Dagur - 15.10.1994, Síða 7

Dagur - 15.10.1994, Síða 7
Laugardagur 15. október 1994 - DAGUR - 7 'B ákveöinn lokapunktur á tiltekinni hugmyndavinnu, sem þó endar í raun aldrei, það verða engin enda- lok. Svo er mikilvægt fyrir mynd- listarmann að fá áreiti á verk sín, viðbrögð frá þeim sem sækja sýn- inguna og sum verk kristallast ekki fyrr en þau eru sett fram fyrir fólk.“ - Er það þannig með sýninguna þína í Listasafninu hér? „Vissar hugmyndir, sá hluti sem eru hugmyndir urn almennings- garða, eru þess eðlis að í þeim er viss ögrun gagnvart málverkinu. Eg stilli upp módeli annarsveg- ar og málverki hinsvegar af svip- aðri fyrirmynd. Þar með er ég að reyna aó fá sýningargesti til að horfa á málverkið bókstaflega í tengslum við módelið, sem frum- vinnu að einhverju sem á þess vegna að gera í raunveruleikanum. Garði sem verói gerður. Þá er ég að tengja málverk vissu notagildi sem í raun hefur verið ýtt til hliðar segi að hugmyndin sé það sem skiptir öllu er auóvitað nauðsynlegt að ráða yfir ákveðinni tækni til aó framkvæma það sem hugmyndin bióur um.“ - Snúast málverkin þín þá um hugmyndir? „Hver myndlistarmaður setur sig í visst samhengi innan mynd- listarinnar, sögunnar og umræð- unnar um listina. Þetta samhengi er það sem setur kröfur á mig um að hugsa verkin mín út frá ákveðinni hugmynd. Þessi verk sem ég sýni nú sýna vissa hluti eða fyrirmyndir en þær eru valdar hugmyndarinnar vegna til að túlka hana. Það væri auðvitað hægt að snúa þessu við aö mála hluti, fyrirmyndir, fyrirmynd- anna vegna. Eg gæti málað eitt- hvað allt annað en almennings- garða en garóar eru val mitt, í þessu tilfelli, til að setja fram ákveðna hugmynd um málverk.“ - Almenningsgarður? „Garður er lokaður heimur, eins mJGMYND frá hugmyndum um málverk, líkt og sú fullyrðing að málverk megi ekki vera skreytilist. Hugmyndir, eins og þessi, krefj- ast þess að þær séu settar fram. I raun er ég að segja að málverk séu ekki eitthvað sem byggir á raun- veruleikanum heldur geti raun- veruleikinn byggt á málverki. Að málverk sé upphafið. Eg er að fara í núllpunktinn aftur, upphafið." - Eru málverkin þín einföld? „Málverk eru yfirleitt mjög ein- föld, það eru hugmyndimar sem eru flóknar í málverkum. Enda er það sem sést á yfirborói málverks ekki það sem málið snýst um held- ur allt það sem sést ekki. Eg vil hafa málverkió mjög einfalt til aó koma á framfæri hugmyndunum sem að baki búa. Eg hef ekki áhuga á að mál- verkið sem slíkt, snúist um hand- bragðið, pensilför eða einhverja þá hluti sem draga athyglina frá hug- myndinni sem verkið sýnir. Pens- ilför og þess háttar sýna miklu frekar tilfinningar málarans. I mín- um huga kemur það málverkinu ekki við, ég er ekki að koma sjálf- um mér eða tilfinningalífi mínu á framfæri í málverkum mínum. Verk mín eru eðlilega í sífelldri þróun frá stund til stundar, bæði hvað varðar hugmyndir og tækni eða handbragð. Þrátt fyrir að ég og málverkið, lokaó kerfi innan ákveðins ramma eða girðingar. Tré eru fyrirmyndir sem allir þekkja og eru einfaldar. Auk þess er garöur sem mjög félagsfræðilegt fyrirbæri og mikil umræða hefur átt sér stað um garða eða græna reiti í okkar þjóðfélagi. Þetta er samt ekki pólitík.“ - En hinn hluti sýningarinnar, þar sem þú fæst við málverkið án almenningsgarðanna, hvað er vió- fangsefnið þar? „I þeim myndum er ég að fást við klassíska sýn á málverkió, upp- byggingin er öll út frá hefðbundn- um hugmyndum um forgrunn, miðgrunn, bakgrunn og svo fyrir- myndina. Einskonar leikur með þessi „grunnelement“ málverks- ins.“ - Snýst málverkið um fyrir- myndina? „Nei, fyrirmyndirnar mínar eru að túlka hugmynd ég er ekki að túlka fyrirmyndir. Það er auðvitað til í dæminu að túlka fyrirmyndir, hluti eða upplifun mcó myndlist. Eg gæti farið upp í Lystigarð og málað margar fallega myndir en það er einfaldlega ekki það sem ég cr að fást við núna. Mér finnst þaó ekki eins áhugavert eins og að l'ást almennt við hugmyndina um mál- verk og þá er engin tegund mál- verks undanskilin.“ KLJ „Það er þessi opna hugsun" Sigurður Árni er um þessar mundir gestakennari í Myndlistaskólanum á Akureyri. Hvað leggur hann áherslu á við nemendur sína£ ,/Átt titils"/„Untitled" olía á striga 150x150cm 1994 Hitaveiturörin voru soðin saman í 20-25 m lcngjur og síðan borin á sinn stað. Á innfelidu myndinni cr Tryggvi Aðal- björnsson að sjóða í miklum móð, ásamt Herði Harðarsyni. snyrtihúsi Ferðafélagsins. Voru þar að stærstum hluta á ferð vélsleða- menn úr Eyjafirði en einnig menn frá Ferðafélaginu. Lögð var um 400 m einangruð hitaveituleiðsla úr svokallaðri Þórunnarlaug sem er í norðvestur frá húsunum. Þórunnarlaug er varla meira en hola ofan í móhelluklöpp, um 2 m á lengd og passleg fyrir einn mann til aó liggja þar og láta fljóta yfir sig. Sumir hafa talið að laugin sé náttúruundur en fleiri hallast aó því að hún sé gerð af mannahöndum og bendir allt útlit hennar til þess. I lauginni bullar upp 40-50 gráðu heitt vatn í miklum mæli. 1 hinu merka riti, Landið þitt Is- land, eftir Þorstein Jósepsson, Steindór Steindórsson og Pál Lín- dal, segir svo um Þórunnarlaug: „Þjóðsögn er um það að Þórunn á Grund [í Eyjafjarðarsveit] hafi dvalist með fólki sínu við Lauga- fell á meðan svartidauði gekk yfir og hafi hún látið klappa laugarker- ið í klöppina. Sá galli er á þessari sögu að Þórunn fæddist fullri öld eftir að svartidauði geisaði. Hins vegar bendir hún til þess aó Grund- armenn hafi talió sér land inn að [Hofs]jökli. Önnur sögn nefnir þessa húsfreyju Þórunni ríku á Möðruvöllum en naumast munu vera til heimildir um hana.“ I bók- inni segir einnig að leifar fornra mannvirkja hafi fundist á bakka Laugarkvíslar við Laugafell sem fom munnmæli telja frá áður- nefndri Þórunni. „í málverkum Sigurðar Árna eru dularfull tengsl milli þess sem virðist vera og hins sem birtist skyndilega. Verk hans eru á stöð- ugri ferð um þessi svið myndhugsunar. Við erum stödd hér í ríki drauga og uppvakn- inga. Hvert einasta hlutlægt atriði er skilj- anlegt og óskiljanlegt í senn; stundum má greina formið en ekki merkingu þess, stund- um er þetta á hinn veginn. Við fyrstu sýn virðast þessi málverk afar kyrrstæð og stað- föst en samt reynast þau við nánari athug- um tvísýn og efa- blandin." Bernard Marcade. „Ég veit ekki hvernig á að kenna myndlist og er hreinlega ekki viss um að það sé hægt. Það er hægt að fara í vélskóla og stýrimannaskóla og verða ágætur skipstjóri en það kennir eng- inn skipstjóra að verða fengsæll, það lærir hann af sjálfum sér. Þannig er það líka með myndlistarmanninn. Það er hægt að kenna vissa tækni sem er nauðsynleg og myndlistin er alltaf í einhverskonar samtali við listasöguna en það er bara brot af því sem mynd- list snýst um, án þess að ég sé að gera lítið úr tækninni. Ég held að margir sem eru í myndlistarnámi séu með ákveðnar hugmyndir um það hvað það er að vera myndlistarmaður. Ég get bent nemendum á að fyrirmyndir eru ekki til í myndlist. Það sem þarf er opin og frjó hugsun. Mér finnst það mikið atriði fyrir framtíðina að einhverjir af þeim sem eru menntaðir sjónrænt geti unnið algjörlega óbundnir. Arkitektar og Iandslags- arkitektar eru menntaðir sjónrænt en verða alltaf að taka tillit til einhverra kvaða. Myndlistarmenn eru þeir fáu sem í framtíðinni verða óbundnir við sína sjónrænu sköpun og ég held að það sér mjög mikiívægt fýrir vissa þróun. En til þess að það verði meira en naflaskoðun myndlistarmannsins sjálfs verður þessi opna hugsun að vera til staðar." Ber stærri hópa Segja má að hitaveituframkvæmd- irnar hafi gengið vonum framar. Rörin voru soðin saman í 20-25 m lengjur við Hjörvarsskála og síðan borin á sinn stað. Einnig var grafið fyrir nýrri rotþró og lagt að henni frá snyrtihúsinu. Reiknað er með að hægt verói taka húsið í notkun strax á næsta ári, í það minnsta að hluta, að sögn Sigurðar Jónssonar, formanns Feróafélags Akureyrar. Til þessa hefur aðeins eitt vatns- salerni vcrið í Laugafelli en meó fjölgun þeirra batnar aðstaðan mjög, ekki síst fyrir stærri hópa. Staðurinn mun við þessar fram- kvæmdir bera stærri hópa ferða- fólks en áður og einnig sagði Sig- urður nrenn gera sér vonir um að vegurinn í Laugafell af Sprengi- sandsleið við Fjórðungsöldu verði bættur. Þeir sem leið eiga unr Sprengi- sand muni því kannski sækja Laugafell heinr í meira mæli, jafn- vel í stað þess að gista í Nýjadal, og er heita vatnið, bæði í sundlaug- inni og húsunum, mikið aðdráttar- afl í því sambandi. HA

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.