Dagur - 08.07.1994, Síða 12

Dagur - 08.07.1994, Síða 12
Akureyri, föstudagur 8. júlí 1994 Höfum tekið nýjan matseðil í notkun á Bautanum Opið til kl. 23.00 öll kvöld Malbikunarframkvæmdum lokið á Húsavík í gaer var lokið við að ieggja malbik á fjórar götur á Húsavík og nokkrar aðkeyrsiur og gangstéttarspotta. Myndin er tekin við Brávelii en auk þess var lagt á Álfhói, Skálabrekku og hiuta Baughóls. Það voru menn og tæki frá Malbik- unarstöð Akureyrarbæjar sem unnu verkið en Bifreiðastöð Húsavíkur sá um flutning malbiksins sem nam rúmlega 900 tonnum. Mynd IM Rannsóknarhola í Ytri-Vík gefur vonir um aö virkjanlegt vatn sé að finna: Yrði veruleg búbót fyrir okkur - segir Kristján Snorrason, oddviti Árskógshrepps Ef um er að ræða virkjanlegt vatn þá yrði það veruleg bú- bót fyrir okkur,“ segir Kristján Snorrason, oddviti Árskógs- hrepps en í fyrradag fannst um 20 gráðu hiti í grunnri rann- sóknarholu í Ytri-Vík. Þetta telst vera góður árangur og gefur tilefni til að rannsaka frekar þetta svæði með það í huga að bora vinnsluholu. Bor- aðar voru þrjár hitastigulsholur í hreppnum á dögunum til könnunar á hitastigli og voru tvær kaldar en fyrrnefndur ár- angur náðist í Ytri-Vík. Kristján segir að boðist hafi til- raunaborun á þremur holum sem Omar Bjarki Smárason, jarðfræð- ingur, sá um fyrir Jarðfræðistof- una Stapa. Boruð var hola í landi Hellu, önnur norðan við afleggjar- ann niður á Hauganes og þriðja holan í Ytri-Vík. Farið var niður á 50 metra dýpi og gaf holan í Ytri- Vík 20 gráðu hita í botni. Kristján telur aó skoða verði svæðið kringum holuna betur og útilokar hann ekki að frekari at- huganir verði geróar strax í haust. Hér gæti verið um mikilsvert mál að ræða fyrir hreppsbúa því til- tölulega stutt er til þéttbýliskjarn- anna þar sem flest hús eru hituð upp með rafmagni. Með nægu virkjanlegu vatni væri því sá möguleiki í sjónmáli aó leggja hitaveitu um Árskógsströnd. JOH Brúarsmíöi yfir Stóru-Giljá í Húnaþingi: Vegurinn opnaður eftir viku Yegagerð ríkisins hefur síð- ustu 5 vikurnar unnið að byggingu nýrrar brúar yfir Stóru-Giljá í Húnaþingi, en gamla brúin gaf sig í miklum leysingum 29. maí sl. auk þess sem mikið skarð kom í veginn. Jónas Snæbjömsson hjá Vega- gerðinni á Sauðárkróki sagði brú- arsmíði vera lokið og verið væri aó fylla í skarðið, en reiknað er meó að það taki um viku. Að því @ VEÐRIÐ Yfir landinu er 1018 millibara hæóarhryggur sem fer heldur minnkandi og þokast norðaustur. Vaxandi læpð langt suðvestur í hafi hreyfist austnorðaustur. Áfram verður mjög hlýtt í veðri - einkum inn til landsins; þar verð- ur léttskýjað - einkum síðdegis. Út við strendurnar mun áfram bera á þoku - einkum kvölds og morgna. Vindáttin verður breyti- leg eða norðaustlæg með hæg- um vindi. verki loknu verói umferð hleypt yfir nýju brúna. Að sögn Jónasar stefnir viðgerðarkostnaður í að verða 25-28 milljónir. Aðspurður kvaö Jónas Vega- gerðina þurfa að halda að sér höndum varðandi aðrar vegafram- kvæmdir þar til þessu lýkur, en kostnaður cr greiddur úr sjóði ætl- uðum slíkum ófyrirséðum uppá- komum, þannig að þetta snertir lítið aðrar framkvæmdir hjá Vega- * Ibyrjun september fer Kald- bakur EA til Póllands þar sem skipinu verður breytt. Skipt veröur um spil auk þess sem skipið verður sandblásió og málað. Eftir breytingarnar verður Kaldbakur útbúinn með flot-trolls- vindum þannig að hann geti átt þátt í veiðum á úthafskarfa. Kostnaöur við breytingamar er gerðinni á Sauðárkróki, fjárhags- lega séð. Hingað til hefur umferð verið hleypt yfir bráðabirgðabrú og var sú brú komin upp 27 klst. eftir að sú gamla fór að sögn Jónasar Nýja brúin er öll steypt í stað þess að vera með stálboga eins og gamla brúin, en gamla brúin gaf sig þegar gróf undan veggjunum sem eru undir bogunum. A nýju brúnni á slíkt ekki að geta átt sér stað. ÞÞ rúmlega 100 milljónir kr. Magnús Magnússon, útgerðarstjóri ÚA, segir pólsku skipasmíðastöðina hafa átt langlægsta tilboðið í verk- ið, auk þess sem verktíminn hafi verið stystur hjá því fyrirtæki. Reiknað er með aó verkið taki einn og hálfan mánuó og skipið verði komió á veiðar aftur í lok október. JHB Kaldbakur: Til Póllands í september Öxnadalsheiði: Framkvæmdir hafnar viö síðasta kaflann Hafnar eru framkvæmdir við tæplega 2ja kílómetra veg- arkafla á Öxnadalsheiði, frá endurvarpsstöð að Grjótá. Verktakinn er Árni Helgason í Ólafsfirði, sem bauð lægst í verkið, 11,2 milljónir, sem eru 84,3% af kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar. Eins og fram hefur komið er ráðgert að í haust veröi unnt að aka alla leiðina milli Akureyrar og Reykjavíkur á bundnu slitlagi. Siguróur Oddsson, umdæmis- tæknifræðingur Vegagerðarinnar á Akureyri, segir að þessi kafli sé sá síðasti á þjóðvegi 1 til Reykjavík- ur sem byggður sé upp undir siit- lag, en auk hans er eins og kunn- ugt er unnið að vegagerð í Ból- staðarhlíðarbrekku í Austur-Húna- vatnssýslu. Sigurður sagði að auk nefnds vegarkafla frá endurvarpsstöð að Grjótá vinni Ámi Helgason nú að því að leggja endanlegt jöfnunar- lag á nýja veginn um Bakkasels- brekku. „Á mánudaginn mun síð- an norskur verktaki hefja fram- kvæmdir við að bikfesta efra burðarlagió í Bakkaselsbrekkunni. Um aðra helgi reiknum vió með að lokið verói við að bikfesta veg- inn upp að ristarhliði. Ámi vinnur síóan við vegarkaflann upp að Grjótá og ég vænti þess aó hægt Þrotabú A. Finnssonar hf.: Tilboö í vélar á trésmíða- verkstæði -fasteignin Skipagata 9 ekki til skiptanna Otilteknir aðilar hafa lýst áhuga á að kaupa vélar á trésmíðaverkstæði A. Finnsson- ar hf. á Gleráreyrum á Akur- eyri að sögn skiptastjóra þrota- bús hlutafélagsins, Gests Jóns- sonar hrl. Segir hann að veðhafi og helsti lánardrottinn A. Finns- sonar hf., íslandsbanki hf., hafí lýst sig samþykkan því að til- boðinu verði tekið. Skiptafund- ur kröfuhafa í búið verður hald- inn 29. september nk. Gestur segir að kröfulýsingar- frestur skv. gjaldþrotalögum sé tveir mánuðir frá birtingu innköll- unar í Lögbirtingablaðinu en hún var send blaóinu á miðvikudag og mun birtast á næstu dögum aó sögn ritara Gests. Fasteignin Skipagata 9 er ekki til skiptanna í þrotabúi A. Finns- sonar hf. enda er hún í eigu annars aðila - Skipagötu 9 hf. - hlutafé- lags sem skráð var undir því nafni í október 1992. Aóspurður um hvort það hlutafélag komi þrota- búi A. Finnsson hf. nokkuð við segir Gestur það ekki Ijóst enda geti hlutafélögin hafa átt kröfur hvort á annað. Skiptastjórinn kom til Akureyr- ar á mánudag en segir að ekki verði hægt aó segja nánar frá fyrstu ráóstöfunum á vegum bús- ins fyrr en í næstu viku enda hafi hann enn ekki fengið í hendur uppfært bókhald. GT verði að Ieggja á hann bundið slit- lag í lok ágúst,“ sagói Sigurður Oddsson. óþh Siglufjörður: Nóg að gera í rækjunni - góð veiði að undanförnu Eftir tímabundna lægð hefur rækjuveiðin tekið kipp og vel hefur veiðst að undanförnu. Á miðvikudag landaði Stálvíkin 45 tonnum hjá Þormóði Ramma á Siglufírði en þar er nú unnið á þremur vöktum í rækjunni. Róbert Guðfmnsson, fram- kvæmdastjóri Þormóðs Ramma, segir fyrirtækió hafa nóg hráefni til vinnslu og mikið sé að gera. Fyrirtækið gcrir út Sunnuna og Amamesió sem eru nú við veiðar í flæmska hattinum við Nýfundna- land ásamt fjórum öórum íslensk- um skipum og ekki væntanleg heim aftur fyrr en undir jól. Reyt- ingsafli hefur veriö á svæóinu að undanförnu en veiði þar er utan kvóta og landa skipin á Nýfundna- landi. Egilssíld hefur nú um þriggja ára skeið reykt lax og selt á Bandaríkjamarkað. Róbert segir söluna ganga þokkalega en sam- keppnin á markaðnum sé hörð og fyrirtækið haldi þeirri hlutdeild sem það hafi þegar náð. JHB Allt fyrir garðinn í Perlunni við Q KAUPLAND Kaupangi v/Mýrarveg, simi 23565 þvottavél 18 þvottakerfi 5 kg þvottur Hitabreytirofi 600 snúninga Rústfrír pottur Frábært verð 39.900,- stgr. I Qkaupland Kaupangi v/Mýrarveg, sími 2358^j

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.