Dagur - 28.06.1994, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Þriðjudagur 28. júní 1994
VINNINGAR fjOldi VINNINGSHAFA UPPHÆÐÁHVERN VINNINGSHAFA
1. 5aí5 0 1.730.825
2. 4af5^ W~2 150.318
3. 4af5 58 8.941
2.136
Heildarvinningsupphæð þessa viku:
3.759.015
Alþjóðleg hunda-
sýníng í í þrótta-
höUinni á Akureyri
Árleg hundasýning Hunda- haldin í íþróttahöllinni á
ræktarfélags íslands var Akureyri sl. sunnudag.
upplýsingar:sImsvahi91 -681511 lukkul!na991002
Ráöhústorgi 5, 2. hæð
Gengið ínn frá Sklpagötu
Sími 11500
Á söluskrá
Ægisgata, Dalvík:
4ra herb. einbýlishús á einni hæð ásamt
stórum bllskúr, samtals um 165 Im.
Fjólugata:
4ra-5 herb. íbúð á 2. hæð um 113 fm. Eign
i mjög góðu lagi. Skipti á 3ja herb. á Brekk-
Hrísalundur:
3ja herb. endaíbúð á 3. hæð um 76 fm.
Hagstætt verð. laus fljótlega.
Brekkugata:
Mikið endurnýjað 5-6 herb. einbýlishús,
samtals um 169 fm. Eignin er f mjög góðu
lagi.
Einholt:
Mjög gott 5-6 herb. einbýlishús á pöllum um
162 fm. Laust eftir samkomulagi.
Kjalarsíða:
3ja herb. íbúð á 1. hæð - gengið inn af
svölum. Stærð 77 fm. Laus fljótlega.
Skarðshlíð:
Mjög góð 4ra herb. endalbúð á 2. hæð um
116 fm. Laus fljótlega.
FASTEIGNA & ||
SKIPASALA Z/SSl
NORÐURLANDS íf
Ráöhústorgi 5, 2. hæö
gengið inn frá Skipagötu
Opiö virka daga
frá kl. 9.30-11.30 og 13.15-17.
Sölustjóri:
Pétur Jósefsson
Lögmaður:
Benedikt Ólafsson hdl.
Litli og stóri!
Að þessu sinni var sýning-
in alþjóðleg og gafst hundun-
um kostur á aó keppa um stig
til alþjóðlegs meistara.
Þessi sýning í íþróttahöll-
inni var fyrsta alþjóðlega
hundasýningin á Islandi og
jafnframt var hún afmælis-
sýning Hundaræktarfélags ís-
lands, sem fagnar aldarfjórð-
ungs afmæli á þessu ári.
Dómarar á sýningunni voru
þau Ebba Aalegaard frá Dan-
mörku og Henrik Lövgren frá
Svíþjóó. Sýndir voru ríflega
100 hundar af 25 tegundum.
Danski dómarinn Ebba Aalegaard Icggur mat á hundana frá öllum hugsan-
iegum hliðum.
Á fullri ferð á sýningargólfinu. Fjær fylgist Henrik Lövgren, dómari, með.
Myndir: Robyn.
„Hvenær skyidi röðin koma að mér?“
Martasýnírí
Safnaðar-
heimilinu
Marta María Hálfdánardóttir,
glerlistakona, sýnir og kynnir um
þessar mundir sjö járn- og gler-
verk, sem hún kallar Bláu línuna, í
Safnaöarheimili Akureyrarkirkju.
Verkin eru flcst unnin á þessu á
ári. Safnaðarheimilið er opió alla
daga frá kl. 8 til 18.
Kvennadúett á Dalvík
vær sópransöngkonur,
Halla Soffía Jónasdóttir og
Fríður Sigurðardóttir,
efndu til tónleika í Dalvíkurkirkju
föstudaginn 24. júní. Undirleikari
þeirra var Kári Gestsson, píanó-
leikari. Þessir tónlistarmcnn hafa
áður sótt Dalvík heim, eða árið
1992. Tengsl þeirra við bæinn eru
mikil, þar sem Halla Soffía og
Kári eru bæöi Dalvíkingar.
A efnisskrá tónleikanna voru
mest íslensk lög, en fáein crlend.
BSA M.
Sölu- og þjónustuumboð fyrir:
Mercedes-Benz
Bílaverkstæði
Bílaréttingar
Bílasprautun
Bílavarahlutir
Laufásgötu 9 • Akureyri
Símar 96-26300 & 96-23809
sbgyKi
Flest voru fíutt sem dúettar en
hvor söngkona um sig flutti þrjú
einsöngslög. A efnisskránni voru
átján lög.
Túlkun í dúettunum var yfir-
leitt í góðu lagi. Söngkonurnar
beittu verulegum innileika jafnt í
raddbeitingu sem fasi og gættu
fulls hófs. Raddir þeirra féllu al-
mennt vel saman og eftirtektar-
verðir voru vel breiðir og fullir
lágtónar, sem skiluóu sér fagur-
lega. Þá voru háir tónar einnig
yfírleitt góðir og óþvingaóir. Sam-
stilling raddanna í styrk var einnig
í flestum tilfellum í góðu lagi, en
þó brá fyrir, að neðri rödd heföi
mátt hafa beitt sér heldur nfeira.
Hljómar voru almennt í góðu
lagi. Nokkuö var samt um rennsli
af tóni, sem gat af sér óhreinan
hljóm á meóan stóö. Þá komu fyr-
ir ójafnar innkomur og lok, sem
spillti heildarsvip dálítió. Loks
voru smá styrkleikabreytingar, til
dæmis á einstökum tónum, ekki
samhæfðar sem skyldi, sem olli
óróleikablæ.
Sem dæmi um vel flutta dúetta
má nefna „Fagurt er á sumrin“ eft-
ir Þórarinn Guömundsson við ljóð
Kristjáns Jónssonar og „Hrísluna
og lækinn“ eftir Inga T. Lárusson
við ljóó Páls Olafssonar.
Halla Soffía Jónasdóttir hefur
góða rödd, sem hún hefur jafnan
vel á valdi sínu. Hún er opin og
hefur góóa breidd á öllu raddsviö-
inu. Bciting raddarinnar er allvel
öguó, þannig aó hún nýtir til
dæmis ekki styrkrokur á háum
tónum, sem gætu stangast á vió
aöra þætti í flutningi cinstakra
laga.
TÓNLIST
%
HAUKUR AGUSTSSON
SKRIFAR
Halla Soffía söng ein þrjú lög.
Best tókst henni í laginu „Svarta
rosor'* eftir Sibelius við ljóö eftir
Hrnst Josephson, þar sem hún
söng af ríkri og hófsamri tilfinn-
ingu. Einnig var margt vel gert í
laginu „Flickan kom ifrán sin
alsklings möte“ eftir Sibelius viö
Ijóó J. L. Runebergs, en hvað la-
kast tókst til í laginu „I fjarlægó"
eftir Karl O. Runólfsson viö ljóó
Valdimars H. Hafstaðs, en þar
kom fram nokkur óhófsemi í túlk-
un og einnig smágallar í raddbeit-
ingu.
Fríður Siguróardóttir hefur tals;
vert mikla rödd og áheyrilega. I
henni er hins vegar nokkur
spenna, sem kemur fram í titringi
og nokkrum óstyrk, til dæmis í
innkomum mcö litlum styrk. Fyrir
bregóur einnig rennsli af tóni og
nokkuó óhófíegrar styrkbeitingar
vió t.d. háa tóna.
Fríóur ílutti þrjú lög ein. Bcst
tókst henni í laginu „Hvis du har
varme tanker" eftir Hakon Bötte-
sen vió Ijóö Helenu Nyblom. Fríó-
ur flutti lagió af innileika og fín-
lega. í fíutningi gætti afa lítió
þeirra galla, sem á hefur verió
minnst. Þó spillti nokkuö kraft-
söngur á hæstu tónum. Hin lögin
tvö, sem Fríður flutti ein, voru
„Vögguljóó" eftir Sigurö Þórðar-
son við ljóö Benedikts Þ. Grön-
dals og „Minning“ eftir Markús
Kristjánsson viö ljóó Davíös Stef-
ánssonar.
Kári Gestsson, píanóleikari, lék
af prýöi undir söng Höllu Soffíu
og Fríðar. Leikur hans var ætíð
vió hæfi hvaö styrk og áferó
snerti. Hann átti því ekki lítinn
hlut í því aó gera tónleikana í Dal-
víkurkirkju ánægjulega, sem þeir
og voru, þrátt fyrir þá galla, sem
fram hafa verið taldir. Tónlistar-
mennirnir voru klappaðir upp í
lokin og fluttu tvö aukalög fyrir
þakkláta áheyrendur sína.