Dagur - 22.10.1994, Side 7
Vi
en það var mikill misbrestur á því
og það tafði auðvitað fyrir náminu
þegar þau áttu að fara að lesa
námsbækur.
Eg kenndi fyrsta veturinn á Ar-
skógsströnd en síðan á Dalvík og á
bæjum hér í Svarfaðardal. Þá var
farskóli á Dalvík sem stóð í sex
mánuði. Hann lá niðri í einn mán-
uð á vetri og þann mánuð kenndi
ég í Svarfaðardal, ýmist á Auðnum
eöa Urðum. En Þórarinn á Tjörn,
sem kenndi mjög lengi hér í Þing-
húsinu í Svarfaðardal, fór svo ann-
an mánuð á þessa bæi og kenndi.
Seinna voru svo fengnir sérstakir
kennarar í dalinn. Ég var eini
kennarinn í skóianum á Dalvík og
kenndi allar greinar. Seinna hafði
ég þó hjálparkennara. I skólanum
var tveimur árgöngum kcnnt sam-
an og bömin komu í skólann annan
hvern dag.
Ég er ekkert hrifinn af því, sem
er verið að tala um nú, að lengja
skólaárið. Að minnsta kosti á það
ekki við í sveitunum. Lengra
skólaár kemur einfaldlega í veg
fyrir að bömin læri að vinna.“
Fátæktin
„Ég fylgdist svo með því hvernig
krökkunum sem ég kenndi vegnaði
og hafði mjög gaman af því. Verst
var að margir ágætlega góðir
námsmenn höfðu ekki efni á því að
fara í skóla, efnahagurinn var mis-
jafn þá ekki síður en nú. Þeir voru
fáir bændumir sem voru reglulega
vel stæðir. Fjöldinn allur var bláfá-
tækur á þessum fyrstu áratugum
aldarinnar. Það urðu margir að
leita til hrepps og þá var tekinn af
þeim kosningarétturinn, ef þeir
skulduðu hreppnum. Þannig var
þaó nú í þá daga.“
Helgi er kominn á
hundraðasta aldursár.
Hann hefur aðeins einu
sinni lent á sjúkrahúsi.
Var skorinn upp við
botnlangabólgu. Hann
gengur um úti við, les,
horfir á sjónvarp og
fylgist með því sem er
að gerast bæði innan
sveitar og utan. Hverju
þakkar hann þessa
góðu heilsu?
„Ég hef líklega verið
svona vel gerður í byrj-
un og má þakka guði
fyrir það. Én ég tel að
það sé einkum þrennt
sem hefur stuðlað að
því hvað ég hef haldið
góðri heilsu. Það er í
fyrsta lagi hreyfingin, í
öðru lagi að lifa heil-
brigðu lífi, nota hvorki
áfengi né tóbak, og í
þriðja lagi og ekki síst
það sem ég kalla jafn-
vægi hugans. Að eiga
andlega ró og láta
hvorki sorg né gleði ná
tökum á sér heldur
gæta jafnvægis og
halda sínu striki."
„Einstaklingurinn get-
ur gert ýmislegt
til að bæta og fegra lífið
en hann gerir það ekki
með því að vera sí-
kvartandi og kvein-
andi."
ég væri fluttur í Þverá. Ég hljóp á
milli en ég hafði herbergi á Dalvík
og gisti oftast þar á virkum dögum
en ég var ekki lengi að hlaupa á
milli. Mér var létt um að hlaupa.
Ekki man ég hvað ég þurfti langan
tíma til að fara á milli en ég var
fljótur.
Ég hætti að kenna þrettán árum
eftir að ég flutti í Þverá vegna þess
að þá var svo erfitt að fá fólk til
Þverá í Svarfaðardal.
Bóndi á Þverá
„Fyrstu árin sem ég var við
kennslu bjó ég á Völlum en árið
1930 flutti ég hingað að Þverá með
konu minni. Ég var með bú sam-
hliða kennslunni bæði á Völlum og
hér á Þverá og hef alltal' haft nóg
að gera. Maóur hefur alltaf haft
nóg aó gera ef maður hefur viljað
þaö, nennt því. Ég var nteð eina kú
og 20-30 ær á Völlum.
Arið 1930 kcypti ég Þverá. Ég
átti ekki grænan eyri en jörðin
kostaði sex þúsund. Ég varð að fá
kaupverðið allt lánað hjá spari-
sjóðnum og seljandanum. Eftir að
ég kom í Þverá hafói ég strax
nokkrar kýr og fleiri kindúr en áð-
ur, hér var líka hluti af túninu
býsna sléttur.“
Hljóp milli staða og starfa
„Ég hélt áfram kennslu á Dalvík þó
landbúnaðarvinnu. Þá var ekkert
atvinnuleysi eins og nú er. Ég hætti
í raun kennslunni sárnauðugur.“
/
A kaupfélagsfundum
í fímmtíu ár
„Einu sinni var ég á leiðinni á fund
á Akureyri, þaó var Byggingarfé-
lagsfundur sem var á vegum Kaup-
félagsins. Þegar ég kom til Dalvík-
ur var báturinn sem ég átti far með
farinn. Morguninn eftir lagði ég af
stað fótgangandi og var kominn
nógu snemma á fundinn. Mér var
létt um að hlaupa.
Ég sótti ansi marga fundi til Ak-
ureyrar. Hér voru tvær Kaupfélags-
deildir, önnur hér í dalnum og hin
á Dalvík. Ég var deildarstjóri
Svarfdæladeildar í nrörg ár, allt of
lengi sjálfsagt, og sat þá Kaupfé-
lagsfundi. Þeir eru nú orðnir marg-
ir aðalfundir KEA sem ég hef set-
Texti:
Kristín Linda Jónsdóttir
ið. Ætli ég hafi ekki farið fyrst upp
úr 1930-1940 og ég fór síðast í
hittifyrra. Ég hef líklega sótt flesta
fundi í um fimmtíu ár.“
Að koma mjólkinni í verð
„Þú spyró mig hver hafi verið
helstu baráttumál okkar bændanna
hér í Svarfaðardal þegar ég var að
hefja búskap á Þverá. Það var nú
æði margt. Það var náttúrulega að
koma mjólkinni inneftir, það var
mikið baráttumál. Að koma mjólk-
inni í sölu á Akureyri en þaó var
aldrei mjólkursamlag á Dalvík.
Það var svo árið 1934 sem
mjólkurflutningar hófust til Akur-
eyrar. Til að byrja með var mjólkin
aðeins flutt inneftir á surnrin éftir
vegarslóöanum á bíl en svo allt ár-
ió um kring. Mjólkin var ílutt með
bát á vetuma ef landleiðin brást
vegna ófærðar. Þetta voru oft erfið-
ar feróir, mikilar svaðilfarir sem
tóku langan tíma. En þctta skipti
sköpum fyrir bændurna héma í
dalnum, þá fóru þeir að fá reglu-
legar tekjur af mjólkurinnlegginu.
Landið hér í Svarfaðardal er
líka betur fallið til kúabúskapar en
sauðfjárræktar, dalurinn er svo
grasgefmn.
Svo var líka rnikið baráttumál
að fá sláturhús á Dalvík en það var
komið fyrir mína kaupfélagstíð.“
Þá komu dráttavélarnar
í dalinn
„Á vegum Búnaðarfélagsins var
unnió aó því að fá dráttavélar í dal-
inn. Hingað kom fyrsta vélin sem
kölluð var Surtur árið 1931. Þetta
var lítil og létt vél, sem var einkum
notuð til jarðvinnslu, til að slétta
túnin. Við komu vélarinnar tók
jarðræktin mestu framförunum frá
upphafí hér í dalnum. Seinna var
keypt önnur miklu stærri vél, lík-
lega var þaö árið 1949.
Það vildi svo til að ég var í
stjóm félagsins þegar báóar vélarn-
ar voru keyptar. Ég hef nú sagt að
hafi ég cinhvem tímann gert eitt-
hvert gagn hér í dalnum þá hafi
það verið í þessu efni, að stuóla aö
ræktun. Þaö var ekki vafi á því að
það fór að birta yfír þegar túnin
voru sléttuð og stækkuð.“
Að gera gagn
„Ég hef ferðast töluvert mikió inn-
anlands, aldrei hef ég nú komið til
útlanda. Ég hef haft mjög gaman af
því að ferðast um sveitir og kynn-
ast fólki. Mér hefur geðjast vel að
fólkinu allstaðar. Það er aðalatriðið
hjá flestum að geta gert eitthvað
gagn og þaó er sá hugsunarháttur
sem þarf aó ríkja.
Einstaklingurinn getur gert ým-
islegt til aö bæta og fegra lífió og
hann gerir það ekki með því að
vera síkvartandi og kveinandi. Þó
að eitthvað komi nú fyrir mann,
sem kemur nú fyrir alla meira og
minna á lífsleiðinni, þá þarf maður
að taka því rólega, það er um að
gera. Það er til einskis að kvarta.
Ég hef verið kosinn til ýmissa
starfa bæði hér í sveitinni og utan
hennar. Ég var lengi fulltrúi á Bún-
aðarþingi og Stéttarsambándsfund-
um bænda auk starfa á vegum
Kaupfélagsins og Búnaðarfélagsins
hér heima í héraði, auk þess tók ég
þátt í starfi Ungmennafélagsins og
Lestrarfélagsins.
En ég hef ekki gert mikió gagn.
Ég hef ekki verió nema meðalmað-
ur ef ég hef þá náð því,“ sagði
heiðursmaðurinn Helgi Símonar-
son á Þverá. KLJ
Laugardagur 22. október 1994 - DAGUR - 7
Óska eftir ab kaupa 2-3 tonn af
skötu (ekki tindabykkju)
Skatan má vera á hvaöa verkunarstigi sem er.
Hæsta verö greitt fyrir góba vöru.
Upplýsingar í vinnusímum 91-14364 og 13200,
heimasími 91-672793, Óskar.
KA heimilið
v/Dalsbraut, sími 23482
Nýjar, frábærar perur.
Munið vinsælu morguntímana.
I íþróttasal eru örfáir tímar lausir
Haföu samband
KA heimilið sími 23482
Lifandi starf
Starfið felst í samskiptum við fyrirtæki og stofnanir og
er á sviöi sölu og þjónustu.
Starfsmaðurinn (karl eða kona) þarf að hafa sjálfs-
traust, frumkvæði og dugnað til að bera.
Gott starfsumhverfi. Um er að ræða framtíðarvinnu.
I umsókn skal m.a. greina frá aldri, starfsreynslu og
skal vísað á einn til tvo umsagnaraðila.
Skriflegri umsókn skal skilaó fyrir 26. október nk.
Ath. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál og
öllum umsóknum verður svarað.
Akoplast & POB
Tryggvabraut 18-20,
Akureyri.
Björn Sigurðsson
Húsavík
AÆTLUN
HÚSAVÍK - AKUREYRI - HÚSAVÍK
Sun. Mán. Þri. Mið. Fim. Fös.
Frá Húsavík 19:00 08:00 08:00 08:00 08:00
17:00 17:00 17:00 17:00 17:00
Frá Akureyri 07:30 07:30 07:30 07:30 07:30
15:30 15:30 15:30 15:30
18:30
HÚSAVÍK - MÝVATN - HÚSAVÍK
Sun. Mán. Þri. Mið. Fim. Fös.
Frá Húsavík 09:15 09:15 09:15 09:15 09:15
Frá Mývatni 10:30 10:30 10:30 10:30 10:30
Samtenging viö ferðir Norðurleiðar mánud.-, þriðjud-, fimmtud- og föstudaga.
AFGREIÐSLUR:
Húsavík: BSH hf., Héðinsbraut 6 (Shell), sími 4I260.
Akureyri: Umferðarmiðstöðin, Hafnarstræti 82, sími 24442.
Mývatn: Hótel Reynihlíð, Mývatnssveit, sími 44170.
GÓÐA FERÐ!