Dagur - 26.08.1994, Blaðsíða 12

Dagur - 26.08.1994, Blaðsíða 12
Verkmenntaskólinn á Akureyri: Framkvæmdir vid bóknámsstofur á lokastigi Stefnt er að því að ljúka fram- kvæmdum við 926 fermetra viðbyggingu við Verkmennta- skólann á Akureyri áður en skólinn hefur starfsemi í byrjun næsta mánaðar. Um er að ræða 11 bóknámsstofur og mun þessi viðbót stuðla að styttri vinnu- degi í VMA, en á undanfórnum vetrum hefur iðulega verið kennt til klukkan sjö vegna VEÐRIÐ Þá ætti að vera komið að því að Norðlendingar fái að rifja upp kynni sín af rigningu og roki. Veðurstofan spáir norð- austan stinningskalda eða allhvössu á Norðurlandi í dag, auk rigningar og súldar með köflum. A Norðurlandi eystra verður úrkoman þó einkum á miðum og við ströndina. Veður fer lítið eitt kólnandi. skorts á kennslurými. Eyðum í stundaskrá nemenda ætti að fækka á komandi vetri. Auk þcss mun bókasafn skól- ans aftur fá rými sem það lét af hendi undir kennslustofu og sama er um rafmagnsdeildina. Verktak- inn, A. Finnsson hf„ átti upphaf- lega að skila verkinu 1. apríl sl. cn síóan var gefinn frestur til 1. júní sl. Allar framkvæmdir stöðvuðust hins vegar 18. maí sl. og skömmu síðar var verktakinn lýstur gjald- þrota. Samið var við nýja verktaka, Hyrnu hf., um framhald verksins, en þaó fyrirtæki stofnuðu fyrrver- andi starfsmenn A. Finnsson hf. Undirverktakar voru áfram þeir sömu. Magnús Garðarsson, cftir- litsmaður, segir að verkinu ljúki einhverja næstu daga og mun það nánast standa á endum að þegar iónaóarmcnnirnir gangi út með sín verkfæri mæti þeir nentendunum VMA með skólabækurnar í dyr- unum. GG Allt fyrir garðinn í Perlunni við □ KAUPLAND Kaupangi v/Mýrarveg. simi 23565 Akureyri, föstudagur 26. ágúst 1994 Hekluhúsið á Akureyri enn ekki í notkun: Beðið eftir út- tekt byggingarnefndar Iðnaðarmenn hafa að undanfórnu unnið við að niála Sigurhæðir að utan enda vissulega nauðsynlegt að húsið líti sem best út. Mynd: GT Unnið að endurbótum á Sigurhæðum: Hugmyndir um breytta notkun hússins Undanfarið hafa staðið yfir endurbætur á Sigurhæðum, húsi Matthíasar Jochumssonar. Húsið hefur verið málað að utan og á sl. ári var einnig skipt um glugga í hluta þess. Fleiri endur- bætur eru á döfinni og einnig eru uppi hugmyndir um breytta notkun hússins í kjölfar þess að Akureyrarbær eignaðist það allt sl. vetur. Að sögn Ingólfs Armannsson- ar, skóla- og menningarfulltrúa Akureyrarbæjar, em uppi hug- myndir um brcytta notkun hússins, en staðsetnig þess í næsta nágrcnni vió Listagilið og Akureyrarkirkju býður upp á ýmsa möguleika. A sl. ári var skipaður starfshópur til að skila tillögum um framtíöarnýt- ingu Sigurhæða. Þar koma fram hugmyndir um nokkurs konar rit- höfunda- og bókmenntamiðstöð þar sem yrði viss aðstaða fyrir höfunda til aó vinna. Fram til þessa hefur húsið veriö rekið sem Matthíasarsafn og reiknað er með að svo verði áfrarn cn jafnframt að hægt verði aö setja upp tímabundnar sýningar á bók- menntaverkum. Engar ákvarðanir hafa verið teknar en menningar- málanefnd er að skoða málið og mun síðan leggja sínar tillögur fyr- ir bæjarstjórn. Safnahluti hússins hefur verið lokaóur sl. tvö ár og svo verður einnig í vetur. Hins vegar vonast menn til aó starfsemi komist í gang með vorinu. HA nk. að öllu forfallalausu. Guðmundur Stefánsson, for- maður atvinnumálanefndar, segir að ekki standi á neinu gagnvart bæjaryfirvöldum, en húsið þarf aó gera aðgengilegra og uppfylla þarl' ýmsar kröfur cr sncrta öryggi og hreinlæti. Byggingarnefnd bæjar- ins var faliö að gera úttekt á hvað þyrfti að gera við húsið til þess að það fullnægði lágmarkskröfum og á sú úttekt aö liggja fyrir innan tíðar. Hún miðast m.a. við að þar vcrði Punkturinn til húsa. Guómundur segist álíta að ríkið vilja láta húsió á mjög góóum kjörum og einnig hafi bæjaryfir- völd lýst því yfir að þau væru til- búin að draga sig út úr þeim helm- ingi sem ígulkeravinnslan yrði hugsanlega staðsctt í ef um sölu yrði að ræða til Gunnars Blöndal. Guðmundur segir bæjaryfir- völd treg að leggja út í dýrar end- urbætur og breytingar á húsnæð- inu sem gera verður til að framfylgja eldvarnarreglum, m.a. meö byggingu eldvarnarveggja, ef um breytilegan rekstur verður að ræða. Að fenginni úttekt bygging- arnefndar má vænta ákvörðunar um framtíðarnýtingu Hekluhúss- ins. GG C-634 XT Bæjarráö Dalvíkur: Þúsundasti fundurinn í gær Igær var haldinn þúsundasti fundur bæjarráðs Dalvíkur. Rögnvaldur Skíði Friðbjörnsson, bæjarstjóri, sagði að þessi fund- ur hafi verið keimlíkur öðrum fundum bæjarráðs, en þó hafi bæjarráðsmenn fengið sér tertu- bita í tilefni dagsins. En hvað skyldi hafa borió hæst á þessum tímamótafundi bæjar- ráðs? Rögnvaldur Skíði sagði aó drjúgur tími hafi farið í umræðu um opnun nýju sundlaugarinnar, cn nú er nokkuö ljóst að hún verð- ur ekki opnuð fyrr en í fyrsta lagi um miðjan septcmber. Mcðal ann- ars var rætt um starfsmannahald og opnunartíma sundlaugarinnar. Iþrótta- og tómstundaráð hafði gcrt tillögu um þrjá starfsmenn, auk forstöðumanns sem búið er að ráða, og auk þess hafði ráðið Iagt til að sundlaugin yröi opin í vetur frá kl. 6.30 til 21 virka daga og 9 til 17 um helgar. Rögnvaldur Skíói sagói að bæjarráó hafi veitt forstöðumanni hcimild til að ráóa þrjá starfsmenn, en varóandi opn- unartíma og ýmislegt er iýtur að rekstri laugarinnar, var samþykkt að vísa málinu aftur til íþrótta- og tómstundaráós. A bæjarráósfundinum var einnig fjallað um framkvæmdir vió væntanlcgan brimvarnargarð í Dalvíkurhöfn. Tilboð voru opnuð fyrr í þessari viku, eins og fram hefur komið, og cr gert ráð fyrir aó í næstu viku verði tekin ákvörðun um við hvaða verktaka verði samið um verkió. óþh Hekluhúsið, þ.e. verksmiðju- hús það sem hýsti rekstur fataverksmiðjunnar Heklu á Gleráreyrum á Akureyri, og er í eigu ríkisins, stendur enn autt en rætt hefur verið um að starf- semi tómstundamiðstöðvarinnar Punktsins yrði þar til húsa. Einnig hafa ýmsir aðrir sýnt áhuga á að fá hluta húsnæðisins Blöndal, sem hefur verið með til leigu eða kaups, m.a. til ígul- vinnslu á Svalbarðseyri og hefur keravinnslu á vegum Gunnars að nýju vinnslu þar 1. september Brotist inn í Kaupfé- lagið á Hvammstanga: Tóbaki fyrir milljón stolið Brotist var inn í Kaupfélagið á Hvammstanga aðfara- nótt fimmtudags og stolið það- an tóbaki að andvirði tæprar einnar milljónar kr. Málið er óupplýst. Þjófurinn, eóa þjófarnir, lör inn um glugga en skemmdir voru sáralitlar, samkvæmt upp- lýsingum lögreglunnar. Engu ööru en tóbakinu var stoliö. Lögreglan á Blönduósi fcr með rannsókn málsins og cru þeir, sem kynnu aó hafa upplýs- ingar um mannaferðir við Kaup- félagið þessa nótt, beðnir að hafa samband við hana. JHB Gerið ykkur dagaimin íSmiðjunni Opið öll kvöld DINNERMUSIK UM HELGAR þvottavél 18 þvottakerfi 5 kg þvottur •Hitabreytirofi 600 snúninga Rústfrír pottur Frábært verð 39.900,- stgr. . rfl KÁUPLAND Kaupangi v/Mýrarveg, sími 235&5^J

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.