Dagur - 09.08.1994, Blaðsíða 9

Dagur - 09.08.1994, Blaðsíða 9
H ESTAI ÞROTTI R Þriðjudagur 9. ágúst 1994 - DAGUR - 9 Bikarmót Norðurlands: Keppnissveit íþróttadeildar Léttis stigahæst Bikarmót Norðurlands í hesta- íþróttum fór fram á Einarsstöð- um í Reykjadal um helgina. Einstök veðurblíða einkenndi mótið og segja má að um tíma hafi hitinn verió í það mesta, bæói fyrir menn og hesta. Þaó var sveit Hestamannafé- lagsins Léttis á Akureyri sem bar sigur úr bítum eftir tvísýna keppni en þegar aðeins einni grein var ólokið, gæðingaskeiði, skildi brot úr stigi sveit Léttis og sveit HÍDS að. I þessari lokagrein mótsins tóks knöpum Léttis öörum betur að leggja á skeið, þar með var sig- urinn í höfn og Eyfiróingar héldu heim með Dagsbikarinn eftirsótta í farteskinu. I öðru sæti varó Hestaíþróttadeild Skagafjarðar, Hestaíþróttadeild héraðssambands Suður-Þingeyinga varð í þriðja sæti og Ungmennasamband Eyja- fjarðar í fjóróa sæti. Úrslit á Bikarmóti Norður- lands í hestaíþróttum Hlýðni 1. Elísabeth Jansen Sveðja HÍDS 2. Magnús Lárusson Brana HÍDS 3. Erlingur Guðmundsson Nátthrafn HSÞ Hindrunarstökk 1. Magnús Lárusson Brana HÍDS 2. Birgir Ámason Viskí ÍDL 3. Ingólfur Helgason Jaðar HÍDS Fjórgangur fullorðinna 1. Höskuldur Jónsson Þytur ÍDL 2. Sigrún Brynjarsdóttir Darri ÍDL 3. Anna Sif Ingimarsdóttir Glói HÍDS 4. Magnús Lárusson Eiríkur rauði HÍDS 5. Guðmundur Hannesson Gasella ÍDL Tölt fullorðinna 1. Höskuldur Jónsson Þytur ÍDL 2. Jóhannes Ottósson Von ÍDL 3. Guómundur Hannesson Gasella ÍDL 4. Anna Sif Ingimarsdóttir Glói HÍDS 5. Hilmar Símonarson Gjafar HÍDS Fimmgangur fullorðinna 1. Baldvin Ari Guðlaugsson Álmur ÍDL 2. Þór Jónsteinsson Börkur UMSE 3. Hilmar Símonarson Gjafar HÍDS 4. Jarþrúður Þórarinsd. Birta ÍDL 5. Þórarinn Amarson Kelda ÍDL Gæðingaskeið 1. Baldvin Ari Guðlaugsson Álmur ÍDL 2. Bjami Páll Vilhjálms. Börkur HSÞ 3. Höskuldur Jónsson Krummi ÍDL 4. Þór Jónsteinsson Börkur UMSE 5. Þórarinn Illugason Fífill HSÞ Fjórgangur unglinga 1. Líney Hjálmarsdóttir Öðlingur HÍDS 2. Þórir Rafn Hólmgeirsson Feldur ÍDL 3. Elvar Jónsteinsson Hlíóar ÍDL 4. Friögeir Jóhannsson Kolbrún HÍDS 5. Valgeróur Ámadóttir Jóakim HSÞ Tölt unglinga 1. Líney Hjálmarsdóttir Öðlingur HÍDS 2. Þórir Rafn Hólmgeirsson Feldur ÍDL 3. Friðgeir Jóhannsson Kolbrún HÍDS 4. Valgerður Ámadóttir Jóakim HSÞ 5. Elvar Jónsteinsson Hlíðar ÍDL Stigahæsti knapi mótsins var Þór Jónsteinsson UMSE sem hlaut 228,97 stig. Sigurvegari í skeió- tvíkeppni var Baldvin Ari Guð: laugsson ÍDL með 169,20 stig. í íslenskri tvíkeppni sigraði Hösk- uldur Jónsson á Þyt, hann hlaut 135,80 stig en í ólympískri tví- keppni varð Magnús Lárusson HÍDS hlutskarpastur á Brönu, þau hlutu 70,25 stig. Stigahæst ung- linga var Líney Hjálmarsdóttir HÍDS með 113,73. Mótið fór fram á nýlögðum keppnisvelli á félagssvæði hesta- mannafélagsins Þjálfá á Einars- stöðum. Keppendur og gestir voru hinir kátustu með mótssvæðið og völlinn og ekki spillti grillveisla í boði Kaupfélags Þingeyinga á laugardagskvöldinu fyrir. Þegar húmaðið aó ómuðu tónar harm- ónikunnar í dalnum og mótsgestir tóku lagið. Næsta Bikarmót Norð- urlands í hestaíþróttum verður í höndum UMSE. KLJ/Gunnar Frímannsson. Sigurlið ÍDL, Baldvin Ari Guðlaugsson fyrirliði hanipar Dagsbikarnum. Á fljúgandi skeiði, Baldvin Ari Guðlaugsson og Álmur í fararbroddi, Þór Jónsteinsson fylgir fast á eftir. Baldvin rcið Álmi til sigurs bæði í fimmgangi Og gæðingaskeiði. Myndir: Gunnar Frímannsson. Stigahæsti knapi mótsins, Þór Jón- steinsson UMSE. Ný stjarna í heimi hestaíþróttanna sem vænta má mikils af í framtið- inni, Líney Hjálmarsdóttir á Öðl- ingi, þau kcpptu fyrir HÍDS. 'LP QQ *Q» □« □ □ □ ilMMMlii8§lg B®ioigun4l Wsmfcm . ■ im ■ * J -"1 ■ B, AbeinsKr. 270 Sólbabsstofan Hamri sími 12080.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.