Dagur - 09.08.1994, Blaðsíða 7

Dagur - 09.08.1994, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 9. ágúst 1994 - DAGUR - 7 Knattspyrna, 1. deild, Fram-Þór 1:1: „Jafntefli dugir okkur skammt“ - sagöi Júlíus Tryggvason Þórsari eftir ieikinn Guðmundur Bcncdiktsson í baráttu við leikmann Fram í leik á Akurcyri sumar. Færi Þórs nýttust illa í leiknum við Fram á sunnudag. Þórsliðið hefur ekki tapað leik gegn Fram í háa herrans tíð og þar varð engin breyting á í fyrrakvöld þegar liðin léku síð- asta leikinn í 12. umferð 1. deildarinnar í knattspyrnu. Líkt og í fyrri umferð mótsins skildu liðin jöfn, hvort lið skoraði eitt mark. Þrátt fyrir góðan leik á Laugardalsvellinum sitja Þórs- arar í erfiðri stöðu við botn dcildarinnar. „Ég er hundsvekktur. Eins og staða okkar er í deildinni þá dugar jafntefli skammt. Við fengum nóg af færum til þess að klára þetta og það er það jákvæði í þessu. Við crum að skapa okkur færi en þurf- um að nýta þau betur. Við verðum að taka okkur saman í andlitinu til þess að hossa okkur upp af botn- inum,“ sagði Júlíus Tryggvason, leikmaóur Þórs, el'tir leikinn. Martcinn Geirsson, þjálfari Fram, var heldur ekkert allt of hress. Sagðist þó nokkuð sáttur við stöðuna miðað vió það að vera að yngja upp í liðinu. Hann sagði Fram vera í sömu baráttunni og Þór, stutt væri upp cn enn styttra niður á botninn. Leikur Fram og Þórs var mjög fjörugur allan tímann. Jafnræði var meó liðunum framan af en undir lokin pressuðu gestirnir heldur meira. Þórsarar spila fram- ar á vellinunt en oft áður og ná þannig að skapa scr færi. Framar- ar eru hættulegir í sóknaraógerð- um sínum og spila ágæta vörn með Steinar Guðgeirsson sem aft- asta mann. Júlíus Tryggvason var mjög sterkur í vörn Þórsara og spilar sig vel út úr öllum vandræð- um. Eftir markalausan fyrri hálf- leik, þar sem liðin hcfðu auðvcld- lega getaö skorað eitt til tvö mörk hvort, voru það heimamcnn sem komust yfir þegar aðeins tæpar tvær mínútur voru búnar af seinni hálfleik. Ríkharður Daðason fékk þá góða sendingu inn fyrir vörn Þórs, lék á Olaf í markinu og skoraói. Aðeins tíu mínútum síðar jafnaói Arni Þór Arnason fyrir Þór. Bjarni Svcinbjörnsson lékk þá sendingu inn lýrir vörn Fram, náði ckki að skjóta á markið cn renndi boltanum út í teiginn þar sem Arni Þór kom aðvífandi og þrunraði boltanum undir Birki Kristinsson í markinu. Lokatölurnar, 1:1, gefa engan veginn rétta mynd af leiknum, því hefóu Icikmenn liðanna vcrið á skotskónum frægu hefóu mörkin hæglega gctað orðið mun lleiri. Lið Þórs: Ólal'ur Pétursson, Júlíus Tryggvason, Þórir Áskelsson, Birgir Þór Karlsson, Árni Þór Árnason, Ormarr Örlygsson, Lár- us Orri Sigurósson, Dragon Vitorovic, Páll Gíslason (Hlynur Birgisson á 85. mín.), Guðmundur Benediktsson og Bjarni Svein- björnsson. Lið Fram: Birkir Kristinsson, Steinar Guógeirsson, Valur F. Gíslason, Þorbjörn A. Sveinsson (Sigurþór Þórarinsson á 84. mín.), Haukur Pálmason, Ágúst Ólafs- son, Guðnrundur Steinsson (Ás- björn Jónsson á 65. mín.), Hólm- steinn Jónasson, Kristinn Hafiiða- son, Helgi Sigurðsson og Ríkharð- ur Daðason. Gul spjöld: Árni Þór og Lárus Orri (Þór) og Valur Gíslason (Fram). Dómari: Gísli Guómundsson: Var nokkuð gloppóttur og orkuðu sumir dómar hans tvímælis. Línuverðir: Pjetur Sigurösson og Smári Vífilsson. Staðan 1. delld IA 12 83 I 22 5 27 FH 1263 3 11 7 21 ÍBK 124 7 1 22 14 19 KR 12444 17 10 16 Valur 12 4 4 4 17 20 16 Fram 12363 18 19 15 ÍBV 12354 14 16 14 I»ór 12255 1822 11 UBK 12 3 27 11 26 11 Stjaman 12 1 56 10 12 8 2. deild Grindavík 12 8 2 2 26 9 26 Lciftur 127 3 2 29 15 24 Þróttur R 12642 19 1022 Fylkir 12624 24 17 20 Víkingur 12534 19 18 18 Selfoss 12444 1422 16 KA 12327 15 19 11 HK 123 27 918 11 Þróttur N 12 23 7 10 23 9 ÍR 11 2 3 7 11 25 9 3. deild Fjölnir 1274 1 24 12 25 BÍ 1272331 1923 Skallagr. 12 7 23 29 19 23 Víðir 1256 1 22 1221 Völsungur 1247 1 18 13 19 Reynir 12 3 45 12 22 13 Höttur 12327 1621 11 Tindastóll 12255 1424 11 Dalvík 123 28 19 30 8 Haukar 12228 11 24 8 4. deild C-riöill KS 119 1 1 48 9 28 Magni 1190 2 30 13 27 SM 117 1 3 26 12 22 Hvöt 116 1 4 22 18 19 Kormákur 1250 7 1727 15 Neisti 10 3 1 6 16 25 10 HSÞb 1120 9 16 39 6 Þrymur 1220 10 1442 6 Islandsmótið í knattspyrnu - 2. deild: Fengum færi til þess að gera út um leikinn - sagði Þorvaldur Jónsson Eftir leiki helgarinnar í 2. deild íslandsmótsins í knattspyrnu hefur staða efstu liða ekkert breyst. Grindvíkingar eru ennþá í efsta sæti og Leiftursmenn halda öðru sætinu. Reykjavíkur- Þróttarar eru síðan tveim stigum á eftir Leiftri. Lciftursmcnn sóttu Fylki heim í Árbæinn sl. föstudagskvöld og sá leikur var stórskemmtilegur. Bæði liðin sýndu skemmtilega takta og áhorfcndur fcngu að sjá fallcg mörk. Kristinn Tómasson kom Fylki yfir strax á áttundu mínútu, cn Gunnar Már Másson jafnaði skömmu síðar og kom Leiftri síð- an yílr. Sverrir Svcrrisson skoraði síðan þriðja mark Leifturs og norðanmenn höfðu skyndilega náð mjög vænlegri stöðu. En Adam var ekki lengi í Paradís, því Zoran Micovic náði aö minnka muninn skömmu síðar meó laglegu skoti úr aukaspyrnu. Zoran Micovic átti eftir að koma aftur við sögu í síðari hálf- leik nteð því að skora jöfnunar- mark Fylkismanna strax á þriðju mínútu hálfieiksins. „Þaó ntá ef til vill segja að þctta hafi verið sanngjörn úrslit. Þeir voru meira með boltann en Gunnar Már Másson var að öðruin ólöstuöum besti maöur Lcif'tursmanna í Arbænuin. Hann er í góöu formi um þcssar mundir og viröist kunna bctur við sig í stöðu senters cn á vængnum. við fcngunt fieiri og betri færi til þcss að gcra út um lcikinn,“ sagði Þorvaldur Jónsson, markvörður Leiftursmanna, scm reyndar sat á bckknum í Árbænum og Friðrik Þorsteinsson, varamarkvöróur stóð í markinu. „Þetta eru kannski ekki svo slæm úrslit, okkur hefur gengið illa aö eiga við Fylkis- menn. Mér er næst að halda að þctta sé fyrsta stig Lcifturs í Ár- bænum frá upphafi. Við fáum IR heim næsta föstu- dag og við ætlum okkur auðvitaö að vinna þann leik. Við ætlum okkur upp í fyrstu deild, þaó er ekki spurning,“ sagði Þorvaldur. óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.