Dagur - 08.07.1994, Page 7
Föstudagur 8. júlí 1994 - DAGUR - 7
Aron kvaðst ekkert hræddur, en það er líklega vissara að halda sér fast.
Ratleikur í skóginum í uppsiglingu
KJAFNASKÓGUR
- útivistarsvæðí Akureyrínga -
Veórið hefur verið hálf einkenni-
legt undanlarna daga, ýmist þoka
eða heiðskírt með mengunarmistri
frá Evrópu. Þegar þokunni hefur
létt, hefur fólk flykkst út til að
njóta góða veðursins, þá er ekki
amalegt að geta skroppið út í
Kjarnaskóg, þar sem skipulagður
hefur verið sælureitur fyrir Akur-
eyringa. Blaðamaður brá sér þang-
að nú í vikunni, þegar sól skein í
heiði og rakst þar m.a. á krakka í
leikja- og sportskóla KA.
Kjarnaskógur, útivistarsvæöi
Akureyringa, verður fallegri meö
hverju árinu og er með ólíkindum
að þarna hafi ekki verið svo mikið
sem ein planta fyrir 40 árum síðan
þegar skógræktarfélag Eyfirðinga
hóf að setja niður plöntur. Gróður-
sett var á svæðinu frá 1952 til
1974, en þá gerði Skógræktarfé-
lagið samning við Akureyrarbæ
um skipulagningu útivistarsvæðis
í Kjarna.
Síðan hefur verið unnið við aó
koma svæöinu í núverandi horf.
Byrjað var á lagningu trimmbraut-
ar árió 1976, leiktækin hafa starfs-
menn skógræktinnar síðan hannað
sjálfir, t.d. dekkjarennibrautina
sem er líklega vinsælasta tækið.
Grillaðstöðu hefur verið komið
fyrir í Kjarnaskógi, sem hópar
fólks hafa nýtt sér.
Að sögn Hallgríms Indriðason-
ar, framkvæmdastjóra skógræktar-
félags Akureyrar hefur aðsókn að
svæðinu margfaldast nú síóustu
árin og hefur hún aldrei verið
meiri en nú í sumar samkvæmt
umferðatalningu á vegum skóg-
ræktarinnar. Sagði Hallgrímur að
hátt í 200.000 manns hefðu komið
í skóginn á síðasta ári. Ljóst er að
Akureyringar auk annarra lands-
manna kunna aö meta þetta gróð-
ursæla útivistarsvæói sem liggur
vió bæjardyrnar. ÞÞ
Hulda María, Anna og Anna toku skyrt fram að þær væru í sportskólanum,
litlu börnin væru í leikjaskólanum.
Gönguklúbbur í sólbaði
Blaðamaður rakst á hóp fongulcgra kvcnna mcð krakkaskara í kringum sig. Þær kváðust vcra saman í gönguklúbbi,
en þær væru reyndar duglegastar að ganga á veturna.Yfir sumartímann væri allri orku eytt í börnin. Þær hcita, tal-
ið frá vinstri: Harpa, Sigrún Jóns, Fjóla, Anna Lísa og Sigrún Björk.
„Skógarnir okkar“:
Opinn dagur í Vaglaskógi
á morgun kl. 14-17
Yfírskrift dagsins „Skógarnir okk-
ar“ er til að minna almenning á að
ríkisskógarnir eru sameign þjóðar-
innar og að Skógrækt ríkisins vill
kynna margháttaða starfsemi
stofnunarinnar og fjölbreytileika
íslensku skóganna.
Starfsmenn Skógræktar ríkisins
á Vöglum og Skeljungsbúðimar á
Akureyri bjóóa fólk velkomið á
opna daginn, þar sem ýmsir þættir
starfseminnar verða kynntir, s.s.
kurlvinnsla, kolagerð, viðar-
vinnsla, nýhafin lerkifrærækt
kynnt af dr. Þresti Eysteinssyni
fagmálastjóra Skógræktar ríkisins,
gróðursetningar-, grisjunar- og
skógræktaráhöld kynnt og gengið
verður um trjásafnið á klukkutíma
fresti undir leiðsögn Siguröar
Skúlasonar skógarvarðar. Hand-
verksmenn kynna framleiðslu
sína, leikföng úr tré og ýmsar aðr-
ar trévörur s.s. skreytingarefni.
25% afsláttur verður veittur af
ýmsum tegundum garðplantna í
tilcfni dagsins.
Landslagsarkitektinn Andri
Sigurjónsson frá Teiknistofu Hall-
dórs Jóhannssonar á Akureyri
sýnir ýmsar hugmyndir unt skipu-
lag útisvæða og gefur góð ráð og
leiðbeiningar um skipulag um-
hverfis við sumarbústaði og fleira
frá kl. 14 til 16.
Kjarnafæði sf. á Akureyri býó-
ur upp á grillpylsur og Egill
Skallagrímsson gefur pepsidrykk.
(Fréllalilkynning)
Vinningstölur
miövikudaginn:
06.07.1994
FJÖLDI
VINNINGA
884
EB Uinningur:
UPPHÆÐ
ÁHVERN VINNING
41.360.000
352.613
92.351
1.799
216
BONUSTOLUR
T 27 43
Heildarupphæð þessa viku:
42.621.365
á Isl
: 1.261.365
UPPLYSINGAR, SÍMSVARI 91- 68 15 11
LUKKULÍNA 99 10 00 - TEXTAVARP 451
6IRT MEÐ FYRJRVARA UM PRENTVILLUR
fór til Noregs
Kynninq á Knorr-sópum
oq salatdressinqu
í KEfl Oettó o? íflatbæ Húsavík
í daq föstudaq, eftir hádeqi
Pað er þetta með
bilið milli bíla...