlið (3-4-3): Campos - Herrcra, Peralcs, Ambriz - Patino, Aspe, Flores, R. Ramirez. - Zague, Garcia, Hugo Sanchez.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.