Dagur - 26.08.1994, Blaðsíða 4

Dagur - 26.08.1994, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Föstudagur 26. ágúst 1994 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1400 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON AÐRIR BLAÐAMENN: HALLDÓR ARINBJARNARSON (íþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285), GEIR A. GUÐSTEINSSON, LJÓSMYNDARI: ROBYN REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Sú niöurstaða sem náðist á fundi útvegsmanna með ráðherrum á Akureyri sl. miðvikudag er tví- mælalaust sú skynsamlegasta í stöðunni. Deila Norðmanna og íslendinga um fiskveiði- réttindi í Barentshafi er þess eðlis að eina rök- rétta leiðin er að leita eftir samningum við Norð- menn og eðlilegt er að það verði næsta skref í deilunni af hálfu íslenskra stjórnvalda. Hins veg- ar er margt sem bendir til þess að norskir krata- ráðherrar fáist ekki að samningaborðinu fyrr en búið verður að telja upp úr kjörkössum vegna þjóðaratkvæðagreiðslu Norðmanna um ESB-að- ild. Það er út af fyrir sig í góðu lagi, vegna þess að það er í raun ekkert sem rekur á eftir íslend- ingum að leiða málið til lykta. Þrátt fyrir að Norðmenn hafi hingað til ekki viljað hlusta á hugmyndir um samninga við ís- lendinga og í raun talið hugmyndir þar að lútandi fáránlegar, þá bendir ýmislegt til þess að þeir telji sér ekki annað fært en að setjast að samn- ingaborði. Norðmönnum er smám saman að verða ljóst að málið snýst ekki einungis um veið- ar íslendinga norður í Barentshafi. Þeir yita að skynsamlega nýtingu norsk- íslenska síldarstofn- ins, sem augljóslega styrkist ár frá ári, verður að marka í samningum íslendinga og Norðmanna. Þetta vita norsk stjórnvöld, hvað svo sem líður stóryrtum yfirlýsingum norskra ráðherra. Það er engum blöðum um það að fletta að víg- staða íslendinga í deilunni um veiði í Smugu og Svalbarðasvæði hefur styrkst umtalsvert. Líkurn- ar á því að íslendingar fái kvóta þarna norðurfrá hafa aukist. Deilan um veiðar í Barentshafi er erfið og við- kvæm og því er afar mikilvægt að íslendingar stígi ekki feilspor. Næstu skref málsins verða að vera ígrunduð og ákveðin. íslendingar verða að halda ró sinni - deilan reynir fyrst og fremst á taugar Norðmanna. Pressan er á þeim. Eftír fundinn á Akureyri sl. miðvikudag virðist Ijóst að stjórnvöld og útgerðarmenn eru sammála um næstu skref. Þessi samstaða er afar mikilvæg og mun styrkja stöðu okkar. Á því leikur enginn vafi. HVAÐ ER AÐ CERAST? SSSól í Sjallanum Stórhljómsveitin SSSól leikur fyr- ir dansi í Sjallanum á Akureyri í kvöld, föstudagskvöld. Annaó kvöld verður diskótek í Sjallanum og Arnar Guðmundsson verður í Kjallaranum í kvöld og annað kvöld. Kaffíhlaðborð á Engimýri Eins og venjulega veróur boóió upp á kaffihlaðborö nk. sunnudag á gistiheimilinu Engimýri í Oxna- dal. Veró pr. mann 600 kr. Hesta- leiga er á staönum. Gleðigjafamir á Hótel KEA Annaó kvöld, laugardagskvöld, leikur hljómsveitin Gleóigjafarnir ásamt söngvurunum Ellý Vil- hjálms, Bjarna Ara og Andra Föstudagur 26. ágúst Listasumar ’94 hefur staöið fyrir myndlistarsýningum í verslunar- glugga Vöruhúss KEA í göngugöt- unni á Akureyri. Nú verður sett þar upp síðasta verk sumarsins en það er Brynhildur Kristinsdóttir sem sýn- ir. Hún stundaði nám við Myndlista- skólann á Akureyri en lauk námi frá skúlptúrdeild Myndlista- og handíöa- skóla íslands 1989. Brynhildur vann á myndhöggvaraverkstæði á Ítalíu á árunum 1990 og 1992. Einnig hefur hún tekið þátt í samsýningum og haldið eina einkasýningu auk þess að vinna mcð Önnu Richardsdóttur að dans- og spunaverkefnum sem hafa verið sýnd í Reykjavík og á Akur- eyri. Vinda Mey. í kvöld kl. 22 vcrða Pétur Eyvindsson & Co meó dagskrá í Deiglunni. Pétur er tónsmiður og einn fremsti gítarleikari í „avent gar- de“ gítarleik á Akureyri. Hann hefur starfaó í ýmsum hljómsveitum og gefið út rit, m.a. Ijóóabókina Verk ásamt öðrum. Laugardagur 27. ágúst Opnuó verður sýning á vefkum Þjóð- verjans Clas P. Köster. Á árunum frá 1988 til 1991 dvaldi hann mikið á ís- landi og stundaði m.a. nám við Myndlista- og handíóaskóla Islands 1990-1991. Vorió 1991 hóf Clas nám við Freie Kunst-Studien-Stutte í Ott- ersberg í Þýskalandi þar sem hann nam listþjálfun og kennslufræði. Með því námi hefur hann haldió námskeió í teikningu. Lokadansleikur Listasumars '94 Bachman fyrir dansi á Hótel KEA. Mióaverð á dansleikinn kr. 900. Húsió veróur opnað fyrir aðra en matargesti kl. 23. Milljónamæringar og Hunang í 1929 Annað kvöld veróur lokaball Listasumars ’94 á Akureyri í skemmtistaðnum 1929. Fyrir dansi leika Milljónamæringarnir með Pál Óskar Hjálmtýsson í broddi fylkingar og Hunang. Á miönætti veróur efnt til flugelda- sýningar en síóan heldur fjörið áfram inni í 1929. Eyjólfur á Við Pollinn Hinn eldhressi Eyjólfur Kristjáns- son tekur lagið á veitingastaðnum Við Pollinn á Akureyri í kvöld og annað kvöld. Rétt er aó minna á verður í kvöld í 1929 (sjá annars staðar á síðunni). Sunnudagur 28. ágúst Edda Erlendsdóttir, píanóleikari, heldur tónleika í Safhaóarheimili Ak- ureyrarkirkju nk. sunnudagskvöld kl. 20.30. Nánar verður greint frá tón- leikunum í Degi á morgun, laugar- dag. Mánudagur 29. ágúst Næstkomandi mánudag verður af- mæli Akureyrarbæjar og í tiiefni af því verður afhjúpað verk eftir Mar- gréti Jónsdóttur, leirlistakonu, í Lystigarðinum. Margrét var bæjar- listamaður árið 1992-1993 og færir hún bænum þetta verk að gjöf. Verk- ið tileinkar Margrét bamfóstrum á Akureyri fyrr og nú og er þeim sér- staklega boðið að vera við afhjúpun- ina. Við athöfhina flytur Hólmfríóur Benediktsdóttir nokkur lög við undir- leik Helgu Bryndísar Magnúsdóttur. Einnig leikur blásarakvintett fyrir gesti Lystigarðsins. Dagskráin hefst kl. 17 og eru allir velkomnir. í tilefni afmælisins eru Öll söfh bæjarins opin og er aðgangur ókeypis. Einnig er síðasti sýningardagur á sýningu Að- alheiðar S. Eysteinsdóttur í Deiglunni og Jóns Laxdal í Listasafhinu. Myndlistarsýningar Eins og áður segir verður opinberuð í dag í Glugganum í Hafnarstræti sýn- ing á verkum Brynhildar Kristins- dóttur og á Café Karolínu verður opnuð sýning á verkum Clas P. Köst- er. Aðrar sýningar um helgina cru annars vegar sýning Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur í Deiglunni (stutt við- tal við listakonuna birtist í Degi á morgun), sem lýkur á mánudag, og sýning á verkum Jóns Laxdal í Listasafninu á Akureyri, sem sömu- leióis lýkur á mánudag. kaffihlaóboróið á sunnudaginn kl. 15-18. Lifandi tónlist á meöan á kaffihlaóborðinu stendur. Sveppatínsluferð Ferðafélags Akureyrar Á morgun, laugardag, verður farin sveppatínsluferð á vegum Ferða- félags Akureyrar undir leiðsögn Guðríðar Gyðu Eyjólfsdóttur. Far- ió verður frá skrifstofu félagsins eftir hádegi og tíndir sveppir. Að því loknu verður haldið heim í hús og þar verður þeim sem það kjósa boðið upp á leiósögn í meðhöndl- un sveppanna. Þátttakendur í ferð- inni þurfa að hafa með sér lítinn beittan hníf og hentugt ílát, tága- karfa hentar best, en einnig má notast viö hörö ílát þar sem loft getur Ieikið um sveppina. Plast- pokar henta ekki sem ílát undir sveppina. Skráning í ferðina er á skrifstofu félagsins Strandgötu 23, sími 22720. Guðbjörg sýnir á Hjalteyri Guðbjörg Ringsted sýnir um þcssa mundir verk sín á Hótel Hjalteyri. Vert er að minna á að í hönd fer síóasta sýningarhelgin en sýning- unni lýkur nk. föstudag. Göneuferð um Innbæinn Nk. sunnudag stendur Minjasafnið á Akureyri fyrir síðustu göngu- feróinni um Innbæinn á þessu sumri. Farnar hafa verió níu ferðir og hafa yfír 200 manns notió leið- sagnar um elsta hluta bæjarins. Að venju verður lagt af stað frá Lax- dalshúsi kl. 13.30. Gengið verður um gömlu kaupstaðarlóðina, inn eftir Fjörunni og endað við Minja- safnið. Þátttaka er fólki að kostn- aðarlausu. Laxdalshús verður opið frá kl. 13 til 17 á sunnudag. Þar hangir uppi Ijósmyndasýningin „Akur- eyri - svipmyndir úr sögu bæjar” sem sýnir þróun byggðar á Akur- eyri. Einnig veróur sýnt mynda- bandió „Gamla Akureyri". Minjasalnið er opið alla daga frá kl. II til 17 fram til 15. scpt- ember og er aðgangseyrir 200 krónur. Frítt verður inn á safnið á afmælisdegi Akureyrarbæjar nk. mánudag og verður Laxdalshús jafnframt opið þann dag frá kl. 11 til 17 í síðasta skipti í sumar. Sniglabandið og Borgardætur á Hofsballi Annaó kvöld, laugardag, verða Borgardætur með tónleika á Hótel Tanga á Vopnafirði kl. 21.30 og síðan taka þær Borgardætur lagið meö Sniglabandinu á landsfrægu Hofsballi frá kl. 23. Hofsböllin eru aö sögn þau allra skemmtileg- ustu á Austurlandi. Fyrirlestur og miðlun Einar Gröndal verður með fyrir- lestur um andlega þróun mannsins og miðlun frá Maitreya í kvöld, föstudag, kl. 20 í Zontahúsinu Að- alstræti 54. Aðgangseyrir er kr. 800. Frumsýning á True Lies í Borgarbíói í kvöld kl. 21 verður frumsýnd í Borgarbíói á Akureyri og Há- skólabíói og Sambíóunum stór- myndin True Lies með Arnold Schwarzenegger og Jamie Lee Curtis í aðalhlutverkum. Þetta er sannkölluð stórmynd og hel'ur hún fengið frábæra dóma bæði vestan hafs og austan. í kvikmyndatíma- ritinu Empire fékk myndin til dæmis fjórar stjörnur, sem þýöir „mjög góð“. Leikstjóri myndar- innar er James Cameron. I umsögnum þekktra kvik- Jamie Lcc Curtis í hiutvcrki eigin- konunnar. myndatímarita er True Lies hlaðin lofi. Sagt er að myndin sé mjög vel geró, ekki síst tæknibrellur, hún sé ótrúlega spennandi og í henni sé sömuleióis húmor. I myndinni er greint frá Harry Tasker (Schwarzenegger), sem hefur að því er eiginkona hans (Jamie Lee Curtis) best veit verið tölvusölumaður í 15 ár. Hiö sanna hins vegar er að Tasker hefur all- an tímann starfað sem njósnari. Eiginkonan kemst að þessu og ýmislegt óvænt gerist. Framleiðsla True Lies kostaði enga smáaura, hvorki meira né minna en 150 milljónir dollara, eóa sem svarar til yfir 10 milljarða íslenskra króna. Sagt er að enginn kvikmyndaleikstjóri fyrr eða síðar hafi fengið aðrar eins fúlgur fjár til framleiðslu einnar kvikntyndar. En Cameron gat með ákveðninni og lrekjunni sannfært framlcið- endur um að hann væri með gull- egg í höndunum og því lekk hann endalausar fjárvcitingar. Ekki verður annað séð en að framleið- endunum ætti að verða að ósk sinni, því myndin hefur hlotið gíf- urlcga aðsókn og rakar saman pcningum. Jarnes þessi Cameron er annars enginn meóal leikstjóri. Hann hef- ur leikstýrt myndum scm hafa fengið gríðarlega aðsókn og nægir þar að nefna Terminators, Aliens og Thc Abyss. Arnold Schwarzenegger í hlutverki Harry Tasker.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.