Dagur - 09.08.1994, Blaðsíða 6

Dagur - 09.08.1994, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Þriójudagur 9. Ráðhústorgi 5, 2. hæð Gengiö inn frá Skipagötu Sími11500 Nýtt á söluskrá Stapasíða: 4-5 herb. efri hæð ásamt bílskúr - ástand mjög gott - laus strax. Einnig I sama húsi 2ja herb. um 85 fm. Laus fyrir mánaðamót. Byggðavegur: 3 herb. neðri hæð í tvíbýli um 85 fm. Laus fljótlega. Brekkugata: 4 herb. hæð I tvfbýli um 90 fm. Laus í haust. Arnarsíða: 3-4 herb. raðhús ásamt bílskúr samtals um 134 fm. Laust strax. Steinahlíð: Glæsilegt 5 herb. raðhús á tveimur hæðum ásamt bílskúr, samtals um 183 fm. 40 ára húsn. lán um 3.5 millj. Skipti á minni eign á Akureyri eða Reykjavik- ursvæðinu. Kringlumýri: 5 herb. einbýlishús á tveimur hæðum um 160 fm. Endurnýjað að mestu, - skipti á minni eign. Furulundur: 5 herb. endaraðhús á tveimur hæðum um 122 fm. Laust eftir samkomulagi. FASTEIGNA & M skipasalaS&I NORÐURLANDSO Ráðhústorgi 5, 2. hæð gengið inn frá Skipagötu Opið virka daga frá kl. 9.30-11.30 og 13.15-17. Sölustjóri: Pétur Jósefsson Lögmaður: Benedikt Ólafsson hdl. ágúst 1994 MANNLÍF Víð opnun hjá Jóni Síðastliðinn laugardag var opnuð myndlistarsýning Jóns Laxdal Halldórssonar í Listasafninu á Ak- ureyri. Jón Laxdal var bæjarlistar- maður á Akureyri síðasta árið og má á sýningunni sjá verk sem unnin voru á þeim tíma. Margt gesta var vió opnun sýn- ingarinnar á laugardag og tók Jón Haukur Brynjólfsson meöfylgj- andi myndir við þetta tækifæri. Sýning Jóns Laxdal mun standa til 31. ágúst og veróur opið alla daga nema mánudaga milli kl. 14 og 18. Jón Laxdal Halldórsson við hluta verka sinn á sýningunni. Margir lögðu lcið sína í Listasatnið á laugardaginn. Hér tekur Jón Laxdal á móti Valtý Sigurbjarnarsyni, forstiiðumanni Byggðastofnunar á Akureyri. KVIKMYNDIR Listamaðurinn á tali við sr. Birgi Snæbjörnsson, sóknarprest á Akureyri. Haraldur Ingi Haraldsson, forstöðumaður Listasafnsins á Akureyri, og Al- freð Gíslason, íórmaður menningarmálanefndar Akureyrarbæjar, ræða hér eflaust um verk Jóns Laxdal. Fjögur brúðkaup og jarðarför: Rómantísk gamanmynd af bestu gerð Vinningstölur laugardaginn 06.08.1994 "T22Y35) VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af5 0 8.965.573 Z. 4af5* 8? 10 74.216 3. 4al5 172 7.443 4. 3af5 5.719 522 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 13.973.247 £ Æ & Ar 1 ' upplýsingah:SImsv*ri91-681511lukkuúna991002 Borgarbíó hefur tekiö til sýningar bresku myndina ;,Fjögur brúökaup og jarðarför“. I aðalhlutverkum eru Hugh Grant (Bitter Moon), Andi MacDowell (Sex, Lies and Videotape) og Rowan Atkinson (Mr. Bean). Höfundur handrits er Richard Curtis, sá hinn sami og skrifaði handritið aó Black Adder seríunni og þáttunum um Mr. Bean. Leik- stjóri er Mike Newell. Þaö kemur blaóamanni ckki á óvart aö í Bretlandi skuli vera tal- aó um „Fjögur brúökaup og jarö- arför“ sem mynd ársins, en hún er sett í hóp metaðsóknarmynda fyrri ára eins og „A Fish Called Wanda“ og „The Crying Game“. Strax fyrstu sýningarvikuna fór myndin í fyrsta sæti yfir tekju- hæstu myndirnar, sem segir sitt um vinsældir hennar. Myndin hef- ur einnig notið óhemju vinsælda í Bandaríkjunum, og í kjölfariö hlotió mikla umfjöllun í blöðum erlendis. Hugh Grant sem vakti athygli fyrir leik sinn 5 myndinni Bitter Moon hefur nú hlotió veröskuld- aða athygli fjölmiðla erlendis og er honum spáö miklum frama. I „Fjögur brúökaup og jarðarför" leikur Charles, lánlausan pipar- svein, sem á ótal misheppnuð ást- arsambönd aó baki, en eins og nafn myndarinnar gefur til kynna er hann í endalausum brúðkaupum vina sinna og kunningja. I fyrsta brúökaupinu hittir hann konu drauma sinna (Andie MacDo- well), sem er þó ekki alveg á lausu, en þau eiga eftir að hittast í fleiri brúökaupum og einni jarðar- för. Myndin kemur manni eilíft á óvart og ómögulegt er að segja til um hvar Charles endar, en þar til maður fær vitneskju um það nýtur maður þess að horfa á aódragand- ann. Margir skemmtilegir karakt- erar krydda myndina og eru þeir hver öórum betri en mcst mæðir á Hugh Grant í hlutverki Charles og er hann í einu orói sagt frábær. Hér er á ferðinni rómantísk gamanmynd, uppfull af frábærum atrióum, mynd sem fer aldrei yfir strikió meö aulalyndni eóa væmni eins og oft vill verða, mynd sem hittir beint í rnark, bæöi hvað varðar gamansemina og rómantík- ina. Þegar maður kemur út úr bíó- inu er maður einfaldlega brosandi, sæll og glaóur og er mest svekktur yfir því aö brúðkaupin hafi ekki verió fleiri og rnyndin lengri. Þessa mynd má enginn sem vill vera glaður láta fram hjá sér fara. ÞÞ Hestamenn í Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslum Sýning kynbótahrossa verður haldin á Melgerðismel- um sunnudaginn 14. ágúst. Hrossin verða dæmd laugardaginn 13. ágúst og hefj- ast dómar kl. 10 f.h. Skráning kynbótahrossa fer fram að Búgarði, Óseyri 2 frá og með mánudeginum 8. ágúst til 12. ágúst. Hrossaræktarsambandið.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.