Dagur - 26.08.1994, Blaðsíða 5

Dagur - 26.08.1994, Blaðsíða 5
Föstudagur 26. ágúst 1994 - DAGUR - 5 Kornræktin hentug til að framleiða ódýrt fóður - segir Jónatan Hermannsson hjá RALA Tilraunareitur á tilraunastöðinni Korpu í Mosfellsbæ. Myndin cr tekin sncmma í júlí og er vöxtur kornsins þegar kominn vel af stað. Mynd: Þl. í öllu venjulegu árferði eigum við að komast áfallalaust frá kornrækt hér á landi. Reynslan hefur sýnt að korn nær að þroskast að meðaltali t sjö ár af hverjum tíu. Kornræktin hefur auk þess þann kost að þótt kornið nái ekki fullum þroska nýtist það sem grænfóður og er ódýrt fóður sem slíkt, sagði Jón- atan Hermannsson, hjá Rann- sóknastofnun landbúnaðarins, þegar hann var inntur eftir möguleikum ti! kornræktar hér á landi. Hann sagði að kostnað- ur við áburð væri lítill ef landið væri frjósamt; aðeins þyrfti um 30 kfló af köfnunarefni á hverja flatareiningu í frjósaman mýrar- jarðveg, en allt að 100 kfló í rýr- an jarðveg. Jónatan sagði að meðal áburðarþörf til kornrækt- ar væri um 60 kfló af köfnun- arefnisáburði á hverja flatarein- ingu. Jónatan sagði að til þess að korn nái fullum þroska þurfi með- alhiti fjögurra hlýjustu mánaóa sumarsins aö ná níu gráóum. Sam- kvæmt athugunum sleppi það til í sjö ár af hverjum tíu. Hann sagði að kornið næói að nýta allan hita sem væri yfir frostmarki. Jónatan lct þess getió að eftir um 60 dag- gráður, scm samsvari sex gráðu hita í tíu daga, fari að koma rætur á kornið. Því sé ákaflega rnikil- vægt aö sá snemma; eins tljótt og frost fari úr jarðvegi og fært verði um hann vegna bleytu, því kornið nái strax að nýta allan hita til vaxtar og eigi hann inni síóar á sumrinu ef hiti reynist þá ekki nægilegur. Talió er að eftir 1320 daggráó- ur geti korn talist fullþroska en eftir 1260 daggráður nái það aö teljast sáðkorn. Korn nær auðveld- lega 1200 til 1260 daggráðum og er því í flestum tilfellum ágætt dýrafóður. Jónatan sagði að korn- rækt væri nú stunduð á Suður- landi, á Fljótsdalshéraði og í Eyja- firði en elíaust væri unnt að rækta korn víðar hér á landi. Örnefni í Skagafirði bcntu til þcss aó þar hafi verið ræktað korn fyrr á tím- um. Jónatan sagði vandann við kornræktina einkuni tvíþættan; annars vegar hvaó voraði oft seint og því væri ekki hægt að sá nægi- lega sncmma til að tryggja upp- skeru en hins vegar stafaði korn- inu ætíð hætta af næturfrostum. Þannig hafi kornuppskeran brugð- ist á stórum hluta Suðurlands og á Fljótsdalshéraði á síðasta surnri vegna næturfrosta í júlí. Einnig hafi kornuppskera á Norðurlandi átt erfitt uppdráttar vegna kulda en þrátt fyrir óhagstætt sumar í Eyja- firði hafi náðst sæmileg uppskera í byrjun október. Það sýndi aðeins hversu auðvelt kornið ætti með að nýta allan hita á vaxtartímanum. Hann segir uppskeruna hafa verið urn þrjú tonn á hektara í Miðgerði í Eyjafirði en um firnm tonn á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum. Jónatan sagði kornræktina hentuga til þess að framleiða ódýrt gripafóður en þurrkun þcss væri tæpast hagkvæm nema þar sern jarðhiti væri til staðar. Hann kvaó þá vakningu er oróið hefur hér á landi hvaó kornrækt varðar tengj- ast framleióslutakmörkunum í landbúnaði að einhverju leyti. Bændur vilji leita nýrra leióa til fóóuröflunar er leitt geti til sparn- aóar við kaup á innfluttu kjarn- fóðri. Þá auki kornræktin ræktun- arvitund bænda og gefi kost á skiptiræktun í jarðvegi auk þess sem hún útheimti nokkra félags- vinnu einkum er varðar uppskeru- störfin. ÞI LESENÞAHORNIÐ Voru velsæmismörkin færö? Brynjólfur Brynjólfsson skrifar: Af öllu því stripli sem rnaður sér í dag gæti maður látið sér detta þaö í hug. Klæðnaður margra ein- staklinga í góðviórinu þessa und- anfarna daga er alveg furðulegur og fyrir neóan allar hellur. Eg var aó ganga aó verslunarmióstöðinni við Sunnuhlíð einn daginn og sá unga stúlku mjög lítið klædda sér- staklega að neðanverðu. Hún var aó setjast upp á reióhjól. Þegar ég cr nú að vclta því fyrir mér hvað valdi svona klæðaburði þá kemur Jón Jakobsson hringdi: „Eg get nú ekki orða bundist yfir þcirri ákvörðun bæjaryfir- valda á Akureyri að leggja pen- inga í þróun á harðfiskframlciðslu. Við höfum vcrió með haröfisk- framleiðslu hérlendis í 3 til 400 ár án allra styrkja og skyndilega á aö þróa framleiðsluna. Þessi fram- leiðsla hcfur sannaó sig og selst sjálf. Þessir peningar væru betur kona á miðjum aldri út úr verslun- armiðstöðinni. Hún var á brókinni og skyrtu sem náði niður í mitti og bandaskóm. Eg þyki trúlega gam- aldags en svona klæðnaður vekur mér furðu. Almannafæri er vett- vangur sem við eigum öll og okk- ur ber aó sýna hvort öóru tilhlýði- lega viróingu og tillitssemi á þess- um sameiginlega vettvangi. Mikið vantar á að þessir striplhneigóu einstaklingar sem svona ganga geri það. Ötrúlega rnargar konur á öllum aldri ganga svona fáklædd- komnir í eitthvert skapandi vcrk- efni og auka þannig atvinnutæki- færi á Akureyri, ekki veitir nú af. Þetta eru einhverjir gæðingar sem eru nýkomnir út úr Háskólanum með tæki upp á 5 til 6 milljónir króna í húsnæði út í Síðuhverfi. Eg hef einu sinni komið þama inn hjá Harðfiskgerðinni Gull hafsins og ég sá þá aðeins þrjú flök af harðfiski.“ ar og er eins og þeim þyki það sjálfsagt. Þessa æfingu hafa þær trúlega fengið í sólarlöndum. Karlmennirnir eru aó reyna að gcra eins og eru aó spóka sig á stuttu buxunum sínum. Þeir eru sjálfsagt mjög hrifnir af stuttu buxunum sínum og sjálfum sér í þeirn. Ef þeir sæju hvaó þeir eru álappalegir í þeim þá mundu þeir ekki ganga svona til fara. Sem betur fcr sér maður mikió af fólki scm virðist halda sönsum þó sólin skíni í nokkra daga og er vel og cðlilega klætt. Það gengur í þunn- um og léttum klæðnaði í samræmi vió veðrið en það striplast ekki á almannafæri. Eg spurði í fyrirsögn hvort velsæmismörkin hcfðu verið færð? Eg spyr ef svo er hvert voru þau færð? Voru þau kannski viö brókina á miðaldra konunni í Sunnuhlíð? Var þctta í lagi á með- an hún var í brókinni cn ekki ef hún fór úr hcnni. Hvenær veróa mörkin færð þangað? Eru topp- lausar stúlkur á almcnnum sund- stöðum kannski fyrirboði um þaö? Veröur sú háttsemi hugsanlega fiutt inn í landið frá sólarlöndum einhvern daginn aö konur gangi brókarlausar á góóviðrisdögum? Til eru lög í landinu um háttsemi fólks á almannafæri. „Engin þörf á þróun harðfískframleiðslunnar“ W W Föstudagur 26. ágúst NATURANA tnulir/ufmdnr 15% (tfddffur Fallegur undirfatnaður á góðu verði. Laugardagur 27. ágúst Öll tilboð í gangi. Opið kl. 10-13 laugardag w SUNNUHLIÐ w * SETRIÐ CAFÉ-PIZZABAR SUNNUHLÍÐ 12 - S. 12670 Frl heimsending ápizzum Sunnudaga tíl fimmtudaga frá kl. 18.00-01.00 Föstudaga og laugardaga frá kl. 18.00-03.00 Pízzur: 10" kr. 700 • 12“ kr. 900 • 16“ kr. 1200 1. PEPPERONI Pepperoni, sveppir, paprika, laukur, sósa, ostur 2. MILANO Nautahakk, pepperoni, sveppir, laukur, sósa, ostur. 3. GRINGOS Nautahakk, sveppir, ólífur, paprika. sósa, ostur. 4. AMIGOS Nautahakk, tómatsneiöar, maís, gráöostur, sósa, ostur. 5. SOUTH PACIFIC Skinka, ananas, parmesan, sósa, ostur. 6. SEVILLA Skinka. paprika, sveppir, laukur, sósa, ostur. 7. PHONIX Skinka, pepperoni, ananas, grænn pipar, sósa, ostur. 8. GRAND CANON Skinka, pepperoni, ólífur, sósa, ostur. 9. SAILORS Pepperoni, ólífur, gráöostur, hvítlauksolía, sósa, ostur. 10. OCEAN Túnfiskur, rækjur, laukur, sósa, ostur. 11. MAFIOSOS Skinka, túnfiskur, gráðostur, sósa, ostur. 12. VEGETABLE EDEN Sveppir, paprika. tómatsneiöar, bananar. sósa, ostur. 13. VEGETABLE SAFARI Maísbaunir, ólrvur, gúrkusneiöar, parmesan, laukur, sósa, ostur. 14. FAVORITA Sósa, ostur + 3 áleggstegundir aö eigin vali, sem em: Pepperoni, paprika, skinka, sveppir, nautahakk, túnfiskur, tómatsneiö- ar, raekjur, bananar, ólívur, maísbaunir, gráöostur, laukur, gúrkusneiöar, ananas + grænn pipar, parmesan, hvftlauksolía. 2ja Ixtra kók með pízzttsendíngum á kr. 150,- h skammtur franskar á kr. 200,- • HeiII skammtur franskar á kr. 350,- Koktaílsósa á kr. 50,- St- CAFE-PIZZABAR SUNNUHLÍÐ 12 - S. 12670 jÚ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.