Dagur - 26.08.1994, Blaðsíða 2

Dagur - 26.08.1994, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Föstudagur 26. ágúst 1994 FRÉTTI R Steingrímur J. Sigfússon, alþingismaður: „Getum fagnaö því að ekki var samið við Norðmenn í upphafi" Steingrímur J. Sigfússon, al- þingismaður Alþýðubandalags- ins, hefur verið mjög gagnrýninn á það sem hann telur vera linku- leg viðbrögð og seinagang í deil- unni við Norðmenn. Hann telur afstöðu utanríkisráðherra hafa verið að herðast að undanförnu og því megi merkja vissa fram- for í viðhorfum ríkisstjórnarinn- ar og hún sé komin nær því að standa við bakið á útvegsmönn- um og sjómönnum en verið hef- ur. „Umræðan var gagnleg og þaö voru ýmis sjónarmið reifúð sem næstu skref í málinu, sérstaklega hjá utanríkisráðherra, og vcrður aó teljast óvenjulegt að ég mæli hon- um bót. Eg tel ráðherrana hafa haft mjög gott af því að heyra sjónarmið útgerðarmanna og ég tel að málinu verði haldið áfram af fcstu og áræðni. En útgerðar- menn verða hcr eftir sem hingað til að treysta fyrst og fremst á sjálla sig. Ef Norðmenn taka íslenskan togara þarna noröur frá eigum við að mótmæla því mjög harkalega sem broti á Svalbarðasamningnum og eins á að grípa til aðgerða stjórnmálalegs eólis gagnvart Nor- egi. Ef Norðmenn taekju skip vegna ágrcinings við Islcndinga yrði það dropinn sem fyllti mæl- inn og þá yrði málinu stefnt fyrir alþjóðlegan dómstól. Þaó yróu þá Norðmenn sem yróu þess vald- andi að niálið færi fyrir alþjóðleg- an dónrstól, en ekki Islendingar aó fyrra bragði. Ég held að ef málið færi fyrir norsk- an dóm mundu þeir teygja sig rnjög langt til samkomulags til þess að forðast það að dómur félli. Norðmenn eiga mciri hags- muna að gæta en Islendingar að samningar takist fljótt því tíminn og árangursríkar veióar í Barents- Tómas Ingi 01- rich, alþingis- maður, sat fundinn í Al- þýðuhúsinu á Akureyri sl. miðvikudag ásamt nokkrum öðrum þing- mönnum og tel- ur fundinn hafa verið nokkuð ár- angursríkan og menn staðið nær samstöðu en áður. Tilgangur fundarins hafi verið að skýra af- hafi vinna með okkur. Því erum vió ekkert að falla á tíma, en þær staóreyndir hafa Norómönnum ekki verió ljósar enn. Ég er ekki í vafa um að hugsandi menn í norskum sjávarútvegi sjá í hvílíkt óefni þetta mál cr aó stefna fyrir Norðmenn og því best aó semja sem fyrst. Vió getum fagnað því að ekki var samið í upphafi því þá hefóu Islendingar fallist á mun minni kvóta en rætt er um í dag,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon. stöðu ríkisstjórnarinnar til þessa deilumáls norður í höfum og það hafi tekist ágætlega. „Þaó skiptir miklu máli að þaó sé leitað eins mikillar samstöðu milli útgerðarinnar og ríkisstjórnar- innar og nokkur kostur er og einnig aö lcitaó sé eftir samstööu við stjómmálaflokkana urn sameigin- lega afstööu og vióbrögð í málinu. Þessi fundur þokaði slíkri sam- stöðu nær,“ sagði Tómas Ingi Olrich, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins á Noróurlandi eystra. GG Slippstööin Oddí hf: Grænlensk- ur togari tekinn í gegn Þessa dagana stendur yfir vinna við grænlenskan rækjutogara hjá Slippstöð- inni Odda hf. á Akureyri. Nataarnaq, en svo nefnist skipið, er í venjubundnu eft- irliti og viðhaldi. Um þó nokkuð stórt verkefni er að ræða sem Marteinn Há- mundarson vekefnisstjóri sagðist reikna með að tæki um 4 vikur. Meðal annars á að taka upp aðalvél og Ijósa- vél auk þess sem skipið verð- ur málað hátt og lágt eða al- menn „skvering“ eins og Marteinn orðaði það. Erlend skip eru ekki í slipp á Akureyri á hverjum degi en Slippstöðin Oddi varð hlut- skörust í útboði sem fram fór um þetta verkefhi. „Viö buö- um I annað skip fyrir nokkru og vorum alveg samkeppnis- færir í verði en það fór til Svendborg. Að þessu sinni voram við á réttum stað,“ sagði Marteinn. Hann sagði að útboð sem þessi væru alltaf í gangi og ailt eins mætti búast við fleiri slík- um verkefnum svo ffamarlega sem fyrirtækió sé á réttum staó hvaö verð áhrærir. „Viö von- um í þaó minnsta aó þetta verði eitthvaó meira.“ Varðandi verkefni í vetur sagði Mateinn aó of snemmt væri að fullyróa nokkuð. „Það eru ýmsar þreifingar í gangi en ekkert sem er frágengið. Yfir- leitt sjáum við frekar skammt fram í tímann í þcssum efn- um,“ sagði Martcinn. HA GG Tómas Ingi Olrich, alþingismaður: „Útskýring á afstöðu ríkisstjórnarinnar tókst vel“ Punktar frá aðalfundi Landssamtaka sauðfjárbænda ■ Aóalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda, sem lauk á Reykjum í Hrútafirði sl. þriðju- dag, samþykkti að sauðfjár- bændur segi sig úr forfallaþjón- ustu í sveitum ■ Aðalfundurinn samþykkti ályktun um væntanlega samein- ingu Stéttarsambands bænda og Búnaóarfélags Islands þar sem litið er svo á aó búgreinafélögin hafi forustu um stefnumörkun í viókomandi búgrein og fái aó- stöðu til að sinna hagsmuna- málum bænda í greininni, eink- um sölumálum afuróa, rekstrar- skilyrðum og hagræóingu. Fram kemur í ályktuninni aö búgreinafélögin eigi að krefjast þess að „fá um það bil helming fulltrúa á aðalfundi bændasam- takanna og eðlilega hlutdeild í stjóm þeirra." ■ Samþykkt var samhljóða ályktun þar sem þess er krafist að Landssamband sláturleyfis- hafa, Landssamtök sauðfjár- bænda og Stéttarsamband bænda vinni að því að full fjár- mögnun meö afuróalánum fáist til staðgreiðslu sauðfjárafurða. Fáist bankakerfið ekki til fyrir- greiðslu, verói krafist ríkis- ábyrgðar og leitað til erlendra banka um fyrirgreióslu. ■ Aðalfundurinn samþykkti ályktun þar sem lýst er ánægju meó aukið samstarf Land- græóslunnar og bænda. Jafn- framt harmaði fundurinn endur- tekinn niðurskurð ríkisvaldsins á fjármagni til landgræðslu. ■ Um ullarmál var samþykkt ályktun þar sem skorað er á stjóm LS að beita sér fyrir því að nú þegar verði endurskoðuð verölagning til bænda á dökku sauóalitunum í ull, þar sem þetta sé orðið eftirsótt vara. ■ Fundurinn samþykkti aó hann teldi eðlilegt, miðað við birgóastöðu og horfur í sölu- málum sauðfjárafurða, að greiðslumark til framleiðenda fyrir verðlagsárið 1995-1996 verói 7.400 tonn. ■ Þá samþykkti fundurinn að mæla meö því að „kjöt úr slátr- un utan hefóbundinnar slátur- tíóar sem selst ferskt, sé undan- þegiö verðskerðingargjaldi.“ ■ Samþykkt var samhljóða til- laga um að endurskoðaöar verði reglur um kjötmat þannig aó aukið tillit veröi tekió til vöðvabyggingar. ■ Aðalfundur sauðfjárbænda samþykkti aó mótmæla hug- mynd um vaxtahækkun hjá Stofnlánadeild landbúnaðarins. Ahersla er lögó á að Stofnlána- deild neiti sauófjárbændum ekki um lán til fjárhúsbygg- inga, geti þeir sýnt fram á nauðsyn þess að endumýja fjár- hús til hagræðingar á búurn sín- um. ■ Samþykkt var tillaga þar sem lagt er til að stjóm LS „skoði alla möguleika á aö bændur öólist rétt til atvinnuleysisbóta á þcim búum sem ekki ná grundvallar bústærð. Einnig verði tryggt að bændur sem hætta búskap fái bætur hafi þeir rétt til þeirra".

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.