Dagur - 10.09.1994, Side 4

Dagur - 10.09.1994, Side 4
DAGUR - Laugardagur 10. september 1994 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 • SÍMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT M. VSK. KR. 1400 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR. RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON AÐRIR BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavlk vs. 96-41585, fax 96-42285), KRISTÍN LINDA JÓNSDÓTTIR, SÆVAR HREIÐARSSON,(íþróttir), LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. Vakandi á götunum Grunnskólarnir í þéttbýlisstöðum landsins eru nú sem óðast að hefjast, ærsl og störf barnanna í sumar að baki. Við tekur dimmt og drungalegt skammdegið þar sem börnin þurfa oft á tíðum að takast á við válynd veður og hættulega bílaumferð. í tilefni þess að fjöldamörg börn eru nú að fara í fyrsta skipti í skólann blés Umferðarráð sér- staklega í lúðra í vikunni til að brýna fyrir ökumönnum að taka tillit til þeirra á götun- um. „Það læra börnin sem fyrir þeim er haft,“ segir á góðum stað og í umferðinni gildir sú regla ekkert síður. Tillitssamir og varfærnir ökumenn geta verið góðir kennarar fyrir þessa ungu vegfarendur því á þessum aldri eru þau að læra allan sólarhringinn, ekki að- eins þær klukkustundir sem setið er á skólabekk. Að sama skapi vaknar athygli þeirra strax þegar þau hafa fyrir augunum svörtu sauðina í umferðinni. Þessir svörtu sauðir brengla þær undirstöðureglur í um- ferðinni sem börnunum hafa verið kenndar áður en þau leggja af stað í fyrstu skóla- ferðina, ein síns liðs. í raun og sanni ætti ekki að þurfa að minna ökumenn á að taka tillit til skólabarnanna þegar þau koma út á göt- urnar á haustin. Sú hugsun á alltaf að vera efst í huga ökumanna að þeir fara með mikla ábyrgð og geta valdið óbætanlegum hörmungum og tjóni með gáleysislegu háttalagi í umferðinni. Umferð gangandi fólks, barna og fullorðinna, og ökutækja getur vel farið saman þegar varúðin er höfð í fyrirrúmi. Sífellt þarf að minna okkur sem setjumst undir stýri á þessar ökumanns- reglur og því er starf Umferðarráðs nauð- synlegt og árangursríkt þó erfitt sé að setja mælistiku á þann árangur. Verum vakandi á götunum. TÓNLIST I UPPAHALDI Tómas og Ingunn taka upp plötu - í nýju hljóðveri Kristjáns Edelstein á Akureyri Ingunn Gylfadóttir, Tómas Hermannsson og Kristján Gdclstcin (sitjandi) í nýju hljóðvcri þcss síðastnefnda. Mynd: GT Tómas Hermannsson og Ingunn Gylfadóttir, sem vöktu fyrst at- hygli í Eurovision-keppni Sjón- varpsins 1993, eru þessa dagana að taka upp hljómplötu sem á að koma út fyrir næstu jól. Plat- an er tekin upp í nýju hijóðveri í eigu tónlistarmannsins Krist- jáns Edelstein á Akureyri. Tómas og Ingunn sendu tvö lög í fyrrnefnda Eurovision-keppni og komust þau þæði í úrslit. Lögin, sem hétu „Ég bý hér enn“ og „Brenndar brýr,“ náðu vinsældum og voru mikið leikin í útvarpi í kjölfarið. Tíu af lögunum, sem nú er ver- ið að taka upp, eru eftir Tómas og Ingunni og tvö eftir Kristján Edel- stein. Hann sér jafnframt um út- setningar og upptökustjórn en samstarf þeirra þriggja hófst með Iögunum tveimur í Eurovision. Ingunn samdi að auki einn texta en aðrir textahöfundar eru Þor- valdur Þorsteinsson, Sjón, Ingólf- ur Steinsson, Oddur Bjarni Þor- kelsson og Sverrir Páll Erlends- son. „Ég veit ekki hvað maóur á að segja. Þetta er í rólegri kantinum, ekki mikið um sumarsmelli," sagði Ingunn, aðspuró um tónlist- ina á plötunni. „Þetta eru persónu- leg lög, öll samin eftir miðnætti," bætti Tómas við. Tómas og Ingunn eru 23 og 25 ára, hann frá Akureyri og hún frá Reykjavík. Þau kynntust fyrir tveimur árum og fóru fljótlega að semja saman lög. „Það hefur verið draumurinn aó gefa út plötu og svo veróur að koma í ljós hvort einhver nennir aó hlusta. Það er óþolandi aó láta lögin safnast upp og geta ekkert gert við þau. Ing- unn var ekki alveg til í þetta í byrjun en mér tókst að tala hana til á endanum," segir Tómas. Þegar hefur veriö rætt vió einn útgefanda en allt eins gæti farið svo að Tómas og Ingunn gæfu plötuna út sjálf. Því fylgir umtals- verð fjárhagsleg áhætta en þau eru til í slaginn. „Við kaupum þá ekki íbúð alveg á næstunni en í staóinn verður Tommi kannski til friðs í smátíma,“ sagði Ingunn. „Ef við förum illa út úr þessu getur maóur huggað sig við að það var út af þessu en ekki einhverju öðru. En auðvitað vonum við að einhverjir hafi áhuga á aó kaupa plötuna," sagði Tómas. Upptökur eru nýlega hafnar. Búið er að taka upp svokallaða grunna að öllum lögunum og söngur Ingunnar er langt kominn. Það eru engir aukvisar sem leggja þeim skötuhjúum iiö við hljóð- færaleikinn, Kristján leikur sjálfur á gítar og hljómborð og félagar hans úr hljómsveitinni Alvörunni, Jóhann Asmundsson og Sigfús Ottarsson, á bassa og trommur. Þá mun Einar Pálsson leika á hom og trompett. Góður grundvöllur fyrir hljóðveri á Akureyri Plata Tómasar og Ingunnar er fyrsta verkefnió í nýju hljóðveri Kristjáns Edelstein. Þaó er 16 rása, stafrænt (digital), og verður á heimili hans til að byrja með en síðar er ætlunin aó færa út kvíarn- ar. „Þetta er vissulega dýrt en ég held aö það sé engin óþarfa bjart- sýni að ráöast í þetta,“ segir Krist- ján. „Þaó hefur ekkert stúdíó verið hér í bænum um tíma en þær fyrir- spurnir sem ég hef þegar fengið og sá fjöldi tónlistarmanna sem hér er starfandi benda til að góður grundvöllur sé fyrir þessu. Norð- lenskir tónlistarmenn flykkjast í stórum stíl til Reykjavíkur að taka upp og því lýlgir bæði fyrirhöfn og mikill kostnaður. Ég held að menn taki því almennt fagnandi að losna vió þau ferðalög.“ Kristján hefur að undanfömu reynt að afla fjármagns til áframhaldandi uppbyggingar og bíður m.a. svara frá opinberum aóilum. „Ég vona bara aó þau verði jákvæð. Þörfin fyrir þessa þjónustu er tvímælalaust fyrir hendi og ég sé enga ástæóu til að menn kaupi hana sífellt í Reykja- vík,“ sagði Kristján Edelstein. JHB

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.