Dagur - 28.06.1994, Síða 2

Dagur - 28.06.1994, Síða 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 28. júní 1994 FRÉTTIR Frá Reiðskóla Hestamannafélagsins Léttis og íþrótta- og tómstundaráði Nokkur pláss laus tímabílið 18.-29. júlí. Upplýsingar og innritun á skrifstofu íþrótta- og tómstundaráðs, Strandgötu 19 b, sími 22722. Mjólkursamlag KEA tekur í notkun rafskautsketil til gufuframleiðslu - verður einnig nýttur til upphitunar fyrir Hita- og vatnsveitu í kvöld kl. 20.30 veróur ís- lenskt efni í tali og tónum í Minjasafnskirkjunni á Akur- eyri. Þau Rósa Baldursdóttir og Þórarinn Hjartarson liafa tekió santan efnió og flytja þaö. Miöaó cr viö aö crlcndir lcrðamenn geti notið dagskrár- innar og veröur hún flutt tvisv- ar í viku í suinar, á þriðjudög- um og fimmtudögum. Nokkrar myndlistarsýningar eru nú í gangi. Á morgun lýkur sýningu á vcrkum Jóhanncsar Kjarvals og Ásmundar Sveins- sonar. í Deiglunni sýnir Dröfn Friðfinnsdóttir grafíkverk og Laufey M. Pálsdóttir sýnir vcrk í verslunarglugga KEA í göngugötunni, cn þar verður skipt um verk vikulega. AKUREYRARBÆR Á fóstudaginn tók Mjólkursam- lag KEA í notkun rafskautsketil til framleiðslu á gufu. Um leið hófst samstarf Mjólkursamlags- ins og Hita- og vatnsveitu Akur- eyrar því gufuorka frá katlinum verður m.a. nýtt til upphitunar á vatni á bæjarkerfi veitanna. Rafskautsketillinn kostar meö öllu um 20 milljónir kr. en hann er gerður fyrir 11 kv spcnnu og getur afkastað 8 mv á 10 bara þrýstingi. Með gangsetningu hans hverfur Mjólkursamlagið frá notkun á olíu til gufuframleiðslu. Notast hefur verið vió olíu allt frá stofnun Mjólkursamlagsins, árið 1927, en í staó hennar kemur nú innlendur, Gífurleg aðsókn á Wayne’s World 2 Gífurleg aðsókn var um helgina á gamanmyndina Wayne’s World 2 í Borgarbíói á Akur- eyri. Islandsfrumsýning var á myndinni sl. föstudag í Borgar- bíói og Háskólabíói. Frumsýn- ingargestum var boðið upp á grillmat og kunnu þeir vel að meta þessa nýbreytni. Jóhann Norðfjörð, sýningar- stjóri Borgarbíós, sagði að um helgina hafi á annað þúsund manns séð Wayne’s World 2, sem er ekki ósvipuð aðsókn ög fyrstu sýningarhelgi Júragarðsins. Jó- hann sagði að ef þessi góða aó- sókn héldi áfram mætti gera ráð fyrir að aðsóknarmetið yröi slegið. Þess má geta aó umsögn unt myndina er á blaðsíðu 4. óþh Þessi mynd var tekin fyrir utan Borgarbíó sl. fóstudag þcgar Wayne’s World var frumsýnd. Frumsýningargcstum var boðið upp á grillmat. Mynd: Robyn. Framkvæmdastj. Héraösnefndar Eyjafjarðar: Björk ráðin Björk Guðmundsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Héraðsnefndar Eyjafjarðar. Björk er Akureyringur og er fædd árið 1961. Hún er tölvun- arfræðingur frá Háskóla íslands 1985 og viðskiptafræðingur af rafreiknisviði frá Háskóla ís- lands 1987. Björk hefur áður starfað hjá Landsbanka íslands á Selfossi, Pósti og síma, Dansk Esso a/s í Kaupmannahöfn, Tölvumiðstöð- inni hf. í Reykjavík og er nú fjár- málastjóri Verkmenntaskólans á Akureyri. Eiginmaður Bjarkar er Dan S. Brynjarsson, hagsýslustjóri Akureyrarbæjar. Ákvöróun um ráðningu fram- kvæmdarstjóra Héraðsnefndar Eyjafjarðar var tekin í fyrri viku cn átta umsóknir bárust um stöó- una. Staða framkvæmdastjóra Héraðsnefndar Eyjafjarðar, sem er ný staða, nemur nú hálfu stöóu- gildi. Ekki fengust upplýsingar um nöfn annarra umsækjenda. GT Enn einn bíil veltur í drullusoppunni á Tjörnesvegi: „Ekki mönnum bjóðandi aðakaí þessu - segir Hreiðar Hreiðarsson, lögreglumaður „Guðs lán að við erum ekki öll dauð,“ sagði Bogi Pétursson Jeppabifreið valt 1,5 km austan viö Mánarbakka á Tjörnesi um kl. 14 á laugardag. I bílnum var Bogi Pétursson á leið með sex börn til sumardvalar að Ástjörn í Kelduhverfi. Börnin sakaði ekki en Bogi fann fyrir eymslum í baki. Lögreglan telur bílinn ónýtan og mildi að fólkið slapp án frekari meiðsla. Rigning var á laugardag en þá vcrður leir sem borinn hefur verið í veginn mjög háll. Jeppinn valt í beygju sem er vió tvískipta blind- hæó á veginum. „Það var þykk leðja á veginum, við vorum á blankskóm og sukkum tvær tommur í drulluna. Á miðjum veginum var aðeins troðió, en um leió og komið var út fyrir hjólfarið fljóta bílarnir, kerra var aftan í jeppanum og hún hefur vafalaust veriö til vandræða. Jeppinn valt á mógrýti austan vcgarins og stöðv- aóist á hjólunum, sagði Hreióar Hrciðarsson, lögreglumaður á Húsavík sem kom á slysstað. „Þetta er alveg skelfilegt. Þaó verða þama 2-3 veltur á hverju sumri. Á 10-15 km kafla er allt vaðandi í drullu og ekki mönnum bjóðandi aó aka í þessu. Það er margbúið að hafa samband við Vegagerðina og biðja um úrbætur, en það skeóur ekkert. Stöðugt er verió að safna upplýsingum um hvar mesta slysatíðnin er, en ég skil ekki til hvers þegar svona vegarspotti er ekki lagaður. Sama efni hefur verið notað á fleiri stöð- unt í sýslunni, t.d. á Mývatnsheiði og þar er sama dýið. Það er nóg af dauðsföllum í umferóinni og alltaf verió að tala um að draga úr slysa- hættu, en svo er ekkert gert í að laga svona slysagildrur “ sagði Hreiðar í samtali við Dag. „Það var fyrir stuttu búió að hefia og rykbinda veginn og hann hafði ekki náð aó þorna almenni- lega. Ég skoóaói í rnorgun staóinn þar sem bíllinn fór út af, vegurinn er vel breiður en bíllinn hefur vafalaust lent út í kantinum og skrikaó í aurnurn," sagði Svavar Jónsson, rekstarstjóri Vegagerðar- innar á Húsavík. Svavar sagði að ekki væri fyrirhugað að skipta um ofaníburð í Tjörnesveginum í sumar. Ekki væri til annaó efni til ofaníburðar á Tjörnesi svo llytja þyrfti efni í veginn langar leiðir að. „Það þyrfti aó byggja upp og malbika veginn, það er það eina raunhæfa í stöðunni. Vegurinn hefur oft komist á áætlun, en alltaf farið út af hcnni aftur,“ sagði Svavar. „Það er guðs lán að vió erum ekki öll dauð. Ef til er kraftaverk þá var það að börnin skildu öll geta gengiö út úr bílnum eftir velt- una. Ég hef ekið til Ástjarnar í 48 ár, en aldrei lifað eins skelfilegan dag. Ég vona bara að ráðamenn taki við sér .og láti laga vcginn," sagói Bogi Pétursson. IM í gærmorgun lögðu þær Jónína Kristín Ingvarsdóttir og Sigrún Gísiadóttir, af stað frá Akureyri álciðis í Stykkishólm á rciðhjólum. Þær stöiiur ætiuðu að hjóla í Varmahlíð í Skagafirði í fyrsta áfanga cn rcikna með að ná á leið- arcnda á föstudagskvöld cf allt gengur að óskum. Vegalcngdin cr um 360 km. Þegar á Snæfcllsncsið er komið, hafa þær cinnig áhuga á því að fara upp á jökulinn cn þó ekki á reiðhjólunum. Jónína og Sigrún verða að teljast vanar að ferðast á reiðhjólum, því að á svipuðum tíma í fyrra hjóiuðu þær frá Eskifirði tii Akureyrar, um 320 km leið. Mynd: Robyn. umhverfisvænn orkugjafi. For- sendur þessara breytinga er samn- ingur Rafveitu Akureyrar við Landsvirkjun um kaup á umfram- orku en í kjölfar hans hefur Mjólkursamlagið gert samning við Rafveitu Akureyrar um notkun þessarar umframorku til aldamóta hið minnsta. Ketillinn er að öllu leyti íslensk hönnun og framleiðsla. Vélsmiðja Orms og Víglundar í Hafnarfirði sá um aó smíða hann og koma fyr- ir með tilheyrandi búnaói en Raf- tákn hf. á Akureyri vann útboös- gögn og sá um eflirlit meö fram- kvæmdinni ásamt starfsmönnum Mjólkursamlagsins. I sumar verö- ur unnið að nauðsynlegum teng- ingum fyrir Hita- og vatnsveituna og sér Verkfræðistofa Noróur- lands um hönnun fyrir þær fram- kvæmdir. JHB Ari Rögnvaldsson starfsmaður Hita- og vatnsveitu Akurcyrar og Þórarinn E. Sveinsson, mjólkursamlagsstjóri, fyrir framan nýja rafskautsketilinn sem cr engin smásmíði. Mynd: JHB

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.