Dagur - 09.08.1994, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Þriðjudagur 9. ágúst 1994
ÍÞRÓTTIR
HALLDÓR ARINBJARNARSON
íslandsmótið í knattspyrnu, 2. deild:
KA gerði steindautt jafntefli við Þrótt R.
Leikúr KA og Þróttar Reykja-
vík sl. föstudag í 2. deild Is-
landsmótsins var ekki mikil
skemmtun fyrir þá sem lögðu
leið sína á Akureyrarvöll. Leik-
urinn einkenndist af stífum
varnarleik beggja liða og mikilli
baráttu á miðjunni en mark-
tækifærin voru sárafá.
Þróttar áttu meira í fyrri hálf-
leik og sköpuðu sér þá einu hættu-
legu tækifærin sem komu. Hættu-
legasta færi þeirra kom á marka-
mínútunni, 43. mínútu, er Eggert
Sigmundsson markavörður átti
ævintýraúthlaup þar sem hann
missti af boltanum en á leið í
markið náði hann að spyma knett-
inum yfir markið.
I seinni hálfleik jafnaðist Ieik-
urinn, lió KA fór að koma framar
og reyna að skapa sér marktæki-
færi og hefði með smá heppni átt
að geta skorað en ýmist runnu
sóknirnar út í sandinn eða Fjalar
Þorgeirsson markvörður Þróttar
varði þau skot sem á markið komu
og var stundum um mjög góða
markvörslu að ræóa. Fjalar er að-
eins 17 ára og mikið efni.
Markalaust jafntefli varö því
niðurstaðan þótt bæói lið ætluðu
sér sigur, KA til aó koma sér úr
botnbaráttunni í deildinni en
Þróttur á toppi deildarinnar. Bestu
menn KA voru „gömlu brýnin“
Steingrímur Birgisson og Bjarni
Jónsson en hjá Þrótti Fjalar mark-
vörður auk Agústs Haukssonar
sem kominn er á fertugsaldur.
Þorvaldur Sigbjörnsson var í leik-
banni og Ivar Bjarklind kom ekki
inn á fyrr en um miðjan seinni
Verðlaunahafar
á opna golfmótinu ó Húsavík. A myndinni cru: Halldór Gíslason, Svcinn
Bjarnason, Bjarni Svcinsson, Sigurður Hrcinsson, Pálmi Pálmason, Axel
Reynisson, Oddfríður Rcynisdóttir, Björg Jónsdóttir, Þóra Sigurmundsdótt-
ir, Gunnar Hclgason. Ungi maðurinn fremst á myndinni hcitir Unnar Þór
Axelsson og hcldur hann á verðlaunum fyrir pabha sinn. Mynd: IM
Golfklúbbur Húsavíkur:
Arlegt opið mót
á Katlavelli
Hið árlega opna Húsavíkurmót
var haldið á Katlavelli um helg-
ina. Mótið hefur alltaf verið vel
sótt, en þó voru óvenju fáir
keppendur að þessu sinni, um
50 manns. Golfspilarar frá Vest-
mannaeyjum, Akureyri, Vest-
fjörðum og víðar að sóttu Hús-
víkinga heim.
Asmundur Bjarnason, formaó-
ur Golfklúbbs Húsavíkur, sagði að
mótið hefði vcrið ákaflega
skemmtilegt, veóriö alveg yndis-
legt, völlurinn skemmtilegur og í
mjög góðu ástandi.
Golfklúbbur Húsavíkur hefur
nýverió cndurnýjað golfskálann,
stækkaö hann, styrkt og lagað og
cr húsnæðið hið vistlegasta.
Úrslit opna mótsins á Húsavík
um helgina urðu sem hér segir:
Karlar án forgjafar:
1. Siguróur Hreinsson 157
2. Axel Reynisson 163
3. Sveinn Bjamason 166
Karlar mcð forgjöf
1. Sigurður Hreinsson 141
2. Bjarni Sveinsson 142
3. HalldórGíslason 143
4. Skaiphéöinn ívarsson 143
Konur án forgjafar
1. OddfríðurReynisdóttir 199
2. Björg Jónsdóttir 202
3. Þóra Sigurmundsdóttir 205
Konur með forgjöf
1. Björg Jónsdóttir 146
2. Oddfríður Reynisdóttir 146
3. Þóra Sigurmundsdóttir 149
IM
íslandsmótið í knattspyrnu
- 4. deild karla:
Góð ferð Kormáks
á Laugavöll
Kormáksmenn gerðu góða ferð á Laugavöll sl. laugardag þegar
þeir sigruðu heimamenn í HSÞ-b með þrem mörkum gegn engu.
Sigur gestanna var verðskuldaður.
Kormáksmenn byrjuðu bctur og þcir skoruðu eina markið í fyrri
hálfleik. Höróur Guóbjömsson, scm skoraði tvö af mörkum Kor-
máks, gerði sér lítió fyrir og skoraói annað mark gestanna með fyrstu
snertingunni í síðari hálfleik. Boltinn sveif í fallegum boga frá miðju
vallarins yftr markvörð HSÞ-b sem hafði vogaó sér of langt út úr
markinu.
Ólafur Fanndal minnkað muninn fyrir heimamenn áóur cn Kor-
mákur skoraói þriðja markið.
Eins og áóur segir skoraði Hörður Guðbjörnsson tvö af mörkum
Kormáks en nafni hans Gylfason skoraði eitt mark. óþh
Hvatarsigur
á Sauðárkróki
Ilvatarinenn á Blönduósi sóttu Þrym á Sauðárkróki heim sl.
laugardag og höfðu á brott með sér öil þrjú stigin. Þegar upp var
staðið hafði Hvöt skorað fjögur mörk en Þrymur náði ekki að
svara fyrir sig.
Þaó var aldrei spuming hvort liðió var sterkara í leiknum, en engu
að síóur heföu Þrymsmenn með smáheppni átt aó skora niark.
Mörk Hvatar skoruöu Páll Leó Jónsson (2), Helgi Ámason og
Gísli Gunnarsson. óþh
Sanngjarnt
á Siglufirði
„Ég held að ekki sé annað hægt að segja en þctta hafi verið sann-
gjarn sigur,“ sagði Hörður Júlíusson, þjálfari KS á Siglufirði,
eftir sigur á Neista á Iiofsósi, 2-1. Leikurinn fór fram á Sigiufirði
si. fimmtudag.
Steingrímur Örn Eiðsson tryggói hcimamönnum öll stigin nicð
því að skora bæði mörk KS.
„Við getum vel við unað, viö ætium að klára það sem eftir er. Síð-
an tekur úrslitakeppnin við,“ sagói Hörður. KS á útileik gegn Hvöt í
kvöld og á föstudaginn taka Siglfirðingar á móti Magna á Grcnivík.
Frábært golf
hjá íslands-
meistaranum
Sigurpáll Geir Svcinsson, ný-
krýndur íslandsmeistari í golfi,
sannaði það rækilega um helg-
ina að sigur hans á Islandsmót-
inu á Jaðarsvelli var engin til-
viljun.
Sigurpáll Geir spilaði hreint
frábært golf þegar hann sigraði
Stöðvar 2 mótið í golfi á Kjalar-
velli í Mosfellsbæ. Hann gerði sér
lítið fyrir og spilaði 18 holurnar á
Frjálsar - Meistaramót ís-
lands 18 ára og yngri:
Góður
árangur
UFA
Ungmennafélag Akureyrar náði
fjórum íslandsmeistaratitlum á
Meistaramóti íslands í frjálsum
íþróttum, 18 ára og yngri um
helgina.
Atli Stefánsson gcrði sér lítið
fyrir og sigraði bæði í 60 metra og
800 metra hlaupi 12 ára og yngri.
í flokki sveina 15-16 ára sigr-
aði Smári Stefánsson í 300 mctra
grindahlaupi og í sama flokki sigr-
aði UFA í tjórum sinnum 100
metra boðhlaupi.
Ekki fengust upplýsingar í gær
um árangur annarra keppenda af
Norðurlandi á mótinu. óþh
68 höggum og setti vallarmet.
Annar í mótinu varð Björgvin Sig-
urbergsson. óþh
Sigurpáll Gcir Svcinsson fór 18 hol-
urnar á Kjalarvelli í Mosfcllsbæ á
68 höggum og setti glæsilcgt vallar-
met.
hálfleik, og mun agavandamál
hafi ráðið þeirri ákvöróun.
Steingrímur Birgisson, varnar-
maður og annar þjálfari KA segir
að leikmenn hafi verið nokkuð
taugatrekktir fyrir leikinn og fyrst
og fremst hafi verið hugsað um að
fá ekki á sig mark og það hafi
vantað neistann til að ljúka sókn-
unum.
„Við fengum færi til þess aó
ljúka sóknunum en það vantaði
viljann og varnarmenn fóru ekki
fram nema helst í hornspyrnum.
Það er vegna þess að við höfum
verið að fá á okkur allt of mikið af
mörkum undanfarið og það tókst
að setja fyrir þann leka,“ sagði
Steingrímur Birgisson. GG
íslandsmótið í knatt-
spyrnu - 3. deild
Engin frægöar-
ferð Völsunga
Völsungar steinlágu fyrir
Hetti á Egilsstöðum sl. föstu-
dagskvöld. Heimamenn
skoruðu þrjú mörk án þess
að Völsungum tækist að
svara fyrir sig. Eysteinn
Hauksson skoraði tvö af
mörkum Hattar og Smári
Brynjarsson eitt.
Aðalstcinn Aóalsteinsson,
þjálfari Völsungs, var rckinn
af lcikvclli strax á 13. mínútu
leiksins. „Dómgæslan í leikn-
um var aó mínu mati tómt
rugl. Dómarinn sleppti til
dæmis augljósu víti sem við
áttum aö fá í upphafi lciks,“
sagði Áðalsteinn. „Við fcngum
nóg af færum til jæss að skora
en þaö gekk ekkert upp. Til
dæmis skaut Jónas Hallgríms-
soní stöng úr viti" óþh
Stólarnir
töpuðuá
Króknum
Tindastólsmcnn löguðu ekki
stöðu sína um helgina þegar
jæir tóku á móti toppliði
Fjölnis.
Grétar Karlsson skoraði týr-
ir heimamenn en Steinar Ingi-
mundarson og Ámi Þór Frey-
steinsson, hinn eitilharói gamli
KA-maður, skoruðu mörk
Fjölnismanna. Meö sigrinum
cr Fjölnir áfram í efsta sæti en
Tindastólsmenn glíma ennþá
viö falldrauginn meö 11 stig.
óþh
Jafntefli á Dalvík
Dalvíkingar þurftu sannar-
Iega á þrein stigum að haida
í leiknum gegn Reyni í Sand-
gerði sl. laugardag á Dalvík,
en það tókst ekki; bæði lið
skoruðu eitt mark og jafn-
tefli því staðreynd.
Rcynismcnn skoruðu
snemma í fyrri hálfleik og
þannig var staðan í leikhléi.
Reynismenn voru ívið sterkari
í fyiri hálfleik en heimamcnn í
þcim síðari og svo fór að Arn-
ar Már Arnþórsson jafnaði
leikinn skömmu fyrir leikslok
með skoti sem hrökk af vam-
armanni og í netið. Tveir leik-
menn voru reknir út af, einn úr
hvoru liði. óþh