Dagur - 08.07.1994, Síða 4
4 - DAGUR - Föstudagur 8. júlí 1994
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222
ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1400 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125
RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.),
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
AÐRIR BLAÐAMENN:
HALLDÓR ARINBJARNARSON (íþróttir),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285),
GEIR A. GUÐSTEINSSON,
LJÓSMYNDARI: ROBYN REDMAN
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
„Tíminn líður, tœkifærin tapast meðan við, vegna iðnaðarvörur standa á mörgum sviðum erlendum vör-
heimatilbúinnar óreiðu og fyrii'hyggjuleysis, kom- um fyUilega jafnfætis.
umst hvorki aftur á bak né áfram okkar þjóðhátíðar- Það þarf víst ekkí að hafa um það mörg orð að ís-
veg. En sem betur fer fær ekkert staðið eilíflega kyrrt lendingar eru fram úr hófi nýjungagjamir og því mið-
því mönnunum miðar „annaðhvort aftur á bak eliegar ur hefur það verið ríkt í þjóðarsálinni að allt það sem
nokkuð á leið.11 Áfram? Já takk.“ komi frá útlöndum hljóti að vera betra en það sem
Svo skrifar Ingi Bogi Bogason í nýjasta tölublaði framleitt er á íslandi. En svo virðist sem þetta viðhorf
Iðnaðarins, fréttabréfs Samtaka iðnaðarins, um stöðu í garð íslenskrar framleiðslu só að breytast. Fólki er
íslensks iðnaðar og hvert hann stefni. Fram kemur í sem betur fer að verða það æ ljósara að íslenskar vör-
greininni að á undanförnum mánuðum hafi Samtök ur eru í langflestum tilfellum jafn góðar og oft mun
iðnaðarins lagt áherslu á, bæði við félagsmenn og betri en þær innfluttu.
stjómvöld, að mikilv«egt sé að finna ný sóknarfæri x íslenskur iðnaður hefur lengi liðið fyrir að vera
íslenskum iðnaði. í kjölfar átaksins „íslenskt, já takk“ „litli bróðir" sjávarútvegsins. Sjávarútvegurinn hefur
um sl. áramót hafi stjómvöld og almenningur gert sér stjómað gengisskráningunni, sem oftar en ekki hefur
betur grein fyrir víðtæku gildi þess að velja innlenda reynst iðnaðinum þungur baggi. Ingi Bogi Bogason
framleiðslu og þjónustu þegar hún standi erlendri orðar það svo í áðurnefndri grein í Iðnaðinum að
framleiðslu jafnfætis. stjórnvalda sé umfram allt að skapa iðnaðinum skil-
yrði. „Ekki með því að leika miskunnsama Samverj-
Árangur af átakinu „íslenkt, já takk" var um ann eftir pólitískri vindátt hverju sinni heldur með
margt athyglisverður og hann sýndi fram á nauðsyn því að marka atvinnuvegunum ákveðinn tilvistar-
þess að minna endurtekið á gildí þess fyrir atvinnu- ramma til langs tíma. Það er þeirra að sýna í verki að
stigið í landinu að kaupa íslenskar iðnaðarvörur. þau hafi framtíðarsýn. Þau eiga að marka skýra heild-
Þetta átak vakti einnig athygli fólks á því að flóra ís- arstefnu, halda sig við hana og gera fyrirtækjunum
lenskrar iðnaðarframleíðslu er fjölbreytt og íslenskar kleift að starfa ótrufluð i anda heimar."
Hláturrokur á tónleikum
Föstudaginn 1. júlí birtist í Degi
umfjöllun Hauks Ágústssonar um
P.D.Q. Bach-tónleika sönghópsins
Emils og Onnu Siggu sunnudag-
inn 26. júní. Þar lætur hann í ljós
óánægju sína með að tónleikagest-
ir „...ráku upp alls óvióeigandi
hláturrokur í miðjum klíóum og
gerðu sér greinilega enga grein
fyrir mikilvægi og helgi stundar-
innar,heldur litu á framtak lista-
mannanna sem grín“.
Það skal því upplýst hér og nú,
að tónleikamir í heild voru grín,
tónverkin eru grín, tónskáldió
sjálft er grín. Tónskáldið P.D.Q.
Bach hefur aldrei verið til, það er
hugarfóstur sprenglærós tónlistar-
manns.
Árið 1983 voru fluttir í Ríkis-
útvarpinu þættir tvo sunnudaga í
röð um tónskáldið P.D.Q. Bach.
Þættimir voru í umsjón Ásgeirs
Sigurgestssonar, Hallgríms Magn-
ússonar og Trausta Jónssonar.
Skýrt kom fram bæði í dagskrár-
kynningum og í þáttunum sjálf-
um, að tónskáldið væri tilbúning-
ur og tónlistin grín. Þegar þættirn-
ir voru endurfluttir fáeinum árum
síóar, var ég undirrituð svo forsjál
að taka þá upp á segulband. Synir
mínir, sem þá voru táningar, söl-
suðu undir sig spólumar og marg-
spiluðu sér til ánægju, enda voru
þeir sífellt að uppgötva fleiri
brandara í textunum. Nokkrum ár-
um eftir þetta tók ég upp á mynd-
band ítarlega kynningu á tón-
skáldinu og verkum hans í frétta-
þættinum 19.19 á Stöð 2 í tengsl-
um við fyrirhugaða tónleika.
Kynningin var öll sett fram eins
og um fúlustu alvöru væri að
ræða, en í afkynningu lét þulurinn
þess getið, að þetta væri grín.
Höfundur og ábyrgóarmaður
P.D.Q. Bachs er bandaríska tón-
skáldið Peter Schickele, fæddur
1935 í Iowa. Hann hefur verið
kennari við Juilliard-tónlistarhá-
skólann, samið lög fyrir Joan Ba-
ez, stofnaó kammer-rokkhljóm-
sveit og samió ýmis tónverk í eig-
in nafni, þar á meðal söngleikinn
Oh Calcutta.
Það mun hafa verið á mennta-
skólaárum sínum, sem Schickele
hóf að semja barrok-útúrsnúning
sinn og var fyrsta verkið gefíð út
árið 1953 undir dulnefninu P.D.Q.
Bach. I áóumefndum útvarpsþætti
var sagt, að út væru komnar 8
plötur með tónlist P.D.Q. Bachs
auk safnplötu. Á síðari hluta átt-
unda áratugarins gaf Schickele
síðan út „ævisögu“ hins mis-
heppnaða snillings. Eins og nærri
má geta er hún tómt bull og vit-
leysa.
Daginn sem P.D.Q. fæddist var
hrollkalt í Leiþzig, þó ekki heima
hjá Bach, því þar skíðlogaði í am-
inum. Verió var aó brenna þykkan
stafla af nótum eftir Vivaldi. Bach
sat við tónsmíðar, þegar ljósmóð-
irin kom og tilkynnti honum aó
„eitthvað“ hefði fæðst. Bach lét
sér fátt finnast um þetta 21. barn
sitt og hirti ekki um að láta skíra
strákinn fyrr en hann var 5 eða 6
ára. Þar sem Bach hjónin voru
orðin uppskroppa með nöfn, var
krakkinn bara látinn heita skamm-
stöfuninni P.D.Q.. Þriggja ára að
aldri hét hann því að koma aldrei
nálægt tónlist og stóð hann við
það til 35 ára aldurs. Þegar hann
var 13 ára hannaði hann ásamt
samstarfsmanni sínum Zahnstoc-
her (= tannstöngull) æfingaboró
fyrir semballeikara og var það
með innbyggðum naglaklippum.
Frægur semballeikari fékk að
prófa gripinn og varð eftir það
uppnefndur Ferdinand með 4 fmg-
ur. Af hönnuðunum er það að
segja, aö þeir flýðu sem skjótast
til Baden-Baden, þar sem þeir
fóru huldu höfði um sinn.
Þegar P.D.Q. var 35 ára, var
honum boðið í höll baróns nokk-
urs í Vín, en þar áttu nokkrir tón-
listarmenn að koma saman og
leika verk Jóhanns heitins Sebasti-
ans. Þarna tókst P.D.Q. að verða
sér rækilega til skammar og end-
aði með því að hann flýói út um
glugga, enda hafði þá yfirútkastari
barónsins, hr. von Muskelberg,
verió kvaddur á vettvang. Eftir
þetta hét P.D.Q. því aö verða tón-
skáld, jafnvel þótt það væri í
óþökk allra. Hann settist að í
borginni Wein am Rhein (Vín við
Rín) og fór að semja tónlist leikna
á vínflöskur. Mestur tíminn fór í
að tæma flöskurnar. Tónleikar
hófust venjulega á einhverri
kránni að kvöldi og enduðu á lög-
reglustöðinni undir morgun.
Hljóðfæraval tónskáldsins var
með ólíkindum fjölbreytt. Meðal
annars notaði hann blöðrur, reið-
hjól, reiðhjólabjöllu, þokulúður,
ástarsnöru, frethólka hvers konar,
heimatilbúnar flautur og margt
fleira, sem of langt yrði upp að
telja. Ekki hikaði hann við aó stela
bútum úr tónverkum annarra tón-
skálda og nöfnum þekktra tón-
verka, en hvort tveggja brenglað-
ist gjarnan í meðförum hans, því
hann gat aldrei munað það rétt.
Af þessu stutta æviágripi hlýtur
að vera ljóst, að tónverk P.D.Q.
Bachs eru langt í frá alvarlegs eól-
is. Tónverkin sjálf, textamir, út-
skýringar á verkunum og jafnvel
a \)CSS, scm von
, r,í. Á°na 'Tr.rk P •T ^ . ;s\,\ Oft
v,k,ö- “;Vcrum Í Ftrtn&um
hji lagu 4 s6t krs'a1 btakVra
'6ku' “J aUatinW' »4 einhvcm
otöw> m
ö\t V\ans r tónUsW1* a ^jcgat CV . sVapwsl , (\es\u og
"kn,óniáU-
<cm. c‘ns 06
stto""11
Bacte- V""5
(lónískm' «*•
>acW«f^,u
ntötS" 'cV
sn,íöa6(aul:
. .Att hans-
SsSB&t
þcitti >«ros® ctu aö 0P"1
sW « ^rcla»a'»“W.l
6m"s nIE»"a(s Cð^
tí.vatscsw a BMhso*t»ái
'C'kP ' .r„uU*s'"sclaB
áit cia clt Kssu mc'ka^M
i 'f cSis'ckk; a
E wit táku “PV Jfl
cr ** ,vut t nA'^™
"'á'f°S S'cjj
Margrét Björgvinsdóttir gerir í grcin sinni athugasemd við umfjöllun Hauks Ágústssonar um tónleika Emiis og
Önnu Siggu á Akureyri 26. júní s.l.
nótnahandritin eru morandi í húm-
or.
Þess vegna ætlast ég til að okk-
ur tónleikagestum verói fyrirgefn-
ar hláturrokumar umdeildu. Þær
voru engan veginn óviðeigandi.
Svo virðist sem hluti af gríninu
sé að setja allt fram í fúlustu al-
vöm. í kynningum um tónleikana
kom hvergi fram, að hér væri ver-
ið að grínast, svo að engin furöa
er, þótt einhverjir hafi látið
blekkjast. í tónlistarorðabókinni
minni frá 1985 er getið um Peter
Schickele og nokkur verka hans,
en P.D.Q. Bach-verkin eru ekki
þar á meðal (The Concise Oxford
Dictionary of Music, Michael
Kennedy). Ekki finnst P.D.Q.
heldur meðal Bach-tónskáldanna í
bókinni og hefði þó ekki veitt af.
Ekki held ég aö skemmtunin
hefði orðið neitt síðri, þótt tón-
leikarnir hefðu fengið kynningu
við hæfi. Líklega hefðu miklu
fleiri mætt á tónleikana og svo
held ég að Haukur heföi bara
skemmt sér enn betur. Hann hefði
ábyggilega skellihlegið með okkur
hinum. Margrét Björgvinsdóttir.
LESENDAHORNIÐ
Slæm þjónusta og dóna-
skapur hjá Pósti og síma
Ósk Geirsdóttir hringdi:
Fyrir lýðveldisafmælió gaf Póstur
og sími út möppu með frímerkjum
sem kölluó var forsetamappa. Ég
hringdi í Frímerkjasöluna í Ár-
múla nokkru fyrir 17. júní, pantaði
eina möppu og lét skuldfæra and-
virði hennar á Visakortið hjá mér.
Ég sagðist ætla að gefa hana í af-
mælisgjöf 30. júní og spurði hvort
hún yrði ekki komin fyrir þann
tíma og var svarað játandi.
Svo kemur 30. júní og ekki sést
nein mappa. Ég hringi aftur suóur
og jú, jú, ég var ennþá á skrá og
búið að taka þetta út af kortinu hjá
mér. Mér var hins vegar sagt að
ekki væri hægt að senda mér
möppuna fyrr en búið væri að
senda þeim sem ekki hefðu greitt
með korti. Það var eins og það
lægi ekkert á að senda þeim sem
búnir voru að greiða og hinir sætu
fyrir.
Síðan hringi ég aftur 6. júlí og
þá var konan sem svaraði bara
með dónaskap og sagði að ég gæti
bara hætt við ef ég væri eitthvað
óánægð með þetta. Ég sagðist þá
ætla að gera þaó en þá kom í ljós
aó það var ekki hægt þar sem búið
var að draga þetta út af kortinu hjá
mér. Síóan klikkti hún út með því
að ég gæti þá bara komið og náó í
möppuna en ég bý á Akureyri.
Þaó fyndnasta er svo að í ljós
hefur komið að hægt er að fá
möppuna hjá Pósti og síma á Ak-
ureyri þannig að ég heföi getað
verið búin að nálgast hana fyrir
löngu en var ekki bent á það þegar
ég pantaói.
Ég er ekkert sérstaklega ánægó
með þessa þjónustu Pósts og síma
og vona aö stofnunin standi sig
betur næst þegar hún býður upp á
eitthvað svona.