Dagur - 11.06.1994, Blaðsíða 4

Dagur - 11.06.1994, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Laugardagur 11. júní 1994 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SlMI: 96-24222 • SÍMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT M. VSK. KR. 1400 Á MÁNUÐI • WUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR. RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON UMSJÓNARMAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON AÐRIR BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON.(lþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavlk vs. 96-41585, fax 9642285), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON. LJÓSMVNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRl'MANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. „Heilsusprenging“ áíslandi Á síðustu árum hefur orðið „ heilsusprenging “ á ís- landi. Fólk hugsar æ meira um útivist og holla hreyfingu og líkamsræktarstöðvarnar eru yfirfullar árið um kring. Landinn hefur tekið líkamsræktina með trompi eins og annað sem hann tekur sér fyrir hendur. Hlaup hafa átt vaxandi vinsældum að fagna og nægir þar að nefna Reykjavíkurmaraþon, Krabba- meinshlaup, Landsbankahlaup og Akureyrarmara- þon. Að hlaupa er vitaskuld mjög góð hreyfing en hinu má ekki gleyma að gangan er ekkert síður heppileg. Danskur læknir skrifaði skemmtilega grein í danskt tímarit á sl. ári um gildi þess að ganga. Greinin er birt í lauslegri þýðingu í Félagstíðindum Starfsmannafélags ríkisstofnana. Danski læknirinn bendir á að við það að ganga rösklega 1 km brenni viðkomandi jafnmörgum hita- einingum og sá sem hleypur þessa vegalengd. Hann segir að besti árangurinn náist með nokkuð hraðri göngu eða 6-7 km á klukkustund. „Það hefur verið mælt að maður sem er 70 kg að þyngd og gengur rösklega í 45 mín í einu fjórum sinnum í viku, losar sig við 8 kg á ári. Þetta er því mjög heil- brigð aðferð við að létta sig þar sem fituvefir hverfa smátt og smátt og breytast í vöðva,“ segir læknir- inn í grein sinni. Það er staðreynd að þegar fólk kemst upp á lagið með reglulega hreyfingu, hvort sem hún felst í því að ganga, hjóla, synda, spila golf, hlaupa eða gera eitthvað annað, þá verður hún að ástríðu sem erfitt er að vera án. Hún verður ómissandi hluti hins dag- lega amsturs. Spurningin er einungis sú að drífa sig af stað. Svo aftur sé vitnað til orða danska læknisins: „Eins og öll hreyfing hefur ganga góð áhrif á sálar- lífið. Þegar gengið er úti í fersku lofti, þá losnar maður við deyfð, innbirgða reiði, áhyggjur og streitu ásamt höfuðverk sem hún veldur. “ í þessum orðum felst mikill sannleikur. Væri ekki upplagt að sleppa því að fara á bílnum í vinnuna í sumar og nota þess í stað tvo jafnfljóta? í UPPÁHALDI Ingibjörg Ólafsdóttir, knattspyrnukona: Landsleíldr í sumarfrunu nattspyrnu- og handknatt- leikskonan Ingibjörg Ól- afsdóttir frá Akureyri œtl- ar að þessu sinni að upplýsa lesendur Dags um ýmislegt sem hún heldur uppá. Ingi- björg hefur um árabil vakið athygli fyrir frammistöðu sína á íþróttavellinum og ekki eru mörg ár síðan eitt af stœrstu íþróttafélögum landsins sá ástœðu til að kcera hana fyrir að spila með strákunum. Ingibjörg leikur hand- bolta með KA á veturna en fótbolta með ÍBA á sumrin. Hún er í lykilhlutverki hjá meistaraflokki ÍBA um þessar mundir og hefur ver- ið iðin við að skora í sumar. Hún er einnig í landsliði kvenna U-16 ára en Norð- urlandamót í þessum ald- ursflokki fer einmitt fram á Norðurlandi síðar í mánuð- inum. Hvað gerirðu helst í frístundum? „Hvað dettur þér helst í hug? Ætli það séu ekki íþróttimar." Hvaða matur er í mestu uppálialdi hjá þér? „Eg heid rnikið upp á pasta“. Ingibjörg Ólafsdóttir. Uppáhaldsdrykkur? „Frissi fríski“. Ertu hamhleypa til allra verka á heimilinu? „Þcgar ég cr_ hcima er ég nokkuó duglcg. Eg vinn frá níu til hálf sjö og fer þá á æfingu. Þaó er því ílest búið þegar ég kem heim.“ Er heilsusamlegt líferni ofarlega á baugi hjá þér? „Já, af skiljanlegum Istæó- um.“ Hvaða blöð og tímarit kaupir þú? „Ég kaupi engin blöð sjálf en mamma og pabbi kaupa DV.“ Hvaða bók erá náitborðinu hjá þér? „Engin.“ Hvaða hljómsveit/tónlistarmaður er í mestu uppáhaldi hjá þér? „Eigum vió ckki bara að scgja Bubbi Mortcns.“ Uppáhaldsíþróttamaður? „Þcssi er nokkuð crfið. Ætli það sé ekki Baggio í ítölsku knattspymunni.“ Hvað horfir þú mest á ísjónvarpi? „íþróttir." A hvaða stjórnmálamanni hefurðu mest álit? „Ingibjörgu Sólrúnu nöfnu minni." Hvará landinu vildirðu helst búa ef þú þyrftir að flytja búferlum nú? „Ég mundi velja Breiðdalinn en þar fæddist ég.“ Hvaða hlut eða fasteign langarþig mest til að eignast um þessar mund- ir? „Eg vildi gjaman eignast bíl fyrir næsta ár þcgar ég fæ bíl- prófið." Hvernig cetlar þú að verja sumar- leyflnu? „Það cr spurning hvort ég fæ eitthvert sumarfrí. Vikuna sem ég tck frí er ég að spila mcð landsliöinu og því verður líklega lítið um frí.“ Hvað œtlarðu að gera um helgina? „Það er óráðið. Hugsanlega verður landsliðsæfing en annars ætla ég bara að slappa af og sofa út.“ HA DANMERKURPISTI LL ÁSÚEIR PÁLL JÚLÍUSSON Leíkið á óttann.J Undanfarnar vikur hafa fjölmiölar í Danmörku verið uppfullir af bar- áttu stjórnmálamanna um sæti á Evrópuþinginu. Gengið var að kjörborðinu 9. júní en úrslita er ekki að vænta fyrr en eftir heigina. Með nýafstaðnar kosningar til bæjar- og sveitarstjóma á íslandi í huga hefur verið fróðlegt að fylgjast með kosningabaráttu danskra frambjóðenda til Evrópu- þings. Þó stærðarhlutföllin séu mismunandi er margt líkt með skyldum. Danir eiga sína fulltrúa á þing- inu eins og önnur aðildarríki, þó þingmenn Dana séu nokkuð færri en þingmenn hinna stærri þjóða. Enda finnst mörgum að Danir séu komnir í það hlutverk sem íslend- ingar töldu sig í fyrr á öldum: Fá- ir, fátækir og smáir. Miðað við að Evrópuþingmenn eru tæpleg 600, virðist slagkraftur Dana með 16 menn næsta lítill. Hart er barist um þessi 16 sæti, enda fylgja þingmennskunni ýmis fríóindi og vegsauki - svo ekki sé minnst á völd fyrir þann stjórnmálaflokk sem vinnur sætin. Danskir pólitíkusar hafa reynt málefnalega umræðu um mál sem varða þátttöku þeirra í Efnahags- bandalaginu. Það kom þó fljótt í ljós að almenningur virtist missa áhugann á umræðunni í takt við að hún varð málefnaleg. Eins og haft var eftir 18 ára pilti sem tek- inn var tali í sjónvarpsfréttum: „Ég horfði á umræðuþáttinn en hann var svo hundleiðinlegur að ég man ekki um hvað var rætt“. Allir misstu áhugann og stjórn- skörungarnir það sem þeir lifa af - áheyrendurna. Til þess að ná eyrum almenn- ings hefur verið iðkaður af kappi sá leikur sem mögum stjórnmála- mönnum virðist tamastur. Að vekja ótta kjósenda við að ef nið- urstöður kosninganna verða ckki einmitt þeim í vil verði allt verra en það er núna. Sjaldan eða aldrei hefur verið leikið jafn ötullega á besta aóstoðarmann atkvæðaveið- arans - óttann - en fyrir þessar kosningar. „Hugsaðu þér bara hvemig ástandið væri ef...? Hvað heldurðu að gerist með atvinnuna þína ef...?“ Ottinn við aö missa völd til Evrópuþingsins er helsta vopn andstæðinga að aðild Dana að EBE en óttinn við að heltast úr lestinni, missa ítök og völd er lif- andi og góð grýla í herbúðum EBE-sinna. En allir leika þeir á ótta al- mennings viö óskiljanlegt bákn, sem sumir segja að enginn ráói við, og aðrir segja að vinni eins og hugur manns ef Danir halda sig að eldinum og reyna ekki að draga sig í hlé frá evrópska taflinu. Andstæðingar EBE hafa það alveg á hreinu að Evrópuþingið er ekki starfi sínu vaxið. Þingið er tákngerfingur staðnaðs skrifræðis, spilling og sóun fjármuna ríður húsum, ekkert tiilit er tekið til ein- staklinga, þingmenn og stjórnend- ur eru ekki í neinum tengslum við umbjóðendur sína og stjórna án tillits til vilja og óska Evrópubúa o.s.frv. A sama hátt hafa stuðnings- menn EBE í Danmörku það á hreinu að Danmörk væri sennilega á barmi gjaldþrots ef ekki kæmi aðild að bandalaginu, lífskjör væru engan veginn sambærileg við það sem gengur og gerist í dag. Atvinnuleysi væri enn meira en það er í dag (og er þó mikið fyrir) og danskur landbúnaður heyrói sögunni til ef ekki kæmu til milljarða niðurgreiðslur frá EBE. Þegar ofan á þessa rökfærslu stjórnmálamanna bætist að kosn- ingafundir þeirra eru kryddaðir með töframönnum sem koma og sýna listir sínar, teygjuhoppi, karaokesöng, hestakerruferðum og öórum uppákomum spyr maður sig: Hvernig á venjulegt fólk að fá haldbærar og sannferóugar upp- lýsingar um ástand og horfur í Evrópumálum, þegar umræðan er ekki málefnalegri en þetta? Hvernig sem á það er litió, er gengið til lýðræðislegra kosninga. En upplýsingarnar til kjósenda byggjast á grýlum sem ekki er vit- aó hvort eru til og skrípaleikjum til aó lokka fólk til að hlusta á draugasögur um eigin kosti og galla andstæðinganna. Helsti styrkur lýðræðisins ligg- ur einmitt í hugtakinu. A kjördcgi er síóasta kjörtímabil gert upp, dómurinn fellur og sigurvegarar kosninga standa með pálmann í höndunum. Almenningur ræður hver ræður. í því liggur styrkur lýðræðisins. Versti óvinur þess og jafnframt helsti andstæóingur lýö- ræðisins er einmitt sigurvopn sér- hvers pólitíkusar sem ekki á sér aðra bandamenn en óttann. í því liggur helsti veikleiki lýðræðisins. Og það á jafnvel við um kosn- ingar til Evrópuþings og kosning- ar til bæja- og sveitastjórna á Is- landi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.